Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2000, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000 Fréttir I>V Óljóst hvort Arafat ræður uppreisninni Eitt er vist. Yassers Arafats biður erfltt verk að reyna að sannfæra ianda sína um ágæti samkomulags- ins sem gert var á leiðtogafundinum í strandbænum Sharm el-Sheikh í Egyptalandi á þriðjudag. Samkomu- lags sem kveður á um að leiðtogar bæði Palestínumanna og ísraels bindi enda á átökin sem hafa kostað rúmlega eitt hundrað manns lífíð undanfarnar þrjár vikur. „Þeir tóku ekki á raunverulegum ástæðum uppreisnarinnar. Við ætl- um að halda áfram,“ sagði Marwan Barghouti, einn leiðtoga Fatah, póli- tískrar hreyfingar Arafats, og framámaður í uppreisn síðustu vikna. Gerðu gys að Clinton Palestinumenn úr öllum áttum, þar á meðal ýmsir dyggir stuðnings- menn Arafats, gerðu gys að yfirlýs- ingu Bills Clintons Bandaríkjafor- seta við lok leiðtogarfundarins á þriðjudag. Allir voru á einu máli um að ekkert myndi breytast og að uppreisnin gegn hernámi ísraela á mestöllum Vesturbakkanum og hluta Gazastrandar myndi halda áfram. Margir töldu jafnvel að mót- mælaaðgerðirnar myndu færast í aukana og þeir voru einnig nokkrir sem sögðu að hryðjuverkaárásir á ísrael væru yfirvofandi. Samkomulagið, sem gert var í Sharm el-Sheikh og var hvorki inn- siglað með handabandi né undir- skriftum, gerir því skóna að Arafat ráði því hvort óeirðimar haldi áfram eða leggist af. Innan stjómar Clintons eru menn ekki á einu máli um hvort Arafat hafi þá stjóm á uppreisnarmönnum sem sumir vilja vera láta. Getur gert meira „Hann stjórnar ekki öllu en ég tel að hann geti gert meira,“ sagði Sandy Berger, þjóðaröryggisráðgjafi Clintons, í Washington áður en hann hélt á leiötogafundinn í Eg- yptalandi. ísraelskir embættismenn og hlut- lausir stjórnarerindrekar segja að allsendis sé óljóst hvort Arafat geti eða hreinlega vilji binda enda á götuóeirðirnar fyrir leiðtogafund arabaríkja, sem hefst i Kaíró í dag, laugardag. Boðað var til fundarins til að sýna Palestínumönnum sam- stöðu og stuðning. Þótt samskipti Arafats við ýmsa leiðtoga arabaríkja hafi verið stirð á undan- fórnum árum, þykir ijóst að hinn 71 árs baráttujaxl verður stjarna leið- togafundarins. Róttæk öfl úr hvorum tveggja herbúðum, sem andvíg eru öllum sáttum milli ísraela og Palestínu- manna, kunna einnig að reyna að grípa til einhverra ofbeldisaðgerða sem gætu komið friðarferlinu í enn meira uppnám. Ræður yfir löggunni Yasser Arafat er ekki aðeins for- seti heimastjórnar Palestínumanna, heldur gegnir hann jafnframt emb- ætti innanríkisráðherra. Sem slíkur er hann yfirmaður allra öryggis- sveita Palestínumanna. Þrír menn fara með daglega stjórn helstu vopnuðu sveitanna, allir dyggir stuðningsmenn Arafats, þótt þeir séu af annarri kynslóð. Mohammad Dahlan leiðir öryggis- sveitirnar á Gaza, Jabril Rajoub fer fyrir sveitunum á Vesturbakkanum og áðurnefndur Marwan Barghouti stjórnar vopnuðum sveitum Fatah. Þeir hlýða allir skipunum Arafats og að sögn sérfræðinga eru þeir þess megnugir að hafa hemil á óeirðaseggjum að einhverju leyti. Barghouti sagði hins vegar í við- tali við ísraelskt dagblað á fimmtu- dag að hann gæti ekki stöðvað upp- reisnina þótt hann vildi. „Þetta er breiður hópur almenn- ings. Ég get reynt að telja honum hughvarf en ég get ekki gefið fyrir- skipanir. Þetta er ekki her,“ sagði Barghouti í viðtali við blaðið Ha’ar- etz. Undanfarin tvö ár hafa Dahlan og Rajoub unnið með starfsmönnum bandarísku leyniþjónustunnar CIA að skipulagningu öryggissamvinnu Palestínumanna og ísraela. Vegna þeirrar samvinnu, og jafnvel vin- skaparins sem hún hefur leitt af sér, telja bandarísk stjórnvöld að Arafat ráði í raun og veru. Háttsettir bandarískir embættis- menn sögðu þó í vikunni að atburð- ir síðustu vikna sýndu að stjórnvöld í Washington hefðu hugsanlega of- metið getu Arafats í þeim efnum. Niðurbæld gremja Mörgum Palestínumanninum þykir sem lítið hafi áunnist í friðar- viðræðunum við ísrael síðustu átta árin. Þegar svo hægrisinnaði ísra- elski stjórnmálamaðurinn Ariel Sharon heimsótti Musterishæðina umdeildu í Jerúsalem, í fylgd þús- und lögregluþjóna, í lok september var það kornið sem fyllti mælinn og niðurbæld gremja og reiði fékk út- rás. Bandarískir embættismenn segja að svo virðist sem Arafat hafi leyft óeirðunum að vinda upp á sig, vegna hans eigin pólitísku hags- muna. Sérfræðingar í málefnum land- anna fyrir botni Miðjarðarhafsins benda á að Fatah-hreyfingin hafi verið í fararbroddi fyrir uppreisn- inni og að palestínskir fjölmiðlar, sem Arafat hefur stjórn á, hafi kynt undir uppreisnininni. Þá segja sér- fræðingarnir að nær öruggt sé að Arafat hafi átt hugmyndina að því að láta vopnaðar sveitir skjóta á ísraelska hermenn og landnema á sama tíma og palestínskir unglingar köstuðu grjóti í hermennina. „Arafat hefur yfir að ráða öllu því fólki og öllum þeim hópum innan Fatah sem þarf til að gera hvað sem hann ákveður," sagði stjórnmála- skýrandinn Ghassan Khatib. „Ef hann þarf á hófsömu og mælsku fólki að halda til að sækja alþjóðlegar ráðstefnur hefur hann það. Ef hann þarf að gera vafasama viðskiptasamninga hefur hann rétta fólkið til þess. Og hann hefur einnig á að skipa þeim sem geta verið at- kvæðamestir á götum úti. Síðustu þrjár vikumar hefur aðeins dregið úr yfirráðum Arafats en ég tel að hann sé alveg í takt við unga fólkið á götunni,“ sagði Khatib einnig. Byggt á Reuters, The Washington Post og The New York Times. Grjóti kastað í hermennina Palestínskur unglingur beitir gamaldags slöngvivaö í baráttu sinni gegn ísra- elskum hermönnum í fæöingarborg Krists, Betiehem, á Vesturbakkanum. Sjón sem þessi hefur veriö algeng í átökum síöustu þriggja vikna. Á verði við veginn til borgarinnar helgu ísraelskur hermaöur stendur vaktina viö skilti sem vísar veginn til Jerúsalem. Borgin helga er eitt erfiöasta deiluefni ísraela og Palestínumanna þar sem hvorir tveggju vilja hana sem höfuöborg sína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.