Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2000, Blaðsíða 57

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2000, Blaðsíða 57
65 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000______________________________________________________________________________________________ DV Tilvera Afmælisbörn Uma þrítug Hin stórglæsilega leikkona og Hollywoodstjama, Uma Thurman, fagnar stórafmæli í dag en hún er orðin þrítug. Uma vakti gríðarlega athygli fyrir frammistöðu sína í tímamótakvikmynd leikstjórans Quentins Tarantinos, Pulp Fiction. Uma hefur síðan leikið í fjölda kvik- mynda og þykir meðal eftirsóttustu leikkvenna sem starfa í Hollywood um þessar mundir. Konunglegt afmæli Karl Gústaf XVI Svíakonungur er 54 ára í dag. Konungur fagnar vænt- anlega afmælinu ásamt Silvíu drottningu í Drottningarhólmshöll í dag. Viktoría krónprinsessa verður væntanlega fjarri góðu gamni en hún hefur dvalið í Washington und- anfarna daga ásamt þjóðhöfðingjum Norðurlanda; þar á meðal Ólafi Ragnar Grímssyni forseta og Dorrit Moussaiefif. Gildir fyrir sunnudaginn 30. apríl og mánudaginn 1. maí Stjörnuspá Vatnsberinn (20. ian.-18. febr.r Spá sunnudagsins Atburðir dagsins gera þig llklega bjartsýnan en þú verður að gæta hófs, sérstaklega í peningamálum. Ekki vera kærulaus. Þér verður vel tekið af fólki sem þér er ókunnugt og þú færð óvænt hrós. Áhyggjur sem þú hef- ur eru ástæðulausar. Tvíburamir (21. maí-21. iúníi: Spa sunnudagsms þarft að einbeita þér að / einkamálunum og rækta samband þitt við ákveðna manneskju sem þú ert að fjarlægjast. Rómantíkin kemur við sögu í dag. Dagurinn einkennist af streitu og tímaleysi gæti haft mikii áhrif á vinnu þina. Haltu ró þinni því seinni hluta dagsins getur þú slappað af og sinnt áhugamálunum. Liónið (23. iúlí- 22. áeústl: / Eitthvað sem þú vinnur aö um þessar mundir gæti valdið þér hugarangri. Taktu þér góðan tíma til að íhuga mál- ið. Þú færð fréttir sem gleðja þig mjög. Spá mánudagsins Staðfesta er mikilvæg í dag. Þú ert vinnusamur og eitthvað sem þú gerir vekur athygli fólks í kringum þig. Vogin (23. sept-23. okt.): Spa sunnudagsms Oy Taktu ekki mark á fólki \f sem er neikvætt og svart- 'f sýnt. Kvöldiö verður afar skemmtilegt í góðra vina hópi. Happatölur þinar eru 5, 8 og 23. Notaðu kraftana til að leysa vandamál sem þú hefur lengi ætlað að leysa. Það verður líklega einhverjum erflðleikum háð að komast að niðurstöðu í stórum hópi fólks. Bogamaður (?2. nóv.-21. des.l: Spa sunnudagsins 'Haltu þig við áætlanir þínar eins og þú getur og ____j vertu skipulagður. Þér bjóðast góð tækifæri í vinnmmi og skaltu fremur stökkva en hrökkva. Lif þitt er stöðugt um þessar mundir og þú ættir að vera já- kvæður og bjartsýnn. Happatölur þínar eru 5, 16 og 25. Rskamlr (19. febr.-20. marsl: Spa sunnudagsins •Fréttir sem þú færð eru ákaflega ánægju- legar fyrir þína nán- ustu. Hætta er á smávægilegum deUiun seinni hluta dagsins. Ljúktu við skyldur þínar áður en þú ferð að huga að nýjum hug- myndum sem þú hefúr fengið. Heimilislífið verður gott í dag. Hrúturinn (21. mars-19. apriá: Spá sunnudagsins 'Einhver vandamál koma upp en þegar þú I kynnir þér málið nánar sérð þú að þú þarft ekki að hafa áhyggjur. Fáðu hjálp ef þú getur. Þú þarft að sætta þig við að aðrir fá að mestu að ráð um framvindu mála sem þú ert flæktur í. Gáta sem þú hefúr velt fyrir þér leysist óvænt. Nautið (20. april-20. maí.l: i in.^-nl.l.lll.kMl.kH Viðbrögð þín við því sem þér er sagt eru mikUvæg. Þú mátt ekki vera og gagnrýnin það gæti valdið misskilningi. Vonbrigði þróast yfir í ánægju þegar þú færð fréttir frá vini eða ættingja. Samband þitt við ákveð- inn einstakling fer batnandi. Krabblnn (22. iúní-22. iúlíi: FI'.WIIililMM | Dagurinn verður við- burðaríkur og þú hefur meira en nóg að gera. Varaðu þig á að vera of tortrygginn. Happatölur þinar eru 5, 9 og 35. Ferðalög eru ef til viH á dagskrá í nánustu framtíð. Það borgar sig að hafa augun opin í dag og hlusta vel á ráðleggingar annarra. Mevian (23. áeúst-22. sept.): Spa sunnudagsins Þótt þú sért ekki fylli- ^^k^*«lega ánægður með ' ástandið eirfs og er er ekki endilega ástæða tíl að íhuga miklar breytingar. Þér finnst aUt ganga hægt í byrj- xm dagsins en það borgar sig að vera þolinmóöur. Kvöldið verður ánægjulegt. Sporðdreki (24. okt.