Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2000, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2000, Page 2
2 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000 Fréttir Trésmiður sem missti fjóra fingur á verkstæði í álverinu í Straumsvík: Isal ber 2/3 hluta ábyrgðar á slysinu - „Vinnuaðstaða óforsvaranleg“ - álverið mun greiða 4ra milljóna króna bætur íslenska álfélagiö hefur verið dæmt til aö greiða fyrrum trésmiö hjá fyrir- tækinu 4.161.395 krónur með rúmlega þriggja ára dráttarvöxtum vegna vinnuslyss sem varð á verkstæði ál- versins í mars 1997. Með dóminum telst fyrirtækið bera 2/3 hluta ábyrgð- ar á slysinu. Maðurinn starfar nú sem eftirlits- maður hjá ísal og hefur misst vinnu sína sem trésmiður. Daginn sem slys- ið átti sér stað var maðurinn að vinna við smíði á sökkli undir skáp og var að saga fals í endann á sökkulefninu sem var tæpir 8 metrar að lengd. Hjól- sög var notuð við verkið. Á henni var ekki öryggishlíf. Þegar spýtan var reist upp á endann til að saga úr fyrir falsinu hrökk hún til þannig að vinstri hönd mannsins lenti á sagar- blaðinu. Afleiðingamar urðu þær að blaðið tók af vísifingur, löngutöng, baugfingur og litlafingur nær alveg frá grunni. Auk þess hlaut maðurinn djúpan skurð ofar í vinstri lófa. Maðurinn var fluttur á Sjúkrahús Reykjavlkur. Ekki reyndist unnt að bjarga fingmm hans. Slysið dró að vonum úr starfsgetu mannsins. Hann á erfitt með að nota vinstri höndina og verkir em enn stöðugir. Þá hefur hann misst vinnu sína sem trésmiður og mim aldrei geta starfað sem slíkur aftur þar sem hann getur ekki haldið á verkfærum í vinstri hendi. Þá hefur maðurinn m.a. þurft að hætta í hestamennsku vegna afleiðinga slyssins. Maðurinn byggði málarekstur sinn fyrir dómi á því að vinnuaðstæður hefðu verið óforsvaranlegar hjá álver- inu og hættulegar. Eftirlit og tilsögn með vinnu hans hefðu bæði verið ófullnægjandi og röng. Með því að gæta ekki að þessum atriðum hefðu yfirmenn gerst sekir um gáleysi sem síðan leiddi til að maðurinn hefði beð- ið alvarlegt líkamstjón. Þess vegna beri álverið skaðabótaábyrgð. I niðurstöðum Ólafar Pétursdóttur héraðsdómara kemur fram að orsök slyssins megi rekja til þess að notuð hafi verið vél sem ekki hafi verið hæf til framangreinds verks. Þá hafi þrengsl í kringum vélina aukið hætt- una þar sem ekki var unnt að nota sleða til að leggja spýtuna í lárétta stöðu. „Vinnuaðstaða stefnanda var því óforsvaranleg og á því ber stefndi ábyrgð," segir í niðurstöðu dómsins. „Á hinn bóginn sýndi hann (stefn- andi) visst aðgæsluleysi að vinna verkið undir þessum kringumstæð- um,“ segir síðan um hlut mannsins. Að þessu virtu er álverið dæmt til að greiða 2/3 af samtals 6.242.093 króna skaðabótakröfu mannsins. -Ótt Franskt rusl Þeir henda ekki ruslinu sínu í sjóinn, skipverjarnir á franska dráttarbátnum sem liggur í Reykjavíkurhöfn þessa dagana. Hér handlanga sjómennirnir rusliö eftir hafnarbakkanum í ruslagám í landi. Mistök í könnun 10 </> Vinsælustu vefsvæði á íslandi »kv. könnun PrlceWatorhouso Coopers JSm HWS2000 % rer ro >o 1 j_ I I LL 'O X. iO ffi -E- <7> ± <o T«q 3 «o 2 O ■OX) £ .. *C-. Alvarleg mistök voru gerð í fjöl- miðlakönnun Gallups er varðar mælingu á notkim