Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2000, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000 Fréttir DV Þorskstofninn enn í kreppu og niðurskurður hugsanlegur: Fiskifræðingar klikka illilega - segir Guðjón A. Kristjánsson alþingismaður DV. AKUREVRI:____________________ „Ef það verður reyndin að skera þurfi niður þorskkvótann þá get ég sagt að fiskifræðingamir okkar hafi klikkað illilega,“ segir Guðjón A. Kristjánsson, alþingismaður og fyrrverandi formaður Farmanna- og fiskimannasambands íslands, um fyrstu niðurstöður úr tog- og netaröllum Hafrannsóknastofmm- ar en þær niðurstöður eru af mörgtun túlkaðar þannig að nauð- synlegt kunni að vera að skera niður veiðar á þorski og e.t.v. fleiri botnfisktegundum hér við land. Breytingar á Reykjanesbraut Reykjanesbraut Þetta kort sýnir umferöarstýringu á gatnamótum á Reykjanesbraut viö Nýbýlaveg. Vegaframkvæmdir á Reykjanesbraut: Tímabundin lokun Þegar morgunumferðin þriðju- daginn 2. maí verður afstaðin mun hluta Reykjanesbrautarinnar verða lokað vegna vinnu við und- irgöng. Um er aö ræöa vegarkaflann á milli Breiðholtsbrautar og Fífu- hvammsvegar þar sem ný akbraut var tekin í gagnið í haust. Undir nýju akbrautina eru undirgöng og nú er komið að því að framlengja þau undir gömlu vestari akbraut- ina. Á meðan framkvæmdir standa yfir verða þeir sem koma úr Reykjavík á suðurleið að beygja yfir á nýju eystri akbrautina eftir að farið er yfir á umferðarljósum við Nýbýlaveg. Gildir þá að hægri akgrein hefur forgang yfir gatna- mótin. PYrir sunnan Nýbýlaveg verður því aðeins um eina akrein að ræða í hvora átt að afreinum sem liggja að Smáranum. Þeir sem koma úr suðri aka að vinnusvæðinu á einni akgrein og helst hún áfram 1 gegn. Þá verður svipuð aðkeyrsla að afreinum í og úr Kópavogi við Smárann og verið hefur. Vegagerðarmenn vænta þess að vegfarendur sýni skilning á þess- um framkvæmdum með prúð- mennsku í umferðinni. Þá á þetta að geta gengið tafalítið og óhappa- laust fyrir sig. Þann 23. júní á veg- urinn að vera kominn í samt lag aftur með fjórum akreinum, tvennum göngum og mislægum gatnamótum við Fífuhvammsveg. Áætlað er að öllum frágangi verði lokið þann 1. júlí. -HKr. Guðjón A. Kristjánsson „ Vísindamennirn- ir tveimur árum á eftir. “ „Mér líst bölv- anlega á að farið verði að skera niður þorsk- kvótann en það kann að vera að vísbendingarnar séu svo sterkar að það kunni að reynast nauð- synlegt. En það er að mörgu að hyggja í þessu sambandi, s.s. eins og þvi hvort fiskurinn hafi nægjanlegt æti og hvort sjálfs- át eigi sér stað. Það þarf að meta aflagögn og margt fleira áður en endanleg ákvörðun verður tekin í þessu máli,“ segir Guðjón. Hann segir skipstjórana hafa byrjað að vara við þessari þróun fyrir tveimur árum. Þeir hafi orð- ið varir við samdrátt en þá hafi ekki verið hlustað á Hafrann- sóknastofnun frekar en fyrri dag- inn. „Mér sýnist að nú eigi sér staö þetta venjubundna mynstur, sem verið hefur i ráðleggingum varðandi þorskveiðar undanfarna tvo áratugi, að vísindamennirnir séu tveimur árum á eftir. Það ger- ist hvort sem um er að ræða upp- sveiflu eða niðursveiflu. En ef fara á að skera niður þorskveiðina núna þá er allt upp í loft, allt upp- byggingarstarfið og allt sem menn hafa verið að segja gjörsamlega ónýtt og ekki stendur steinn yfir steini.“ Guðjón segir að ekki sé hægt að kenna ástandi sjávar um núna, það hafi verið gott á allan hátt. „Það þarf einhverjar aðrar skýr- ingar. Maður fer að spyrja sig spurninga eins og þeirrar hvort við séum að nýta stofninn rétt, séum að taka of hátt hlutfall af stofninum. Og hvað með stjórn- kerfið? Er það að sýna okkur rétt- ar aflatölur? Erum við ekki að drepa miklu meira af fiski en þar kemur fram? Það er ótal spurning- um ósvarað og menn ættu að setj- ast niður yfir þessi mál öll,“ segir Guðjón. -gk Númer klippt Lögreglan í Reykjavík er meö herferö gegn óskoöuöum bifreiöum bæjarins þessa dagana. Sóleyjargata 1. Rúður