Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2000, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2000, Qupperneq 12
12 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2000 x>v Fréttir Breskir kjósendur gáfu Blair langt nef Lönguninn til að gefa Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, langt nef var of freistandi. Milljónir kjós- enda höfðu að engu viðvaranir hans og kusu Rauða-Ken Livingstone borgarstjóra Lundúna. „Þetta hefur verið sóðaleg og skammarleg barátta frá upphafi til loka,“ sagði Livingstone þegar hann greiddi atkvæði á fimmtudaginn í Cricklewood í norðvesturhluta Lundúna. Maðurinn, sem eitt sinn kvaðst hafa hitt fjöldamorðingja og at- vinnudrápsmenn en samt aldrei orðið hræddari en þegar hann hitti Margaret Thatcher, fyrrverandi for- sætisráðherra Bretlands, varð borg- arstjóri Lundúna þrátt fyrir allar tilraunir tii að koma í veg fyrir kjör hans. Það vekur mikla athygli að stefnulaus og peningalaus óháður frambjóðandi en með umdeilda for- tíð skuli hafa lagt að velli alla kosn- ingamaskínu Verkamannaflokks- ins. Stærsti ósigur Blairs Lundúnabúar urðu æfir þegar Blair og félagar hans brettu kosn- ingakerfinu þannig að atkvæði venjulegra flokksfélaga vógu miklu minna en atkvæði þingmanna og verkalýðshreyfingarinnar. Vegna þessa fyrirkomulags varð Frank Dobson opinber frambjóðandi Verkamannaflokksins. En hann komst aldrei úr startholunum og í kosningabaráttunni gerði hann ým- is mistök sem styrktu Livingstone. Margir höfðu talið að kosninga- baráttan myndi afhjúpa meint fals Rauða-Kens, sjálfhverfu hans og rót- tækar skoðanir. En allar tilraunir andstæðinga hans fóru út um þúfur. Stjórnmálafræðingar segja að úrslit- in séu stærsti ósigur Blairs hingað til. Hann hafl algjörlega misreiknað viðbrögð almennings. Tony Blair lét á síðustu stundu senda út um milljón bréf til þess að reyna að fá kjósendur til að velja frambjóðanda Verkamannaflokks- ins, Frank Dobson. Að láta Livingstone vinna væri það sama og að hverfa aftur til gömlu stefnunnar sem Blair tekur afstöðu gegn. Blair viidi ekki vera á mynd með Livingstone Fullyrt var að Blair hefði um- fram allt viljað komast hjá því að láta mynda sig fyrir utan Down- ingstræti við hlið Kens Living- stones og þess vegna haldið til Norð- ur-írlands. Þar var hann þegar úrslitin voru tilkynnt. Tvö dagblaðanna, sem eru vön að styðja Verkamannaflokkinn, Daily Mirror og Daily Express, kúventu á síðustu stundu og hvöttu lesendur sína til að kjósa frambjóðanda íhaldsmanna, Steven Norris. íhalds- blaðið Daily Telegraph birti fréttir af öllum vitleysum vinstri manna sem blaðið telur Ken Livingstone bera ábyrgð á. I blaðinu The Sun og í mörgum auglýsingum var sett saman mynd af Livingstone og stytt- unni af Churchill sem var útkrotuð af óeirðaseggjum 1. maí. Texti við myndina var svohljóðandi: Atkvæði Eilíft sólskin Lundúnabúum geðjast að Ken Livingstone, nýja borgarstjóranum sínum. Hann lofaöi þeim að þaö hætti að rigna kysu þeir hann. með Livingstone er atkvæði með þeim. „Þetta hefur verið andstyggileg barátta gegn mér,“ sagði Living- stone á kjördag sem kvaðst hafa sett sjálfan sig í fyrsta sæti og Frank Dobson í annað sæti. Þó