Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2000, Side 52

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2000, Side 52
Helgarblað LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000_ DV Frá Kastrupflugvelli í Kaupmannahöfn Hann var valinn besti alþjóöaflugvöll- urinn í könnun Alþjóölegu flugferöa- samtakanna. Kastrup * besti flug- völlurinn - að mati ferðamanna Alþjóðlegu flugferðasamtökin (IATA) gerðu í fyrra könnun á flug- stöðvum víða um heim. Lagðar voru spumingar fyrir farþega sem vörðuðu þætti á borð við aðstöðu á flugvöllun- um, biðtíma eftir innritun, þjónustu og viðmót starfsfólks flugfélaganna. Einnig var spurt um þá þjónustu sem aðrir aðilar veita á flugstöðvunum svo sem veitingastaðir, bílaleigur og al- menningssamgöngufyrirtæki. Alls voru lagðar spumingar fyrir ferða- »-«nenn á 57 stórum flugstöðvum á aust- urströnd Asíu, Evrópu og Norður-Am- eríku og kom Kastrup-flugvöllur í Kaupmannahöfn best út þegar á heild- ina er litið. í öðm sæti lenti Changi- flugstöðin í Singapúr og í því þriðja Vantaa-flugstöðin í Helsinki. Athygli vekur að aðeins ein bandarísk flugstöð er hópi þeirra tíu efstu og að þegar spurt var um samgöngur milli flug- stöðva og miðborga vom fjórar flug- stöðvar af flmm efstu í Evrópu. m Dýrara að ferð- ast um Nepal - stjómvöld hækka álögur á ferðamenn Stjómvöld í Nepal taka nú tvisvar sinnum hærri gjöld af er- lendum ferða- mönnum sem leggja leið sína um vemdarsvæð- in Annapuma og Manaslu í vestur- hluta iandsins. Innfæddir þurfa j^em áður ekkert að borga fyrir að ferðast um téð svæði. Að sögn yf- irvalda er gripið til þessara ráðstafana í því skyni að afla fjár fyrir vemdun svæðanna og uppbyggingarstarf. Aðilar innan ferða- þjónustunnar telja að hún muni líða fýrir hækkanimar, einkum hafa þeir sem standa að fjailaferðum lýst yfir áhyggjum enda er landið afar vinsælt meðal fjallgöngumanna hvaðanæva úr heiminum. Þýsku járabraut- iraar kynna nýja lest - nær allt að 300 km hraða í næstu viku taka Þýsku jámbraut- imar í notkun nýja gerð af lest sem er sú nútímalegasta og hraðskreiðasta sem þær hafa yflr að ráða en gripurinn getur náð allt að 300 km hraða á klukkustund. Sá galli íylgir þó gjöf Njarðar að til þess að ná fúllum hraða verður lestin að vera á sérstökum sporum en þau verða ekki tilbúin fyrr en árið 2002. Mount Everest Nú verður örlítlð dýrara fyrir menn að prila upp á Everest eða önnur fjöll í Nepal. 'yí£ Býrðu í Kaupmannahöfn? Ertu á leiðinni ??? ^www.islendingafelagid.dk Wm Borgarf jöröur eystri býr sig undir ferðamannasumar: Veðurspáin gæti ekki verið betri - segir Helgi Arnfinnsson, framkvæmdastjóri Álfasteins Ferðaþjónusta og fjöldi ferða- manna til Borgarfjarðar eystri eykst ár frá ári og standa vonir heimamanna til þess að straumur- inn muni enn aukast í sumar. Landslag í Borgarfirði þykir með afbrigðum fagurt og gönguleiðirn- ar margar og fjölbreyttar í ná- grenninu. íbúar Borgarfjarðar eru tæplega tvö hundruð en ekki er óalgengt að ferðamenn á svæðinu séu mun fleiri þegar best lætur yfir sumartímann. Mikil áhersla er lögð á að bjóða fólki upp á gönguferðir og að sögn Skúla Sveinssonar, sem rekur gistiheim- ilið Borg, geta ferðamenn fengið góða ráðgjöf um gönguleiðir og einnig eru trússferðir í boði. „Hér er gríðarmargt að skoða og nægir að nefna staði eins og Hvannagil í Njarðvík, Álfaborg, smábátahöfn- ina við Hafnarhólma, kirkjuna með altaristöflu Kjarvals og margt fleira. Þá hefur verið reist fyrsta fuglaskoðunarhús landsins hérna við frystihúsið og í fjörunni þar fyrir neðan má gjama sjá margar fuglategundir," segir Skúli. Sextán stikaðar leiðir íslenskir gönguhópar hófu fyrst að heimsækja Borgarijörð í ein- hverjum mæli árið 1990 og síðan hefur fjöldi göngumanna aukist ár frá ári. Ferðamannahópur Borgar- fjarðar hefur síðustu fjögur árin unnið skipulega að því að merkja gönguleiðir og gefa út gönguleiða- kort fyrir þá sem eru ókunnugir svæðinu. Nú eru alls sextán gönguleiðir