Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2000, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2000, Blaðsíða 58
66 Tilvera LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000 I>V Þorpið í Listaklúbbnum Á dagskrá Listaklúbbs Þjóðleikhúskjallarans á mánudagskvöld verður Þorpið eftir Jón úr Vör flutt af leikurum Þjóðleikhússins í minningu skáldsins sem lést fyrir skömmu. Einnig mun kór 50 íslenskra og grænlenskra kvenna, Vox Feminae og Nordisk kvinnekor flytja söngdagskrá. Dagskrá hefst kl. 20.30. Klassík ■ KORTONLEIKAR I SALNUM Kvennakór Glier-tónlistarskólans í Kiev heldur tónleika á vegum Kvennakórs Reykjavíkur í Salnum, Kópavogi, kl. 14. Viðfangsefnin eru fjölbreytt, aðallega kirkjutónlist, al- þjóðleg og úkraínsk, eldri og sam- tímatónlist, en einnig þjóðlóg frá Úkraínu. Kórinn er þekktur fyrir að vinna með núlifandi tónskáldum að kirkjutónlist, t.d. Chesnokov, L. Dichko og V. Stepurko. Stjórnandi ^ er Galina Gorbatenko. ■ STYRKTARTÓNLEIKAR Óperu- stúdíó Austurlands heldur styrktar- tónleika vegna hátíðarinnar Bjartar nætur í júní 2000 í Djúpavogskirkju kl. 13, í Stöóavarfjaróarkirkju kl. 16 og í Egilsstaðakirkju kl. 20. Félagar úr Óperustúdíóinu flytja aríur, dúetta og kóra úr þekktum óperum, s.s. Rakaranum frá Sevilla, La Traviata, II Trovatore, Rigoletto og Carmen. Stjórnandi er Kelth Reed. Opnanir 1 3 SYNINGAR í GERÐARSAFNI Þrjár sýningar verða opnaðar í Lista- safni Kópavogs, Gerðarsafni, kl. 15. í austursal opnar Ragnheióur Jóns- dóttir 25. einkasýningu sína. í vest- ursal opnar Arngrunnur Ýr Gylfa- dóttir sína 21. einkasýningu og á neðri hæð opnar svo Hafdís Ólafs- dóttir 8. einkasýningu sína. ■ 365 KAFFIBOLLAFÖR Gretar Reynisson opnar sýningu í Lista- safni ASÍ, gryfju, kl. 16. ■ BARNALIST Á AKRANESI Kl. 16.00 veröur opnuð í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi, sýning á verk- um leikskólabarna á Akranesi. ■ BARNALIST j GERDUBERGI í Menningarmiðstööinni Gerðubergi veröur opin sýning á verkum 6-12 ára nemenda Myndlistaskólans í Reykjavík, milli kl. 14 og 16. ■ GALLERÍ SÆVARS KARLS Guð- rún Einarsdóttir (1957) opnar aðra einkasýningu stna í Gallerí Sævars m Karls í dag. ■ LISTASALURINN MAN Rúna Gísladóttir opnar myndlistarsýningu í Listasalnum Man, Skólavörðustig 14, kl. 15. Sýningin stendur til 14. maí og það er enginn aðgangseyrir. ■ LISTHÚS ÓFEIGS Roswitha Cegl- ars Wollschlaeger opnar sýningu á málverkum sínum t Listhúsi Ófeigs á Skólavöröustíg 5 kl. 14. ■ LÁGMYNPIR í ASÍ Guðjón Ketils- son opnar sýningu á verkum sín- um 1 Listasafni ASÍ, Ásmundarsal við Freyjugötu. * ■ VORFANTASÍA Á RAUÐARÁRSTÍGN- UM Kl. 15.00 opnar Þorsteinn Helgason málverkasýningu í baksalnum í Galleríi Fold, Rauðar- árstíg 14-16. Sjá nánar: Líflð eftlr vlnnu á Vísl.ls Alheimurinn og við: Steinar hafa Sægreifinn Hann sýgur til sín gulliö og sér bara þaö sem hann vill sjá meö ööru auganu. Þarna kemur vel í Ijós áhugi Ragnheiöar á stjórn fisk- veiðimála. útgeislun - segir Ragnheiður Ólafsdóttir Steinhjarta. Ragnheiöur Ólafsdóttir viö verk Aöalsteins Gunnarssonar, samstarfsmanns síns. Ragnheiður Ólafsdóttir og Aðal- steinn Gunnarsson á Þingeyri halda listmunasýningu í sýningarsalnum í Straumi við Hafnarfjörð sem verður opnuð í dag. Um er að ræða fjölbreytt úrval verka sem unnin eru í stein, gler, málma, leir, hom og leður. Ragnheiður og Aðalsteinn reka saman verkstæði á Þingeyri undir nafninu Málmar og steinar. Ragn- heiður er aðal- hönnuðurinn og Aðalsteinn beit- ir vélsmíðaþekk- ingu sinni við smíðina. Aðal- steinn á þó alfar- ið eitt verk á __________ sýningunni. Það er magnað steinhjarta sem stendur í miðjum sýningarsalnum. DV hitti Ragnheiði að máli þar sem hún var ásamt eiginmanni sínum, Sölva Bjamasyni, fyrrverandi togaraskip- stjóra, og vinum í óða önn við að setja sýninguna upp. Ragnheiður var fyrst spurð að því hvenær áhugi hennar á steinum hefði vaknað. Fékk áhuga á steinum sem barn „Þegar ég var lítið bam á Bíldudal þá átti ég ekki dúkkur. Ég notaði þvi steina sem dúkkur og klæddi þá í lít- il föt. Fyrir svona 15 til 20 árum fer ég svo virkilega að skoða steina og fékk þá brennandi áhuga á þeim. Það kom líka fram áhugi minn á steinum samhliða því að ég fór að þroska and- lega hæfileika mína meira og vinna með þá. Þá fór ég að sjá mismunandi útgeislum frá steinunum en þeir hafa