Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2000, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2000, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000 Fréttir I>V Forsvarsmaöur byggingarfyrirtækja ákæröur í vsk- og staðgreiðslusakamáli: Gefið að sok að hafa vantalið 40,6 milljónir - vangreiddur viröisaukaskattur og staðgreiðslugjöld nema um 17 milljónum Ríkislögreglustjóri hefur gefið út ákæru á hendur forsvarsmanni tveggja byggingarverktakafyrir- tækja fyrir að hafa ekki staðið skil á 13,4 milljóna króna virðisauka- skattsgjöldum og 3,6 milljónum króna í staðgreiðslugjöld. Hér er um að ræða rekstrarárin 1991 til 1998. Á tímabilinu frá 1991 til 1995 er manninum gefið að sök að hafa van- talið 40,6 milljónir króna af veltu annars fyrirtækisins. Þannig er ákærða gefið að sök að hafa gefið rangar upplýsingar um virðisauka- skattsskylda sölu á vöru og þjón- ustu samkvæmt 112 reikningum. Manninum, sem var daglegur stjómandi beggja fyrirtækjanna, er gefið að sök brot á lögum um virðis- aukaskatt, staðgreiðslu opinberra gjalda, lögum um bókhald, lögum um tekjuskatt og almennum hegn- ingarlögum. Önnur ákæran lýtur að bygg- ingarfélaginu Bekk. Þar voru meint brot framin árin 1991-1995. Ríkislög- reglustjóri gefur manninum að sök að hafa vantalið 40,6 milljónir króna af veltu fyrirtækisins og þannig ekki staðið skil á 6,5 milljóna króna virðisaukaskatti. Eftir að Bekkur ehf. hætti starf- semi og fór í gjaldþrot stofnaði mað- urinn annað hlutafélag í eigin nafni og nafni konu sinnar. Það fyrirtæki hét Bergverk ehf. í ákæru ríkislög- reglustjóra sem snýr að því fyrir- tæki er fólkinu gefið að sök að hafa sem daglegir stjórnendur ekki stað- ið skil á 6,9 milljóna króna virðis- aukaskatti sem innheimtur var í starfsemi fyrirtækisins vegna ár- anna 1997-1998. Þeim er auk þess gefið að sök að hafa ekki staöið skil á 3,6 milljóna króna staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af launum starfsmanna. -Ótt DVWVND ORN ÞÖRARINSSON. Þrílembingar í Fljótum: Líklega þeir fyrstu á 21. öldinni DV, SKAGAFIRDI:____________________ Þrílembingamir á myndinni telj- um við að séu þeir fyrstu á 21. öld- inni. Þeir fæddust 26. mars á bæn- um Stóru-Brekku I Fljótum. Þar búa Arnbjörg Lúðvíksdóttir og Hjálmar Jónsson. Bústofninn er aðallega kýr en fjárstofninn er um tuttugu kind- ur sem eiga uppruna að rekja til Strandasýslu. Móðirin er þriggja vetra og afkvæmin flekkóttur hrút- ur og tvær hvítar gimbrar. Faðirinn er óþekktur. -ÖÞ Húsið brennur Þessir slökkviliðsmenn voru ekkert aö reyna að slökkva eldinn í húsinu Hóli sem stendur við Köllunarklettsveg í Laug- arnesinu í Reykjavík. Slökkviliðið hafði fengið Hól til reykköfunaræfinga áöur en húsið verður rifið. Bæði nýliðar og reyndari slökkviliðsmenn æföu sig þar á miðvikudaginn. Mokað frá bryggjunni í Haganesvík Nauösynlegt er að dýpka höfnina annað hvert ár, ella stæðu trillurnar á þurru. UV-IVlri\U UKIN PUKAmiNUÖUIN Grásleppa á hálfum dampi DV, FUÓTUM: Fjórar trdlur eru gerðar út á grá- sleppuveiöi frá Haganesvik i vor. Er þar um aö ræða sömu sjósóknara og stundað hafa veiðamar undanfarin vor. Veiðin í ár fór nokkuö vel á staö og er útlit fyrir að afrakstur geti orðið bærilegur. Vegna lágs verðs á grásleppuhrognum eru karl- arnir með mun færri net í sjó en undanfarin ár og segjast ekki sækja veiðamar nema af háifum krafti miöaö við það sem áður hefur tíðkast. Skömmu eftir að vertíðin hófst var graflð frá bryggjunni í Haganes- vík. Þarf að ráðast í það verk að minnsta kosti annaö hvert ár til að trillumar geti legið við bryggjuna. Árlega skolar miklum sandi og möl að bryggjunni og þvi er nauösynlegt að dýpka við hana. Að öðrum kosti myndu bátarnir standa á þurru við bryggjuna þegar lágsjávað er. -ÖÞ Strikamerktir sjúklingar Strikamerktir sjúklingar, rafrænar sjúkraskráningar og fjarlækninga- búnaður gætu orðið hluti af islensku heilbrigðiskerfi í framtíðinni. Fyrirtækið Nýheiji efndi til ráð- stefnu á fimmtudag fyrir fólk úr heil- brigðisgeiranum varðandi notkun upplýsingatækni á sjúkrahúsum. Á ráðstefnunni, sem haldin var á Grand Hótel í Reykjavík, héldu sjö erlendir sérfræðingar frá Norðurlöndunum og Bandaríkjunum fyrirlestra um það hvemig hið íslenska heilbrigðiskerfi geti nýtt sér þessa tækni. 