Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2000, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2000, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000 r>v Helgarblað Saga úr Selsferð MR-inga 1965: Múgæsing, tauga- áföll og reiði - gabbið sem fór úr böndunum rifjað upp Selið í Ölfusi, félagshús Menntaskólans í Reykjavík, má muna sinn fifil fegri en er þó enn viröuleg bygging síns tíma og úr fjarlœgð virðist húsið ekki hafa breystfrá því að það var reist. í bók Heimis Þorleifs- sonar, „Saga Reykjavíkur- skóla“, III. bindi, er fjallað lítillega um tildrög bygg- ingarinnar. Þar segir m.a.: „Það var 21. september 1936 sem Steinþór Sigurðsson kennari fór með tíu nem- endur úr 6. bekk B austur að Reykjakoti til þess að grafa fyrir grunni selsins nýja. Allt haustið var að minnsta kosti einn bekkur í senn fyrir austan við vinnu. “ Alla tíð síðan hefur einn liður í íelagsstarfi nemenda M.R. verið að fara í bekkjarferð í Selið. Hjá a.m.k. eldri nemendum M.R. tengjast minningar um skólaár- in selsferðum og vitað er um þó nokkra sem hafa kynnst þar og ekki slitið samvistir síðan. Víst er að ef veggir hefðu eyru og mál gæti margur selsveggurinn sagt fróðlegar en misskemmtilegar sögur af atburðum sem átt hafa sér stað inn- an þeirra. Nemendur kynntust, skemmtu sér, sungu, rifust, upplifðu fyrstu ástina eða „hættu saman“. Kvöldið sem aldrei gleymist Eftirminnilegasti atburður, sem gerst hefur í Selinu, er þó án efa selsferð fjórðu bekkinga árið 1965. Fullyrða má að engum viðstöddum mun nokkum tíma líða þetta kvöld úr minni. Á sínum tíma var fjallaö um atburðinn í fjölmiðlum í fram- haldi af kvörtunum og jafnvel kær- um foreldra þeirra nemenda sem voru á staðnum. Hér verður at- burðarásin lauslega rifjuð upp, ann- ars vegar byggð á reynslu undirrit- aðrar, sem var í þessum hópi, en hins vegar á smáviðtölum við aðra þáverandi 4. bekkjar nemendur í M.R. Venja var að fulltrúar nemenda í bekkjarráði stæðu fyrir kvöldvöku og svo var einnig að þessu sinni. Dagskrá þessarar kvöldvöku skar sig þó úr svo um munar. Aðdrag- andi að þessu „gríni“, sem síðar varð að mikiUi aivöra, var að bekkj- arráð samþykkti að byggja dag- skrána á kvöldvöku sem Ragnar Amalds ásamt fleiri þáverandi nem- endum hafði staðið fyrir í Selinu tíu árum áður. Hér var um að ræða leikna útsendingu á segulbands- spólu sem tengd var i útvarp Sels- ins. Bekkjarráð árið 1965 fékk nokkra kunna þuli rikisútvarpsins í lið með sér ásamt eftirhermunni Karli Guðmundssyni til þess að lesa eftir handriti „fréttir“ kvöldsins inn á segulbandsspólu. Spólan var síðan tengd í útvarpið í Selinu og útsend- ingu stjómað úr eldhúsinu þar sem forsprakkamir í bekkjarráði héldu sig mestallt kvöldið. Hugmyndin var að aðrir nemendur fengju smá- skrekk og síðan yrði hlegið að öllu saman. Sel Menntaskólans í Reykjavík skammt frá Reykjakotl í Ölfusi. Hingaö hafa nemendur MR sótt skemmtun og hvíld allt fré érinu 1936. Hér geröust eftirminnilegir atburöir 1965 þegargabb nokkurra nemenda fór hastarlega úr böndunum. Húsiö er nú í niöurníöslu og Selferöir nær aflagöar. „Dóttir mín var þá mjög ung og í pössun í Reykjavík og hrædslan vegna hennar var jafn yfirgengileg og reiðin sem ég upplifði þegar upp komst að þetta vœri gabb. Eftir á fannst mér að kennarar hefðu átt að stöðva þetta löngu fyrr. “ Á meðal bekkjarráðsmanna var Stefán Pálsson hrl. og sagði hann að gífurleg spenna hefði verið hjá þeim inni í