Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2000, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2000, Side 12
12 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000 DV Fréttir Marisleysis Gonzalez, frænka Elians: Dýrlingur eða lýðskrumari ■ heimtar drenginn til sín Með sönnu mætti segja að Marisleysis Gonzalez, frænka Eli- ans litla Gonzalez, væri dýrlingur í augum útlægra Kúbana í Litlu Havana á Miami. Marisleysis, sem er dóttir föðurbróður Juans, pabba Elians, hefur síðastliðna fimm mánuði verið i sviðsljósinu sem vemdari og talsmaður drengsins og barist fyrir því að halda honum á bandarískri grundu og forða frá Hadesarheimum Kúbu. Með framgöngu sinni hefur Marisleysis þó einnig aflað sér andstæðinga sem ekki eru sam- mála aðferðum hennar og ofstæki. Hafa margir líkt forræðisdeilunni við sápuóperu þar sem Marisleysis fer með aðalhlutverkið. Pólskipti í baráttunni Það versta sem gat komið fyrir hina 21 árs gömlu Marisleysis var því að eigin sögn þegar stormsveit- ir, gráar fyrir járnum, brutu sér leið inn á heimili hennar i dag- renningu síðastliðinn laugardag og höfðu drenginn á brott með sér. Aðdragandinn var langur og höfðu ættingjarnir ítrekað neitað föður Elians um að hitta drenginn sinn í trássi við tilskipanir bandarískra yfirvalda. Þá hafa Marisleysis og faðir hennar, Lazaro Gonzalez, ekki fengið að hitta drenginn eftir að hann var fluttur til föður síns á Andrews-flugherstöðina þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Lítur nú út fyr- ir að sú muni heldur ekki verða raunin á næstunni því Elian hefur nú sem kunnugt er verið fluttur á afskekkt sveitabýli í Maryland og sálfræðingur sem rannsakað hefur Elian hefur gefið yfirvöldum skýrslu þess efnis að drengurinn þurfi hvíldar við. Forseti Banda- ríkjanna, Bill Clinton, hefur tekið undir þessa skoðun og faðir drengsins hefur farið fram á að hann einn verði gerður að tals- manni drengsins. Það lítur því út fyrir að pólskipti hafi orðið í bar- áttunni um Elian - völdin hafa í einu og öllu færst frá Marisleysis til föður drengsins og segja margir loksins. Tók sér launalaust leyfi En hver er Marisleysis Gonzalez og hverra hagsmuna hefur hún að gæta? Áður en drenginn rak á íjörur hennar í bókstaflegri merkingu var þessi unga, ókvænta og barn- lausa kona aðstoöarmaður í banka sem sá um framkvæmd bankalána og var einnig hárgreiðslukona i frí- stundum. Marisleysis er fædd á Kúbu en fluttist til Miami árið 1984 ásamt fjölskyldu sinni þar sem Kristján Geir Pétursson Blaðamaður Erlent fréttaljós hún ólst upp í rólegu hverfi í Litlu Havana. Árið 1997 útskrifaðist hún úr menntaskóla og lýstu kennarar hennar henni sem „heiðarlegum nemanda, rólegri, vel upp aldri og viðkunnanlegri." Hún gerði þrjár atlögur við Miami-Dade Comm- unity College en flosnaði frá námi í lokin og fór að vinna. Þegar Elian kom til Flórída ákváð hún í kjöl- farið að taka sér launalaust leyfi frá störfum og einbeita sér að drengnum. Hefur baráttan því ver- fjarskyldur ættingi, tæpur á heilsu, sé betur til þess fallinn en faðir barnsins að sjá fyrir drengn- um. Samúðin með feðgunum Hver örlög Elians verða mun framtíðin skera úr um. Telja menn þó ólíklegt að drengurinn snúi aft- ur til Marisleysis og t.a.m. telur mikill meirihluti Bandaríkja- manna að drengurinn eigi að vera hjá föður sínum. Háttsettir talsmenn Bandaríkja- stjómar hafa lagt áherslu á að mál- ið sé ekki pólitísks eðlis heldur snúist fyrst og fremst um hags- muni drengsins og hvað sé honum fyrir bestu. Á sama tima hefur Kastró reynt að skapa fjölmiðlafár og hótað að beita öllum aðgerðum nema stríði til að ná drengnum aft- ur. Ljóst er þó á öllu