Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2000, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2000, Blaðsíða 29
29 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000 X>V__________________________________________________________________________________________________Helgarblað hveiti, pasta, margar morgunkorns- tegundir, kartöflur, hvít hrísgrjón, maís, rófur, gulrætur, hveitibrauð, kökur, sælgæti og bjór. „Bjór hefur maltósa sem hefur hærri sykurstuðul en sykur. Þar kemur skýringin á því hvers vegna Þjóðverjar og Danir eru svona feitir; ekki vegna fituáts heldur vegna bjórþambs. Það er greinilegt öllum þeim sem sjá vilja.“ Nýjar hugmyndir eiga erfitt uppdráttar I ljósi þess að næringarráðgjafar, Manneldisráð og flestir þeir sem vilja kalla sig málsmetandi í fæðu- heiminum hafa lagt ofuráherslu á að minnka fituneyslu verður að spyrja: Hafa þessir aðilar haft rangt fyrir sér? „Nú ætla ég ekki að dæma. Ég er ekki í þeim bransa. Þeir hafa mælt með grænmeti og ávöxtum og það er vel. Ef til vill hefur fólk ekki gert sér grein fyrir þessu sambandi sem er milli sykumeyslu og heilbrigðis- vandamála. Það er svo að stofnanir þurfa langan tíma til að breyta um stefnu. Því miður telja ýmsir sem hafa tjáð sig um þessi mál að niður- stöður þessara bandarisku vísinda- manna séu öfgakenndar. í umræð- um um þessi mál kemur nær alltaf I Ijós að þeir hinir sömu hafa ekki lesið bækur þeirra. Þannig dæmir fólk án þess að kynna sér rannsókn- ir. Allar nýjar hugmyndir eiga erfitt uppdráttar. Það er hægt að líta yfir söguna: Galileo átti erfitt uppdrátt- ar; læknirinn Harvey sem sagði að blóðið flæddi í hringrás í líkaman- um var fordæmdur og Darwin einnig. Það er eins og hug- myndirnar þurfi að vera uppi í nokkurn tíma og það sé ekki fyrr en næsta kynslóö tekur yfir að hlutirnir breytast." Mennirnir sem Jón Bragi nefnir eru stórir í sögulegu tilliti og þær byltingar sem þeir leiddu afdrifaríkar. Má ætla að bylting í sykur- neyslu sé af sömu stærð- argráðu í mikilvægi fyrir mannkynið? „Það má vel vera. Ef þessi mikla syk- urneysla held- ur áfram með þessum „Það er skondið að bera reykingafíkn saman við sykurfiknina. Við vitum að reykingar eru ekki taldar hollar og talað er um tóbaksreykingar sem eitur. Fyrir fimmtíu árum var allt í lagi að reykja, allir reyktu. Staðan með sykurinn í dag er svipuð og staða reykinganna fyr- irfimmtíu árum. Eftir fimmtíu ár gera sér allir grein fyrir eituráhrifum sykursins. Ég held að þessi vitundarvakning muni þó taka mun skemmri tíma.“ það til gífurlegs ófarnaðar fyrir mannkynið; fyrir einstaklinga og samfélag. Þetta þekkja þeir sem eru með sykursýki, eru of feitir og þeir sem eru með hjarta- og æðasjúk- dóma. Mataræði og hreyfing eru lykilat- riði. Til hvers er líkaminn hannað- ur? Hann er hannaður til að hreyfa sig og borða prótín, kjöt og fisk og sykurvörur eins og ber, ávexti og hnetur." Kaloríutalning er þvættingur Einhvers stað- ar hljóta mörk- in að liggja. Hvað má borða mikið af sykri? „Ég held að það sé varhuga- vert að gefa einhverjar prósentur eins og sumar stofnan- ir gera. Fólk verð- ur í ríkari mæli að þreifa sig áfram sjálft. Ég áttaði mig á því fyrir ári að ég var orð- tuttugu kílóum of þung- og ef svo færi sem horfði yrði ég þrjátíu eða fjörutíu kílóum yfir kjör- þyngd um sextugt og kominn með sykursýki II eins og faðir minn. Nýlega var ég í fimm daga úti á ítal- íu og þyngdist um tvö kíló því það er erfitt að hafa fulla stjóm á " hætti leið mataræðinu á ferðalögum. Þegar ég kom heim aftur leiðrétti þetta sig eins og skot. Manni líður betur bæði andlega og líkamlega með þessu mataræði. Það þarf ekki að telja kaloríur. Kaloríutalning er argasti þvætting- ur. Líkaminn breytir nýtni sinni ef eitthvað breytist. Ef það er fólki eðlilegt að borða 2000 kílókaloríur á dag og það ætlar að grennast og lækkar kaloríuneysluna um 500 kílókaloríur, þá léttist fólk fyrst en hættir svo að léttast því líkaminn bregst við með því að nota færri kaloríur. Það á að gleyma hitaein- ingunum. Það á að borða í hófi það sem manni þykir gott en alls ekki sykur.