Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2000, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2000, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000 Helgarblað I>V Siguröur Skúlason segir vinnubrögð og aðferöir Rimasar Tuminas hræra mjög í tilfinningalífinu: Hafsjór hugmynda Sigurður Skúlason er einn þeirra leikara Þjóðleikhússins sem hefur starfað með Rimasi Tuminas að uppfærslu tveggja leikverka Antons Tsjekhovs. í fyrra skiptið fór Sigurður með hlutverk Kulyg- ins í Þremur systrum sem Þjóð- leikhúsið setti upp árið 1997. Um síðustu helgi var Kirsuberjagarð- urinn frumsýndur, en það er fjórða verkið sem Rimas setur upp í Þjóð- leikhúsinu og hið þriðja eftir Tsjekhov. Sigurður fer í Kirsuberjagarðin- um með hlutverk Leoníds Andrejevítsj Gajev, bróður óðals- frúarinnar. Sigurður leikur í hlut- verkinu á jafht kómíska og tragíska strengi persónu sinnar af sjaldséðri einlægni. Yfirborð sýn- ingarinnar er lygnt en undiraldan er sterk þrátt fyrir að ná aldrei að rjufa yfirborðið. í leikskrá er vitnað í orð Rimas- ar þar sem segir: „Það er ekki hægt að sýna kirsuberjagarðinn. Hann er innra með okkur sjálfum. Það er okkar að hlú að honum og rækta." Hafsjór af hugmyndum Líkt og aðrar sýningar sem Rimas hefur stýrt í Þjóðleikhús- inu ber Kirsuberjagarðurinn sterk persónuleg ehikenni leik- stjórans. Sigurður segir að megin- einkenni Rimasar sem leiksrjóra sé sköpunarkrafturinn. „Rimas er leiksviðsskáld. Hann býr yfir ótrúlegum sköpunarkrafti og háum listrænum standard. Hann hefur næmt auga fyrir öll- um áhrifsþáttum einnar leiksýn- ingar. Hann er óþrjótandi hafsjór af hugmyndum og sögum um lif persónanna í verkinu, um sam- skipti þeirra jafnt utan sviðs sem innan. Hann spyr endalausra spurninga um líf hverrar einustu persónu." Á æfingatímabilinu dregur Rimas upp margvíslegar myndir af heimi verksins og þeir sem fylgjast með æfingum sjá að margar tilraunir eru gerðar en ekki er allt notað. Sumir myndu kalla slíkar aðferðir tímasóun en Sigurður er fjarri því sammála því. „Þetta er ekki tímasóun. Rimas elur leikarana á safaríkri fæðu. Og þótt ekki sé allt notað seytlar það inn og hreyfir við manni vits- munalega og tilfinningalega. Aldrei er jafh mikið að brjótast um í manni tilfinningalega og þegar Rhnas leikstýrir. Það er afar sjaldgæft að æfingar og vinnubrögð leikstjóra hreyfi svo við manni. Það á jafnt við um æf- ingar á Þremur systrum og Kirsu- berjagarðinum, að ég hló og grét til skiptis og fann til undrunar og aðdáunar í meira mæli en alla jafna. Og um leið líður manni svo vel í návist þessa manns, hann er hvorutveggja góður maður og mikill listamaður, það er aldrei neinn æsingur í gangi eða láta- læti, þótt verið sé að glíma við stórar spurningar og mikil átök. Og það sem gefur honum þetta áhrifavald er fyrst og fremst frá- bært innsæi. Rimas er mikill mannþekkjari og hefur ótrúlega djúpa innsýn í náttúru mannsins. Hann er dramatískur en hefur myljandi húmor og bræðir þessa tvo eiginleika saman á snilldar- legan hátt." Engin tómlelkakennd Skoðanir Rimasar á leikhúsi eru ekki allra. Hann sagði einhvers staðar að „á frumsýningu byrjar sýningin að deyja" sem kann að virðast nokkuð eigingjarnt viðhorf gagnvart áhorfendum. „Aðaltími leikstjórans er æfinga- DV-MYND ÞÖK Tilfinningaleg umbrot „Aldrei erjafn mikið að brjótast um í manni tilfinningalega og þegar Rimas leikstýrir. Það er afar sjaldgæft að æfingar og vinnubrögð leikstjóra hreyfi svo viö manni. Það ájafnt viö um æfingar á Þremur systrum og Kirsuberjagaröinum, að ég hló og grét til skiptis og fann til undrunar og aðdáunar í meira mæli en alla jafna." tímabilið þegar sköpunin fer fram þangað til búið er að teikna upp stærstu drætti sýningarinnar. Ekk- ert er endanlegt, hvorki í list né lífi. Endanleg niðurstaða er ekki til - eða hvað? Því er það að þegar að frumsýningu er komið er eins og búið sé að taka ákvörðun um hvernig hlutirnir eigi að vera. Það er búið að negla niður. Ferlinu er lokið og því fylgir oft söknuður." En söknuðurinn er ekki aðeins i huga leikstjórans. „Oft hendir það eftir gjöful æf- ingatímabil að þegar frumsýningin er afstaðin hellist yfir mann tóm- leikakennd. Það gerðist þó ekki núna eftir frumsýninguna á Kirsu- berjagarðinum. Samt er ég ekki hissa, þrátt fyrir að æfingarnar hafi verið óvenju gjöfular og frjósamar; ég er bæði glaður og þakklátur, ég lít á það sem forrétt- indi að fá að starfa með Rimasi. Og ferlið heldur áfram. Það fylgir manni þegar vel er að hlutum stað- ið." Veldur