Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2000, Blaðsíða 59
LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000
_______67
Tilvera
Einvígið í London:
Er Kaspi að
Ekkert er nýtt að frétta frá
London annað en að næsta skák
verður tefld í dag kl. 14 að íslensk-
um tíma. Hægt er að fylgjast með
skákinni á Netinu, best er að fara
inn á strik.is og leita uppi skák og
fylgja leiðbeiningunum þar. Annars
verð ég að segja að maður er orð-
laus á þessu upphlaupi Kaspa á
fimmtudaginn að semja um jafntefli
í 11 leikjum með hvítu, það er stysta
skák Kaspa á ferlinum. Kannski er
það spennan sem er að taka sinn
toll, hann hefur aldrei teflt 7 skákir
í röð áður án þess að vinna a.m.k.
eina?! Þetta eykur bara á spennuna,
er Kaspi að bugast eða mætir hann
tvíefldur til leiks?
Haustmót T.R.
Staða efstu manna.
1. Bragi Þorfinnsson 2250, 5
2-3. Stefán Kristjánsson 2405, 4,5 +
fr.
Kristján Eðvarðsson 2275, 4,5 + fr.
4-5. Davíð Kjartansson 2150, 4 + fr.
Sigurður Daði Sigfússon 2260, 4 + fr.
6-7. Páll Agnar Þórarinsson 2240, 3,5
+ fr.
Sævar Bjarnason 2350, 3,5 + fr.
I opna flokknum er einnig mikil
barátta, því sigur í flokknum trygg-
ir rétt á setu í meistaraflokki að ári.
Þar er Guðni Stefán Pétursson efst-
ur og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir í
2. sæti.
Staða efstu manna í Opnum
flokki:
1. Guðni Stefán Pétursson 1710, 6
2. Guðfriður L. Grétarsdóttir 1760, 5
3. Andrés Kolbeinsson 1585, 4,5
4. Halldór Garðarsson 1845, 4,5
5. Kristján Ö. Eiíasson 1710, 4,5
6. Áslaug Kristinsdóttir 1595, 4
7. Bjarni Magnússon 1795, 4
8. Ólafur Kjartansson 1865, 4
9. Aldís Rún Lárusdóttir 1395, 4
10. Rúnar Gunnarsson 1455, 3,5
11. Páll Sigurðsson 1615, 3,5
Hafli&i Hafli&ason unglinga-
meistari Hellis
Hafliði Hafliðason og Hlynur Haf-
liðason urðu efstir og jafnir með 6
vinninga af 7 mögulegum á Ung-
lingameistaramóti Hellis 2000. Svo
jafnt var á með þeim að reikna
þurfti stig þrisvar sinnum til að fá
sigurvegara mótsins og varð Hafliði
þá hlutskarpari. Hafliði er einnig fé-
lagsmaður í Helli og er því Ung-
lingameistari Hellis árið 2000.
Guðmundur í 6.-17. sæti á
HM
Guðmundur Kjartansson er nú í
6.-17. sæti með 5* vinning eftir 8
umferðir í flokki 12 ára og yngri.
Efstir eru Indverjinn Deep Sengupta
(2169) og Króatinn Ante Brkic (2208)
með 6* vinning. Guðmundur mætir
Sergei Zhigalko frá Hvíta-Rússlandi
í 9. umferð.
Skák frá Færeyjum
Lítum nú á skák sem tefld var á
alþjóðamótinu í Þórshöfn í Færeyj-
um. Það er sigurvegarinn sem leik-
ur listir sínar.
Hvítt: Stuart Conquest (2529)
Svart Alexander Grischuk, (2606)
Enski leikurinn. 9.10. 2000
1. c4 e6 2. g3 d5 3. Bg2 RfB 4. Rf3
dxc4 5. Da4+ c6 6. Dxc4 b5 7. Dc2 Bb7
8. Rc3 Rbd7 9. 0-0 a6. Eins gott að
Þröstur Þórhallsson stórmeistari
sjái ekki þessa skák, ég hef teflt
þetta afbrigði með þokkalegum ár-
angri gegn honum en nú verð ég að
leita á önnur mið. 10. a4 Hc8 11. b3
Be7 12. Bb2 0-0 13. Re4. Linkuleg-
ur leikur, betra er 13. d3. 13. -Rd5!
14. Hfcl c5 15. axb5 axb5 16. Dd3
Rb4. Svartur nær nú mun betri
stöðu, drottningarflandur er ekki
gott nema vel sé undirbúið. 17. De3
Db6 18. Df4 f5 19. Rc3 h6 20. d3
Hcd8 21. De3 Bf6.
Svartur stendur nú grár fyrir
járnum. íslandsvinurinn Conquest
(hernám) reynir að spyrna á móti.
22. Rdl Bxb2 23. Rxb2 Rd5 24.
bugast?
Dd2 e5 25. Da5 Dc6 26. Del Hde8
27. Rd2 Db6 28. Rdl Rb4 29. Bxb7
Dxb7 30. Dfl Rc6 31. Dg2.
Hann kann ýmislegt fyrir sér,
hinn ungi Rússi. Vonandi verður
hann ekki jafn hrokafullur og Kaspi
þegar hann kemst á toppinn, en
hann á góða möguleika á að ná
þangað. Framrásin tryggir honum
yfirburðatafl. 31. -e4 32. dxe4 Rd4
33. f3 fxe4 34. fxe4 Rf6 35. e3 Re6
36. e5 Dxg2+ 37. Kxg2 Rg4 38. Rf3
Hd8 39. h3.
Nú fórnar svartur glæsilega, hvað
getur hann annars gert? 39. -Rxe5
40. Rxe5 Hd2+ 41. Kgl Rg5 0-1.
Kaldir vindar leika um Kasparov.
Myndin er tekin þegar hann tefldi
fjöltefli á Langökli.
alla virka daga ^4
Stórskotalið á
I öflugan hóp frétta- og dagskrárgerðarmanna bætast þjóðþekktir einstaklingar. Auður
Haralds, Eiríkur Jónsson, Hannes Hólmsteinn, lllugi Jökulsson og Mörður Árnason munu
framvegis sjá um Málið, þar sem þau taka fyrir málefni að eigin vali og á sinn hátt. Erpur
Eyvindarson slæst í hóp með þeim Vilhjálmi Goða og Dóru Takefusa i menningar- og
dægurmálaþættinum Allt annað.
i'réttir, Málið og Allt annað, alla virka daga milli klukkan 22 og 22:30. Ómissandi fyrir þá sem
vilja fylgjast með. SKJÁREINN alltaf ókeypis