Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2000, Page 16
16
LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000
I>V
Helgarblað
Vargur í vé(l)um
Bókmennta-
fræöingurinn
Geir Svansson
er á því aö um-
fjöllunarefni
Matrix sé ekki
eins fjarstæöu-
kennt og þaö
kann aö viröast.
Veruleikinn er sannarlega ekki
allur þar sem hann er séður í fram-
tíðartryilinum The Matrix, eða
Fylkinu. Aðalsögu-
hetjan, skrifstofu-
blókin Anderson
dagsdaglega en
tölvuhakkarinn
Neo í frístundum,
fær snemma að
vita að hversdags-
leikinn sem hann
lifir í, heimurinn
eins og hann og
samferðamenn
hans skynja hann,
er ekkert annað en
„hula sem dregin
er okkur yfir höfuð
til að dylja sann-
leikann" eins og
... skæruliðaleiðtog-
inn Morfeus upplýsir Neo um.
Sannleikurinn í Fylkinu er nefni-
lega sá aö veruleikinn er sýndar-
rými og eftirlíking í mögnuðu tölvu-
forriti sem ofjarlar mannsins, gervi-
greindar-tölvur og -vélar, hafa hann-
að til þess að hafa ofan af fyrir úr-
eltu lffsformi. Mannskepnan er
nefnilega til einskis nýt á jörðinni
lengur nema til að framleiða raf-
magn fyrir vélarnar sem hafa ekki í
aðrar auðlindir að sækja vegna
skelfilegs ástands himins og jarðar.
1 þeim tilgangi er maðurinn klónað-
ur og ræktaður í milljarðatali og
viðhaldið i gervi-móðurlegi allan
sinn líftíma. En tO að hámarka
framleiðslu og auka endingu „raf-
hlaðnanna" þarf að veita mannin-
um huglæga fróun og blekkja hann
með því að gefa honum „lausan
tauminn" í sérhönnuðum sýndar-
veruleika sem líkir eftir venjulegu
borgarlífi á ofanverðri 20. öld.
Vélunum tU ama er óværan þó
enn til staðar; til er samfélag utan-
legsmanna sem komist hefur undan
og byggt sér borgina Síon á leynd-
um stað í iðrum jarðar (kviði Gaju).
Þama eru á ferðinni harðskeyttir
veruleikasinnar sem hafna sýndar-
verundinni og stunda skæruhemað
gegn alræði vélanna. Leiðtogi
þeirra er Morfeus en Neo er hvorki
meira né minna en Messías veru-
leikasinna: sá sem getur leitt bylt-
inguna fyrir nýrri veröld gegn ríkj-
andi vélöld.
Velkomin í eyðimörk
veruleikans
Fylkið (sem gæti jafnframt heitið
Fylgjan þar sem „matrix" þýöir
einnig móðurleg) vekur spumingar
um skynjun og upplifun okkar á
samtímanum en einnig um framtíð-
arhorfur mannsins. „Þú hefur lifaö
í draumi, Neo,“ segir Morfeus þegar
hann sýnir honum heiminn eins og
hann lítur út í raun og við blasa kol-
svartar rústir mengaðs og óbyggi-
legs heims þar sem vélveran ræður
ríkjum: „Velkominn í eyðimörk
veruleikans." Er nema von að sum-
ir vilji ekkert af þessari eyðimörk
vita og stöku frelsingjar séu tilbún-
ir, eins og Cypher í myndinni, að
svíkja sinn Frelsara til að komast
aftur í Fylkið/Fylgjuna og hvila ör-
uggur i gervileginu, á sýndarvera-
legu ímyndunarflugi í samlífrænu
sambandi við „móður“ sína, vélina?
Hugdettuna um eyðilegt ástand
veruleikans sækja þeir Wachowski-
bræður til franska menningarfræð-
ingsins Jeans Baudrillards sem hef-
ur haldið því fram að veruleikinn sé
okkur horfinn en í stað hans komn-
ar eftirlíkingar, raunverulegri sjálf-
um „raunveruleikanum" sem sé þar
með orðinn „ofurverulegur". Stað-
hæfing Baudrillards um „eyðimörk
veruleikans“ gerði hann frægan og
alræmdan í lok áttunda áratugar-
ins. (Um kenningar hans má lesa á
íslensku í nýútkominni Atviksbók
Reykjavíkur-akademiunnar og
Bjarts: Jean Baudrillard: Frá eftir-
líkingu til eyðimerkur.)
Framtíðartryllir brœðr-
anna Larrys og Andys
Wachowskis, Matrix,
vakti mikla athygli á
liðnu ári fyrir hvort
tveggja, tæknilega úr-
vinnslu og allnýstárlega
heimsmynd sem þar er
dregin upp. í eftirfarandi
hugleiðingu um
(ný)manninn í „eyði-
mörk veruleikans“ er
leitt að því getum að téð-
ar hugmyndir séu ef til
vill ekki jafn ólíkindaleg-
ar og í fyrstu kann að
virðast.
