Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2000, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000 Fréttir DV Fjölbýlishús meö félagslegum íbúðum á Akranesi boðið upp: Sýslumaður heimtar að blokkin verði rýmd - bæjarstjóri segir að leysa verði vanda 14 f jölskyldna sem verða á götunni DV, AKRANESI: Fjörutíu manns í 14 félagslegum íbúðum húsnæðisnefndar Akraness verða í húsnæðisvanda þegar gömul ibúðarblokk að Höfðabraut 14-16 verður tæmd og húsið endurnýjað. fbúðirnar hafa verið leigðar út, að- allega til skjólstæðinga bæjarins. íbúarnir eru flestir ungir að árum og nærri helmingur þeirra er börn og unglingar. Bæjarsrjórinn, Gísli Gíslason, segir að leysa verði vanda fólksins. Vandamálið er hins vegar ærið því engar íbúðir eru á lausu í bænum. íbúðalánasjóður er kominn með klærnar í húsið og yfirvofandi er uppboð á þessum eignum hús- næðisnefndar vegna vanskila sem munu nema háum fjárhæðum. „Lán á milli bæjarsjóðs og Ibúða- lánasjóðs eru í vanskilum og þrjár af íbúðunum i þessum tveim stiga- göngum hafa verið boðnar upp á framhaldsuppboði. Ég kný á um efndir og ætlast til að sveitarfélög axli sínar skyldur. Það er þar af leiðandi hreyfing á þessu máli," sagði Ólafur Þór Hauksson, sýslu- maður á Akranesi. í kjölfarið hefur bænum verið sent bréf þess efnis að salan hafi átt sér stað og vísað til DV-MYND DANIEL. Sagt upp húsnæðinu íbúðarblokk að Höfðabraut 14-16 verður tæmd og húsið endurnýjað. íbúðirn- ar hafa verið leigðar út, aðallega til skjólstæðinga bæjarins sem nú hefur verið gert að rýma íbúðir sínar. Þar með verða þeir á götunni. forkaupsréttarákvæðis bæjarins, sem ber skylda til að kaupa eignina. „Viðhald á húsinu hefur því mið- ur ekki verið upp á marga fiska og húsið hrörnað býsna mikið með ár- unum," sagði Gísli Gíslason bæjar- stjóri, en milli bæjar og tbúðalána- sjóðs hefur staðið styr um kostnað við endurnýjun íbúðanna. „Við höfum verið að leita leiða gagnvart íbúðalánasjóði og félags- málaráðuneyti að fá þá til að viður- kenna vandann og taka á honum með okkur. Þess vegna höfum við ekki farið út í að selja íbúðirnar, heldur notað þær til bráðabirgða til að leigja þær, en erum í þeim far- vegi núna að finna einhverja al- menna lausn á þessum húsavanda og koma húsinu i skikkanlegt horf," sagði Gísli. Hann segir uppsagnar- frest langan, 6-12 mánuði, og hann þurfi að samræma. Losa verður allt húsið þannig að endurbætur geti átt sér stað. Fyrir skömmu sendi sýslumaður- inn á Akranesi bréf til húsnæöis- nefndar bæjarins varðandi húsið að Höfðabraut. í kjölfar bréfs sýslu- manns var fjölskyldunum fjórtán sagt upp leigu í húsinu. Á fundi húsnæðisnefndar Akraness þann 27. september síðastliðinn var félags- málastjóra falið að segja öllum leigj- endum að Höfðabraut 14-16 upp leigusamningum. Sólveig Reynis- dóttir, félagsmálastjóri og starfs- maður húsnæðisnefndar, sagði: „Bæjaryfirvöld hafa af því miklar áhyggjur hvernig til tekst að leysa húsnæðisvanda þeirra fjölskyldna sem ekki geta fengið annað leigu- húsnæði í þeim mikla