brotnar í forsetaskrif- stofu Rúður voru brotnar i þremur glugg- um í skrifstofúm forseta Islands i gær- morgun. Skemmdarverkið var tilkynnt til lög- reglunnar í Reykjavík um klukkan 10 og er málið í rannsókn. Ytra glerið í tvöfóldum rúðunum brotnaði en það innra skemmdist ekki. Skrifstofur forseta íslands eru á móti Hljómskálagarðinum, á Sóleyjargötu 1 í Reykjavik, i húsi sem heitir Staðastað- ur. Forsetinn sjálfúr, Ólafúr Ragnar Grímsson, er hins vegar i opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. -SMK Samfylkingin: Um helmingur hefur greitt at- kvæði Rúmlega 5 þúsund manns, sem hafa rétt á að kjósa til formanns Samfylkingarinnar, höfðu nýtt atkvæðis- rétt sinn í gær, fóstu- dag, samkvæmt upp- lýsingum frá skrifstofú Samfylkingarinnar í gær. Hér er um að ræða rúmlega 50 pró- sent kosningaþátttöku til þessa en um 10 þús- und manns í ýmsum félögum þessa stjóm- málaafls em gjaldgeng- ir kjósendur í kosning- unni. Búist er við að margir muni skila á síðustu dögunum en fresturinn til að velja á milli Tryggva Harðar- sonar og Össurar Skarphéðinssonar til formanns rennur út á miðnætti á þriðjudagskvöld. Flestir hafa sent atkvæði sín í pósti. „Mér fmnast undirtektir góðar. Það er mikið hringt i okkur sem emm í framboði og góður hugur í fólki. Ég er fyrir mína hönd bjartsýnn. Þetta er póstkosning og ég segi að ef við náum 55-60 prósenta kosningaþátttöku þá er ég ánægður," sagði Össur Skarp- héðinsson. „Ég fmn jákvæða strauma," sagði Tryggvi Harðarson við DV. -Ótt Tryggvi Harðarson. - Jákvæðir straumar. Ossur Skarp- héðinsson. - Góöar undir- tektir. Veörið íi k\ old Hæg suðlæg átt Hæg suölæg átt og skýjað sunnanlands en bjart fyrir norðan, 4 til 10 stig, hlýjast norðaustanlands, en kólnar þegar líður á kvöldið. Solfrrgangur og sjávarfóll REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 21.47 20.04 Sólarupprás á morgun 05.02 04.36 Síódegisflóö 15.26 19.59 l á morgun 03.46 08.19 Veðriö a morgun Skýringará veöurtáknuin ]*-~-VINDÁTT ÍO^HIT, 151 -10° Vrost hbðskirt WÍNDSTYRKUR i metruni á sekúndu LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ £> O ' skVjao alskýjað RIGNING SKÚRIR SLÝDDA SNJÓKOMA ÉUAGANGUR PRUMU- SKAF- VEOUR RENNINGUR iól og blíðu, takk fyrir /etur konungur er loks að tapa jaráttunni fyrir sumrinu. Trúlega harma >aö fáir nema alhörðustu jeppa- og jallamenn. Þeir hafa líka sumir talsvert innað viðhorf til veöurs en flest annað ólk. Því meira slark og ófærð því betra >r veðrið í þeirra augum. Þeir veröa þá >ara að bíta í það súra því við hin ætlum ið hafa sól og blíðu í allt sumar. Rigning syðra og þurrt nyrðra Gert er ráð fýrir suðlægri átt, með vindhraða upp á 3-5 m/s. Skýjað veröur sunnanlands en bjart veður fyrir norðan. Hiti 3 til 8 stig. Wlismiidiagisiri1 Vindur: 8-13 ’ Hiti 4“ til 9° Suöaustan 8-13 m/s og rignlng eöa skúrir vestanlands en hægarl og þurrt á Austurlandl. Hlti 4 tll 9 stig. Vestlæg átt og rigning eöa súld vestanlands en þurrt aö kalla austan til. Hiti víöa 5 tll 10 stlg. Afram er gert ráö fyrir vestlægri átt og rigningu eöa súld vestanlands, en þurrt aö kalla austan tll. Hlti víöa 5 tll 10 stlg. Veör ió kl „ 12 i; £.æt: /i AKUREYRI léttskýjaö 7 BERGSSTAÐIR léttskýjaö 8 BOLUNGARVÍK skýjaö 6 EGILSSTAÐIR 4 KIRKJUBÆJARKL. KEFLAVÍK skýjaö 6 RAUFARHÖFN léttskýjaö 5 REYKJAVÍK skýjaö 6 STÓRHÖFÐI moldrok 5 BERGEN skýjaö 19 HELSINKI alskýjaö 15 KAUPMANNAHÖFN skýjaö 18 ÓSLÓ skýjaö 14 STOKKHÓLMUR 19 ÞÓRSHÖFN þokumóöa 6 ÞRÁNDHEIMUR skýjaö 14 ALGARVE skýjaö 16 AMSTERDAM léttskýjaö 21 BARCEL0NA skýjaö 14 BERLÍN skýjaö 24 CHICAGO léttskýjaö 7 DUBLIN hálfskýjaö 12 HALIFAX skúr 4 FRANKFURT skýjaö 20 HAMBORG skýjaö 23 JAN MAYEN skýjaö 1 LONDON súld 12 LÚXEMB0RG skýjaö 21 MALLORCA skýjaö 17 MONTREAL léttskýjaö 5 NARSSARSSUAQ snjókoma 1 NEW YORK þokumóöa 9 ORLANDO þokumóöa 15 PARÍS skýjaö 15 VÍN léttskýjaö 23 WASHINGTON alskýjaö 10 WINNIPEG léttskýjaö 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.