Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2000, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2000, Síða 29
LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2000 29 Helgarblað Dagur í lífi sauðkindar: Hver er tilgangurinn með þessu jarðlífi? Ég vaknaði sársvöng í morgun eftir að mig hafði dreymt gras. Þá meina ég ferskt, grænt vallarsveif- gras eins og það sem vex á túninu kringum fjárhúsið á sumrin. Ekki þetta ófétis rúllubaggahey sem við lifum á þessa dagana. Það var hörmuleg stund þegar sú heyverk- vmaraðferð komst í móð í sveitun- mn. Mér er alveg sama þótt það sé fullt af fóðureiningum á kíló. Það er vont. En ég er kind og þess vegna ét ég. Helsta umræöuefnið í krónni þessa dagana er væntanlegur sauð- burður. Munurinn á liggjandi fæð- ingu og standandi fæðingu og endalausar sögur af lystarleysi, sinadrætti, andvökum og brjóst- sviða. Ég hata þetta. Ég veit ekki númer hvað lambið sem ég geng með verður í röð þeirra lamba sem ég hefl eignast. Það er alltaf sama sagan. Ef þau hverfa ekki á haustin þá gleyma þau manni strax fyrsta veturinn sem þau eru gemlingar á gelgjuskeiði og þá er lokið öllu því sem getur talist eöli- leg fjölskyldutengsl. Ég hefi veru- legar efasemdir um tilganginn með þessum stöðugu fæðingum. En ég er kind og þess vegna eignast ég lömb þótt það veki mér enga gleði lengur. Stundum flnnst mér ég vera orð- in gömul og á mig sækja vangavelt- ur um það hvort lif sé að loknu „Sumar kindanna hafa aldrei séð lifandi fullorð- inn hrút og þekkja engin eðlileg kynferðisleg sam- skipti. Mér finnst þetta ekki ásœttanlegt. Líf eins og þetta hlýtur að leiða til alls konar óeðlis, ófull- nægju og tómleika á til- finningasviðinu. Um þetta þekkjum við sorgleg dæmi úr þessu fjárhúsi. En ég er kind og þess vegna fangi hormóna og boðefna. “ þessu. Sumir menn virðast halda að við kindur vitum ekki að i flest- um tilvikum erum við drepnar og étnar. Þetta vita allar kindur. Mér hefur alltaf fundist einhver hræsni í gangi varðandi þetta mál. En ég óttast ekki dauðann heldur efast ég um að ég hafi leyst verkefni mín í þessu lífi á fullnægjandi hátt. Ég vil ekki fæðast aftur sem kind. Hver vill það? Hundur eða köttur væri strax betra. Þeir eru þó ekki étnir. Maðurinn er lokatakmarkið. Hann er æðstur. En ég er kind og hef ekkert vit á trúarbrögðum. Sem betur fer er fengitíðin langt að baki. Við, nokkrar eldri kind- umar, vorum að segja þeim yngri frá þeim tímum sem hrútar voru raunverulegur þáttur í lífi okkar. Það var áður en svamparnir og samstilling sæðinga komst í tísku. Sumar kindanna hafa aldrei séð lifandi fullorðinn hrút og þekkja engin eðlileg kynferðisleg sam- skipti. Mér ftnnst þetta ekki ásætt- anlegt. Lif eins og þetta hlýtur að leiða til alls konar óeðlis, ófull- nægju og tómleika á tilfinninga- sviðinu. Um þetta þekkjum við sorgleg dæmi úr þessu fjárhúsi. En ég er kind og þess vegna fangi hormóna og boðefna. Við fengum óvenju góðan fóður- bæti með heyinu um kvöldið eftir alveg sérlega langan og leiðinlegan dag sem leið hægt við jórtur og veðurhljóð. Nú erum við að fara að sofa og ég ligg í sama hominu og ég er vön. Ég borðaði afskaplega vel og mikið vegna þessa en áhyggjur af holdafarinu skyggja svolítið á vellíðan mina. Mér fmnst ég alveg eins og hlussa. Samt tókst vetrarrúning óvenju vel. Ég hafði vit á að liggja kyrr og slapp við skurfur og toppa eftir klippumar. Ég veit vel að ég er ekki óskaplega loðin og er auðvit- að dálítið sver vegna komandi sauðburðar og veit að ég þarf að borða eins mikið og ég get. En ég er kind og þess vegna vil ég líta vel út. -PÁÁ London með Heimsferðum -alla fimmtudaga í sumar Heimsferðir tryggja þér lægsta verðið til London í sumar með beinu flugi alla fimmtudaga í sumar. Þú getur valið um helgarferðir, flugsæti eingöngu, flug og bíl eða flug og hótel, en við bjóðum fjölda góðra hótela í hjarta London á frábæru verði. Tryggðu þér lága verðið meðan enn er laust. Verðkr. 7.900,- Flugsæti, önnur leiðin. Skattar, kr. 1.830., ekki innifaldir. HEIMSFERÐIR Verðkr.14.2UU,- Flugsæti fram og til baka. Austurstræti 17, 2. hæð, Skattar, kr. 3.790., ekki innifaldir. 595 1000, www.heimsferdir.is Ég gerði bara það sem Gaui litli sagði mér að gera.... 8. Maí hefjast í World Class 8-vikna aðhaldsnámskeið með Gauja, Bubbu og Hrafni. Ný námskeið með breyttum áherslum ...og a 16 vikum missti ég 30 kg! Þetta allt er innifalið Hjólaspuni 3 til 5 sinnum í viku. Vaxtamótun með iþróttarkennara Ýtarleg kennslugögn. Við bjóðum upp á: Morguntíma, eftirmiðdagstíma og kvöldtíma. Vigtun - Fitumæling. Matardagbækur. Margra ára reynsla okkar Hve.jlnd'möir: tryggir þér frábæran árangur Fjöldi mataruppskrifta. Einka viðtal við Gauja litla. Slómó Tae Bo með Hrafni Fribjörns. Viðtal viö næringarráögjafa. Æfingarbolur og vatnsbrúsi. f>rir heppnir fá frítt á næsta námskeið. Ótakmarkaður aðgangur að World Class. REYKJAVÍK jkráning stendur yfir núna ”896 1298 Salatbarinn nja ctta 0 AUSTURV0LL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.