120 heil- brigðisstarfsmenn mættu á ráðstefn- una og var þar meðal annars að finna lækna, hjúkrunarfræðinga og stjóm- endur sjúkrahúsa. Þórarinn Kópsson, sölustjóri Ný- herja í þráðlausum lausnum og strikamerkjalausnum, sagði að fólk í heilbrigðisgeiranum virtist vera spennt fyrir þeim tækninýjungum sem kynntar vora á ráðstefnunni. Fjarlækningar með myndbands- upptökuvélum era til dæmis sniðugar fyrir fólk sem býr úti á landi og gagnabrannar sjúkrahúsa með vefsíð- um um ákveðna sjúkdóma gætu veitt fólki miklar upplýsingar, sagði Þor- steinn. Jeff Schou er bandarískur sérfræð- ingur á sviði strikamerkja, handtölva og þráðlausra neta. „Strikamerkingar sjúklinga tak- marka mistök í lyfjagjöfum," sagði Jeff. „Tæknin gerir sjúklingum kleift að njóta betri heilsugæslu." Sjúklingar fá armbönd með strika- DV-MYND ÞÓK Tækninýjungar í heilbrigöiskerfinu Jeff Schou er bandarískur sérfræöingur á sviði strikamerkja, handtölva og þráö- lausra neta. Hér er hann ásamt Þórarni Kópssyni, sölustjóra Nýherja. merkjum sem starfsfólk sjúkrahúss- ins les af með handheldri tölvu. Þessi tölva er tengd móðurtölvu og starfs- fólkið fær upplýsingar þaðan um sjúklingana. „Þannig veit starfsfólkið að það er að gefa réttum sjúklingi rétt lyf,“ sagði Schou og bætti því við að á þessu ári væri gert ráð fyrir því að á milli 44 þúsund og 98 þúsund Banda- ríkjamenn dæju af völdum rangrar lyQagjafar. -SMK __________ 'Umsjón: Höröur Kristjánsson netfang: sandkom@ff.is Ragnheiður Ólafsdóttir á Þingeyri er ýmis- legt annað til lista lagt en að halda þrumandi ræður. Hún þyk- ir t.d. vel liðtæk- ur listhönnuður og sýnir nú á slóðum Sverris bróður í Straumi við Hafnarfjörð. Þar getur að lita listaverk af ýms- um toga en hugur Ragnheiðar til sjávarútvegs á þar líka sinn sess. Meðal verka er lítil mynd, gjörð af stáli og leðri. Heitir hún Sægreif- inn og sýnir ófrýnilegan karl sem horfir á heiminn með öðru auga en dregur hitt í pung. Af græðgi sýgur hann upp í sig gull lands- manna. Segja gárungar að verkið sé sérstaklega hannað með skrif- stofu LÍÚ í huga... Vísitölufall fyrir hjarta fjöl- margra ijárfesta í dymbilvikunni þegar fregnir bárust af hröðu falli erlendra verðbréafvísi- talna. Sagt er að að Pétur H. Blöndal, alþing- ismaður og peningasérfræðingur, hafi m.a. glaðvaknað yfir morgun- kaffinu þegar fallið spurðist út og fálmað skjálfhentur í vasann eftir reiknivélinni. í tilefni af þessu visitölufalli orti einn af góðkunn- ingjum Sandkorns: Slgótt í lofti skipast veður, skýjabakki í vestri hækkar. Nú er varla neitt sem gleður. Nasdaqvísitalan lækkar. Flokkurinn í fyrirrúmi Gxmnarsson, framkvæmda- stjóri Neytenda- samtakanna, þykir ekki hafa átt sjö dagana sæla að undan- fömu. Þykir glöggum Sand- komssinnum því ljóst aö ítrekuð frestun á aðal fundi samtakanna sé engin tilvilj- un. Fyrirhugaðir fundir hafi stangast á við flokksgerðarvinnu Samfylkingarinnar. Þar sitji einmitt helstu stuðningsmenn Jó- hannesar í Neytendasamtökunum og illt að vera án þeirra í stjóm- arkjöri. Já, fundir Samfylkingar eru strax famir aö verða til vand- ræða, samt er flokkurinn enn óstofnaður... Orðuhringl Forseti ís- lands, hr. Ólaf- ur Ragnar Grímsson, fór í víking til Vest- urheims sem kunnugt er á dögumnn. Hverri slíkri ferð fylgja handabönd og samtöl við heimamenn. Ástþór Magnússon, fyrrum forsetafram- bjóðandi og stjórnandi Friðar 2000, ku hafa dálitlar áhyggjur af þess- ari heimsókn. Ekki það að Ólafur standi sig ekki með sóma heldur hitt að slíkum heimsóknum hefur g)aman fylgt óteljandi orðuveiting- ar af hálfu íslenska ríkisins. Af þeirri ástæðu munu ógæfumenn víða um Noröurlönd hugsa með hlýhug tU slíkra opinberra heim- sókna frá íslandi. Ástæöan er sú að ekki þarf lengur að vera sér- staklega á varðbergi yfir ferðum háttsettra lögreglu- og embættis- manna, - það hringlar svo mikið í islensku heiðursmerkjunum...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.