Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2000, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2000, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000 31 Helgarblað Sjonvarpsþættir sem taka afstöðu Sjónvarpsþættimir The West Wing, eða Vesturálman líkt og þeir eru kallaðir i Ríkissjónvarpinu, rekja rætur sínar til kvikmyndar- innar The American President. í þeirri mynd lék Michael Douglas forsetann en Martin Sheen einn helsta ráðgjafa hans en nú er hann kominn í hlutverk forsetans. Fram- leiðandinn John Wells og handrits- höfundur myndarinnar, Aaron Sorkin, sáu að með sjónvarpsþátta- forminu var hægt að útfæra mörg þemu sem myndin fór á mis við. í þáttunum kemur fjöldi þekktra leikara við sögu og mætti þar tína til Rob Löwe, Allison Janney og John Spencer en frægastur allra er þó gamli naglinn Martin Sheen. Sú pólitíska afstaða sem tekin er í þátt- unum kemur ekki á óvart þegar fer- ill „forsetans“ er hafður í huga. Ekki endilega leikferillinn, þótt hann hafi leikið í myndum eins og Apocalypse Now og Wall Street, sem gagnrýna bandaríska hugmynda- fræði, heldur pólitíkin sem hefur einkennt hann. Martin Sheen hefur nefnilega verið handtekinn yfir tutt- ugu sinnum fyrir hverslags mót- mæli og er einkar frjálslyndur. Enda er það svo að í þáttunum er forsetinn mikill stuðningsmaður hvers lags minnihlutahópa og mót- fallinn valdbeitingu í að koma markmiðum sínum á framfæri. Hann er demókrati en repúblikanar eru vondu gæjarnir sem hindra hann í að koma jákvæðum mark- miðum sínum á framfæri. Sjálfur hefur Sheen sagt að George Bush yngri sé slíkur öfgamaður að sjálfur faðir hans sé frjálslyndur í saman- burði við hann. Clooney með hárígræðslu? Meðan rifist er ótt og títt um hvort hin eða þessi leik- kona sé með brjóstastækkun eða fylltar varir er hár karl- leikaranna oftast viðkvæm- asti líkamshluti þeirra. Nú ganga til dæmis þær sögur fjöllunum hærra að kyntröllið George Clooney sé búinn að láta græða í sig hár. Lýta- læknirinn Jerome Craft fullyrðir í samtali við bandaríska tímaritið Globe að stjaman hafi nýtt sér nýja og rándýra tegund hárígræðslu. Þessu vísar starfslið leikarans á bug og segir að hár hann sé einungis að vaxa á ný eftir að hafa verið rakað af vegna nýrrar myndar. Annars er það helst að frétta af kappanum að hann hefur nýlokið við að leika stórt hlutverk í mynd .þeirra Cohen-bræðra, 0 * ’ Brother, Where Art Thou? en hún etur einmitt kappi við mynd Lars Von Triers, Dancer in the Dark, þar sem hún Björk „okkar“ fer einmitt með aðalhlutverkið. Næsta mynd Clooneys þar á undan var Three Kings - mynd sem kom Sviðsljósinu skemmtilega á óvart. Enda líklega fyrsta megin- straumsmyndin sem gagnrýnir stríðsrekstur Bandaríkjanna í Persaflóanum markvisst auk þess sem hún var óvenjustílhrein hasar- mynd. Gervihár eða alvöru gildir einu - Clooney kann sitt fag. Þaö verður svo forvitnilegt að sjá hvað gerist ef Bush verður kjörinn forseti. Snúast sjónvarpsþættimir við og verður hægrisinnaður leikari ráðinn í stað Sheens í hlutverk for- setans eða munu aðstandendur þátt- anna taka fullan þátt í stjómarand- stööu. Mun einhver stór sjónvarps- stöö ytra þora aö gera forseta þjóð- arinnar að illmenni einu sinni í viku? -BÆN Föndurnámskeið 28. apríl-13. maí Liza Parker kennir trémálun KOFFÖKTBO elitf Strandgötu 21, Hafnarfirði, sími 565 0313 Hornsófatilboð 6 sceta sófi Kr. 84.500 st.gr 220 cm 84.500 St.gr Einlit áklceði JVleð óhreinindavörn 1 77.700 St.gr SUÐURLANDSBRAUT 22 - Sími 553 6011 / 553 7100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.