skorti á sliku sem nú ríkir á Akranesi. Ef umsókn bæjarstjórnar Akraness um viðbót- arlán fyrir árið 2001 gengur eftir ættu einhverjir sem búa á Hófða- brautinni og sækja um það að hafa möguleika á að fá úthlutað viðbótar- láni og kaupa íbúð á hinum frjálsa markaði," sagði Sólveig Reynisdótt- ir félagsmálastjóri. -DVÓ-JBP Framkvæmdastjóri ráðinn yfir Flugstöðinni: Þyrftum fleiri flugstöðvar - fyrir umsaekjendur, segir stjórnarformaður Höskuldur Ásgeirsson rekstrarhagfræðingur hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri Flugstöðvar Leifs Eiríks- sonar hf. og fríhafnarinnar í flugstöðinni. Höskuldur var valinn úr stórum hópi um- sækjenda en stjórn flugstöðv- arinnar var lengi með fjóra einstaklinga i sigtinu og reyndist erfitt að ná samstöðu um þann eina rétta: „Margir umsækjendanna voru svo hæfir að við þyrftum fieiri flugstöðvar til að nýta starfskrafta þeirra," sagði Gísli Guðmundsson, stjórnarformaður Höskuldur Asgeirsson flugstöðvarinnar, eftir að geng- ið hafði verið frá ráðningu Höskuldar sem áður starfaði sem framkvæmdastjóri Iceland Seafood i Frakklandi og Evr- ópu og var síðar framkvæmda- stjóri markaðssviðs íslenskra sjávarafurða. Frá því á haust- dögum 1997 og fram i febrúar á þessu ári var Höskuldur for- stjóri Gelmer-Iceland Seafood í Frakklandi. Hinn nýi framkvæmda- stjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar er 48 ára að aldri, kvæntur Elsu Þóris- dóttur og hefur storf i flugstöðinni á næstu dögum. -EIR Borgarbyggð: Bærinn vann bæjarstjóramálið DV, BORGARBYGGD: Borgarbyggð hefur verið sýknuð í héraðsdómi Vest- urlands af öllum kröfum Ola Jóns Gunnarssonar fyrrver- andi bæjarstjóra í Borgar- byggð. Málavextir eru þeir að Óla Jóni var sagt upp sem bæjarstjóra eftir aö meirihluti sjálfstæðismanna og framsóknarmanna sprakk á fundi bæjarstjórnar þann 15. apríl 1999 vegna gámastóðvar í Borgarbyggð. Óli Jón taldi að hann væri með samning sem tryggði honum laun bæjarstjóra í eitt ár til við- bótar eða til júní árið 2000. Á það féllst héraðsdómur Vesturlands ekki. Jón Stein- Óli Jón ar Gunnlaugsson hæstarétt- Gunnarsson. arlögmaður fór með málið fyrir hönd Óla mun án efa fara með málið fyrir Hæstarétt. -DVÓ Halldór og skermurinn Halldór Ásgrímsson vígði fgær nýjajarðstóð íslandssíma sem tekin var /' notk- un á árs afmæli fyrirtækisins. Stöðin getur annað 1400 símtölum samtímis og er tengd beint viö Ijósleiðarakerfi íslandssíma. Jarðstöðin er við Bústaða- veg, rétt hjá Veðurstofunni, og kostaði 70 milljónir króna. Kaup prentsmiðjunnar Odda á Gutenberg: Risasamsteypa á prentmarkaði - er komin með 70-80 prósenta markaðshlutdeild Prentsmiðjan Oddi keypti á fimmtudag nær allt hlutafé í Stein- dórsprenti Gutenberg og er þar með komin með yfirburðastöðu á prent- markaði hérlendis. Búnaðarbanki Islands hafði milli- göngu um kaupin, en hann keypti 90% hlutafjár í Steindórsprenti Gutenberg í síðustu viku. Áður hafði Búnaðarbankinn keypt 7% hlut í fyrirtækinu. Um 60-70 manns hafa starfað hjá Gutenberg en fyrirtækið hefur verið