Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2000, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2000, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000 59 I>V Helgarblað Tvö vinsælustu afþreyingarmeðul landans eru náskyld: Bolti eða bíó - breytir það nokkru? Knattspyrna og kvik- myndir eru eflaust vinsœl- ustu afþreyingarmeðul landans. Þau virðast ekki eiga mikið sameiginlegt við fyrstu sýn. Annað er iþrótt þar sem tvö ellefu manna lið keppast vió að koma knetti í mark and- stœöingsins en hitt er list- form þar sem dramatísk frásögn er jafnan í for- grunni. Skyldleikarnir leynast þó víða. Rætur í verkalýönum Bæði knattspyman og kvik- myndalistin komu til sögunnar stuttu fyrir aldamótin 1900 og urðu á fyrstu áratugum aldarinnar af- skaplega vinsæl meðal lægri stétta samfélagsins en ekki borgaranna líkt og í dag. í Bandarikjunum hataðist millistéttin við kvikmyndir sem hún taldi að spillti siðferði þjóðarinnar. Verkalýðurinn, sem hafði ekki efni eða áhuga á list þeirra ríku, tók aftur á móti kvik- myndalistinni opnum örmum. Svip- að var upp á teningunum i Bret- landi þar sem aðallinn fyrirleit fót- boltakappleiki þar sem múgurinn safnaðist saman, drakk bjór, öskr- aði og lét öllum illum látum. Þetta var dýrslegt - ósiðlegt. Það er ekki fyrr en komið er fram á miðja öldina að kvikmyndin verð- ur borgaraleg afþreying í Bandaríkj- unum og menn hætta að stimpla hana sem ómerkilega og ósiðlega. Slíkar ásakanir skjóta þó upp kollinum annað slagið í máli lista- snobbara og forræðishyggjupóli- tíkusa. Sambærileg þróun hefur átt sér stað undanfama áratugi í bolt- anum í Evrópu þar sem millistéttin er að útrýma verkalýðnum úr stúk- unum. Hann hefur einfaldlega ekki lengur efni á því að sækja rándýra kappleikina. Það er liðin tíð að menn standi þétt við hlið hver ann- ars, nú sitja menn i hægindum líkt og í kvikmyndasal. Dramatískur leikur Og hvað á sér svo stað á vellin- um. Spennan er fólgin í því að tvö lið berjast um sigurinn og beita í því skyni ýmsum brögðum. Jafnan heldur svo áhorfandinn með öðru Knattspyrna á sér furðu líka sögu og kvikmyndalistln Ræturnar liggja í verkalýönum en borgarastéttin hefur eignaö sér hana. Þá veröur æ erfiðara aö greina á milli stjarnanna í Hollywood og á Wembley. Stjömur urðu snemma áberandi í Hollywood. Þœr heill- uðu almenning og óðu í peningum fyrir vik- ið. Annað var upp á teningunum í boltan- um. Stjömur þekktust að vísu en launa- greiðslur voru af skomum skammti. Þetta voru íþrótta- menn - andans menn en ekki peninga. Það er löngu breytt. hvoru liðinu og hvetur það áfram. í bíómyndum eru líka tvö lið að kepp- ast um sigur. Oftar en ekki höldum við með hetjunum gegn ilimennun- um. Rétt er að hafa í huga að þessi formúla á ekki bara við spennu- myndir - dramatík gengur fyrir því að barist sé um eitthvað, hvort sem það er ást, peningar, frelsi eða bik- ar. Og þessi barátta tekur jafnlang- an tíma hvort sem farið er í bíó eða á völlinn. Hin gullna tímalengd kvikmynda er 90 mínútur rétt eins og í knattspyrnuleikjum. Auðvitað þekkjast lengri myndir en það er líka stundum framlengt í fótbolta og jafnvel gripið til vítaspymukeppni. Við Islendingar höfum svo hlé á bíó- myndum svo þetta sé nú örugglega alveg eins og á kappleikjum. Gaman væri að vita hvort þessi (ó)siður á rætrn- sinar að rekja í boltann. Stjörnur í fyrirrúml Kvikmyndastjömur urðu snemma áberandi í Hollywood. Þær heilluöu almenning og óðu í pening- um fyrir vikiö. Annað var upp á teningunum í boltanum. Stjömur þekktust að vísu en launagreiðslur voru af skomum skammti. Þetta voru íþróttamenn - andans menn en ekki peninga. Það er löngu breytt. Fótboltamenn eru stórstjöm- ur i dag. Þeir prýða veggi aðdáenda sinna rétt eins og kvikmyndastjörn- ur. Þeir fá fúlgur fjár fyrir að sparka tuðrunni, auglýsa hvers lags vörumerki og nú siðast fyrir kvik- myndaleik. Eric Cantona og Vinnie Jones eru meðal þeirra knatt- spymumanna sem fara mikinn á hvíta tjaldinu. Þetta er þó miklu al- gengara vestra þar sem íþrótta- stjömur leika í hverri myndinni á fætur annarri. Það er því ekki nóg með að íþróttirnar séu komnar með sambærilegt stjörnukerfi og bíó- myndimar heldur eru þau farin að renna saman. Fótbolti er bíó, bíó er fótbolti. En hvemig stendur á því að menn hafa aldrei getað gert al- mennilega knattspyrnumynd?w- BÆN Viö erum fagfólk meö 14 ára reynslu í sölu á unaðsvörum ástarlífsins * Opib mán.-fös.10-18 laug.10-16 ftTS Fékafeni 9 • S. 553 1300 á Islandi Snyrtilegar og vel hannaðar hátæknivélar frá Austurríki. w Komið og skoðið sýningarvél á staðnum. Stærðir 1,5-11 tonn. BATEK fr ÍSIANB Smiðjuvegur 50 • S. 520 3100 ^ústadae/^ Fjórhjól og jeppar, 12 volt. Amerísk leiktæki, sambyggð. Gott verð Sól- og öryggisfilmur á glerið, 300% sterkara Brunastigar, fyrir lífið, kr. 4.800 Gas-viðvörunartæki, kr. 5.800 Innbrotsfælitæki, kr. 2.800 Vatnsþrýstibyssa m/sápuhólfi, kr. 2.800 Dalbrekku 22, sími S44 5770. TÖLVUVIÐGERÐARNÁM Vegna forfalla eru örfá sæti laus á ná sem hefst 5 júní n.k. Námið er samtals 180 kennslustundim < kennt er Qórum sinnum í viku. Nám fýrir þá sem vilja starfa við viðgerðir. HELGAR VIÐGERÐARNÁM Fyrir þá sem vilja bjarga sér sjálfir. Laust er á námið 10-11 júní n.k. nt er helstu atriði í sambandi við viðgeri eins og uppsetningar, bilunarleit ogfl. Námið er samtals 18 kennslustundir ATH! aðeins 10 manns í hóp. Colln Flrth í Fever Pltch Kvikmyndageröarmönnum hefur gengiö illa aö flytja andrúmsloft fótboltakappleikja yfír á hvíta tjaldiö. Fever Pitch er meö skárri tilraunum til þess. Engihjalli 8, 200 kóp. S- 554 7750 milli 9-13 virka daga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.