Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2000, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2000, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000 25 Helgarblað Eurafrica lip linaAlrt.U Biqei Bergitfófn |akob Koldrnq IVt etíaod Anna Iindal Ivlu) Mánmkkó AwvSofíSídén Vibeke Sjovo!! Cand.ce 8reto Rocnuald Huoumé WlUiam Kentridge Moslvekwa Unga SantuMofokcng Fatimah Tuggar CK»dj Am« Ayy? ErVmen GuKun Kar tmotufs Vhí»inN*-vhat Male Tenqer h Ef myndin prentast vel má sjá hér hvaöan listamennirnir eru sem René Block valdi. varpsskermum, ljósum, dúkum, myndum og blómum. eru ennþá uppteknari af sinni ein- stöku menningu en stórþjóðirnar." List úr „drasli“ Vídeólistin er vinsæl, það var auðséð á sýningunni, en líka ljós- myndir og innsetningar. René Block var með álfurnar Afriku og Evrópu á sínum vegum og valdi sér evr- ópska listamenn frá hinu háa norðri, Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og íslandi. Af þeim tutt- ugu listamönnum sem hann valdi sýndu tíu vídeóverk og sex ljós- myndir en á sýningunni hans mátti lika sjá grimur, málverk og teikn- ingar og einn Afríkubúinn var með verk úr tvinnakeflum! Hann var reyndar líka á tvíæringnum í Istambul svo kannski eru áhrifín bein. Sérkennilegar voru grímur Romualds Hazoums frá Benin sem hann býr til úr ónýtum straujárn- um, brúsum undan ýmsum vökv- um, útvarpstækjum og fleiru. „Hann er að vinna með afríska grímuhefð en býr þær til úr vest- rænu „drasli“,“ segir Anna. „Svo segist hann selja þeim það aftur á góðum prís! Menningarbakgrunnur- inn kemur alltaf í gegn í listinni. Þó að hugmyndimar gangi á milli og allir hermi eftir öllum þá er unnið ólíkt úr efninu eftir því hvar ræt- urnar liggja. René Block valdi sér listamenn frá jaðarþjóðum og þær Heilagur dagur Þetta var fyrsta ferð Önnu til Asíu og hún fékk mikið út úr henni. „Mér þykir afar gaman að ferðast," segir hún, „og ég leit á þetta sem ómetanlegt tækifæri til að komast svona langt burt.“ Hún vildi endi- lega ná meiri tengslum við landið og fólkið og varð því eftir í Kwangju í nokkra daga eftir að sýningin var opnuð. „Ég held að ég geti fullyrt að ég hafi verið eini myndlistarmaður- inn sem varð eftir á staðnum," seg- ir hún og hlær innilega. „En ástæð- an fyrir því var raunar sú að ferð hafði veriö skipulögð fyrir hópinn til Seoul, höfuðborgar Kóreu, og margir þáðu það boð. Mig langaði meira til að komast út í sveit en sjá aðra borg en líka var ástæðan fyrir vali mínu sú að þó að mér fyndist óskaplega gaman að vera með öllu þessu fólki allan daginn og kvöldin lika, í stöðugri samræðu við nýtt fólk, þá var ég líka búin að fá nóg af því og þráði aðra upplifun. Og ég sá ekki eftir því.“ Enginn túrismi er í héraðinu og lítil enskukunnátta en Anna lét það ekki á sig fá. Hún fór af stað að morgni með þrjá miða með mynd- letri sem aðstoðarmaður hennar út- bjó handa henni. Þann fyrsta sýndi hún leigubilstjóranum sem ók henni á rútubílastöðina, annan mið- ann sýndi hún þar tO að fá miða á réttan áfangastað og sá þriðji kom henni heim á hótel aftur. Fyrsta frjálsa daginn fór hún í þjóðgarð norðan við borgina þar sem eru nokkur fræg Búddamusteri og varð gagntekin undir eins og þangað kom. „Það er hreinlega heilagur andi yfir þessum stað. Ég gekk inn í garðinn, svolítið hrædd um að vill- ast fyrst en það gleymdist cdveg inni í þessum ævintýralegu fógru must- erum. Dýrðin er ólýsanleg. En það var varla nokkur annar ferðamaður þarna og erfltt að vita hvert ég mátti fara. Allar leiðbeiningar eru á myndletri sem maður skilur náttúr- lega ekkert í. Einu sinni flaskaði ég illilega og var allt í einu komin inn á svæði munkanna sem búa þarna. Þrátt fyrir heilagleikann mátti nú sjá gervihnattadiska og snúrur með munkakuflum, sokkum og öðrum fatnaði! Svo opna ég dyr og er þá greinilega komin inn í það allra helgasta - seinna fattaði ég að það hefur líklega verið grafhvelfing sem ég rataði inn í, alveg óvart. Þar var ég sem betur fer ekki gómuð en þeg- ar ég kom aftur út í garðinn og var að virða fyrir mér þvottasnúrumar kemur munkur til mín og var mik- ið niðri fyrir þegar hann sagði á ensku: „Go out!“ og hneigði sig um leið!