Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2000, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2000, Page 18
18 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000 Helgarblað I>V Sviðsljós Woody Harrelson Þessi sérvitri leikari hefur barist fyrir hamprækt í heimafytki sínu en ekki haft erindi sem erfiöi. Harrelson meinuð hamprækt Woody Harrelson, eða Woodrow Tracy Harrelson, er þekktur leikari og sérvitringur í Ameríku. Margir muna eflaust eftir honum í ein- hverri af þeim 29 kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sem hann hefur leikið í en meðal þeirra þekktustu er Cheers eða Staupasteinn þar sem hann lék ákaflega vitgrannan en viðkunnanlegan barþjón sem hét Woody. Harrelson hefur barist ákaflega fyrir því að hamprækt verði leyflleg í heimafylki hans Kentucky. Hamp- ur er talsverð nytjajurt sem hægt er að flétta reipi úr og vefa klæði en einnig er hægt að reykja og éta af- urðir hampsins og komast í vímu. Fyrir vikið er ræktun hamps víðast hvar ólögleg og yfirvöldum veruleg- ur þymir í augum. Woody hefur einkum notað efna- hagsleg rök í baráttu sinni og talið að hamprækt ætti að geta nýst smá- bændum í Kentucky sem ekki vilja rækta tóbak en tóbaksrækt er vem- lega stór atvinnugrein í fylkinu en margir hafa hom í síðu tóbaksfram- leiðslu og reykinga ekki síður en hampframleiðslu. Harrelson fékk þvert nei frá yfir- völdum og verður þvl enn um sinn að rækta sinn hamp á afviknum stað og láta lítiö á því bera. - Bergþóra Árnadóttir hefur notað Labello Classic í 25 ár „Ég veit ekki hvað ég nota mikið af Labello á viku en ég gæti trúað að stauturinn entist 1-2 daga. Ég á alltaf marga í einu því ég get ekki hugsað mér að vera án Labellos. Ég kaupi nokkra stauka i einu og þeir em í öllum vösum, á náttborðinu, í veskjum og alls staðar. Ég nota Labello á 10 minútna fresti meðan ég er vakandi." Þannig lýsir Bergþóra Árnadóttir söngkona þeirri áráttu sinni að nota varasalva í tíma og ótíma. Bergþóra segist hafa byrjað að nota varasalva fyrir 30 árum. „Það var síðan fyrir 25 árum að ég komst í kynni við Labello Classic og síðan hef ég ekki getað hætt. Þetta er gríðarlega sterkur ávani og ég get ekki afborið tilhugsunina um að hætta að nota varasalva." Bergþóra, sem er stödd hér á landi um þessar mundir þó hún sé búsett í Danmörku, segir að notkun eins og þessari fylgi veruleg fjárút- lát. „Ég er öryrki síðan 1993 og veit satt að segja ekki nákvæmlega hvað einn Labello kostar en ég kaupi nokkra í viku. Þegar maðurinn minn var að endurhanna svefnher- bergið okkar á dögunum þá fann hann nærri 10 stauka bak við nátt- borðið, misjafnlega mikið notaða." Kemst ekkl i vimu en er fíklll í eðll mínu í DV fyrir skömmu var fjallað um fíkn í notkun varasalva en netsiður sem settar hafa verið upp í Banda- ríkjunum hafa laðað fram í dagsljós- ið tugþúsundir manna sem telja sig vera háða notkun varasalva og hafa þeir stofnaö sjálfshjálparhópa vegna þess. En telur Bergþóra að notkun hennar sé fikn? „Ég myndi ekki kalla hana fíkn i þeim skilningi að maður kemst ekki í neina vímu af því að nota vara- salva. Ég er fíkill í eðli mínu og þess vegna er ég háð varasalva. Mér finnst þörfin fyrir að nota hann svo sterk að þótt ég reyki meira en pakka á dag þá myndi ég heldur vilja vera sígarettulaus en eiga ekki Labello." Bergþóra segist ekki hafa gert al- varlegar tilraunir til þess að hætta að reykja þvi henni þyki það ein- faldlega of gott. „Maður er að vísu litinn hom- auga hér á íslandi en ég er þá bara götustelpa og reyki úti á götu.