-21. nóv.l: Spa sunnudagsins Taktu ekki meira að jþér en þú ræður við. Þú vUt vinna verk þín vel og er því afar mikUvægt að þú náir góðri einbeitingu. Þú ræður sjálfúr miklu um fram- vindu dagsins og ættir að treysta á dómgreind þfna. Hegðun ein- hvers kemur þér á óvart. Steingeitin (22. des.-l9. ian.) Spá sunnudagsins Þú verður var við Ult umtal og ættir að forð- ast í lengstu lög að koma nálægt því. Það gæti haft leiðinlegar afleiðingar. Spa manudagsins Margt sem þú heldur áríðandi í dag er ekki endfiega jafnmikU- vægt og þér finnst. Haltu fast við skoðanir þinar. Verold sem var Jói á Hólnum stendur hér viö málverk á heimili sínu á Hólnum sem sýnir veröld sem var: Útsýniö af Hólnum fyrir gosiö mikla. Sagnaþulurinn Jói á Hólnum: Fyrrverandi bæjarstjóri fal- ur á tíu dali „Eftir að ég varð úreltur var ég hvattur tU þess að opna fræða- miðstöð. Það vUl svo tU að það hafa margir slæðst heim tU mín á undanfomum árum og ég kynnst fólki úr víðri veröld. í gestabæk- umar mínar var komið 1521 nafn og þar af voru yfir 500 úfiending- ar frá 32 stöðum í heiminum," segir Jói á Hólnum, eða Jóhann Friðfinnsson, fyrrverandi bæjar- stjóri, kaupmaður, sóknarnefnd- arformaður og tryggingaforstjóri og safnamaðm- í Vestmannaeyj- um, sem nú hefur formlega opnað heimUi sitt í Heimaey fyrir gest- um og gangandi. Þar ætlar Jói á Hólnum að fræða þá sem vUja um það sem fyrir augu ber af hólnum sem hús hans stendur á og hina viðburðarríku sögu mannaferða og byggðar i Vestmannaeyjum. Joe on the Hill „Ég er komin með skUti fyrir framan húsið og á því stendur að sjálfsögðu Jói á Hólnum og Joe on the Hill,“ segir sagnaþulurinn Jó- hann en frá húsi hans, sem stend- ur 50 metra yfir sjó, sést í aUar áttir og Jói á Hólnum getur bun- að út úr sér fræðunum á mörgum tungumálum á meðan gestimir maula köku við eldhúsborðið. „Þegar bjartast er sé ég inn á Höllin á Hólí „Þegar bjartast er sé ég inn á Lang- jökul en þangaö eru 130 til 140 kílómetrar. En ég þarf aöeins aö fara út úr húsinu til þess aö sjá Heklu, “ segir Jói á Hólnum. Langjökul en þangað eru 130 tU 140 kUómetrar. En ég þarf aðeins að fara út úr húsinu tU þess að sjá Heklu,“ segir Jói sem ætlar að rekja sögu mannaferða í Vest- mannaeyjum aUt frá því Papar tóku þar land. „Ég er búinn að vera að dunda við að segja þessa sögu undanfar- in ár og byrja náttúrlega þar sem Papakrossinn er í Heimakletti en hann er líklega frá sjöundu eða áttundu öld,“ segir Jói sem síðan mun segja gestum sínum frá þræl- um Hjörleifs landnámsmanns sem stigu á land í Heimaey seint á níundu öld og Hjalta og Gissuri, sem árið 1000 komu með við frá Ólafi Tryggvasyni tU að reisa staf- kirkju. „Þess verður minnst höfð- inglega 30. júlí i sumar, ef guð lof- ar, þvi þá verður búið að koma upp stafkirkjunni sem er þjóðar- gjöf Norðmanna," segir hann. Óhugnanleg hugmynd Jóhann segir vin sinn Ragnar Baldursson, sendiráðsritara í Pek- ing, hafa komið inn hjá sér þeirri hugmynd að selja aðgang að sér og húsi sínu. „Ragnar sat við borðið hjá mér í fyrrasumar ásamt fjöl- skyldu og vinum, fimm eða sex Kín- verjum, Thor Vilhjálmssyni og Páli í HúsafeUi þegar hann sagði bara aUt í einu: Jói, ég veit hvað verður um þig og stakk upp í því sem nú er orðið. Mér fannst þetta afskaplega óhugnanleg tilhugsim að ætla að fara að selja inn á sig en Ragnar sagði að ég væri einfaldlega að selja mín fræði eins og tU dæmis lista- maður sem selur sín verk. Rögn- valdur Guðlaugsson ferðamálaráð- gjafi sagði síðan að þetta væri bara aUt í lagi undir hann og þá ákvað ég bara að láta reyna á þetta," segir Jói á Hólnum sem ætlar ekki að hafa af mönnum aleiguna þó þeir fái að bergja af sagnabrunni hans: „Það var verið að gantast með tíu dali, 700 krónur, ég held að ég hafi enga samvisku af því.“ -GAR Leið- rétting Þau leiðu mistök áttu sér stað í Fókus í gær að myndatexti brengl- aðist við myndir af tveimur mynd- listarkonum. Þetta voru þær Am- gunnur Ýr GyUadóttir og Hafdís Ólafsdóttir sem skiptu um nöfn en þær stöUur opna sýningar á verkum sínum í Gerðarsafni í dag ásamt Ragnheiöi Jónsdóttur. Beðist er vel- virðingar á þessum mistökum. i v Nýjar vörur Handofin rúmteppi, tveir púSar fylgja. v- «iÉ» Ekta síSir pelsar. SíSir leSurfrakkar. f £ jBkjg íf fj Handunnin húsgögn. í’’ jSm 1 ArshátíSar- og fermingardress. V * Handunnar gjafavörur. w wSm.-t'- m Kristall - matta rósin, 20% afsl. Satínrúmföt virka?agfi 118, Sigu rstjar nan laugara. 11-15 j b|£u húsj vj^ pákafen. ViðskiptanetiS Sími 588 4545.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.