Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2000, Blaðsíða 59

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2000, Blaðsíða 59
LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000 Tilvera 67 UV-MTNU PUt\ Kaupið ilmvatn Þessi hópur stóö inn á miöju gólfi íslenska kvikmyndaversins í gær, þess albúinn að selja umheiminum frönsk ilmvötn. íslenska kvikmyndaverið ehf: Franskir ilmvatns- herrar ríða á vaðið Pótemkímtjöld við borgarmörkin ísienska kvikmyndaveriö var undirlagt af frönskum ilmvatnsfrömuöum um miöjan dag í gær. „Það má segja að við séum með allar klær úti og við erum að bóka á fullu, það eru til dæmis ýmsar bíó- myndir sem verið er að skoða. Við erum því nokkuð vongóðir enda er kvikmyndageirinn hér greinilega vaxandi," segir Guðjón Ó. Davíðs- son, framkvæmdastjóri hins nýreista íslenska kvikmyndavers íslands við Korpu. Guðjón segir að þar með sé fyrsta sérhannaða íslenska kvikmynda- verið komið í gagnið. í gær hófust tökur á fyrsta erlenda verkefninu í kvikmyndaverinu. Þangað voru mættir franskir kvikmyndagerðar- menn að taka auglýsingu Vander- bilt herrailmvatnið frá L’OREAL . „Þetta er frönsk auglýsingastofa sem heitir Gotham en auglýsingin er framleidd af Premiere Heure í samvinnu við Saga fílm og leikstjóri er Satoshi Saikusa," segir Guðjón. Kvikmyndaþorp í mótun íslenska kvikmyndaverið hefur öfluga bakhjarla en það er í eigu fyrirtækjanna Saga Film, íslensku kvikmyndasamsteypunnar og Hins íslenska kvikmyndafélags og Gísla Baldurs Garðarssonar, Sævars Jónssonar og Kristjáns Jóhannsson- ar. Heildarflatarmál þeirra bygginga sem íslenska kvikmyndaverið áformar að reisa er um 5500 fer- metrar og er ráðgert að hafa tvö stúdíó, annars vegar Stúdíó Óskar, sem til- einkað er minn- ingu Óskars Gíslasonar, frumkvöðuls ís- lenskrar kvik- myndagerðar, og hins vegar Stúdíó Loft sem nefnt er eftir öðrum braut- ryðjanda, Lofti Guðmundssyni. Þá eiga einnig að vera á lóö- inni ýmis fyrir- tæki sem til- heyra kvikmyndaframleiðslu; til dæmis smíðaverkstæði, ljósa- og tækjaleiga og búningaleiga svo þar myndist eins konar kvikmynda- þorp. FVrsti áfangi er Stúdíó Óskar en kostnaðaráætlunin við hann hljóðar upp á 120 milljónir króna, að sögn Guðjóns Ó. Davíðssonar. -GAR Björk á EXPO 2000: Dansarinn í stærsta útibíói heims Björk Guðmundsdóttir, eflaust frægasti íslendingurinn í dag, mun koma á heimssýninguna EXPO 2000 í Hannover í Þýskalandi. Hvort hún kemur í eigin persónu er ekki ákveðið en þann 14. júní mun kvik- mynd sem hún leikur í og semur söngva í, Dancer in the Dark, verða fyrsta mynd á þýsku kvikmyndahá- tíöinni sem þýðir að myndin verður ekki talsett eins og margar aðrar er- lendar myndir í Þýskaiandi. Mynd- in kemur hins vegar ekki á markað fyrr en í september á þessu ári. Dancer in the Dark verður sýnd í 3200 manna útibíói að nóttu til og ítisýningartjaldið er það stærsta sem til er í heiminum nú. Þeir sem fara á kvikmyndahátíðina í Cannes í maí geta hins vegar fengið að sjá fyrstir allra