Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2000, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 29. APRIL 2000 11 x>v Skoðun Biöin styttist Ég er einn þeirra fjölmörgu sem hafa yndi af því að veiða enda fátt skemmtilegra en renna fyrir fisk - lax eða silung. Sumir segja að ég sé forfallinn - eigi við erfiðleika að stríða vegna veiðidellu. Auðvitað er þetta ekki rétt en hitt er annað að ég er orðinn óþreyjufullur eftir að veiðin hefjist. (Þó er ég ekki svo veikur að ég þurfi að fara í niður- göngufisk um svipað leyti og snjó tekur að leysa.) Veturinn er mörgum veiðimann- inum erfiður og þar er ég engin undantekning. Til að stytta biðina tók ég upp á þeim fjanda að reyna fluguhnýtingar. Fyrir áratug eða svo keypti ég hnýtingartól og -efni í þeim einlæga ásetningi að hnýta fal- legar en þó umfram allt veiðnar flugur. Eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir með aðstoð óskiljanlegra handbóka gafst ég upp og pakkaði dótinu niður. Flugurnar sem þá voru hnýttar voru þannig að vissu- lega hefðu þær valdið usla í hvaða hyl sem væri enda vakið skelfingu. Reynt aftur I tæpan áratug þurfti ég að telja í mig kjark - sannfærast um að ég væri ekki með þumalputta á hverj- um frngri - með svipuðum hætti og reykingamaður reynir ár eftir ár að öðlast kjark til að hætta að reykja. Þegar menn eiga í slíku sálar- stríði er oft gott að koma á fót stuðningshópi og það var einmitt það sem ég gerði. Nágrannar minir, sem eru líka veiðimenn, höfðu einnig leynda löngun til að fást við fluguhnýtingar en ekki komið sér að verki. í sameiningu fengum við / tœpan áratug þurfti ég að telja í mig kjark - sannfcerast um að ég vœri ekki með þumal- putta á hverjum fingri - með svipuðum hœtti og reykingamaður reynir ár eftir ár að öðlast kjark til að hœtta að reykja. gamlreyndan hnýtara til að kenna okkur undirstöðuna. Fyrstu flug- urnar og púpurnar voru kannski ekki glæsilegar en hægt og bítandi hefur okkur tekist að ná þokkalegu handbragði, að minnsta kosti miðað við hæfileikana. Ég er sem sagt orðinn áhugamað- ur um fluguhnýtingar, raunar for- fallinn. Varla líður það kvöld að ekki sé tekið til við hnýtingar - fjór- ar til fimm flugur á kvöldi og á stundum fleiri. (Ég er ekki enn bú- inn að ná upp hraða fagmannsins og næ kannski aldrei.) Hugmyndin að baki fluguhnýt- ingunum var ekki síst sú að dreifa huganum frá veiðinni sjálfri - hjálpa mér að komast yfír erfiðasta hjallann í vetur. Hnýtingarnar hafa vissulega verið skemmtilegar þó af- raksturinn sé ekki hafður til sýnis um hvernig hnýta eigi flugur. Vand- inn hefur hins vegar verið sá að kvölin við að bíða eftir að komast í veiði hefur orðið þungbærari með hverri flugunni sem búin hefur ver- ið til. Hugurinn leitar einhvern veg- inn alltaf á árbakkann þegar sest er niður við hnýtingarnar. Og til að gera biðina enn verri hefur Stöð 2 hafið sýningar á mögnuðum þáttum um stangaveiði. Sporðaköst Eggert Skúlasonar auka á hugarangur veiðimanns sem getur ekki beðið eftir sumrinu. Sem sagt, hnýtingarnar hafa ekki orðið sú dægrastytting sem stefnt var að. Ég veit að vísu ekki um líð- an nágranna minna sem virðast bera kvöl sína betur en ég og í hljóði. Við höfum reyndar ekki náð saman í nokkurn tíma til að setjast niður við þetta nýja tómstundagam- an, enda má ég ekki vera að því þar sem hnýtingarnar heima taka of mikinn tíma. Toppurinn Það segja mér menn sem kunna meira fyrir sér en ég í fluguhnýting- um og veiðum að toppurinn á tilver- unni sé að veiða á flugu sem maður hefur sjálfur búið til - hannað frá grunni, svo notuð séu virðuleg orð úr virðulegum atvinnugreinum. Auðvitað er gaman að veiða á þekkta flugu sem maður hefur hnýtt en að hanna sjálfur flugu, ja, það er víst magnað. Þetta á ég eftir. Ég hef aldrei veitt á flugu sem ég hef sjálfur hnýtt. Von- andi gerist það í sumar, jafnvel nú strax í maí þegar vatnaveiðin hefst fyrir alvöru. Boxin eru full af þokka- legustu flugum og púpum (nokkrar sem ég hef sjálfur hannað) og hand- bragðið er alltaf að skána. Raunar hef ég ekki lagt til atlögu við allra erfiðustu flugumar. Og í fýrstu stóðu jafnvel þær einfoldustu töluvert í mér. Þannig