netmiðla. Svar- möguleikar voru sjö en aðeins var gefinn kostur á að merkja viö sex þeirra. Af þessu leiðir að svörin reyndust gagnlaus og niðurstaðan þvi ekki marktæk. Auk áðurgreindra mistaka var ekki spurt um Leit.is sem sam- kvæmt nýrri könnun PriceWater- house Coopers er þriðja stærsta net- svæði landsins. Könnunin, sem gerð var á svipuðum tíma og fjölmiðla- könnun Gallups, leiddi í ljós að Vís- ir.is var vinsælasta netsvæðið en Mbl.is var nokkuð þar á eftir. Gallup mun ætla að reyna að leið- rétta þessi mistök með því að gera sérstaka símakönnun um notkun Netsins. -rt Sænska dagblaðið Expressen/GT: Hættulegur íslendingur - á lista yfir 56 forhertustu glæpamenn Sænska dagblaðið Ex- pressen/GT hefur birt lista yfir 56 harðsvírustu glæpamenn í Vest- ur-Svíþjóð og á þeim lista er einn íslendingur. Birt er úrklippt skuggamynd af íslendingnum, hann sagður 27 ára og hafa gerst sekur um grófar grip- deildir. At- hygli vekur að á listan- um eru 26 útlendingar af þeim 56 sem hættu- legastir þykja í sænskum undirheim- um. Um það segir Sven Alhbin, rannsóknar- lögreglustjóri í Gautaborg: „Þessi listi sýnir okkur sænskt þjóðfélag í hnotskum. Hér búa orðið margar þjóðir og það endur- speglast einnig í undirheimunum. Einnig má vera að hluti þessara manna hafi flúið eigin heimahaga vegna af- «3T 9 brota og sé því hér.“ Þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir hefur DV ekki tek- ist að festa hendur á hver hinn 27 ára gamli íslending- ur er sem á fyrrgreindan hátt hef- ur skotist til þessara vafasömu metorða meðal sænskra glæpa- manna.. -EIR Fjölmiðlakönnun Gallups: Dregið hefur úr blaðalestri - Viðskiptablaðið, Fókus og Skjár einn í sókn -Eittlivað lesið í vikunni 80'----------P-9a>,o 60 .66,0 65,7 - 22.6 20,7 DV Morgunblaðlð Dagur Meðallestur minnkar —breyting milli ára Viðskiptablaðið +2,8% Dagur -0,4% Morgunblaðið -24% DV -2,6% Egg Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallups, sem framkvæmd var i lok mars, hefur heldur dregið úr lestri dagblaðanna frá sama tíma i fyrra. Þannig mælist nú meðallestur DV 2,6 prósentustigum minni en í fyrra, Morgunblaðið hefur misst 2,2 pró- sentustig og Dagur 0,4 stig. Þegar sá hópur sem eitthvað las í blöðunum í könnunarvikunni er skoðaöur kem- ur i ljós að þeim sem eitthvað lásu í Morgunblaðinu fækkar um 1,9 pró- sentustig i 80 prósent. Hjá Degi fækk- ar lesendum sömuleiöis um 1,9 pró- sentustig i 20,7 prósent en hjá DV er lækkunin 0,3 prósentustig í 65,7 pró- sent. Á einu ári hefur lestur Viðskipta- blaðsins hækkað úr 6,1 prósenti í 9 prósent eða um tæpan helming. Með- allestur Fókus mælist samkvæmt könnuninni 40 prósent hjá öllum aldurshópum en 49 prósent hjá fólki yngra en fer- tugt og 53 prósent hjá fólki yngra en þrítugt. Það má því segja að um eða yfir helming- ur þjóðarinnar sem er yngri en fertugt lesi Fók- us. Samkvæmt könnuninni dreg- ur nokkuð á milli Stöðvar 2 og Ríkissjónvarpsins en áhorf á Sýn minnkar á sama tíma og Skjár einn bætir sig. Að meðaltali stilltu um 67 prósent einhvem tima dagsins á Ríkissjónvarpið, 58 prósent á Stöð 2, um 18 prósent á Skjá einn og um 9 prósent á Sýn. Þegar aðal- fréttatimar stöðvanna eru bomir saman kemur í ljós að að meðaltali horfa 40,4 prósent