Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2000, Side 32
32
Helgarblað
LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000
J>V
Harmoníkan nýtur vaxandi vinsælda meðal yngra fólks:
Upp úr
öldudalnum
tónlistin sé því komin upp úr öldu-
dalnum eftir að áhugi á henni hafði
lverið lítill síðan á bítlatímanum
þegar rafmagnsgítarar og rokk voru
það sem öllu máli skipti.
Matthíasi Kormákssyni, 19 ára
gömlum nemanda í Menntaskólan-
um í Reykjavík, hefur verið lýst
sem björtustu voninni í íslenskum
harmoníkuleik. Þótt Matthías sé
imgur að árum hefur hann spilað á
harmoníku í 8 ár. -KGP
Bragi Hlíðberg
Braga þarf ekki aö kynna fyrir iands-
mönnum. Hann hefur getiö sér gott
orð fyrir túlkun og flutning á klass-
ískri harmoníkutónlist.
Harmoníkan hefur notið stigvax-
andi vinsælda sem hljóðfæri hér á
landi undanfarin ár. Þar ræður
einna mestu um að yngra fólk er í
vaxandi mæli að að taka ástfóstri
við nikkuna og nú er svo komið að
margir af færustu og efnilegustu
harmoníkuspilurum landsins eru í
yngri kantinum. Nöfn eins og Karl
Jónatansson, Bragi Hlíðberg, Reyn-
ir Jónasson o.fl. halda vissulega
merkjum tónlistarinnar á lofti og
munu gera áfram. Þó er merkilegt
til þess að hugsa að ekki eru svo
ýkja mörg ár síðan ungliðastarf
meðal harmoníkuspilara lá svo að
segja niðri.
Hafa margir á orði að harmoníku-
Karl Jónatansson
Karl hefur um árabil veriö ötull kennari og boöberi harmoníkutónlistar á
íslandi. Hann hefur bæöi kennt Matthíasi Kormákssyni og Ásu Margréti
Eiríksdóttur.
Ungur harmoníkusnillingur:
Bjartasta
vonin á
S
Islandi
„Ég hafði alltaf mikinn áhuga á
harmoníkutónlist alveg frá því ég
var lítill drengur," segir Matthias
aðspurður um hvaðan áhuginn á
jafn óvenjulegu en um leið hefð-
bundnu hljóðfæri hafi komið.
„Frændi minn spilaði á harm-
oníku og ég hafði alltaf gaman af að
hlusta á hann þegar ég fór í sveit-
ina,“ segir Matthías jafnframt sem
fékk fyrstu harmoníkuna 11 ára
gamall.
Matthías lærði fyrst i stað hjá
Viðari Hörgdal en flutti sig fljótlega
yfir til Karls Jónatanssonar þar sem
hann lærði á harmoníku allt þar til
fyrir þremur árum að Matthías fór í
einkakennslu hjá flnnskum harm-
oníkusnillingi, Tatu, sem þykir einn
sá færasti f heiminum. Hjá Tatu
lærði Matthías í eitt ár.
Keppti í Finnlandi
I nóvember í fyrra dró svo til tið-
inda þegar Matthíasi bauðst að taka
þátt í alþjóðlegri keppni harm-
oníkuleikara þar sem hann stóð sig
með prýði þótt ekki hafi hann unn-
ið til verðlauna. Keppnin fólst í því
að leika verk Pietros Frossini en
það munu vera margslungin verk
og ekki á færi hvers sem er að túlka
þau og spila svo sómi sé að. Matthí-
asi tókst það hins vegar með ágæt-
um og ber að geta þess að meðal
keppnislanda voru Finnland og
Rússland en í þessum löndum hefur
mikil rækt verið lögð við harm-
oníkutónlistina og þar eru meira að
segja sérstakir tónlistarskólar og
akademíur sem sérhæfa sig í harm-
oníkutónlist og því augljóst að bak-
grunnur keppenda var ekki sá sami.
Og hvað er svo fram undan hjá
þessum unga harmoníkusnillingi?
„Það er svo sem aldrei að vita
hvað ég geri. Ef mér býðst að fara
erlendis í tónlistarnám gæti ég svo
sem vel hugsað mér það þó að ég
viti náttúrlega að það er ekki mikið
að gera á íslandi fyrir harmoníku-
leikara og óvíst hvort ég gæti haft
atvinnu af því hér heima,“ segir
Matthías sem vill einbeita sér að að
klassískri harmoníkutónlist.
-KGP
Matthíasi Kormákssyni hefur veriö lýst sem björtustu voninni í íslenskri
harmoníkutónlist. Aóspuröur segist Matthías vel geta hugsaö sér aö leggja
land undir fót og læra harmoníkutónlist erlendis.
Ása Margrét ásamt systur sinni Hrafnhildi Heklu. Ingunni Erlu, vantar á myndina.
Harmoníkan er fjölskylduhljóðfæri:
Þrjár systur
um nikkuna
- móðir þeirra einnig komin með bakteríuna
Til marks um það hve harm-
oníkan hefur sótt á má nefna sem
dæmi þrjár systur úr Reykjavík og
móður þeirra sem ailar spila á
harmoníkur. Þær Ása Margrét
(18), Ingunn Erla (16) og Hrafnhild-
ur Hekla (12) spila allar á harm-
oníku og hafa gert um árabil.
„Þetta byrjaði allt á því að ég og
Inga fengum harmoníku saman í
jólagjöf fyrir svona fimm árum,“
segir Ása Margrét, harmoníkuspil-
ari og nemandi í 5. bekk Mennta-
skólans í Reykjavík.
Ása Margrét segir þær systur
hafa æft á yngri árum en nú sé
minna æft og meira spilað opin-
berlega. Hrafnhildur Hekla fylgdi
svo fordæmi systra sinna og nú er
móðir þeirra, Ragnheiður Guð-
mundsóttir, einnig farin að spila á
nikkuna.
Ása Margrét tekur alls ekki und-
ir þá skoðun að harmoníkan sé
erfltt hljóðfæri en þess ber þó að
geta að systurnar þrjár spila allar
á píanó og það gerir Ása Margrét
reyndar enn.
„Hrafnhildur Hekla æfir mest á
harmoníkuna af okkur þremur en
fyrir mig skipti píanóið mestu -
harmoníkan er bara svona með.
Ég gríp í hljóðfærið við sérstök
tækifæri ásamt kennara mínum,
Karli Jónatanssyni - mestmegnis
á jólaböllum og í Árbæjarsafni,"
segir Asa sem um tíma spilaði
einnig á böllum í Glæsibæ en
Glæsibær er eins konar Mekka
fyrir unnendur góðrar harmoníku-
tónlistar.
En er ekki erfitt að spila á harm-
oníku, sérstaklega þar sem hún er
svo þung?
„Nei, ég get nú ekki sagt það.
Þær eru náttúrlega léttari fyrir
böm, í kringum 10 kíló, og svo
þyngjast þær og eru stærstar og
þyngstar í karlaflokki," segir Ása
Margrét sem hefur fullan hug á að
leggja rækt við nikkuna, þótt ekki
sé nema til að halda kunnáttunni
við. -KGP