Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2000, Qupperneq 12
12
Fréttir
LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000
DV
Fyrrum liðsmenn Suður-líbanska hersins á hröðum flótta undan skæruliðum Hizbollah:
Saka Israela um
að hafa svikið sig
Antoine Lahad var ekki í skapi til
að tala við nokkurn mann. Þegar
fréttamenn reyndu að ná sambandi
við yfirmann Suður-líbanska hers-
ins (SLA), leppsveita ísraela i sunn-
anverðu Líbanon, þar sem hann sat
að snæðingi á hóteli í ísraelska
landamærabænum Metulla á mið-
vikudag, stuggaöi ísraelskur lífvörð-
ur hershöfðingjans þeim burt.
Skal engan undra. Algjör upp-
lausn ríkti meðal manna Lahads eft-
ir skyndilega brottför ísraelska
hersins frá Suður-Libanon, eftir 22
ára hersetu. Þúsundir liðsmanna
hans og fjölskyldur þeirra voru
flúnar yfir til Israels eða höfðu gef-
ist upp fyrir skæruliðum Hizbollah
mótþróalaust.
ísraelsmenn stofnuðu SLA fyrir
fimmtán árum, sáu honum fyrir
vopnum og þjálfuðu liðsmenn hans,
sem stjórnvöld i Líbanon líta á sem
drottinsvikara.
Frekar berjast en flýja
Þear ísraelsmenn voru að undir-
búa brottíor frá öryggissvæði sínu í
Líbanon í vor, brottför sem átti að
ljúka síðar í sumar, sagði Lahad að
hann og menn hans, 2600 talsins,
myndu frekar berjast en flýja af
hólmi.
Þegar ljóst var að brotthvarfið
væri óhjákvæmilegt kallaði Lahad
menn sína saman til fundar til að
vita hvað þeir vildu gera.
„Þeir sögðu mér að að þeir hefðu
ekki barist í tuttugu og tvö ár til
þess eins að yfirgefa eigur sínar og
flýja til ísraels. Þeir vilja veita mót-
spyrnu, verja sig. Þeir vilja ekki
láta libönsk stjórnvöld teyma sig í
fangelsi. ísraelar grátbiðja okkur
um að koma en við viljum það ekki.
Enginn vill vera flóttamaður í ísra-
el,“ sagði Lahad í viðtali við franska
blaðið Le Monde síðastliðinn sunnu-
dag.
% 4ééí|P;
% «ir
Aðeins þremur dögum síðar veitt-
ist hann að ísraelskum stjórnvöld-
um í viðtali við ísraelska útvarpið.
„Við vorum saman í meira en 24
ár en þið tókuð ákvörðun um að
fara burt á einum sólarhring," sagði
Lahad.
Þetta eru þakkirnar
Hershöfðinginn fékk ekki hlýjar
viötökur hjá mönnum sínum. Fyrr-
um liðsmenn SLA hundskömmuðu
hann fyrir hvernig komið var fyrir
hersveitum hans.
Svik eru orðið sem fyrrum liðs-
menn SLA viðhafa oftast um
skyndilega heimkvaðningu ísra-
elsku hermannanna í vikunni.
„ísraelar sviku okkur. Þeir sviku
alla íbúana í suðurhlutanum," sagði
Elie Mshantaf við fréttamenn
Reuters eftir að hann og 161 annar
liðsmaður SLA gafst upp fyrir lí-
bönsku lögreglunni í bænum Mara-
youn.
Daher Rafael, 37 ára gamall fyrr-
um félagi i SLA, var líka ómyrkur í
máli um tsraelsmenn.
„Við störfuðum saman í 25 ár, við
úthelltum blóði okkar saman og
þetta er sú viröing sem okkur er
Sloppin yfir til Israels
Kona frá sunnanveröu Líbanon fellir tár eftir aö hún komst yfir iandamærin til ísraels í vikunni. Hersveitir ísraeis í
Suður-Líbanon fóru heim í skyndingu í vikunni meö þeim afleiöingum aö vopnaöar sveitir bandamanna þeirra, Suöur-
líbanski herinn (SLA), leystust upp og liðsmenn þeirra lögðu á flótta eöa gáfust upp fyrir skæruliöum Hizbollah. Þús-
undir fyrrum liösmanna SLA og fjölskyldur þeirra hafa leitaö hælis í ísrael síöustu daga.
sýnd þegar yfir lýkur,“ sagði hann.
„tsraelar gerðu það sem þeim var
fyrir bestu en við sátum eftir með
sárt ennið."
Kona nokkur sem beið við landa-
mærin í bíl sínum var heldur ekk-
ert að skafa utan af því: „Líbanir og
ísraelar eru hvorir tveggju hundar
og við komumst hvergi," hreytti
hún út úr sér.
Lofu&u fullum stuðningi
Shaalan Mustafa, liðsmaður SLA
frá þorpinu Beit Lif, sagði blaða-
manni Washington Post að hann
hefði lagt á flótta á mánudagskvöld
þegar skæruliðar nálguöust þorp
hans eftir að hann og félagar hans
höfðu látið vopn sín af hendi. Hann
skildi eftir eiginkonu sína og sex
börn.