líkt og mannfólkið ám í kringum sig. Þetta er svona aðdragandinn að áhuga mínum á steinum. Síðar fór ég að lesa mig til um jarð- fræði íslands og spá og spekúlera hvemig jörðin og landið okkar hefði orðið til. Þá komst ég að því að Tjaldaneseldstöðin á milli Dýraijarð- ar og Amarfjarðar er elsta eldstöð ís- lands. Þar byrjaði landið okkar að mótast. Gífurlegur kraftur Á þessu svæði á Vestfjörðum hefur verið talið eitt kynngimagnaðasta svæði landsins og þar hafa galdra- menn búið. Þá tala ég bæði um hvíta: og svartagaldur. í flestum tilvikum hvítagaldurs vora þessir eiginleikar notaðir til góðs en af því að fólk vissi ekki hvað þetta var varð það hrætt. Ég hef upp- lifað þetta sama, að fólk verði hrætt við mig. Það er vegna þess að fóik veit að ég hef ákveðna hæfileika sem við getum kallað yfirskilvit- lega. Ég vil ffekar segja að maður sé með opin aukaskilningarvit en aðrir hafi á móti meira af öðru. Það sem ég tel mína fimm meginþætti er mann- kærleikur, réttlætiskennd, sköpunar- pólitisk þörf og að elska náung- ann eins og sjálfan sig. Teiknaði mikið Ég teiknaði mikið sem táningur en það datt siðan niður. Þá fór ég seinna í Mynd- listarskólann við Freyjugötu og var þar svo ólánsöm að fá kennara sem þurfti meira að sinna sínum eigin verkum en leiðbeina mér. Ég fór síðar í Myndlistarskólann í Reykjavik þar sem ég lærði mikið. Þá hef ég farið á mörg námskeið og fengið menntun víða að. Ég hafði strax á bamsaldri brennandi áhuga á listum og um leið kom löngunin til að vita um alheiminn og alheimsorkuna. Þess vegna heitir sýningin okkar Alheimurinn og við.“ - Af hverju ert þú með sýningu hér í Straumi við Hafnarfjörð? „Ég var svo lánsöm að ég sótti um aðstöðu hér í listamiðstöðinni í Straumi í vetur. Ég fékk úthlutað í jan- úar og er að ljúka því vinnuferli núna DV-MYNDIR HKR. Gler, steinar og járn Ragnheiöur byggir verk sín flest úr samspili málms, steina og glers. með þessari sýningu. Ég er mjög stolt af Hafnar- fjarðarbæ að bjóða listamönnum hvaðan sem er úr heimin- um og úr öllum listgreinum. Það að Hafnarfjarðarbær skuli vilja auka möguleika fyrir menn- ingu og listir með því að bjóða hér að- stöðu finnst mér alveg frábært. Ég er mjög þakklát fyrir það. Steinamir hafa útgeislun Steinamir eru undirstaðan í öllu því sem ég geri. Ég geng með þá í vös- unum og hef óskaplega gaman af því að skapa litla skartgripi eða pússa fal- legan lítinn stein sem getur hjálpað öðrum. Steinar hafa ákveðna útgeislun og lækningamátt. Ég get þá leiðbeint fólki hvar veilumar era í líkamanum og því getur fólk nýtt þetta til að byggja upp ónæmiskerflð og jafnvel að hindra að sjúkdómar verði alvarlegri. Hér á íslandi yrðu margir hverjir ekki ánægðir með þessar lýsingar mínar. Ég er samt fædd læknisdóttir og hef alist upp við lækna í gegn- um tíðina. Ég veit ósköp vel, og það viðurkenna flestir læknar, að allir sjúk- dómar byggjast upp á til- fmningalegum áfóllum og ónæmiskerfið brotnar nið- ur. Það hvarflar ekki að mér að einhver geti læknað einstakling, hvorki verald- legur læknir eða við sjálf, nema með okkar eigin vilja og Guðs hjálp,“ segir Ragn- heiður sem sjálf hefur geng- ið þar þrautagöngu. Hún er öryrki og fékk m.a. góð- kynja krabbamein í lungu og er fjórskorinn baksjúk- lingur. „Ég fékk líka hjálp að handan og þess vegna er ég uppistandandi í dag. Það var þó líka minn eigin vilji sem hjálpaði og þetta þrennt þarf nauðsynlega að vinna saman. -HKr. Elsa Dóróthea Gísladóttir opnar myndlistarsýningu: Segðu mér hver ég er „Ég er þín, segðu mér hver ég er,“ er titill sýningar sem myndlistar- maðurinn Elsa Dóróthea Gísladóttir opnar í Gallerí@Hlemmur.is síðdegis í dag. Titillinn vísar meðal annars til þess að Elsa bregður sér í ýmis líki á sýningunni. „Það má segja að inntakið í sýningunni sé nokkurs konar afsal. Ég framsel mig í hendur fjögurra persóna sem mega breyta mér að vild. Þau hafa fuOt frelsi og allar forsendur eru þeirra fyrir utan að endanleg útkoma var ljósmynduð og það eru verkin sem ég sýni meðal annarra hér í dag,“ segir Elsa um tilurð verkanna. Fjórmenningarnir sem lögðu hönd á plóginn koma hver úr sinni áttinni; þau Yulita Valerio, Sævar Karl Ólason, Coco Ágústsson og amma Björg. Hamurinn Listakonan Elsa Dóróthea liggur á hamnum sem er táknrænn fyrir sýninguna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.