“ Bergþóra segist hins vegar aldrei Bergþóra Árnadóttir Bergþóra hefur notaö varasalva í 30 ár. Fyrir 25 árum fór hún aö nota Labello Classic og segist veröa aö nota hann á tíu mínútna fresti allan daginn. Hún vill gjarnan komast í samband viö annaö fólk sem svipaö er ástatt um meö þaö i huga aö leitar réttar þeirra sem telja sig vera háöa notkun varasalva. Ég las í blöðunum um daginn að íslenskir reykingamenn cetluðu að fara fram á skaða- bœtur frá tóbaksfram- leiðendum í Bandaríkj- unum. Mér datt í hug að við sem höfum eytt stór- fé t varasalva gegnum árin gcetum með ein- hverjum hœtti leitað réttar okkar ef við stöndum saman hafa reynt að hætta notkun vara- salva því þetta sé að hennar mati meinlaus ávani þótt hann sé gríðar- lega sterkur. „Ég veit um fólk sem hefur svip- aða sögu að segja af Atrix handá- burði sem ég hef reyndar aldrei prófað sjálf. Það er sami framleið- andinn sem framleiðir Atrix og Labello. Kannski er eitthvert efni í þeim báðum.“ Selur hákarlabrjósk Bergþóra var nokkuð þekkt söng- kona á íslandi á árunum eftir 1975 og var í fararbroddi Vísnavina og gaf einnig út plötur með eigin lög- um. Hún hefur búið í Danmörku í 12 ár ásamt eiginmanni sínum, H.P. Sörensen, og hundi en kemur alltaf til íslands annað slagið og dvelur hér um hríð og kemur þá gjarnan fram og syngur. Bergþóra lenti í bílslysi 1993 og hefur síðan verið ör- yrki og gengur við hækju, nýkomin úr sneiðmyndatöku þegar þetta við- tal fer fram. En hefur hún getað stundað vinnu í Danmörku? „Við höfum verið að selja há- karlalýsi og hákarlabrjósk frá ís- landi gegnum póstverslun og það hefur gengið ágætlega." Hún syngur um þessar mundir með Skagfirsku söngsveitinni svo þar er hægt að heyra rödd hennar. Hún ferðaðist um landið síðasta sumar og hélt tónleika og slík ferð er í bígerð fyrir næsta sumar. „Ég fór hringinn í fyrra með sængina og gítarinn og það var bráðskemmtilegt. í sumar ætlum við að vera bæði og maðurinn minn verður gestakokkur á veitingastöð- um þar sem við komum.“ Gætum leitað réttar okkar Bergþóra vill gjaman komast í samband við aðra sem telja sig vera fasta í neti varasalvanotkunar og kynnast reynslu þeirra og viðhorf- um. Hún hvetur fólk til þess að hafa samband við sig í síma 692 1548 og ræða málin. En ætlar hún þá að stofna einhvers konar samtök? „Ég veit það ekki. Ég las í blöðun- um um daginn að íslenskir reyk- ingamenn ætluðu að fara fram á skaðabætur frá tóbaksframleiðend- um í Bandaríkjunum. Mér datt í hug að við sem höfum eytt stórfé í varasalva gegnum árin gætum með einhverjum hætti leitað réttar okk- ar ef við stöndum saman.“ -PÁÁ Páskarnir og djöfsi Við hér í Reykholtsdal í Borgarfíröi not- uðum páskahátíðina til að flytja harmleik- inn um Galdra-Loft, þann sem gekk fjand- anum á hönd til að öðlast þekkingu og völd. Færri áhorfendur komust en vildu á þennan harmleik sem var öðru fremur páskanámskeið í því hvernig fara á að því að selja sig andskotanum í praktískum til- gangi. Þó Galdra-Loftur sé löngu dauður og kominn heim í heiðardalinn til húsbónda síns er enn verið að pæla í því um allar trissur hvort ekki sé þjóöráð að selja sig andskotanum til að komast áfram í lífinu - meika það. En nú er ég kominn útá hálan ís og vona að sem fæstir taki þetta til sín. Aftur á móti finnst mér sumarkoman vel til þess fallin að trúa mönnum fyrir því sem ég