“ Þjóðgarðurinn er í fjalllendi og Anna gekk alein upp á fjall eftir þessa reynslu þar sem hún fann helli með gyðju á altari og fagurlega skreyttan. Öfan af fjallinu fékk hún vítt útsýni yfir héraðið. „Þama er ekki tær birta heldur mistur yfir eins og maður sér á kínverskum málverkum." Enga menn hitti hún á göngu sinni. Daginn eftir fór hún mun lengra frá borginni með almenningsvagni, alveg út að hafinu og út í landfasta eyju sem hún gekk um lengi dags. Þriðja daginn ætlaði hún að nota til að skoða sýninguna almennilega en um kvöldið varð hún allt í einu vin- sælasta manneskjan á staðnum. Sjónvarpsstöö héraðsins hafði frétt að einn myndlistarmaður væri eftir á staðnum og vildi fá viðtal daginn eftir. „Ég féllst á það en í stað þess að fara með mig í stúdíóviðtal þá átti að búa til sérstakan sjónvarpsþátt. Þess vegna var farið með mig út á land og viðtalið tekið víðs vegar á merkum stöðum, til dæmis i göml- um grafreiti frá steinöld sem var verið að undirbúa sem túristastað. Yfirleitt gekk þetta þannig fyrir sig að ef ég rak upp stór augu þá stopp- uðu þeir bilinn! Við fórum í heim- sókn til sveitafólks sem var að und- irbúa hrisgrjónaakra sína og það tók afar vel á móti okkur. Að lokum heimsóttum við hjón sem lita klæði með efnum úr jarðveginum, þau áttu óskaplega fallegt heimili en óþægilega fullkomið. Þar var farið í gegnum miklar teserimoníur með mér og ég fékk að smakka voðalega fln te. I þessari ferð hafði ég þennan flna túlk, unga konu sem var óperu- söngkona og varaforseti óperuhúss- ins í Kwangju. En þegar mig lang- aði til að vita meira um grafreitinn þá sagði hún hressilega: „Ég veit ekkert um grafreiti, ég tala bara ensku!“ Þetta var líka frábær dagur þó aö hann væri öðruvísi en ég hafði ætlað mér.“ Kona ein í Kóreu - Hvemig fannst þér þetta fólk? „Það er glaðlegt og hjálpsamt, tempó þess er rólegt og maður hafði aldrei áhyggjur af því að það væri að svindla á manni. Það var ótrú- lega auðvelt að vera þarna ein. Þarna er lítið um glæpi og fáar fylli- byttur, þetta er óskaplega kurteist fólk og gott. Ég var ekki í vafa um aö ég gæti villst á þessu flandri mínu, en ég var jafnviss um að mér yrði ekki gert nokkurt mein. Það er mikil hópstemning í Kóreu, minni einstaklingshyggja en við eigum að venjast,“ heldur hún áfram. „Eitt af því sem mér fannst sérstakt í sambandi við borðhald var að fólk deilir bæði diskum og mataráhöldum. Það eru mikið not- aðir stálprjónar og skeiðar til að matast, og mín áhöld voru ekkert endilega bara fyrir mig! Og þar sem við kunnum ekki á matinn voru þjónarnir gjarnan að búa til alls konar skúlptúra úr matnum og stinga þeim upp í okkur. Síðan lærðum við útlendingarnir þetta og fórum að sýna færni okkar í því að vefja hráum fiski inn í laufblöð eft- ir kúnstarinnar reglum og stinga þessu upp í hvert annað. Allir sátu á púðum á gólfinu sem er mjög þægilegt þegar fleiri bætast í hóp- inn, það þarf ekkert að redda nýjum stól heldur bara rétt að mjaka sér til, þá er endalaust hægt að stækka hringinn. Eftir kvöldmat var farið á diskótek og dansað. Hér heima mundi ég aldrei nenna að fara á diskótek kvöld eftir kvöld en þarna var það alveg eðlilegt og mjög gam- an!“ - Að lokum? „Það er mikilvægt að fá að sýna verk sín oftar en einu sinni og gam- an til þess að vita að tugir þúsunda standi í biðröð til að komast inn á sýningu sem maður tekur þátt í. Svona ferð eykur meðvitund manns, ég hef bætt við einu landi sem skipt- ir mig persónulega máli, héðan í frá mun ég alltaf taka eftir fréttum frá Kóreu. Það eru forréttindi að fá svona tækifæri og þá er gaman að vinna við myndlist. Ég á eftir að lifa lengi á þessari ferð.“ -SA „Gríma“ úr kassettutæki eftir Romuald Hazoum. Aðeins 60 saumavélar á þessu einstaka tilboði: • Tegundin er PFAFF 6122 -Þýsk gæðavara. • Full af auðveldum og þægilegum saumum. • 30 spor. • Auðvelt val. • Nálarþræðari. • Efri flytjari, nauðsynlegur fyrir bútasauminn. • Hátt undir fótinn, gott fyrir þykku efnin. • Margir hentugir fylgihlutir. • Ótal fleiri kostir. Grensásvegur 13 -108 Reykjavík - Sími 533 2222 - Veffang www.pfaff.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.