eldhúsinu því að „fréttimar“ hefðu orðið að hefjast á mínútunni klukkan 7 um kvöldið, um leið og reglulegar fréttir hefðust í útvarpi. Þetta tókst og „fréttir“ hófust beint í framhaldi af hljómi útvarpsklukk- unnar sem sló sín sjö högg. Þá voru nemendur á víð og dreif um húsið en margir niðri í salnum. Sprengjurnar falla Augnabliki síðar sló þögn á hóp- inn sem sat á gólfinu við útvarpið og þeir sem uppi voru kallaðir nið- ur í sal að útvarpinu. Útsendingin var síðan hækkuð þannig að grafal- varleg rödd eins af þulum útvarps- ins heyrðist brátt um allt hús. Lesin var upp sú tilkynning að kjamorku- styrjöld væri að skella á og að Rúss- ar væru í þann mund að hefja sprengjuárás á Keflavikurflugvöll og nágrenni með kjarnorkusprengj- um. Fólk á suðvesturhorni landsins var beðið að fylgjast með tilkynn- ingum í útvarpinu o.s.frv. Auk upp- lesturs þjóðkunnra þula var bætt inn í tilkynning- um ávörpum frá þekktum stjóm- málamönnum (rödd Karls Guð- mundssonar) þar sem fólk var m.a. beðiö að sýna still- ingu og m.a. var fólki síðar ráðlagt að hefia brottflutn- ing hiö fyrsta. Þetta var sannar- lega mjög ítarleg og trúverðug frá- sögn og í dúr þeirra tíma fréttaflutn- ings af vofveiflegum atburðum. Fyrst í stað mátti sjá vantrúar- svip á mörgum viðstaddra og ein- hverjir fóru fram i eldhússdymar og spurðu bekkjarráðsmenn hvort þetta væri plat. Mikil leynd rikti í eldhúsinu og enginn óviðkomandi fékk að fara inn. Auðvitað var því harðneitað að þetta væri gabb. Út- sendingin var svo raunveruleg að ekki leið á löngu þar til mikill ótti fór að grípa um sig. Eftir því sem fleiri fregnir bárust greip um sig ofsahræðsla meðal margra nem- enda. Sumir flúðu út, margir hlupu upp á efri hæö og upp í koju og margir nemendur fengu bókstaflega slæmt taugaáfall. Fannst þetta fyndln og snlðug hugmynd Sigurður Amalds verkfræðingur var einn af bekkjarráðsmönnum. Hann sagði í samtali við DV að hann myndi atburðarásina eins og hún hefði gerst í gær. Þau i ráðinu hefðu lítt orðið vör við viðbrögð hópsins framan af þar sem þau voru önnum kafin við stjóm útsendingar inni í eldhúsi. „Grunnhugmyndin hjá okkur var sú sama og Ragnar bróðir og félagar höfðu staðið fyrir 10 árum áður, nema við færðum þetta í nútímalegri búning og tók- um mið af stjómmálum þessa tíma. Hugmynd Ragnars og félaga var að sumu leyti pólitísk, komin til vegna umræðu um hugsanlega geymslu kjarnorkuvopna á Keflavíkurflug- velli. Við reyndum að gera þetta raunverulegra og enn meira krassandi meö því að bæta inn alls kyns „trixum", eins og að koma meö inn í fréttimar ýmsar tilkynn- ingar, t.d. að Rússar hefðu þá þegar varpað fyrstu sprengjum einhvers staðar úti í heimi. Svo var sagt að farið væri að rýma Keflavík og síð- an Reykjavík og nágrenni. Til að auka enn meira á spenn- una var sagt að árásinni, sem átti að hefjast kl. 9 um kvöldið, hefði verið flýtt til kl. 8 en þá vantaði klukkuna aðeins 5 mínútur í. Okkur fannst þetta fyndin og sniðug hug- mynd en eftir á komumst viö að hinu gagnstæða og vorum aldeilis tekin á teppið hjá rektor," sagði Sig- urður. „Þetta varð að gífurlegri múgsefj- un sem við, sem fyrir þessu stóðum, gerðum okkur enga grein fyrir. Við Glatt á hjalla í Sell á miöjum sjöunda áratugnum. Tískan endurspeglast vel í klæönaöi og hértísku þessa tíma. Menn brostu ekki svona breitt þegar þeir trúöu því aö kjarnorkuérés væri aö hefjast é Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.