Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2000, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2000, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000 Helgarblað ________________________PV Grænland er ekk- ert vandamálaland - segir Jón Tynes, félagsmálastjóri Ammassalik „í sveitarfélaginu mínu búa þrjú þúsund manns á svæði jafnstóru Bretlandseyjum. Það er enginn hægðarleikur að halda slíku þjóöfélagi sarnan." Grænland HNuuk l- Ammassalik ( Reykjavík ../ • Nanortallk irgr^i Nágrannar okkar Grænlendingar virðast skipta okkur íslendinga furðu litlu. Sumir hneykslast reynd- ar annað slagið á drykkjusiöum þeirra, hárri sjálfsmorðstíðni og fjölda ofbeldisglæpa. Aðrir gerast svo djarfir að heimsækja landið stundarkorn - svo þeir komist i frí- höfnina á leiðinni til baka. Jón Tynes er einn fárra landa okkar sem þekkja grænlensku þjóðina af eigin raun. Hann starfar sem félags- málastjóri í bænum Ammassalik. Leiöin til Grænlands Jón útskrifaðist sem félagsráð- gjafi frá háskólanum í Ósló árið 1974. „Þá var þetta lítt þekkt fag. Ætli íslenskir félagsráðgjafar hafa þá ekki verið um fjórtán talsins en i dag skipta þeir hundruðum." Óhætt er að segja að Jón hafi komið viða við á næstu árum. Hann byrjaði á Borgarspítalanum, starfaði nokkuð lengi á Kleppsspítalanum og kom að meðferðarmálum landans. Árið 1982 lauk hann síðan framhaldsnámi við Norræna heilsuverndarskólann í Gautaborg og sérhæfði sig þar í al- menningsheilsufræði. Eftir nokkurra ára starf í félags- málastjórn Seltjarnarness hætti hann öllu félagsmálavafstri 1985 og sneri sér að smíðum. Spurður út í þessa róttæku stefnubreytingur svarar hann: „Ég stóð í skilnaði og það er náttúrlega erfitt að standa í félagsráðgjöf meðan maöur er að takast á við sín eigin vandamál. Þetta hlé varði í átta ár en þá réð ég mig sem ráösmann og ráðgjafa á meðferðarstofnunina í Víðinesi." Á árunum 1995-1999 starfaði Jón síð- an sem félagsmálastjóri á ísafirði. Þegar Jón er spurður hvemig í ósköpunum hafi staðið á því að hann hélt til Grænlands svarar hann: „Á ísafirði átti ég ekki pólitíska samleið með þáverandi meirihluta í bæjar- stjórn og sagði því upp. ísfirðingar höfðu tekið á móti nokkrum Græn- lendingum i vinnuþjálfun og þekkti ég því nokkuð til í Nanortalik sem er einmitt vinabær ísafjarðarbæjar. Mér bauðst að fara þangað í hálfs árs verkefni og ég sló til af hreinni æv- intýramennsku. Þar vantaði félags- ráðgjafa og festu í vinnubrögðum. Það hafði myndast spenna meðal starfsfólks og mér var ætlað að draga úr henni. Þótt það hafi nú gengið ágætlega vildi ekki betur til en svo að sjálfur félagsmálastjórinn yfirgaf staðinn þremur mánuðum eftir að ég hóf störf. Ég var síðan einfaldega ráðinn í hans starf. Mér bauðst síðan að sinna því áfram en þótti fjarlægð- in til íslands allt of mikil og afþakk- aði því.“ Sérstaða austurstrandarinnar Jón Tynes yfirgaf þó ekki landið heldur flutti sig einungis um set. Nanortalik er syðsta sveitarfélag Grænlands, með 2.700 íbúa og af- skaplega erfitt um allar samgöngur þaðan. Jón flutti sig því um set til Ammassalik á austurströndinni en þaðan er ekki mikið meira mái að fljúga til Reykjavíkur en frá ísa- firði. íbúafjöldinn er svipaður og í •Nanortalik eða um 3.000 manns en þó eru sveitarfélögin um margt frá- brugðin. „Danimir lögðu fyrst und- ir sig vesturströndina en það var ekki fyrr en um aldamótin 1900 að fólk á austurströndinni komst í kynni við vestræna menningu. Þjóð- flokkurinn sem býr þarna uppgötv- aðist í raun fyrst rétt fyrir aldamót- in en hann var þá því sem næst á steinaldarstigi - öll veiðitækni byggðist á veiðarfærum úr beinum. Gamla menningin hefur því lifað miklu lengur þar en á vesturströnd- inni. Það veldur síðan auðvitað mikilli firringu þegar litlum þjóð- flokki er á nokkrum áratugum fleygt inn í boðaföll vestrænnar menningar." Þegar Jón er spurður hvaða vandamál hann hafi þurft að glíma við sem félagsmálastjóri í Ammassalik byrjar hann á því að dæsa duglega en segir síðan: „Það er mikið atvinnuleysi og húsnæðis- skortur. Það er svo spurning hvort áfengisvandamálið