Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2000, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2000, Síða 10
10 Skoðun LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000 DV Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11, 105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf. Filmu- og plötugerð: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk„ Helgarblaö 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endur- gjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Feimnismál Ijósmynda Ljósmyndir af persónum hafa á undanförnum árum orðið sífellt umfangsmeiri þáttur islenzkra ættfræði- rita, sem blómstra betur en nokkru sinni fyrr. Vinsæld- ir þessa efnis sanna enn einu sinni, að persónufræði er sem fyrr mikilvægur þáttur í lífi þjóðarinnar. Tölvunefnd er sem oftar úti á þekju í íslenzku samfé- lagi og hallar sér í staðinn að vafasömum fræðisetning- um utan úr heimi. Nú vill hún amast við, að ljósmynd- ir af fólki séu birtar í ættfræðilegum gagnabönkum, sem verða senn settir upp á veraldarvefnum. Persónufræði á netinu er eðlilegt framhald af per- sónufræði á pappír. Hún verður mikilvægur þáttur í lífi þjóðarinnar alveg eins og ættfræðiritin hafa verið og eru enn. Tölvunefnd verður frekar lögð niður en að hún fái að komast upp með að skemma þetta. Hugmyndin um, að ljósmyndir af fólki séu einkamál þess, er hluti af tilraunum til að vikka hugtak friðhelgi einkalífsins, studdar ýmsum hagsmunum, sem vilja forðast hnýsni af ýmsu tagi. Markmiðið er oftast að geta flokkað ýmis feimnismál sem einkamál. Þetta gengur svo langt, að menn gætu freistast til að telja ýmis yfirvöld ímynda sér, að peningar hafi sitt eig- ið einkalíf og að fyrirtæki hafi sitt eigið einkalíf. Þótt peningar og fyrirtæki geti átt sín leyndarmál, er fárán- legt að flokka þau undir friðhelgi einkalífs. Meðal feimnismála eru lágir skattar fólks, sem býr við glæsilegan kost, léleg háskólapróf hátt settra emb- ættismanna, barneignir lækna utan hjónabands og nú síðast ljósmyndir af íslendingum holt og bolt. Allt eru þetta mál, sem varða samfélagið á ýmsan hátt. Fjármálaráðuneytið er stofnun, sem trúir, að pening- ar og fyrirtæki hafi sál, sem beri að verja fyrir hnýsni. Það reyndi fyrir tveimur árum að brjóta lög til að koma í veg fyrir, að fólk geti flett upp i skattskrám og tókst að lokum að veikja lögin með reglugerð. Hæstiréttur varð að athlægi, þegar hann reyndi að hindra, að bameignir lækna utan hjónabands kæmu fram í læknatali Vilmundar Jónssonar landlæknis. Tölvunefnd verður núna að athlægi, þegar hún reynir að koma i veg fyrir myndbirtingar á netinu. Tölvunefnd hefur á ýmsan annan hátt skaðað samfé- lagið. Hún reyndi að spilla möguleikum fólks á að gægj- ast í bifreiðaskrána til að sjá tjónasögu bíla og komast þannig að raunverulegu verðgildi þeirra. Hún vildi vernda gamla spillingu í bílaviðskiptum. Tölvunefnd hefur áður komið við sögu íslenzkrar persónufræði. Hún hefur áður reynt að gera fólki kleift að stýra því, sem stendur um það í ættfræðiritum. Hún túlkar feimnismál sem einkamál. Hvenær hyggst hún reyna að hefja ritskoðun á íslenzkri sagnfræði? Allt er árangurslaust þetta brölt í tölvunefnd og ger- ir ekki annað en að veikja málstað hennar, þegar hún á í erfiðleikum með að koma á framfæri raunveruleg- um framfaramálum. Hvorki fólk né ríkisvald tekur mark á nefnd, sem staðin er að endurtekinni flónsku. Vara ber við hagsmunum af útvíkkun hugtaks frið- helginnar. Gera þarf skýran mun á einkamálum og feimnismálum, persónum og lögpersónum, sálum og peningum. Ef það er ekki gert, lenda menn út á þekju, svo sem sannazt hefur í afskiptum af ættfræði. Tölvunefnd mun ekki takast að hindra okkur í að hafa ánægju af að fletta myndum af samborgurunum í væntanlegum netbönkum íslenzkrar persónufræði. Jónas Kristjánsson Erlend tíöindi Horfið frá þjóðernisstefnu Margt bendir til þess að umskipti hafi orðið í Króatíu eftir að Franjo Tudjman, fyrrverandi forseti lands- ins, lést í lok síðasta árs og nýr forseti og ríkisstjórn tóku við völdum. Nýju valdhafarnir virðast ákveðnir í að hverfa frá ofbeldisfullri þjóðernis- stefnu, taka á spillingu í stjórnkerfmu og brjótast út úr einangrun Króatíu á alþjóðavettvangi. Þeir hafa ekki að- eins tekið upp samvinnu við stríðs- glæpadómstólinn í Haag og framselt alræmdan stríðsglæpamann heldur heitið því að gera serbneskum flótta- mönnum, sem voru hraktir frá heim- kynnum sínum í Króatíu árið 1995, kleift að snúa aftur. Enn eru þó mörg ljón í veginum: Stefna hinnar nýju miðvinstri stjórnar Ivica Racans og forseta landsins, Stipe Mesics, getur hæglega styrkt stöðu