Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2000, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2000, Blaðsíða 33
33 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000 PV_____________________________________________________________________________________________Helgarblað Doktor í málvísindum frá Leníngrad-háskóla sjúkranuddari á Snæfellsnesi: Varð ástfangin af jörðinni Galína Líney í sjúkra- nuddstofunni sinni meö hluta af diplómunum sem hanga á veggjum. — Galína Líney Karlsson segir frá starfi sínu „Ég varð strax ástfangin af jörð- inni og staðsetningu hennar hér undir Jökli. Bæði er hér afslappandi og læknandi andrúmsloft," segir Galína Líney Karlsson sem býr á bænum Öxl i Breiðuvík á Snæfells- nesi. Galína Líney, sem er af rússnesk- um ættum, kom fyrst til íslands árið 1989. Hún fór þá að vinna í eldhús- inu á Hótel Búðum en þar kynntist hún manni sínum, Reimari Karls- syni, bónda í Öxl. „Mér leist í fyrstu ekkert á hann. Hann talaði ekki mikið og oft flaug mér í hug að hér væri kannske kominn einn af ætt- ingjum Axlar-Bjarnar „ segir Galína Þá kenndi Galína Líney einnig rússnesku í HÍ. „Þar sem þetta nám nýttist mér ekki sem skyldi hér í Öxl þá fór ég að huga að starfi sem ég gæti stund- að heima og það tók mig smátíma," segir Galína. „Loksins tók ég þá ákvörðun að læra sjúkranudd svo að ég gæti bæði hjálpað fólki og ver- ið hér heima á jörðinni." Galína Líney fór árið 1997, þá nærri fimmtug að aldri, til Kanada og var þar í tvö ár í einkaskóla þar sem hún nam fræði sjúkranuddara. Kannske má segja að það séu bæði kostir og ókostir að fara að læra á þeim aldri sem hún var á. Galína Líney ásamt kettinum Tchooktcha eins og hún nefnir hann. Líney og hlær dátt er hún segir af fyrstu kynnum sínum og Reimars en hann er bæði starfsmaður Arnar- stapahafnar og Fiskmarkaðs Breiða- fjarðar á Amarstapa. Doktorinn lærir nudd Galína er hámenntuð kona en hún er með doktorspróf í málvísind- um (PhD) frá Leníngradháskóla og hefur einnig góða þekkingu á ís- lenskum bókmenntum. Einnig starf- aði hún sem túlkur fyrir íslendinga í Moskvu eftir námið í Leníngrad og það var skemmtilegur tími, segir hún. Eftir dvölina á Búðum fór hún í Háskóla íslands til að læra betur íslenskuna en hana hafði hún lært í Leníngrad. Vafaiaust eru þó kostimir fleiri þar sem fólk er búið að fá m.a. lífs- reynslu og kannski þola sársauka eins og Galína hefur mátt þola á sinni æfi og þar með meiri skilning á þörfmni fyrir sjúkranudd. Þar sem vísindalegur grunnur hennar var góður gekk henni mjög vel að læra úti og hún dúxaði í skólanum en þar voru 160 nemendur. Ekkert færiband „Mér finnst skipta miklu máli,“ segir Galína, „hvort sjúkranuddar- inn leigir húsnæði úti í bæ eða er með stofu heima hjá sér. Ég er mót- fallin færibandaþjónustu á þessu sviði. Ég vil og get eytt meiri og betri tíma með mínum viðskiptavin- um hvað varðar viðtöl, mat, blóð- þrýstingsmælingar og fl. o. fl.,“ heldur hún áfram. Galína Líney hef- ur útbúið hjá sér mjög góða aðstöðu fyrir sína starfsemi. Hún er með all- an nauðsynlegan útbúnað sem þarf og langar að bæta um betur seinna. Galína er hissa á hve fólk veit lít- ið um sjúkranudd. „Það er oft ruglað saman sjúkra- nuddi og venjulegu nuddi,“ segir hún. „Furðulegt er þegar fólk treyst- ir á „svokallaða" sjúkranuddara með örfárra daga námskeið. Sjúkra- nudd er meðhöndlun á grundvelli læknisfræði og unnið er í sambandi við lækni,“ segir hún. „Töfrar sem áskrifaðir eru sjúkranuddi eru vegna þess að sjúkranudd hjálpar," segir Galína með áherslu. Núna er tími sérhæfmgar í nátt- úrulegum lækningum og einnig í sjúkranuddi. Ein af sérgreinum Galínu Líneyjar er sérhæft nudd fyrir þungaðar konur og nýorðnar mæður. „Ég vona að það verði hluti af okkar menningu að hver þunguð kona fari reglulega í sjúkranudd „Mér leist í jyrstu ekkert á hann. Hann talaði ekki mikið og oft flaug mér í hug að hér vceri kannske kominn einn af œttingjum Axlar- Bjarnar. “ eins og tíðkast víða erlendis. Kost- irnir eru óteljandi," segir Galína Líney. Hún flutti fyrirlestur um þessa sérhæfingu sína á svokölluð- um „mæðramorgni" í Ólafsvíkur- kirkju fyrir skömmu en þar koma ungar mæður saman einu sinni í viku og var erindi hennar vel tekið. Nuddstofan Öxl „Sjúkranuddstofan mín heitir Öxl eins og bærinn minn. Það passar líka mjög vel þar sem axlir eru oft vandamál. Nudd hefur líka mikið að segja fyrir höfuðverk, gigt, astma, og meðhöndlun eftir slys og fleira," segir Galína Líney. Það er oft talað um að skapa þurfi ný störf á lands- byggðinni og það með réttu. Það er ekki síður mikilvægt að fólkið sem þar býr skapi sér sjálft störf eins og Galína Líney er að gera með þessari sjúkranuddstofu á heimili sínu. Galína Líney leggur mikla áherslu á persónulega og góða þjón- ustu. Hún tekur vel á móti við- skiptavinum sínum. Aðspurð um framtíðina segir Galína Líney: „Mínar áætlanir í framtíðinni eru að bæta við mig fleiri sérgreinum og kynna þær fyrir fólki og veita sérhæfða þjónustu. Nú má fólk gera samanburð og velja sér lækningar með því að prófa,“ segir þessi hressa og skemmtilega kona á bæn- um Öxl í Breiðuvík á Snæfellsnesi. -PSJ Nú er um að gera að grípa tækifærið og gera það sem við köilum GÓÐ KAUP! í dag frá kl. 10-17 og sunnudag kl.13-17 Hjá okkur eru Visa- og Euroraðsamningar ávisun á staðgreiðslu Ármula 8-108 Reykjavik
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.