stjörnumyndina með Björk, Lars von Trier, Catherine Deneuve og fleiri góðum leikurum. -DVÓ Björk Guðmundsdóttir Kvikmyndin Dansarinn í dimmunni veröur aöalkvikmyndin á heimssýningunni í sumar. m Ljósmyndastofa Reykjavíkup Hverfisgötu 105-2. hæð 101 Reykjavík, Sími 562 1166-862 6636 E-mail: arnah@tv.is Finnbogi Marinósson Ljósmyndari Meðlimur I Ljósmyndaraféíagi íslands í gerð einangrunarglers fyrir íslenskar aðstæður. Glerborgargler er framleitt undir gæðaeftirliti Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins. GLERBORG Dalshraum 5 220 Hafnarfirði Sími 565 0000 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Stóra sviðið.KI: ?Q,QQ; DRAUMUR Á JÓNSMESSUNÓTT eftir William Shakespeare 3. sýn. í kvöld, lau. 29/4, uppselt, 4. sýn. mið. 3/5, örfá sæti laus, fim. 4/5, örfá sæti laus, miö. 10/5, nokkur sæti laus, fim. 11/5, nokkur sæt laus. GLANNI GLÆPUR í LATABÆ eftir Magnús Scheving og Sigurð Sigurjónsson Sun. 30/4 kl. 14, uppselt, sun. 7/5 kl. 14, uppselt, sun. 14/5 kl. 14, örfá sæti laus, sun. 21/5 kl. 14, nokkur sgeti laus. ABEL SNORKO BYR EINN Eftir Eric-Emmanuel Schmitt Sun. 30/4, uppselt, sun. 7/5, nokkur sæti laus. Takmarkaður sýningafjöldi. LANDKRABBINN eftir Ragnar Arnalds 10. sýn. fös. 5/5, uppselt, 11. sýn. lau. 6/5, örfá sæti laus, 12. sýn. fös. 12/5, örfá sæti laus, fim. 18/5, nokkur sæti laus, fös. 19/5, nokkur sæti laus, lau. 20/5.. KOMDU NÆR eftir Patrick Marber Mið. 31/5. Sýninqin er hvorki við hæfi barnp né viðkvæmra, Smiðaverkstæðlð kl. 20.00: VÉR MORÐINGJAR eftir Guðmund Kamban I kvöld, lau. 29/4, fös. 5/5, sun. sun 7/5. Sýningum fer fækkandi. Litla Sviðlð kl. 2Q.3Q: HÆGAN, ELEKTRA eftir Hrafnhildi Hagalin Guðmundsdóttur Sun. 30/4, örfá sæti laus, fös. 5/5, lau. 6/5. Miöasalan er opin mán.-þri. kl. 13—18, miö.-sun. kl. 13-20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga. S. 551 1200 thorey@theatre.is --- , —- m LEIKFELAG REYKJAVÍKUR 1807- 1097 BORGARLEIKHÚSIÐ STÓRA SVIÐ: KYSSTU MIG, KATA Söngleikur eftir Cole Porter, Sam og Bellu Spewack Lau. 29/4 kl. 19, uppselt. Sun. 30/4 kl. 19, örfá sætl laus. Fim. 4/5 kl. 20, örfá sæti laus. Fös. 5/5 kl. 19, uppselt. Lau. 6/5 kl. 19, örfá sæti laus. Sun. 7/5 kl. 19, örfá sæti laus. Fim. 11/5 kl. 20, örfá sæti laus. Fös. 12/5 kl. 19, uppselt. Lau. 13/5 kl. 19, uppselt. Sun. 14/5 kl. 19, laus sæti. Fim. 18/5 kl. 20, laus sæti. Sýningu lýkur I vor. Ósóttar pantanir seldar daglega. AFASPIL Höfundur og leikstjóri: Örn Árnason. Sun. 30/4 kl. 14, uppselt. Síöasta sýning. LITLA SVIÐIP LEITiN AÐ VÍSBENDINGU UM VITSMUNALÍF í ALHEIMINUM eftir Jane Wagner Lau. 29/4 kl. 19, örfá sæti laus, fös. 5/5 kl. 19, lau. 6/5 kl. 19. Síöustu sýningar í Reykjavfk. DANSFLOKKURINN Lau. 29/4 kl. 14. Sföasta sýning! Miöasalan er opin virka daga frá kl. 12-18, frá kl, 13 laugardaga og suonu- daga og fram aö syningu sýningardaga. Simapantanir virka daga frá kl. 10. Greiöslukortaþjónusta Sími 568 8000 Fax 568 0383 XJrval
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.