með aðsetur í Síðumúla. Hjá Odda störfuðu áður um 260 manns. Gert er ráð fyrir að fyrirtækin verði rek- in með líku sniði og áður en verði nú með sameiginleg innkaup. Talið er að Oddi og dótturfyrir- tæki ráði nú yfir á milli 70 og 80 prósentum af prentmarkaðnum hérlendis. Hefur Oddi keypt nokk- ur fyrirtæki að undanförnu og eru þar langstærst kaupin á Gutenberg nú og Kassagerð Reykjavíkur. Kassagerðin sameinaðist fyrir skömmu Umbúðamiðstöðinni sem Oddi átti fyrir en stofnuð var að frumkvæði Sölumiðstöðvar Hrað- frystihúsanna. Þá á Oddi einnig prentsmiðjuna Grafík í Kópavogi, en inn í hana rann Prentsmiðja G. Ben. fyrir nokkrum árum. Fleiri fyrirtæki eru i eigu þessarar sam- steypu. Samkeppnisstofnim hefur ekki fjallað um kaupin. -HKr. Stuttar fréttir Kristín vann brons Kristín Rós Hákonardóttir vann í dag til bronsverð- launa í 200 m fjór- sundi á Ólympíu- móti fatlaðra í Sydney. Hún synti á tímanum 3 mín. 20,28 sek., sem er rúmum fimm sek- úndum frá hennar besta tíma í greininni. Mikill netaögangur 77,8% landsmanna hafa aðgang að tðlvu með nettengingu, 77,9% kvenna og 77,7% karla. Síðustu 12 mánuði hefur aðgengi aukist um tæpa tíu af hundraði. 64,7% lands- manna á aldrinum 16 til 75 ára hafa aðgang að Netinu á heimilum. Vís- ir.is greindi frá. Blokkirnar burt Ólafur F. Magnússon, borgarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins i Reykja- vík, lagði í gær fram tillögu um frestun á fyrirhuguðum bygginga- framkvæmdum i landi Kópavogs við Elliðavatn. Vísir.is greindi frá. Styrkir Háskólann Ingibjörg Sólrún Gisladóttir borg- arstjóri afhenti Páli Skúlasyni, rekt- or Háskóla tslands, ávísun að upp- hæð 62,5 milljónir króna í gær. Þetta er helmingur þess fjár sem Reykjavíkurborg fékk fyrir að selja íslenskri erfðagreiningu land undir nýjar höfuðstöðvar. Bylgjan greindi frá. Kæra útboo Breiðafjarðarferjan Baldur hf. hefur ákveðið að leita úrskurðar Samkeppnisráðs um hvort útboð Vegagerðarinnar um rekstur Breiðafjarðarferju hafi verið rétt- mætt. Var of opio ákvædi „í ljósi þess sem gerðist held ég að þetta hafi verið of opið ákvæði," segir Birgir ísleifur Gunnarsson Seðla- bankastjóri um heimild aðila á gjaldeyrismarkaði til að stöðva við- skipti með krónuna tímabundið, en ákvæðið var afnumið með nýjum reglum frá Seðlabanka í gær. Vísir.is greindi frá. Kanni stöðu sína Fjármálaeftirlitið hefur beint þeim tilmælum til viðskiptavina FÍB-trygginga sem eru komnir að endurnýjun samninga að þeir kanni stöðu sína. Sem kunnugt er hefur Fjármálaeftirlitið fylgst með máli tryggingafélagsins, sem hefur misst samninga við baktryggjendur sína hjá Lloyd's og ekki tekist að afla nýrra í þeirra stað. Vísir.is greindi frá. Til í að hjálpa Þingvallanefnd er reiðubúin að aðstoða kirkjunnar menn við að finna húsnæði fyrir Þingvallaprest. Það skipulag hefur hins vegar verið lagt af að presturinn sé einnig þjóð- garðsvörður og því breyttar aðstæð- ur frá því sem áður var. Ríkisút- varpið greindi frá. -bþg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.