að samúð Bandaríkjamanna með kúbönsk- um útlögum, sem hafa verið dygg- ustu stuðningsmenn viðskipta- bannsins á Kúbu, hefur minnkað snarlega og kenna margir um hörkunni og ofstækinu sem ein- kennt hefur baráttuna og þá ekki síst fyrir tilstuðlan Marisleysis. Hefur þegar komið til tals að Bandaríkjamenn sendi lyf og mat- væli til Kúbu í fyrsta sinn síðan bannið var sett á. Bandarískir stjórnmálamenn hafa einnig verið iðnir við kolann og reynt að nota málið sér til fram- dráttar, t.a.m. A1 Gore varaforseti. Ásakanir repúblikana í garð stjórnvalda hafa þó verið há- værastar en menn hafa varað við þvi að málið verði notað á sama hátt og kynlífsmál Clintons á sín- um tíma sem var engum til fram- dráttar. Byggtá Herald Tribune, Reuters o.fl. Langþráð stund Feögarnir hittast í fyrsta sinn eftir 5 mánaöa aöskilnaö. ið hennar helsti starfi um 5 mán- aða skeið. Um leið og Elian var útskrifaður af spítala eftir átökin við sjóinn og móðurmissinn var Marisleysis komin á stjá, tók um máttvana hönd drengsins og lyfti þumal- fingri hans upp um leið og hún markaði upphaf baráttunnar í sjónvarpsviðtali - baráttu sem augu heimsins áttu fljótt eftir að beinast að. Síðan þá hefur hún verið tiöur gestur á ljósvaka- og prentmiðlum um allan heim. Hún hefur talað máli drengsins á bandaríska þing- inu, heimtað umíjöllun um málið og viðtal við sig á sjónvarpsstöð- inni CNN ásamt því að krefja for- seta Bandaríkjanna, Bill Clinton, og ríkissaksóknara, Janet Reno, um skýringar á þvi af hverju stjórnvöld gripu í taumana. Kyndir undir hörkuna Undanfarnir fimm mánuðir hafa sannarlega verið annasamir hjá Marisleysis og barátta hennar fyr- ir drengnum hefur orðið til þess að karlkyns fylgismenn hennar hafa margir hverjir komið á biðilsbux- unum og beðið um hönd hennar. Hefur hún neitað þeim öllum svo vitað sé. Marisleysis hefur ætíð gætt þess að halda vökulu auga yfir drengn- um - fylgt honum í skólann og undirstrikað hörkuna í baráttunni með því að heita því að láta eigið lif af hendi frekar en að drengur- inn fari aftur til Kúbu. Marisleysis hefur þó gert meira en það. Hún hefur itrekað virt að vettugi tOskipanir stjórnvalda, upphafið sjálfa sig og litið með kaldhæðni á þá sem fara með hin eiginlegu völd i landinu. Hefur hún auk þess hæðst að og gert lít- ið úr persónu Janet Reno eins og sannaðist þegar hún sakaði Reno um að skilja málið ekki til hlítar þar sem Reno væri ekki móðir. Tæp á heilsu Það var einnig Marisleysis sjálf sem stóð fyrir hótunum þess efnis að það „væri annað og meira að flnna í húsi hennar en myndavél- ar“ þegar þolinmæði yfirvalda var næstum á þrotum. Það var einmitt á þeim forsendum sem yfirvöld, með Janet Reno í broddi fylkingar, réttlættu brottnám Elians síðast- liðinn laugardag. Stjómvöld gátu ekki lengur setið á sér og túlkuðu orð Marisleysis um „annað og meira“ á versta veg. Þrátt fyrir að Marisleysis hafi verið færð í guðatölu af fylgis- mönnum sínum er hún breysk bæði á líkama og sál. Nýlega voru sjúkraliðar kallaðir til sem óku henni á spítala þar sem henni var gefið súrefni en hún var þá í óða önn að búa sig undir venjulegan dag, þéttskipaöan viðtölum að vanda. Dvöl hennar á spítalanum var sú áttunda í röðinni frá því Eli- an kom inn á heimili hennar en hún mun hafa átt við heilsuleysi að stríða undanfarin ár. Spyrja menn sig því óneitanlega hvort Marisleysis Gonzalez brestur í grát á fréttamannafundi sem haldinn var eftir að Elian hafði veriö numinn á brott Hélt hún því m.a. fram aö myndirnar sem birtust af Etian og fööur hans / faömtögum væru falsaöar þar sem háriö á drengnum væri ekki í réttri sídd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.