þjóðernissinna þegar tO lengri tíma er litið enda er lítill almennur stuðningur við réttar- höld yfir þeim Króötum sem sakaðir hafa verið um stríðsglæpi eða við serbneska minnihlutann í Króatfu. Hlutskipti minnihlutahópa Tudjman virkjaði krótatíska þjóð- ernishyggju til að lýsa yfir sjálfstæði Króatíu og bar ábyrgð á þjóðernis- hreinsunum og morðum í nafni henn- ar. Flokkur Tudjmans, Króatíski lýð- ræðisflokkurinn, hefur staðið að mót- mælaaðgerðum gegn samvinnu stjórnvalda við stríðsglæpadómstóln- um í Haag. Ljóst er að mjög erfltt verður fyrir þá 300 þúsund serbneska flóttamenn, sem nú hafast við í Serbíu, Svartfjallalandi eða Bosníu, að hverfa aftur til heimkynna sinna í Króatfu. Aðeins örfáir Serbar hafa tekið þá áhættu enda hafði Tudjman gert allt sem í hans valdi stóð til að hindra það, t.d. með því að neyða þá til að taka upp króatískan ríkisborg- ararétt. Nýja stjórnin hefur lýst yflr því að hún hyggist falla frá þessari þvingunarstefnu. En önnur vandamál blasa við: tugþúsundir króatískra flóttamanna frá Bosníu og Vojvodínu í Serbíu búa nú í húsum Serba í Króa- tíu. Ef þessum Króötum verður úthýst má ganga út frá því sem vísu að það verði vatn á myllu þjóðernissinna. Og ekki bætir úr skák, að efnahagsá- standið í Króatíu er mjög bágborið: heildarskuldir landsmanna nema um 15 milljörðum dollara og um 20% vinnufærra manna eru án atvinnu. Ekki er unnt að skella skuldinni ein- göngu á óstjórn þeirra 200 fjölskyldna sem náðu forræðisstöðu í efnahagslífl landsins i skjóli spiilingarstjórnar Tudjmans. Loftárásir NATO á síðasta ári kæfðu a.m.k. tímabundið tilraunir til að endurlífga ferðamannaiðnaðinn sem var helsta gjaldeyristekjulind króatísks efnahagslífs fram á þennan áratug. Reyndar stendur Króatía mun Arftakar Franjo Tudjmans, fyrrverandi forseta Króatíu, hafa leitast viö að hverfa frá þjóðernisstefnu hans og gert margt til aö bæta ímynd landsins á alþjóðavettvangi. Efnahagsástandiö er þó mjög ótryggt og aukin samvinna viö alþjóðastofnanir getur oröiö vatn á myllu þjóðernissinna meðal stuöings- manna Tudjmans sem stjórnaöi Króatíu meö haröri hendi þangað til hann féll frá í lok síöasta árs. bar sigur býtum í forsetakosningun- um og hét því að hverfa frá stefnu for- vera síns. Tudjman hafði með þjóð- ernishreinsunum sínum í Krajína- héraði í Króatíu árið 1995 bakað sér óvild stjórnvalda á Vesturlöndum þótt þau hafi ekki tekið nærri því eins hart á þeim og stríðsglæpum Slobod- ans Milosevics. Króatískir hermenn fóru þá með ránshendi um serbnesk þorp, kveiktu kerfisbundið í húsum Serba og myrtu marga þeirra í verstu þjóðernishreinsunum Júgóslavíu- stríðanna. Fjórum árum áður höfðu vopnaðar serbneskar öryggissveitir með aðstoð júgóslavneska sambands- hersins undir stjórn Milosevics ráðist inn í Krajína-hérað og hrakið Króata á brott á hrottafenginn hátt: stór- skotaliðsárásum, nauðgunum og morðum. Það var einmitt á þessu svæði sem stríðin í Júgóslavíu hófust með landvinningastefnu Milosevics: sumarið 1991 höfðu Serbar lagt undir sig hvert þorpið á fætur öðru í Krajína-héraði, lýst yfir stofnun serbnesks lýðveldis og aðskilnað frá Króatiu. Með öðrum orðum var ekki um neitt tilviljunarkennt ofbeldi að ræða: þjóðernishreinsanir Milosevics og Tudjmans voru þaulskipulagðar. Það sem er svo átakanlegt við stríðin í Júgóslavíu er hve margir trúðu því að upplausn ríkjasambandsins þjón- aði jákvæðum markmiðum og mundi stuðla að auknum sjálfsákvörðunar- rétti þjóða. Það er nóg að huga að ástandinu í Serbíu, Kosovo og Bosníu til að sjá hve skammsýnar þær hug- myndir voru. betur að vígi á efnahagssviðinu en Serbía, Svartfjallaland og Bosnía. Það er þó miklu fremur vitnisburður um almenna fátækt á svæðinu en efna- hagsvonir Króata. Stefna stjórnarinn- ar mun standa og falla með því hvort henni tekst að reisa við efnahag Króa- tíu. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur mælst til þess að dregið verði veru- lega úr ríkisútgjöldum með niður- skurði, en ef þeirri stefnu verður fylgt i blindni má búast við að það leiði til pólitísks og efnahagslegs óstöðug- leika. Minningar um stríðshörmungar Það, sem kemur mest á óvart er hve umskiptin í Króatíu hafa orðið hröð. Þúsundir manna fylgdu Tudjman til grafar um miðjan desember: hann Valur Ingimundarsson stjórnmáta- sagnfræðingur hafði leitt „sjálfstæðisbaráttu" þeirra árunum 1991-1992 með því að segja sig úr júgóslavneska ríkjasamband- inu og fáir bjuggust við því að flokk- ur hans mundi bíða afhroð í þing- kosningunum aðeins nokkrum vikum síðar. Það næsta sem gerðist var að andstæðingur Tudjmans, Stipe Mesic,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.