á Ríkissjónvarpið, 30,4 prósent á fréttir Stöðvar 2 en að- eins rúm 4 prósent á fréttir Skjás eins. Það eru því ekki fréttirnar sem standa að baki ágætri útkomu Skjás eins. Þeir þættir stöðvarinnar sem ná meira áhorfi en 10 prósent vom Worlds Most Amazing Videos og eró- tísk stuttmynd Davíðs Þórs Jónsson- ar. Eins og í öðrum könnunum kemur fram að útvarpshlustun utan frétta- tima er ekki umtalsverð. Þannig ná aðeins Rás 1 og 2 og Bylgjan aö lyfta meðalhlustuninni yfir 2 prósent ein- hvem tíma dagsins en níu aðrar stöðvar, sem mældar vora, eru með- alhlustun frá nánast engu og upp að þessum 2 prósenta múr. -rt Ingibjörg til Seattle Borgarstjórinn í Reykjavik, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, heimsækir Seattle í Bandaríkj- unum dagana 29. apríl til 3. mai. Heimsóknin er lið- ur í dagskrá Landa- fundanefndar sem víðs vegar um Bandaríkin minnist þess að 1000 ár eru liðin frá því aö Leifur Eiríksson nam land í Ameríku. Sérstök kynn- ing verður í Seattle á Reykjavík sem einni af niu menningarborgum Evr- ópu árið 2000. Vísir.is greindi frá. Vonbrigði Stjóm Félags hjúkmnarfræðinga lýsir yfir undrun og vonbrigðum með þau vinnubrögð sem viðhöfð vom við fyrirspum Ögmundar Jón- assonar alþingismanns og formanns BSRB á Alþingi um launaþróun í heilbrigðisþjónustu og svör við henni. Vísir.is greindi frá. Pínleg villa Stafsetningarvilla var í fyrirsögn í samræmdu prófi í íslensku sem lagt var fyrir grunnskólanemendur á fimmtudag. Deildarstjóri prófa- deildar Rannsóknarstofnunar upp- eldis- og menntamála segir þetta pínlega villu. Bylgjan greindi frá. ■ miiuvgi ICIVIIIII Stjóm Samherja hf. hefur sam- þykkt að ráða Finnboga Jónsson sem starfandi stjómarformann fé- lagsins frá og með 1. júní nk. Auk al- mennra starfs- skyldna stjómarfor- manns mun Finn- bogi vinna að stefnumörkun og framtíðarskipulagi fyrir félagið og erlend dótturfélög þess og að nýjum tækifærum á þeirra vegum. Við- skiptavefurinn á Vísi.is greindi frá. Mikilvægt skref Dómsmálaráðherra telur að með skráningu upplýsinga um erfðagerð úr lífsýnum sem tekin hafa verið vegna rannsóknar opinberra mála verði stigið mjög mikilvægt skref í að auðvelda uppljóstrun alvarlegra afbrota hér á landi. Ráðherra segir að með ýmsum hætti verði leitast við að tryggja öryggi við meðferð upplýsinganna og slegnir vamaglar við hvers kyns misnotkun. Vísir.is greindi frá. Samþykktu samninginn Félagar í Verkalýðsfélaginu Baldri á Isafirði samþykktu nýjan kjarasamning sem undirritaður var 13. apríl sl. milli Alþýðusambands Vestfjarða og Samtaka atvinnulífs- ins í allsherjaratkvæðagreiðslu sem stóð yfir frá 26. tfi 28. aprfi. 67,16% þeirra sem greiddu atkvæði sam- þykktu samninginn en 32,84% höfn- uðu honum. Vísir.is greindi frá. Nýr vararíkisskattstjóri Fjármálaráðherra hefur ráðið Ingvar J. Rögnvaldsson i stöðu vararíkisskattsj óra frá og með 1. ágúst nk. Ingvar lauk lögfræðiprófi frá Háskóla íslands árið 1977 og stund- aði framhaldsnám við Kaupmanna- hafnarháskóla á árunum 1977 til 1979. Hann hefur verið starfsmaður Skattstofu Reykjavíkur frá 1979 og gegnt stöðu skrifstofu- og varaskatt- stjóra frá árinu 1986. Vísir.is greindi frá. -AA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.