svo að formleg völd borgar- stjórans séu ekki mikil er staðan mikilvæg. Fimm milljónir kjósenda eru i kjördæmi hans. Það verður mjög erfitt fyrir Tony Blair að taka ekki tillit til skoðana borgarstjór- ans. Ótti Verkamannaflokksins írauninni óttaðist Verkamanna- flokkurinn meira það sem Rauði- Ken gæti komið til leiðar á landsvísu heldur en áætlanir hans í Lundúnum. Vegna stöðu sinnar get- ur hann gert stjómvöldum lífið leitt með því að tjá sig um aflt mögulegt sem völd hans ná ekki til eins og til dæmis stefnu í utanríkismálum, skattamálum, félagsmálum og rétt- indum samkynhneigðra. Menn þurfa ekki að annað en að líta á afrekaskrá Livingstones frá því hann var í forystu borgarráðs Stór-Lundúna 1981 þar til þáverandi forsætisráðherra, Margaret Thatcher, leysti borgarráðið upp 1986. Á þessu tímabili fékk hann viður- nefnið Rauði-Ken og varð frægur talsmaður vinstrisinnaðra í Verka- mannaflokknum. Þá var flaggað rauðum fána við ráðhúsið og Livingstone bauð leiðtoga Sinn Fein til Lundúna á meðan systursamtök- in IRA gerðu sprengjuárásir og drápu saklaust fólk á götum úti. En Livingstone á heiðurinn af einni af vinsælustu ákvörðunum sem tekin hefur verið í stjórnmál- um Lundúna. Hann lækkaði verð á farmiðum í strætisvagna og neðan- jarðarlestir. Frá því 1987 hefur Ken Living- stone setið á aftasta bekk í neðri deild breska þingsins þar sem Verkamannaflokkurinn hefur séð til þess að hann hefur gengið um í skuggadal. Hann borgaði fyrir sig með því að bera þingið saman við sögusafn. Þó væru ekki allir upp- stoppaðir á þinginu. Rauði-Ken hefur skipt um iit Sumir segja að Rauði-Ken sé ekki sá sami og hann var fyrir tuttugu árum. Hann hafi breytt um lit. Hann hafi lagt til hliðar haug af um- deildum skoðunum og myndað sér margar nýjar. Hann hefur meira að segja lýst yfir stuðningi við evruna. En hann er fyrst og fremst hann sjálfur. Og Lundúnabúum geðjast fremur að persónunni en stjóm- málaskoðunum hans. Margir eiga erfitt með að taka alvarlega viðvar- anir um að hér sé á ferðinni hættu- legur öfgamaður þegar hann ræðir um þörfina á fleiri almenningssal- ernum, hreinni og stundvísari strætisvögnum og endurbótum á neðanjarðarlestakerfinu. Livingstone á fáa stuðningsmenn á þingi. Þingmenn Verkamanna- flokksins telja hann eigingjarnan og óáreiðanlegan sérvitring sem ætli sér ekkert annað en að koma eigin hagsmunum á framfæri. Hann þyk- ir að minnsta kosti ekki leiðinlegur þar sem hann hafl rétta blöndu af húmor og kaldhæðni. Eins og Díana prinsessa sé endurborin „Gerið lífið skemmtilegra fyrir Tony Blair, kjósið mig,“ hrópaði Ken frá litla kosningabílnum sín- um. „Það hættir að rigna ef þið kjós- ið mig,“ kaflaði hann einnig. Prest- ur meðal áheyrenda sagði að þeim sem hlustuðu á Livingstone hlýnaði að innanverðu. Almenningur er far- inn að dýrka Livingstone. Það er eins og að Díana prinsessa hafi lifn- að við, endurfædd í slitnum, köflótt- um íþróttajakka, stóð meðal annars i breska blaðinu The Guardian. Byggt á Reuter, DN, Aftenposten o. fl. Tony Blair í neöanjaröarlest meö frambjóöanda Verkamannaftokksins, Frank Dobson. Blair misreiknaöi viöbrögö kjósenda.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.