Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2000, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2000, Blaðsíða 54
62 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000 Formúla r>v Brautin í Malasíu Sautjánda og síðasta keppni ársins verður í nótt háð hinum megin á hnett- inum við Kuala Lumpur í Malasíu, á nýjustu og flottustu kappakstursbraut- inni í Formúlu 1 mótaröðinni. Þar sem keppnin um titil ökumanna var afráðin i síðustu keppni á Suzuka kemur athygl- in til með að beinast að fleiri ökumönn- um en i síðustu keppni þar sem margir hafa möguleika á að bæta stöðu sína á stigatöflunni. Einnig hefur McLaren enn möguleika á að krækja sér í titil keppnisliða en skori Ferrari þrjú stig eða meira verður það ekki lengur fyrir hendi. Tæknilega krefjandi braut Sepang-brautin er mjög tæknilega krefjandi og er hún með margar langar og aflíðandi beygjur sem eru mjög erfið- ar yfirferðar og mikill tími getur tapast sé hraðinn ekki réttur í gegnum þær. Úthraðinn er einnig mjög mikilvægur þar sem næsta beygja eða beini kafli þarf að hafa sem mestan upphafshraða. Beygjur 5 og 6 eru gott dæmi um þetta þar sem ein tekur við af annarri og taki ökumaður fyrri beygjuna rangt er sú næsta ekki í lagi heldur. Beygjur 13 og 14 virka eins saman og er mikilvægt að ná sem mestum hraða í gegnum 13 en ekki of miklum til að missa ekki af þeirri næstu því þá verður hraðinn á beina kaflanum ekki nægur. Tveir samsíða beinir kaflar Framúrakstur er hugsanlegur í enda beinu kaflanna sem liggja samsíða en þar sem brautin er mjög breið geta öku- menn fundið „nýjar" akstursleiðir í gegnum beygjumar og með því komið næsta manni á undan á óvart. David Coulthard tókst þetta á síðasta ári er hann tók fram úr Michael Schumacher í beygju 2. Uppsetning bílanna ætti að vera svipuð og á SPA og Indianapolis þar sem er samansafn af hröðum og hægum beygjum ásamt tveim 800 metra löngum köflum. Miðlungshár væng- kraftur verður því á bílunum. Gírhlut- fóll og fjöðrunarstillingar hafa liðin á hreinu eftir keppnina á siðasta ári en þar sem sumum gekk illa að aðlagast brautinni í fyrra eiga þeir enn eftir að fmna sinn rétta gír á Sepang-kappakst- ursbrautinni í Malasíu. -ÓSG Svona erlesið. Hraði —| i— Þyngdarafl Tímasvæði “an —S Samanlagður^jöÖJl ‘Byggt á tímatökum 99 1 Eddie Irvine (2) | 2 Michael Schumacher (1) j 3 Mika Hakkinen (4) 4 Johnny Herbert (5) 5 Rubens Barrichello (6) * 6 Heinz-Harald Frentzen (14) » (Rásröö keppenda) —1 • Hraðasti keppnishríngur Michael Schumacher (hringur 25) J 1:40.267/198.980 km/klst 1 Michael Schumacher Eddie Irvine David Coullhard Mika Hakkinen Johnny Herbert Rubens Barrichello Vangavettur um keppnisáætiun Yfirborö brautar Veggrip Dekkjaval Tekkjaslil i á bremsur Full eldsneytisgjöl Eldsneytiseyðsla Slétt Mikið Meðal Medium 60% (úrhring) Meðal Viðgerdaráætlun 1-stopp 2-stopp 3-stopp (1) 20-22 (!) 15-17 , (2) 37-39 (2) 25-27; ú (3) 39-41 Lap data supphed by Benetton COMPAd yfirburðir Tæknival Schumacher heimsmeistari ökumanna áriö 2000: Takmark- inu náö - Schumacher og Hákkinen skemmtu sér saman í Japan Michael Schumacher hefúr nú loksins náð því takmarki sem hann setti sér fyrir fimm árum er hann réð sig til Ferrari- liðsins sem í þá daga var í algerum molum. Fyrsti heimsmeistaratitill Ferrari í yfir tuttugu ár var loks í höfit á Suzuka- kappakstursbrautinni í Japan og fognuðurinn og spennufallið var mik- ið hjá Schumacher og öllu Ferrari-liðinu. Þjóð- veijinn hefur ekið fyrir Ferrari síöan 1996 og hefur hann náð að um- tuma liðinu fiá því að vera miðlungslið í það besta. í tvígang hefur Schumacher misst af titli ökumanna er hann hafði góða möguleika. Árin 1997 og 1998 runnu honum úr greipum og loks þegar takmarkinu er náð á árinu 2000 er léttirinn mikilL Fagnaði Schumacher og fram eft- ir nótttu með félögum sínum og þar á meðal var aðalkeppinautur hans síðastliðin ár, Mika Hakkinen. Þar áttu þeir saman góðar stundir og sungu meðal annars saman í karaoke-laginu „Smoke on the Wather" með Deep Purple. Sannir keppnisfélagar Allir hafa tekið eftir því hversu gott keppnissamband er á milli Schu- machers og Hákkinens, en nýkrýndi heimsmeistarinn segir Finnann verð- ugasta andstæðing sinn til þessa. Schumacher átti ekkert nema hrósyrði um Hákkinen sem tók ósigrinum stór- mannlega með því að taka þátt i fógn- uði Þjóðveijans. Drukku þeir kampa- vín og bjór ásamt því að borða saman á frægasta karaoke-stað Suzuka. í há- tíðarhöldunum tóku einnig þátt Cor- ina, kona hans, Ralf bróðir hans, Rubens Barrichello og Norbert Haug, keppnisstjóri Mercedes, ásamt fleiri. David Coulthard og Ron Dennis voru famir frá Suzuka hálftima eftir að keppninni lauk. Mika er mjög jákvæöur „Mika er virkilega góður náungi," sagði Schumacher sem tók sér þijá daga til að ná sér eftir veisluhöldin. „Það verður að taka það til greina að við erum búnir að keppa hart um meistaratitilinn. Aðrir keppinautar mínir hafa farið allt öðruvísi að, reynt að kvarta og gera hlutina slæma,“ sagði hann og meinti Damon Hill og Jacques Villeneuve. „Mika er mjög já- kvæður maður sem missir aldrei ein- beitingu á því sem hann er að gera. Hann er mikill keppnismaður en ávallt heiðarlegur og sá besti sem ég hef keppt við. Ég vona að við komum til með að eiga saman nokkur góð ár í viðbót." í frí með konunni Eftir veisluhöldin í Japan fóru Michael Schumacher og kona hans, Corina, tvö saman á sólarströnd og nutu lífsins. „Tíminn sem við áttum í fríinu var einmitt það sem ég var að leita eftir. Konan mín var nokkuð ánægð með mig þar sem hún hefur aldrei séð mig svona rólegan áður. Ég æfði ekki þijá til fjóra tíma á dag eða nokkuð annað sem ég er vanur að gera. Þetta voru aðeins rólegheit," sagði Schumacher sem er afslappaður eftir að hafa náð takmarki sínu með Ferrari. „Ég las meira að segja tvær bækur sem er ótrúlegt þar sem ég er ekki mikill lestrarhestur. Þetta frí var nauðsynlegt," segir hann og ekki síst þrír fýrstu dagamir þar sem heilsan var ekki sem best eftir gleðskapinn í Japan. Sagt er að Schumacher láti aldrei áfengi inn fyrir sínar varir nema eftir síðustu keppni ársins. -ÓSG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.