Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2000, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2000, Blaðsíða 24
ðS , . OQO': í) H:10A0HAp')AJ 24________________________________________LAUGARDAGUR 6. MAI 2000 Helgarblað______________________________________py Aldraður Keflvíkingur leitar réttar síns: Lögreglan á móti mér - segir Jóhann Alexandersson sem mátti þola óvægna líkamsárás á heimili sínu Keflvíkingurinn Jóhann Alexand- ersson varð fyrir þeirri skelfilegu reynslu veturinn 1996 að óður mað- ur réðst inn á heimili hans og eigin- konu hans, Kristínar Árdal Antons- dóttur, og lét hnefana ganga á and- liti hans. Jóhann hafði sjálfur uppi á meintum brotamanni, sem var engu að siður sýknaður i héraðs- dómi Reykjaness. Jóhann skellir skuldinni á lögreglu bæjarins sem hann telur hafa markvisst unnið gegn sér auk þess sem bæði dómari og verjandi kunni að hafa verið óhæfir. Ólæti á neðri hæðinni Jóhann, sem er 65 ára gamall ör- yrki, hefur búið í Keflavík frá 1951. Ásamt öðrum hóf hann að byggja tvíbýlishúsið að Miðtúni 8 árið 1958 og þau hjónin hafa búið þar síðan 1960. Segir hann það hafa verið vandræðalausan tíma allt þar til nýir eigendur jarðhæðarinnar fluttu inn í júní árið 1994: „Þá byrj- ar þetta allt saman. Þótt þau búi hér aðeins i tvö ár logar allt á milli hæða og við þurfum að kæra hjónin alls sex sinnum til lögreglu út af há- vaða og látum, fylliríi og slagsmál- um. Og þótt þrjár kærur eigi að duga til þess að fólk sé borið út var það nú ekki gert.“ Það er síðan á ár- inu 1996 sem alvarlega fer að sjóða upp úr hvaö eftir annað, að sögn Jó- hanns. Hann kærði húsfreyjuna á neðri hæðinni m.a. fyrir að hafa hrækt og ráðist á sig úti í garði. Vitni að atburðinum gaf sig fram við lögreglu en Jóhann segir lög- regluna ekki hafa aðhafst neitt með það. Við annað tækifæri kærði hann húsfreyjuna fyrir að reyna að keyra sig niður eftir að hún hafði slegið dóttur hans í andlitið: „Og þetta vildi Þórir Maronsson, yfirlög- regluþjónn í Keflavík, leysa með því að við flyttum út - búin að búa þama í friðsemd í tæp fjörutíu ár.“ Jóhann telur að lögreglan hafi vís- vitandi þvælt og tafið kærurnar svo niðurstaða þeirra yrði hjónunum á neðri hæðinni hagstæð. Hann segir enn fremur aö húsbóndinn á jarð- hæðinni hafi þekkt til innan lög- reglunnar og upplýsingar frá sér hafi lekið til hans. Þá fullyrðir Jó- hann að hann eigi til upptökur af hortugheitum lögreglunnar í sinn garð. Kvöldið örlagaríka Þegar Jóhann er beöinn að rekja afdrif kvöldsins örlagaríka þann 15. nóvember 1996 svarar hann: „Hús- bóndinn á neðri hæðinni og vinnu- félagi hans eru á meðal gesta í opn- unarhófi á vegum Húsasmiðjunnar. Eftir fagnaðinn sér konan mín þá ganga niður götuna en verða við- skila fyrir utan húsið, íbúinn held- ur áfram en vinnufélaginn verður eftir. Og meðan ég sit og tala við bróður minn í símann læðist sá síð- arnefndi finlega inn og gengur upp stigann til mín - ég segi bróður mín- um að bíða þvi kominn sé gestur - en þá er vinnufélaginn kominn upp að mér og segir: „Þama ert þú, hel- vítið þitt. Nú er komið nóg.“ Þessu næst kýlir hann mig í andlitið - ókunnugur maðurinn. Höggin eru tvö eða þrjú talsins og ég er vankað- ur á eftir. Þessu næst rífur hann símtólið og tekur að berja á mér með því en til allrar hamingju taka hendumar höggin en ekki höfuðið. Þá kemur konan mín fram á hækj- um, en hún er sjúklingur og öryrki, og snýr hann sér að henni. Hún seg- ist ekki trúa því að hann ætli að ráðast á hana svona á sig komna og er þá sem hann ranki við sér og gengur út. Læknamir sögðu milli- metra hafa skilið á milli lífs og dauða." Jóhann leggur áherslu á að orð vinnufélagans sýni svo ekki verði um villst aö í árásinni felist ákveðin skilaboð frá húsbóndanum á neðri hæðinni. Glópska lögreglunnar Þegar kemur að þætti lögreglunn- ar i Reykjanesbæ vandar Jóhann henni ekki kveðjurnar og telur hana hafa klúðrað rannsókninni af bæði glópsku og ásetningi. Eftir árásina hringdi Kristín, eiginkona Jóhanns, í tengdason þeirra, Krist- ján Gunnarsson, og það er hann sem hringir síðan í lögregluna og rekur Jóhann framgöngu hennar svo: „Tengdasonur minn margbað lögregluna um að sparka ekki allt út í snjónum hér fyrir utan og eyði- leggja þannig sönnunargögnin en það gerði blessuð lögreglan, því miður. Kristján þurfti einnig að þrá- stagast í þeim til að fá rannsóknar- lögregluna á staðinn sem tókst á endanum þótt ekkert væri lengur á sporunum að græða. Lögreglan fór síðan ekki einu sinni á eftir íbúan- um sem hafði brugðið sér niður í bæ. Það fyrsta sem lögreglan gerir er þriðjudaginn eftir en þá erum við hjónin kölluð niður á lögreglustöð í tveggja tíma yfírheyrslu og þó búið að yfirheyra okkur á föstudags- kvöldið til hálfþrjú um nóttina! All- an tímann lagði lögreglan áherslu á að blanda ekki saman árásinni og hinum ákærunum sex. Spumingin er af hverju, því þetta er nátengt. Ef lögreglan hefði tekið kærurnar al- varlega er óvist að ég hefði verið barinn.” Við þetta má bæta að í dómnum viðurkennir vinnufélag- inn að erjur íbúa hússins hafi kom- ið til tals af og til í vinnunni. Enn fremur segist hann ekki hafa verið með sjálfum sér vegna ótæpilegrar drykkju og geta lítið sagt með vissu um atburði kvöldsins. Dylgjur frá yfirlögregluþjóni Jóhann bar ekki fullt traust til lögreglunnar og haföi því sjálfur uppi á myndum úr veislu Húsa- smiðjunnar og fann þar vinnufélag- ann á mynd. í dómnum er það sagt veikja framburð hjónanna að „sak- ===== f7c>/)/)u/H/i/i l /u'mcjöcj/iam l c/acj == Sumartilboö Frá 3-—11- maí rymum viö tilfyrir nýjum sumarvörum 10 afsláttur af öllum vörum í versluninni húsgögn & $ <1 i Bæjarhrauni 12 Hf. • Sími 565 1234 Opið virka daga 10-18, laug. 10-16 ^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.