Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2000, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2000, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000 I>V Helgarblað 29 Glæsir ásamt félögum vlö upptökur á Englum alheimsins. Pétur leikstýrir hestinum Glæsi sem á magnaöan leikferil aö baki. Jens Pétur ásamt barnabarninu Anítu Ösp Ingólfsdóttur og hestinum Randver sem skreyttur er gamaldags reiötygjum sem Pétur hefur tekiö þátt í aö útbúa. Friðbjörg Egilsdóttir, það Líneyju Jónsdóttur dýralækni. Kúnstugt hlutverk Nú síðast lék svo Glæsir í mynd- inni Englar alheimsins þar sem hann túlkar í draumkenndu atriði einmitt þau örlög sem hefðu getað orðið hans: „Tökur á atriðinu gengu vonum fram- ar. Að vísu tók langan tíma að gera leikstjórann og kvikmyndatökumann- inn sátta við hlaup hestanna - svo klipping myndskotanna yrði áhrifa- rík. En þegar kom að sjálfu falli Glæs- is, sem var útfært með deifingu, lukk- aðist það strax í fyrstu tilraun." Þess ber að geta að hrossin þrjú er fylgdu Glæsi eru einnig í eigu Péturs og fjarri því að vera það eina sem farið hefur mikinn á hvíta tjaldinu. Pétur notar t.d. hestinn Randver mikið þeg- ar hann undirbýr atriði: „Yfirleitt þegar ég skoða tökustaði tek ég Rand- ver með mér, afskaplega góðan sund- hest sem hefur unnið til fjölda verð- launa og ef hann neitar mér þá veit ég að hinir gera það líka. Randver hjálp- ar mér því við að kanna mögulega erf- iðleika og hættur en ég neyði hestana aldrei í neitt sem er þeim á móti skapi.“ Jens Pétur er þó búinn að vera við- loðandi þennan bransa miklu lengur en Glæsir eða allt frá þvi að hann hjálpaði til við tamningu og lánaði hesta til sjónvarpsþáttanna um Nonna og Manna. Sérstæðasta hlutverk hans var þó i hinni umdeildu sjónvarps- mynd Hrafns Gunnlaugssonar, Þegar það gerist, og játar Pétur að það hafi verið ansi kúnstugt að halda hestin- um í formi er myndin náði fullu risi. Handlaginn áhættuleikari Það eru þó ekki bara hestar Péturs sem láta til sína taka á hvíta tjaldinu „Yfirleitt þegar ég skoða tökustaði tek ég Randver með mér, afskaplega góð- an sundhest sem hefur unnið til fjölda verð- launa, og ef hann neitar mér þá veit ég að hinir gera það líka.“ þvi hann sjálfur hefur verið dreginn meira og meira inn í æsilegar at- burðarásir myndanna: „Fyrst um sinn var hlutverk mitt eiginlega ein- göngu að sjá um hestana en síðar meir hef ég þurft að taka að mér fjöl- mörg áhættuatriði. Þannig hef ég leyst af Magnús Ólafsson og aðra góða leikara. Reyndar er svo komið að aðr- ir fjölskyldumeðlimir eru einnig komnir í áhættuleikaraliðið því fóst- urdóttir mín, Steinunn Brynja Hilm- arsdóttir, fór með okkur yfir Kúða- fljótið í Myrkrahöfðingjanum - af- skaplega erfitt atriði. Ekki má heldur gleyma Lappa, heimilishundinum sem fór með stórt hlutverk í sömu mynd. Þá hefur Pétur búið til í samvinnu við aðra fjölda leikmuna á borð við hnakka, aktygi og söðul. Hann stenst ekki freistinguna að gera grína að bandarísku myndinni The Viking Sa- gas sem Michael Chapman gerði hér á landi: „Þetta var alveg út í hött. Allir hnakkar og öll aktygi voru samkvæmt nýjustu tísku. Þessu er öðruvísi farið í íslensku myndunum. Við unnum t.d. aktygin bæði í