vil síður að komist í hámæli. Það verður semsagt ekki látið fara lengra. Páskarnir hafa orðið mér dálítið þungir í skauti i orðsins fyflstu merkingu. Ég sté semsagt á baðvogina í morgun og komst að því að ég hef þyngst um þrjú kíló á páskafostunni. Þetta veldur mér slíku hugarangri að ég er varla mönnum sinnandi. Auðvitað kæri ég mig ekkert um að fólk komist að því hvernig mér er inn- anbrjósts og þess vegna fer ég ekki með veggjum á almannafæri né græt í sam- kvæmum heldur legg mig allan fram um að láta alla halda að ekki sé nóg með að ég sé afbragðs vel lukkaður, heldur finnist mér það líka sjálfum. En það er nú eitthvað annaö. Þegar ég var lítill grét ég oft dægrin löng ofaní treyjuna hennar ömmu minnar útaf því hvað ég væri lítifl, en þá sagði hún: - Vegir guðs eru órannsakanlegir, stúf- urinn minn, og mér fór að verða i nöp við guð. En amma, sem vildi ekki fyrir nokkurn mun að upp kæmu sambúðarörð- ugleikar hjá okkur guöi, sagði: - Hvernig voru ekki Hitler, Napóleon og Helgi Hjörvar? Þá grét ég svo mikiö að amma varð að skipta um treyju. Nú er ég hættur að sífra ofaní treyjuna hennar ömmu minnar útaf þvi hvað ég sé lítill, enda er hún löngu dáin, blessunin, og ég orðinn stór, eða svo ég vitni í það sem sálfræðingurinn sagði um daginn þeg- ar ég sagði honum að ég hefði alltaf haft komplexa útaf því hvað ég væri lítill. Þá sagði sálfræðingurinn: - Þú ert ekkert lítifl. Að minnsta kosti ekki miðað við búskmenn. Og ég trúði sálfræðingnum fyrir því að ég hefði ekki komið á hans fund útaf því hvað ég væri lítill, heldur útaf því hvað ég væri digur. - Þú ert ekkert feitur, sagði sálfræðing- urinn. Þú ert bara svona í laginu og til- tölulega lítið afskræmdur af spiki þegar það er haft í huga að þú ert dæmigerð of- æta. - Ofæta? át ég eftir sálfræðingnum af því ég hafði ekki heyrt orðið fyrr. - Já, ofæta, endurtók sálfræðingurinn. Ofæta er maöur sem haldinn er sjúklegri matarfikn, svona einsog ofdrykkjumaður. Á sama hátt og ofdrykkjumaðurinn leggst í ofdrykkju, þá verður ofætan ofátinu að bráð. Hann heldur áfram að éta og éta þar til ekki verður aftur snúið. - Á ég mér þá ekki bjargarvon úr þessu fituböli? sagði ég í örvæntingu minni. Hann svaraði mér öngvu en dáleiddi mig einsog stundum er gert við sinnisveikt fólk. Þegar hann var svo búinn að vekja mig úr dáinu sagði hann mér að ég hefði, upp- úr svefninum, klifað á því í sífeflu að ég vildi verða í laginu einsog Jesús eða Clint Eastwood. Eftir svolítið vandræðalega þögn sagði hann svo: - Það er borin von að þú náir því héð- anaf. Enda tekur því tæplega að reyna. Þú átt ekki það langt eftir. Þá hugsaði ég með mér: - Þetta er vondur sálfræöingur - og gekk á dyr. Og nú hef ég um páskahátíðina verið að garfa í því að komast sjálfur og af eigin rammleik yfir komplexana útaf því að vera verr lukkaður en annað fólk. Þetta geri ég með því að horfa á fréttir í sjón- varpinu - fréttir af fólki sem virðist í hrönnmn hafa selt sig andskotanum einsog Galdra-Loftur eða vera á vegum sjálfs djöfulsins. Og ég sökkvi mér niðurí fréttir af ofbeldi, pyntingum, fjöldamorð- um, gripdeildum, ránum og umsvifum vondra manna sem endalaust virðast vera í þegnskylduvinnu hjá andskotanum sjálf- um. Þá léttir mér svolítið og ég hugsa sem svo: - Þetta er nú meira skítapakkið. Og svo lofa ég guð fyrir að vera ekki einsog sumir aðrir. Flosi Get ekki hætt að nota varasalva

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.