stikaðar og í vikunni var ferðamannahópurinn í sam- starfi við Vegagerðina að koma fyrir nýjum merkingum við upp- haf hverrar leiöar; þannig að göngufólk ætti ekki að vera í vafa um að það sé á réttri leið. „Sumarið í fyrra var gott en við viljum gera enn betur í sumar. Það er okkur gleðiefni að nýr skáli verður vígður í Húsavík 22. júlí næstkomandi en hann breytir Náttúrufegurð eins og hún gerist best Dyrfjöllin í fjarska og þorpiö Bakkageröi þar sem feröamenn fá notiö ýmiss konar þjónustu og afþreyingar. ■ Ferðaþjónusta í Borgarfirði Skúli Sveinsson hefur rekið gistiheimiliö Borg frá árinu 1996 auk þess aö vera leiðsögumaður fyrir hreindýraskyttur og veita ráögjöf um gönguleiöir á svæöinu. miklu fyrir þá sem ganga frá Loð- mundarfirði til Breiðuvíkur. Við stefnum líka að því að endurbæta enn frekar merkingar á gönguleið- unum og erum hvergi hætt þótt sextán mismunandi leiðir hafi ver- ið stikaðar," segir Helgi Arnfinns- son, framkvæmdastjóri Álfasteins. Hann segir jafnframt að dagskrá sumarsins verði fjölbreytt og vel verði tekið á móti ferðafólki. Um verslunarmannahelgina verður hinn árlegi Álfaborgarsjens sem undanfarin ár hefur laðað hund- ruð manna að. „Við erum bjartsýn í upphafi sumars enda getum við ekki annað eins og veðurspáin er. Gamla veðurfólkið á Dalvík hefur nefnilega spáð frábæru veðri hér og jafnvel er talað um veðurmet einhvem tima í sumar - og þá ekki hvassviðri," segir Helgi. -aþ Sádi-Arabía opnuð ferða- mönnum - veröa að fylgja vissum reglum Stjómvöld í Sádi-Arabíu hafa ákveðið að opna landið meira fyr- ir erlendum ferðamönum en það hefur hingað til verið að miklu leyti lokað Vesturlandabúum og öðrum sem ekki aðhyllast ís- lamska trú. Fyrr á árinu voru samþykkt drög að lögum sem miða að þvi að veita ferðamönn- um vegabréfsáritanir og nú þegar hafa borist margar fyrirspumir hvaðanæva úr heiminum. Þeir sem vilja ferðast til landsins verða þó að hlíta vissum reglum, til dæmis er öll meðferð áfengis bönnuð, ógiftu fólki er haldið að- skildu og konum gert að ganga með slæðu. Einnig fara stjómvöld fram á að fólk ferðist um landið i hópum á vegum sádi-arabískra ferðaskrifstofa en sé ekki að þvæl- ast þar á eigin spýtur. Þeir staðir sem einkum er talið að muni draga til sín ferðamenn eru Asirhérað í suðausturhluta landsins, Taif i vesturhlutanum og Yanbu við Rauðahafið. Einnig búast menn við því að pílagríma- staðir verði vinsælir meðal ferða- manna þó að borgimar heilögu, Mekka og Medína, verði enn sem áður lokaðar þeim sem ekki em múslímar. Gestakortið get- ur borgað sig - veitir aðgang að 19 stöðum auk SVR Gestakortið Veitir aögang aö 11 söfnum, sjö sundlaug- um, Fjölskyldu- og húsdýragaröinum og i vagna SVR. Gestakort Reykjavíkur hefur verið geflð út nýrri útgáfu i tilefni þess að Reykjavík er menningar- borg Evrópu í ár. Kortið veitir aðgang að ellefu söfh- um, öllum sjö sundlaugum borgarinnar, Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugar- dal og einnig sem farmiði í Strætisvagna Reykjavíkur. Að sögn Vilborgar Guðnadóttur, forstöðu- manns Upplýsingamið- stöðvar ferðamála, getur Reykjavík nú státað af mjög hlið- stæðu korti og er á boðstólum í mörgum höfuðborga Evrópu. „Tilgangur gestakortsins er að gefa sem flestum aðgang að fjöl- breyttri þjónustu og menningar- starfsemi á hagstæðu verði. Gesta- kortið er ætlað öllum, innlendum og erlendum ferðamönnum og ekki síst Reykvíkingum sjálfum. Það er ekki erfitt að reikna út að gestakortið getur margborgað sig fyrir fólk sem vill njóta afþreyingar og menningar á einum degi í horginni. Eftir heim- sókn á SEifn, í sundlaug og tvær ferð- ir í strætó er kortið búið að borga sig og þá er nóg eftir sem hægt er að gera,“ segir Vilborg. Gestakortið fæst í Upplýsinga- miðstöð Reykjavíkur við Banka- stræti og því fylgir einnig handbók. Gestakort í einn sólarhring kostar 900 krónur, 1200 í tvo sólarhringa og 1500 í þrjá sólarhringa. -aþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.