Þótt full ástæða sé til að taka
menningarrýni Baudrillards alvar-
lega er fráleitt að taka hana bókstaf-
lega: Staðhæfingar hans um ofur-
verulegt ástand raunverunnar verð-
ur að skoða sem líkingamál til þess
að „lýsa“ þeim fjölmiðlaða veru-
leika sem við búum við; þá undar-
legu veruleikafirrð sem við skynj-
um t.d. þegar við horfum upp á
hörmungar í beinni útsendingu
(hugsanlega okkar eigin), í raun-
tíma, í fullkomnu afskiptaleysi. í
vissum skilningi upplifum við ekki
dauðann (né lífið) lengur nema á
táknrænan hátt, og varla það.
Þótt bókstafleg útfærsla
Wachowski-bræðra sé fjarlæg hug-
myndum Baudrillards minnir hún á
þá tæknilegu möguleika sem eru
þegar fyrir hendi eða á næsta leiti,
til dæmis hvað varðar alls konar
sýndarverulega upplifun í tölvu-
geimi (cyberspace) eða sýndarrými.
Áður en langt um líður verður t.d.
án efa hægt aö „beintengjast" tölv-
unni og spóka sig um í sýndarver-
und - með fullri vitund.
Uppgangur gervigreindar
Varla era allir tilbúnir að sam-
þykkja að sú heimsmynd sem dreg-
in er upp í Fylkinu sé hugsanlegur
möguleiki. Að gervigreindar-vélar
eða tölvur taki völdin af manninum,
að tími hins viti boma manns líði
einfaldlega undir lok. Er þessi
gamli, meinti ótti mannsins við hið
ólífræna ekki orðinn dálítið klénn?
Er þetta ekki bara hálfhallærislegt
skáldskaparbull?
Ekki öldungis. Nýleg skrif ýmissa
vísindamanna og hugsuða benda til
annars. Kevin Warwick, prófessor í
stýrifræði (cybernetics) við háskól-
ann í Reading á Englandi, er einn
þeirra sem telja að stutt sé í að
gervigreindin, eða þróaðir tölvu-
heilar, skjóti mannsheilanum ref
fyrir rass. í bók sinni, í huga vélar-
innar (London: Arrow 1998), spáir
Warwick því að vélin muni taka
manninum fram að vitsmunum um
miðja öldina. Hún muni í framhald-
inu öðlast vitund og þá sé þess
skammt að bíða að hún taki af
manninum völdin. Hann leiðir að
því getum, ekki ólíkt Wachowski-
bræðrum, að vélarnar muni ala
manninn, erfðabættan og klónaðan
að sjálfsögðu, sem eins konar hús-
dýr til að sinna ýmsum verkum.
Visindamaðurinn Ray Kurzweil
þykist í bókinni Öld andlegra véla
(London: Penguin 1999) vita að þeg-
ar á fyrstu áratugum aldarinnar
verði munur milli manns og vélar
hverfandi, að gervigreindin öðlist
þegar fram í sækir mannlegar vidd-
ir, að sálin og silíkonflagan verði að
lokum eitt. Um samruna manns og
vélar hafa fjölmargir vísindamenn
tjáð sig og hugleiðingar um hugsan-
lega yfirtöku vélanna virðast settar
fram í fúlustu alvöru. Hrollvekjandi
staðleysuveröld Fylkisins er því
kannski ekki algerlega út í bláinn?
„Eins og í draumsýn bjargast Jer-
úsalem" (Jes. 29.7)
Öll von er samt ekki úti í Fylk-
inu. Öðru nær: Þótt það bijóti dálít-
ið í bága við svala ímynd kvik-
myndarinnar byggist andspyrnan
gegn alræði vélanna á (hjá)trúar-
legri von og hálfgerðu fagnaðarer-
indi. Myndin er gegnskotin kristn-
um og goðsögulegum vísunum. Neo
er beinlínis kallaður Kristur í
myndinni og andspymukónan sem
hann verður skotinn í ber nafn sem
vísar í heilaga þrenningu, Trinity.
Síon er ginnheilagt nafn á Jerúsal-
em.
Boðskapurinn er kannski helsti
annmarki Fylkisins. Hugmynda-
fræðilega jaðrar viö að hægt sé að
kenna myndina við „nýaldarsam-
krull“ sem (s)elur á æskudýrkun og
hjátrúnni á eilíft (æsku)líf. Fylkið
er hannað (hannandi) fyrir tölvu-
leikjakynslóð sem á alltaf „einn kall
eftir“ eða getur alltént byrjað nýjan
leik þegar meldingin „Game over“
blikkar á skjánum. Þess vegna þarf
Neo að rísa upp frá dauðum og öðl-
ast eilíft líf í sýndarverundinni sem
kölluð er Fylkið - aftur og aftur: að
minnsta kosti i The Matrix 2 og ef
til vill The Matrix 3.