„ísraelar sviku okkur meira en
Hizbollah," sagði hann. „Þegar við
börðust við hryðjuverkamennina
vissi ég að ísraelar stæðu með okk-
ur. í dag sá ég að ekkert var að baki
mér og að ísraelum er hjartanlega
sama um hvað gerist. Þeir hafa
kastað okkur í gin úlfanna. Við er-
um komnir í blindgötu."
Hinn 25 ára gamli Samer Aloush,
sem skildi þriggja ára dóttur sína
eftir í höndum móður sinnar í þorp-
inu Yarin, sagðist hafa gert þau
mistök að gerast bandamaður ísra-
elsmanna. Aloush dvelur nú í flótta-
mannabúðum sem ísraelsk stjórn-
völd hafa komið upp á sumarleyfis-
stað við Galíleuvatn.
„Þeir lofuðu okkur hundrað pró-
sent stuðningi, þeir sögðust ekki
mundu yfirgefa okkur fyrr en her-
sveitir Sameinuðu þjóðanna tækju
við stöðvum okkar. Hið gagnstæða
hefur hins vegar gerst. Þeir tróðu
okkur upp i langferðabíla og komu
með okkur hingað," sagði Aloush.
Hann hefur ekki í hyggju að setj-
ast að í ísrael, vill heldur fara til
einhvers annars lands.
Ekki leitað hefnda
„Við erum ekki svikarar. Við vor-
um að veria land okkar,“ sagði
hann og bergmálaði þar skoðanir
emnarra liðsmanna SLA sem segjast
aðeins hafa verið að verja heim-
kynni sín fyrir ágangi vopnaðra
hópa Palestínumanna og síta-
múslíma.
ísraelskir embættismenn sögðu
um miðja vikuna að flmm þúsund
Líbanir hefðu flúið yfir til ísraels
frá því skyndiflutningur ísraelsku
hermannanna burt frá Líbanon
hófst á þriðjudagsmorgun.
Flóttamennirnir þurfa á læknis-
aðstoð og annarri nauðsynlegri
þjónustu að halda, svo og athvarf
frá skæruliöum Hizbollah.
Leiðtogar skæruliða hafa fullviss-
að flóttamennina um að ekki verði
gripið til hefndarráðstana gegn
þeim fyrir samstarf þeirra við ísra-
elska setuliðið síðastliðin 22 ár. En
erfltt er að eyða ótta flóttamann-
anna sem eru kristinnar trúar.
Slátrað eins og sau&fé
„Eina athvarfið sem ég vildi er
frá Hizbollah. Þeir hefðu áreiðan-
lega slátrað okkur eins og sauðfé,"
sagði John, 39 ára gamall fyrrum
hermaður SLA, sem þorði ekki að
segja fréttamanni Reuters fullt nafn
sitt.
John og fjölskyldu hans hafði ver-
ið komið fyrir í tjaldborg í bænum
Korazim þar sem útsýnið yfir Galí-
leuvatn er stórkostlegt.
Flóttamennirnir komu margir
hverjir allslausir til ísraels, aðeins
með fótin sem þeir voru í. Aðrir
voru þó svo lánsamir, ef hægt er að
kallað svo, að geta troðið ofan í eina
ferðatösku. Eiginkona Johns, Geor-
gette, var ein þeirra síðarnefndu.
„Ég eyddi tuttugu árum ævinnar
í að kaupa alls lags hluti og að
byggja upp heimili. Sjáið núna hvað
orðið er um mig,“ sagði Georgette
þar sem hún sat í rykugum fótunum
ofan á ferðatösku sinni.
Yossi Beilin, dómsmálaráðherra
ísraels, sagði að ísraelsmenn
myndu gera aflt sem þeir gætu fyrir
þessa fyrrum liðsmenn SLA sem
lögðu á flótta.
„Þeir sem vilja koma til Israels
mega það og vera hér um tíma,“
sagði ráðherrann.
John og Georgette og fjölskylda
þeirra biðu eftir því að vera flutt frá
Korazim til annars og betri staðar.
„Ef guð lofar fáum við ísraelskan
ríkisborgararétt," sagði John, fyrr-
um liðsmaður Suður-líbanska hers-
ins, bandamanna ísraela í Líbanon,
og núverandi flóttamaður.
Byggt á Washrngton Post, Le
Monde, New York Times og
Reuter.
Hershöfðingi með engan her
Antoine Lahad, yfirmaöur Suöur-líbanska hersins, var borubrattur fyrir
skömmu og sagðist ætla aö verja sitt og sína eftir brottflutning ísraelskra
hersveita frá Líbanon. Annaö hefur nú komiö á daginn, her hans í upplausn.
Endalokum hersetunnar fagnað
Fulloröin kona frá þorpinu Rumaysh fagnaöi Émile Lahoud þegar hann
heimsótti héruöin sem ísraelar höföu hersetiö í 22 ár en yfírgáfu í skyndingu
ívikubyrjun, nærri tveimur mánuöum áöur en fyrirhugaö var.