“ Þyngjumst um eitt kíló á ári eftir þrítugt Rannsóknir á þyngd íslenskra barna sýna að hún hefur aukist mjög á síðustu áratugum. „Á undanförnum aldaifjórðungi hafa áhrifin af sykumeyslu íslend- inga verið að koma fram. Á síðustu árum hefur verið talað um offitu meðal barna sem var áður óþekkt. Sykursýki II, fullorðinssykursýki, er farið að gæta meðal barna á ís- landi. Það var þekkt í Bandarikjun- um og er komið hingað. Við þyngjumst um eitt kíló á ári eftir þrítugt með þessu nútíma mataræði. Um sextugt erum við þrjátíu kílóum of þung og um það bil að fá sykursýki II. Við eigum við blóðþrýstingsvandamál, æðavanda- mál og jafnvel hjartastækkun sem er talin tengjast insúlíni að etja. Ofan á þetta bætist gigt.“ Sykur í sömu stöðu og reykingar Samkvæmt því sem Jón Bragi segir er sykur ekki mjög frábrugð- inn reykingum. Hvort tveggja þarf nokkurn tíma til að hafa áhrif á lík- amann. „Það er skondið að bera reykinga- flkn saman við sykurflknina. Við vitum að reykingar eru ekki taldar hollar og talað er um tóbaksreyk- ingar sem eitur. Fyrir fimmtíu árum var allt í lagi að reykja, allir reyktu. Staðan með sykurinn í dag er svipuð og staða reykinganna fyr- ir fimmtíu árum. Eftir flmmtíu ár gera sér allir grein fyrir eituráhrif- um sykursins. Ég held að þessi vit- undarvakning muni þó taka mun skemmri tíma.“ Skyldi þá verða til Sykurvarna- ráð innan nokkurra ára? „Ég býst við því. Meðvitund vegna slæmra áhrifa sykurs er mjög vaknandi. Hún er vaxandi en mjög takmörkuð. Menn hafa ekki gert sér grein fyrir hinum víðtæku slæmu áhrifum. Ég held að á næstu árum geri menn sér almennt grein fyrir vandanum og skaðsemi sykurs. Það er sérstakt að setja frekar gjald á sykur en grænmeti. Það ætti að vera búið að breyta þessu fyrir löngu og beina neyslunni í hollari sykruvörur. Ég er þó alveg á móti því að banna hluti.“ Sykur er eitur Jón Bragi segir að ef viö umgöngumst sykur sem matvæli séum viö á hálum ís. Sykur veröi aö umgangast sem eitur. Svefn er góður megrunarkúr Flestir þeirra sem ákveða að grenna sig eru fljótir að henda ný- mjólkinni út og fá sér fjörmjólk, henda smjörinu og fá sér léttara við- bit og svo mætti lengi telja. Þessu er Jón Bragi algjörlega ósammála og sjálfur borðar hann mikið af rjóma. „Allri skuldinni er skellt á einn sökudólg - fltuna. En þar er verið að hengja bakara fyrir smið. Fitan er ekki vandamálið. Það er það sem menn eru að gera sér grein fyrir. Sagt hefur verið að maður sé það sem maður borðar og af því leitt að ef fólk borðar fltu þá sé það feitt. Sannleikurinn er sá að maður er það sem maður er. Hins vegar er mjög mikilvægt að borða ekki eftir kvöldmat. Þá hvílist kerflð, insúlínið lækkar og fær tólf til þrettán tíma hvíld og maður létt- ist í svefni. Það er eftirlætismegrun- arkúrinn minn.“ Andlegt jafnvægi Fyrir skömmu kom maður til Jóns Braga á einum af sundstöðum borg- arinnar og spurði hann hvort hann væri ekki með einhverjar ákveðnar skoðanir á megrun. Maðurinn var um 200 kiló og hafði verið hjá nær- ingarráðgjafa í 5 ár sem hamraði alltaf á því að hann ætti að borða meira pasta. Eflaust eru margir í þeirri aðstöðu að vera of þungir og þykja afskaplega gott að borða. Til að friða samviskuna og í sumum til- fellum fjölskylduna ákveða þeir hins vegar að borða pasta tvisvar til þrisvar í viku. Myndi Jón Bragi segja að það væru mistök? „Það gerir illt verra. Það á aldrei að borða pasta. Fá sér frekar rjóma í staðinn.“ Auk líkamlegrar vellíðunar segir Jón Bragi að andleg vellíðan og jafn- vægi aukist. „Við sykurneyslu eykst sykur- magn i blóðinu og maður verður það sem kallað er á ensku „high“, svo hrynur það niður og verður lágt. Þetta hefur áhrif á heilann og fólk verður dauft og finnst að það þurfl að leggja sig eða fær sér sykur til að komast upp aftur. Þegar syk- urinn er kominn úr kerflnu þarf ekki að fást við slík vandamál." -sm Sykurstuöull nokkurra matvæla Fæðutegundir eru með misháan sykurstuðul. Sykurstuðull hreins sykurs er 100. Eftir því sem fæða hefur lægri sykurstuðul því betra. Hár sykurstuðull Meðalhár sykurstuðull Lágur sykurstuðull Bjór 105 Poppkorn 55 Rúgur 35 Bökuð/soðin kartafla 95 Pítubrauð 55 Kjúklingabaunir 35 Rófur 95 Rúgbrauð 55 Nýmjólk 30 Franskar kartöflur 80 Haframjöl 55 Nýmabaunir 30 Skyndihrísgrjón 90 Special K 55 Undanrenna 25 Saltstengur 80 Grænar baunir 55 Tómatar 15 Hriskökur 80 Kiwi 50 Hnetur 15-30 Cheerios 75 Heilhveitipasta 45 Jarðhnetur 15 Cornflakes 70-75 All Bran 40 Ferskar apríkósur 10 Vatnsmelóna 70 Epli 40 Grænt grænmeti 0-15 Heilhveitikex 65 Appelsínur 40 Pasta 65 Couscous 60 Rjómaís 60 Spaghetti 60 Bananar 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.