Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2000, Page 19
LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000
19
DV
Helgarblað
Sviðsljós
Forfallinn
Pacers-
aðdáandi
David Letterman, spjallþátta-
kóngurinn frægi, hefur löngum þótt
sérlundaður. Letterman, sem er
annálaður stuðningsmaður körfu-
boltaliðsins Indiana Pacers, hefur i
áranna rás skemmt sjálfum sér á
kostnað New York-borgara með því
að lýsa þessari skoðun sinni opin-
berlega í sjónvarpi fyrir fullum sal
af áhorfendum frá New York. Eins
og flestir vita þó styðja íbúar New
York að sjálfsögðu Nicks-liðið eins
og góðum jorkara sæmir. Stundum,
þegar sá gállinn er á honum, tekur
hann sig jafnvel til og bunar út úr
sér heilu leikmannalistunum af
gömlum hetjum liðsins og öðrum
minni spámönnum öðrum til hrell-
ingar. Um daginn keyrði hins vegar
allt um þverbak þegar hann sendi
einn af aðstoðarmönnum sínum út í
búð í miðri útsendingu til að kaupa
34 treyjur, merktar liðinu. Aðstoð-
armaður Lettermans, sem sat fyrir
svörum að loknum þætti, sagðist
ekki vita betur en David ætti bunka
af slíkum treyjum heima fyrir og
skildi þar af leiðandi ekkert hvað
uppátækið átti að þýða.
Með lífvörð á
leikskólanum
Spjallþáttastjórinn Rosie
O’Donnell er á því að betra sé að
vera en vera ekki grár fyrir jám-
um þegar kemur að því að vemda
afkvæmi sín. O’Donnell hefur látið
í ljós þann eindregna vilja sinn að
fjögurra ára sonur hennar fái
vopnaðan lífvörð til að fylgja sér í
leikskólann næsta haust. Rosie
hefur í framhaldi af því sótt um
byssuleyfi. Þegar Rosie var innt
eftir þessu nefndi hún til sögunnar
fyrirtækið sem umræddur lífvörð-
ur starfar fyrir og sagði það hafa
ráðlagt sér að sækja um leyflð.
Hún hefur ekkert á móti þvi að
þaulvanur öryggisvörður gangi um
með byssu,“ sagði talsmaður
O’Donnell. „Hann verður ekki
vopnaður á meðan hann er á skóla-
lóðinni." Skólayfirvöld hafa orðið
við beiðni O’DonneU um að dreng-
urinn komi í skólann í fylgd líf-
varðar en Rosie hefur að undan-
fömu fengið nafnlausar hótanir
vegna stuðnings hennar við tak-
mörkun á byssueign Bandaríkja-
manna.
Slegist um
nasista
Sjálfsagt kannast lesendur eitt-
hvað við orðróm þess efnis að Jodie
Foster hafi hug á að leika Leni
Riefenstahl í samnefndri kvikmynd
um ævi þessarar konu sem varð al-
ræmd fyrir að starfa innan vébanda
nasista í síðari heimsstyijöldinni
sem áróðurskvikmyndagerðarmað-
iu Hitlers. „Hún er ótrúleg kona -
jafnskýr og faileg og hún hefur
alltaf verið og með ótrúlegan lík-
ama,“ segir Jodie um Leni sem er
97 ára gömul. Nýjustu fregnir
herma hins vegar að nú sé komið
babb í bátinn því þýskur kvik-
myndagerðarmaður hefur einnig
áhuga á að gera mynd um ævi
Riefenstahl og hann er ekki á því að
láta Foster komast upp með neitt
annað. Hefur hann að eigin sögn
samþykki Leni fyrir hugmyndinni
og hefur hann falast eftir Oliver
Stone til að leikstýra myndinni og
Sharon Stone til að fara með aðal-
hlutverkið.
Með tölvuvæðingu og nettengingu fyrirtækja, stofnana og heimila
hefur skapast ný heimsmynd þar sem fjarlægðir skipta ekki lengur
máli. Þessi nýja heimsmynd kallar á nýjan Atlas. ACO kynnir sérstaka
útgáfu af iBook, iBook Grafít með kröftugum 366 MHz G3 örgjörva,
64 Mb vinnsluminni og 6 Gb hörðum diski. Innbyggt geisladrif og 56k
mótald og þú líður um Netið án nokkurrar fyrirhafnar.
iBook Grafít sameinar kraftmikla vél og hönnun í hæsta gæðaflokki.
184.900 kr. stgr.
sco
Skipholti 21 • Sími 530 1800 • Fax 530 1801 • www.appie.is
!
J