tókst mér aldrei að hnýta almennilega Frances fyrr en Stefán Kristjánsson, vinnufé- lagi minn og einn besti hnýtari landsins, kenndi mér munnlega hvernig standa skyldi að verki. Stef- án hefur sýnt mér mikið langlundar- geð við munnlega kennslu í vetur enda virðist mér hann hafa lúmskt gaman af erfiðleikum minum og klaufaskap að hnýta flugumar. (Ég hef ekki enn haft kjark til þess að sýna Stefáni eða öðrum hnýturum afrakstur vetrarins og hugga mig við að flugumar mínar verði að mestu niðri í vatni í sumar.) Aðstaða í haust En erfiðleikamir eru bara til að sigrast á og ég hef heitið mér því að koma upp aðstöðu fyrir næsta vet- ur til að stunda umfangsmiklar hnýtingar. Ég er líka sannfærður að ég muni stunda fluguveiði með öðrum hætti nú, þegar ég hef lagt hnýtingar fyrir mig - veita um- hverfinu og aðstæðum meiri at- hygli. Að spá og spekúlera er stór hluti af veiðiskapnum og nú mun að líkindum fara meiri tími en áöur í vangaveltur. Veiðifélagi minn í fjölda ára er hvort sem er maður sem veltir hlutunum fyrir sér og er einstaklega þolinmóður þó hann fari hratt yfir. Nú fer aö verða gaman Veturinn er mörgum veiðimanninum erfiður og þar er ég engin undan- tekning. Til að stytta biðina tók ég upp á þeim fjanda að reyna fluguhnýtingar. Einræðisherra Zimbabwe „Um eitt virðast allir sammála, meira að segja hvitu bændurnir sem reknir hafa verið af jörðum sínum af upp- gjafahermönn- um. Það þarf að gera umbætur í jarðamálum í Zimbabwe og um- heimurinn hefur boðið aðstoð sína. Það er virðingarleysi Ro- berts Mugabes fyrir lögunum og óvilji hans til að fordæma ofbeld- ið sem réttilega hefur leitt til harðrar gagnrýni. „Þetta er ekki vandamál sem réttarkerfið getur leyst,“ útskýrir forsetinn. Þetta er greinilega einræðisherra sem reynir með öllum ráðum að halda fast í völd sín.“ Litið var á Muga- be sem frelsara fyrir 20 árum. Nú er landið í rúst eftir áralanga van- stjórn. Mugabe er, eins og Desmond Tutu erkibiskup sagði, næstum því skrípamynd af öllu því sem fólk heldur um svarta leiðtoga Afríku. Þetta er harm- leikur Zimbabwe og hann verður ekki minni af þvi að andrúmsloft- ið er orðið eldfimt." Úr forystugrein Dagens Nyheter 26. apríl. Afturkippur í umbætur „íhaldsöflin í íran hafa hafið gagnsókn, bara tveimur mánuðum eftir að útlit var fyrir að þau hefðu orðiö að lúta í lægra haldi við kosningamar til nýs þings í landinu. í sumum kjördæmum hafa úrslitin verið ógilt. Það virðist ekki sem ráð varðanna, 12 and- legra leiðtoga og lögmanna, sé að flýta sér við að fylla sætin svo að nýtt og töluvert frjálslyndara þing geti hafið störf. í staðinn samþykk- ir sitjandi þing sifellt fleiri lög sem takmarka frelsi þjóðarinnar og sviptir hina kjörnu eftirliti með mikilvægum stofnunum eins og dómsmálaráðuneytinu og hernum. Fjölmiðlar hafa orðið fyrir sér- stöku árásum. Það er ekki undar- legt þar sem þeir hafa flutt boð- skap Mohammads Khatamis for- seta og umbótahreyfingarinnar og þar með ögrað skoðanaeinokun klerkanna sem sumir kalla skoð- anaeinræði." Úr forystugrein Aftenposten 25. apríl. Glæpirnir í Tsjetsjeníu „Hvað hefur eiginlega gerst í Tsjetsjeníu? Af frásögnum flótta- manna og hug- rakkra frétta- manna vitum við að stríð Rúss- lands til að upp- ræta hryöju- verkamenn hefur kostað þúsundir óbreyttra borg- ara lífið, leitt til pyntinga á ungum tsjetsjenskum körlum í fangabúðum, eyðilagt Grozný og hrakið 250 þúsund manns frá heimilum sinum. Þess- ar ófullkomnu upplýsingar benda til baráttu sem minnir á þá sem Stalín háði gegn tsjetsjensku þjóö- inni fyrir meira en hálfri öld. Því miður er ekki vitað um aUt sem gerðist þá. Fái nýr forseti Rúss- lands, Vladimir Pútín, sínu fram- gengt gerist hið sama nú. Stjórn hans segir fréttir af stríðsglæpum rangar upplýsingar auk þess sem um innanríkismál sé að ræða. Bandaríkin og bandamenn þeirra í Evrópu fordæma hryðjuverk Rússa í Tsjetsjeníu. En samtímis sýna þau að þau líti þannig á að önnur viðskipti við Rússa séu meira áríðandi, eins og vopnaeft- irlit, málefni Balkanskaga og efn- hagsumbætur." Úr forystugrein Washington Post 27. apríl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.