hver á heldur Sigurður segir að það sé glfur- lega mikils virði að fá hingað heimsóknir frá erlendum leikstjór- um sem bera með sér nýja strauma. Hann tók á síðasta ári þátt í uppfærslu þeirra Stefans Metz og Philippe Bischof frá hinu virta og heimsfræga Theatre de Complicité í London á Krítar- hringnum í Kákasus eftir Bertolt Brecht. „Stefan lagði mikla áherslu á lík- amsfimi og næmi fyrir rými, sam- leikurunum og framvindu sögunn- ar í verkinu. Sýn hans byggist á heildinni. Hann lagði svo mikið upp úr smáatriðunum í sýning- unni að gárungarnir voru farnir að tala um svissneska úragerðar- nákvæmni en þeir Stefan og Phil- ippe eru einmitt frá Sviss. Krítar- hringurinn var frábært „hand- verk". En það er erfitt og raunar frá- leitt að bera saman ólíka menn og ólík verk. Hvort sem eru útlend- ingar eða ekki. í raun er þetta ekki spurning um hvaðan leikstjóri kemur eða kyn hans eða aldur. Spurningin snýst um hjartalag við- komandi manneskju. Hér eins og alls staðar annars staðar á það við, að veldur hver á heldur." Kemur Rimas aftur? Sigurður er ekki viss um að Rimas komi aftur. „Rimas er ekki allra, hvorki leikhúsfólks né áhorfenda. Hann gerir kröfur til allra, jafnt til sjálfs sín sem samstarfsfólks, en hann gerir ekki síður kröfur til áhorf- enda. Það eru ekki allir tilbúnir að taka því. Ég veit ekki hvort við gerum okkur almennt grein fyrir því hvað við erum heppin að hafa fengið að njóta krafta hans jafn oft og raun ber vitni. Hann er mjög eftirsóttur leikstjóri núna um all- an heim og það streyma til hans viðurkenningar og vegtyllur nú síðustu árin. Til marks um þessa eftirsókn get ég sagt þér eitt lítið dæmi sem er danski leikarinn Jesper Vigant. Hann er mikill að- dáandi Rimasar og hefur komið nokkrum sinnum hingað til lands til að fylgjast með honum að starfi, bæði kom hann á æfingar á Þremur systrum og á Kirsuberja- garðinum, auk þess sem hann dúkkaði upp á frumsýningu á Kirsuberjagarðinum og hafði þá tekið með sér leikhússtjórann sinn til að fylgja málum eftir að fá Rimas til Danmerkur. Þessi áhugi og eftirfylgni Jespers er falleg og aðdáunarverð. Ég vona svo sarm- arlega að Jesper verði að ósk sinni. Og ég á líka þá ósk að Rimas komi til okkar aftur, þó síð- ar verði. Mér finnst hann hafa svo mikið að gefa okkur." Vlð hálflifum lífinu Sigurður er mjög hrifmn af verkum Tsjekhovs og hefur, fyrir utan Þrjár systur og Kirstuberja- garðinn, tekið þátt í uppfærslum á Platonov í Þjóðleikhúsinu og í leiklestrum á verkum hans hjá Frú Emilíu. „Tsjekov fjallar fyrst og fremst um manneskjuna og eðli hennar. Hann skrifar um sitt samtímafólk, en með þeim hætti að hafið er yfir stund og stað. Mér er mjög minn- isstæð ein setning úr Platonov, þar sem ein persónan segir eitt- hvað á þessa leið: 'Við lifum ekki lífmu til fulls. Við hálflifum líf- inu.' Er þetta ekki einmitt dæmi- gerð lýsing á okkur nútímafóki. Við finnum ekki almennilega fyrir sjálfum okkur, við finnum til óhamingju og óánægju, en tök- umst ekki á við það í alvöru, við nennum ekki að horfast í augu við okkur sjálf og breyta okkur. Lát- um okkur bara fljóta." IJós og hlýja leikhússins Greinilegt er að vinnan með Rimasi hefur átt vel við Sigurð. Hann hefur fundið persónu Gajevs í sjálfum sér og er sannur á svið- inu. Hann virðist ekki leika - hann er. Það er því erfitt að ímynda sér Sigurð í öðru ævistarfi en starfi leikarans. Sigurður fékk þó á yngri árum þá hugmynd að verða kaup- maðurinn á horninu og gekk því i Verzlunarskólann. Áður hafði hann þó kynnst leikhúsinu náið og þangað sneri hann aftur. „Ég kom fyrst inn á leiksvið tiu ára gamall í gegnum Listdansskóla Þjóðleikhússins. Sem barn skynj- aði ég jákvæða athygli í sviðsljós- inu og sótti i leikhúsið til að reyna að fullnægja óuppfylltum innri þörfum. Ég sótti í ljós, hlýju og æv- intýri leikhússins. Það gengur þó aldrei til lengdar. Það er ekki hægt að fela sig fyrir sársauka lífsins og þjáningu í starfi eða listsköpun, þó maður geti komist langt með það. Það kemur ekkert til móts við ófullnægða frumþörf nema það að lifa hana beint og umbúðalaust. Það er eitt af því sem mér hefur lærst. Og kannski hefur leikhúsið átt sinn þátt í þeirri lexiu. En und- anfarin ár hef ég aðeins reynt að hægja á mér og sleppa bindingunni við leikhúsið eftir því sem ég hef getað. Ég hef sótt um frí og leitað hlés til að slaka á og skoða það sem mér finnst skipta máli fyrir minn lífsveg. Leikhúsið er bara hluti af lífinu." -sm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.