er afleiðing þessa. Vandinn er ennfremur meiri í Ammassalik en viðast hvar annars staðar á Grænlandi. Þar er lítið um nútímaatvinnutækifæri og hefð- bundin veiðimennska á hverfanda hveli. Aðeins er hægt að sigla inn fjóra mánuði á ári, i júlí til október, og því erfiðleikar meö aðföng og út- flutning." Margvísleg samfélagsvanda- mál Það er ekki laust við að Jón hafi tekið ástfóstri við þessa granna okk- ur og honum er mikið í mun að leið- rétta sýn íslendinga á Grænlend- inga. „Grænland er ekkert vanda- málaland þótt það birtist okkur þannig. Er þetta ekki sambærilegt við hvernig Norðmenn líta niður á okkur og við svo niður á Færey- inga? Annars er rétt að hafa í huga að á Grænlandi búa ekki nema fimmtíu og fimm þúsund manns á yfir tveggja milljón ferkílómetra svæði. í sveitarfélaginu mínu búa þrjú þúsund manns á svæði jafn- stóru Bretlandseyjum. Það er eng- inn hægðarleikur að halda slíku þjóðfélagi saman.“ Jón sleppur þó ekki við að tjá sig eilítið um títtnefndan áfengisvanda Grænlendinga: „Þeir drekka í sjálfu sér ekki svo mikiö af hreinum vín- anda á ári miðað við aðrar þjóðir og eiga langt í land með að ná herra- þjóðinni Dönum hvað það varðar. En þeir drekka öðruvísi en við ís- lendingar og afskaplega mikið af bjór. Meðan við fórum út eitt kvöld og vöknum svo upp með timbur- menn daginn eftir taka þeir tveggja eða þriggja daga rispur. Annars er drykkjan miklu frekar vandamál fullorðinna en unga fólksins. Þjóðin á síðan stutta áfengissögu og ekki er óliklegt að líkami inúíta eigi erfið- ara með aö vinna úr áfengi.“ I fram- haldi bendir hann á að íslendingar séu staddir svo til mitt á milli Grænlendinga og þeirra Evrópu- þjóða sem þykja búa yfir „siðmennt- aðri“ drykkjumenningu. Við lítum því enn og aftur niður á Grænlend- inga meðan öðrum þjóðum þykir lít- ið til drykkjusiöa okkar koma. Jón gefur lítið fyrir höfðatölu- samanburð sem sýnir bæði mjög háa morð- og sjálfsmorðstíðni Grænlendinga og bendir á að smá- þjóðir séu jafnan áberandi í slíkum samanburði - samanber endalausa afrekaskrá íslendinga miðað við mannljölda. Hann er þó ekkert að draga úr því hversu stórt vanda- mál sjálfsmorð eru í Grænlandi. „Sjáifsvígin koma í bylgjum. Eitt kveikir í öðru. Nú orðið er fjallað nokkuð opinskátt um sjálfsvíg og aðstandendum veitt áfallahjálp." Hann segir ennfremur að ýmis ný vandamál séu að koma upp á yfir- borðið, t.d. hafi fram að þessu lítið verið fjallað um kynferðislega mis- notkun á börnum. Nú hafi aftur á móti verið hrint af stað átaki en öll umfjöflun sé afar viðkvæm i jafn- litlu samfélagi. Samskiptaleysi nágranna Þó að vandamál séu vissulega til staðar á Grænlandi gefur það ranga mynd af þjóðinni að einblína ávallt á þau. Jóni er mikið í mun að hinir jákvæðu eiginleikar hennar komist til skila: „Þetta er afburða elskulegt, kátt fólk og einkar listrænt. Svo er það mjög afslappað og alveg laust við stressið sem einkennir íslenskt samfélag. Þarna eru engir verð- bréfamarkaðir þar sem hægt er að selja sjálfan sig tuttugu sinnum á sólarhring." Þá fer hann ekki síður fógrum orðum um náttúruna sem hann segir bæði stórbrotna og óskaplega fallega. Jóni þykir það mjög miður að við skulum ekki þekkja betur til þess- ara nágranna okkur og sýna þeim meiri áhuga. Reyndar bendir hann á að það sama gildi um Grænlend- inga því þeir hafa tflhneigingu til að sækja aflt til Danmerkur. Jón er þegar byrjaður að reyna að bæta úr þessu samskiptaleysi þjóðanna. Væntanlegir eru í heimsókn græn- lenskir nemar í félagsráðgjöf að skoða íslenska félagsþjónustu og stefnt er að því að nokkur fjöldi starfsmanna af meðferöarstofnun- um komi og kynni sér slíkt starf hérlendis í haust. Jón leggur þó áherslu á að þetta starf sé rétt að byrja enda sé hann ekki búinn að vera ytra nema í ár. Hann er þó bú- inn að ráða sig til sex ára og hver veit nema þessar þjóðir rækti granna sína betur að þeim tíma liðnum. -BÆN „Sermiligaaq er nyrsta þorpið í sveitarfélaginu Ammassalik en íbúar þess hafa átt í nokkrum vandraeöum meö aö aðlagast vestrænni mennlngu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.