Myrkrahöfðingjanum og nýju myndinni Ikingut að mestu úr hrosshári og kindahomum." Hestar óvenjusamstarfsfúsir Hestarnir eiga þó hug Péturs allan og hann þekkir ekkert betra en að halda í langa útreiðartúra með fjöl- skyldunni. Áhugi hans og virðing fyr- ir hestunum er mikil og því kemur það ekkert sérstaklega á óvart þegar hann heldur því fram að auðveldara sé að vinna með þeim en fólki þegar kemur að kvikmyndagerð: „Hestarnir þrasa ekkert við mann. Bara smámút- ur hér og þar. Kannski er þetta ekki ólíkt því að vinna með börnum, þægi- legt í alla staði. í raun er miklu meiri vinna fólgin í því að þjálfa leikarana en þeir eiga það til að svindla á því sem fyrir þá er lagt.“ Glæsir og flestir leikhestanna eru komnir undan hin- um 25 vetra gamla Brómblesa Péturs sem vinnur stöðugt að því að koma sér upp hestum í sem flestum litaaf- brigðum svo að hann eigi í húsi það sem leikstjóra vantar hverju sinni: „Maður reynir að bæta hægt og rólega við úrvalið en hestarnir eru auðvitað misjafnlega miklir leikarar. Síðan er heilmikil vinna fólgin í því að halda þeim í formi. Reyndar mættu kvik- myndaframleiðendur hafa samband við mig fyrr svo ég hefði nægan tíma til að undirbúa hestana fyrir tökur." Hvað varðar sjálfan Glæsi þurfa að- dáendur hans ekki að bíða lengi eftir því að berja hann augum á ný. Hann fer með hlutverk í myndinni Ikingut sem frumsýnd verður innan tíðar. ís- lenski hesturinn mun eflaust gegna lykilhlutverki í islenskri kvikmynda- gerð áfram og hestarnir hans Jens Péturs verða þar framarlega i flokki. -BÆN UPPBOÐ Fimmtudaginn 4. maí nk. kl. 13.30 verða boðin upp að Stóra Kálfalæk, Borgar- byggð, tvö óskilafolöld, hafi þeirra ekki verið vitjað af eigendum sínum. Um er að ræða tvö brún og ómörkuð folöld sem ver- ið hafa í óskilum frá því í febrúar í vetur. SÝSLUMAÐURINN í BORGARNESl '&Uajscdajn, BMW 320 ÍA '97, ssk., ekinn 117 þús. km, svartur, ríkulega útbúinn bíll. Almennt verð 2.480 þús. Okkar verð 1.950 þús. M. Benz C240 Elegance '98, ssk., ekinn 47 þús. km, grásans., hlaðinn aukabúnaði, áhvilandi bílalán. Almennt verð 3.390 þús. Okkar verð 2.990 þús. M. Benz SLK Kompressor '97, bsk., ekinn 25 þús. km, 208 hö., grásans., allur hugsanlegur aukabúnaður. Sjón er sögu ríkari. Almennt verð 3.850 þús. Okkar verð 3.490 þús. M. Benz C 280 '95, ssk., 6 cyl., 204 hö., mjög sprækur og vel búinn bíll. Almennt verð 2.950 þús. Okkar verð 2.590 þús. BMW 740 ÍA '95, ssk., ekinn 156 þús., grár, 18“álf., einn með öllu. Almennt verð 3.850 þús. Okkar verð 3.390 þús. BMW 520 iA Steptronic '97, ekinn 78 þús„ 18“ álf., flottur bfll, mikið af aukahlutum. Almennt verö 2.990 þús. Okkar verð 2.550 þús. BMW 740 iA Steptronic '97, ekinn 91 þús. km, vínr., 19“ álf., leður, sími, tölva og m.fl. Sjón er sögu ríkari. Almennt verð 4.550 þús. Okkar verð 3.850 þús. BMW 520i '99, ekinn 21 þús. km, rauðs., ABS, topplúga, rafm. í öllu, klassískur alþýðuvagn á verði fyrir þig. Verð 3.550/nú 2.980. M. Benz E-240 Elegance '98, ekinn 26 þús. km, ss,cd 10 diska,crus,toppl,abs,rafm.í öllu, 17 “álfl og m/fl. Verð 4.280/nú 3.790. '&Uasalasv Bíldshöfða 12 J Sími 567 3131 Fax 587 0889 Opið virka daga kl. 10-19, laugardaga 12-17.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.