Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2000, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2000, Blaðsíða 36
* 36 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000 Helgaiblað I>V Gersemar Guðjóns Más Guðjón Már Guðjónsson, forstjóri OZ, hefur á skömmum tíma eignast þrjú merk hús í hjarta Reykjavíkur. Hvert um sig á merka sögu. Þegar Borgarbókasafnið flutti út úr húsakynnum sínum í Þingholtsstræti 29 urðu margir til þess að renna hýru auga til hússins. Hér er um að ræða eina alfínustu villuna í gömlu Reykja- vlk, svo vitnað sé til orða Guðjóns Friðrikssonar sagnfræðings í bókinni Indæla Reykjavík. Eigendur hússins, i þessu tilfelli Reykjavíkurborg, ákváðu að leita eftir tilboðum I húsið. Þegar umslögin voru opnuð kom i ljós að hæstbjóðandi var Guðjón Már Guðjónsson, forstjóri og stofnandi OZ, og var hann fús til að greiða 70 milljónir fyrir húsið. Ekki ætlar Guðjón þó að búa i hús- inu heldur stofna sérstakt félag, Esju- berg, um rekstur þess og serja þar á stofn frumkvöðlasetur fyrir börn. Sam- kvæmt hugmyndum Guðjóns verður setrið nokkurs konar skóli fyrir 20-25 börn á aldrinum 11-18 ára og miðað við lýsingar á starfi og markmiðum setursins er því ætlað að vera nokkurs konar uppeldisstöð fyrir tölvuforritara því megináherslan verður lögð á skap- andi hugsun í tengslum við tólvur og tækni með það fyrir augum að afrakst- urinn nýtist atvinnulífinu sem best. Starfsemin verður fjármögnuð með framlógum fyrirtækja, einstaklinga og annarra sem styðja vilja málefhið. Obenhaupt stakk af Með þessu má segja að Guðjón bæti í safh sitt af merkum húseignum en fyrir átti hann hlut I tveimur öðrum merkum húsum I hjarta gömlu Reykjavikur. Esjuberg var teiknað af Einari Er- lendssyni, húsameistara I Reykjavík, og byggt á árunum 1915-16 fyrir stór- kaupmanninn Obenhaupt sem þá rak heildverslun og ýmis viðskipti í Reykjavík. Upphaflega hét húsið Villa Frieda og þótti þá eins og nú eitt hið fallegasta og glæsilegasta íbúðarhús bæjarins. Obenhaupt varð ekki þaul- sætinn I Villa Frieda því fáum árum eftir að byggingu þess lauk hvarf hann skyndilega af landi brott og seldi húsið Ólafi Johnson stórkaupmanni sem var Esjuberg, sem áður hýsti Borgarbókasafnið í Reykjavík Þetta hús eignaöist Guðjón i útboði á dögunum og greiddi að sögn 70 milljónir fyrir. Hér er meiningin að reka frumkvöðlasetur fyrir börn sem er hin athyglisverðasta hugmynd. annar stofnenda O. Johnson&Kaaber. Ólafur nefndi húsið Esjuberg, eftir samnefhdri bújörð á Kjalarnesi sem var fæðingarstaður móður hans. Ólaf- ur seldi húsið síðar enn einum heildsalanum, Árna Jónssyni, en hann seldi það Borgarbókasafhi Reykjavík- Einar Erlendsson: Óþekkti snillingur- inn Einar Erlendsson (1883-1968) var menntaður húsameistari frá Kaupmannahöfn. Hann starfaði mjög náið með tveimur þekktustu arkitektum íslenskrar byggingar- sögu. Fyrst með Rögnvaldi Ólafs- syni og síðar Guðjóni Samúels- syni. Guðjón var húsameistari rik- isins frá 1919 til 1950 og allan þann tíma var Einar fulltrúi hans. Hann fékk tækifæri til þess að feta I fótspor meistarans og gegndi embætti húsameistara ríkisins 14 ár eftir lát Guðjóns uns hann lét sjálfur af störfum vegna aldurs. Einar teiknaði tvö af þeim hús- um sem hér eru til umræðu, bæði Esjuberg við Þingholtsstræti og Snorrabraut 54. Einar teiknaði mörg merk hús sem setja svip sinn á Reykjavík og nægir að nefna Hjálpræðisherinn, Frí- kirkjuveg 11, Skðlabrú 1, Hafnar- Elnar Erlendsson Var nánast alla starfsævi sína að- stoöarmaður Guðjóns Samúels- sonar, frægasta arkitekts íslands. stræti 5, 10-12 og 19 og Ausrur- stræti 14 (Kaffi París). Mörg önnur íbúðarhús eru byggð eftir teikningum Einars og þeir eru til sem telja að hann hafi ekki haft síðri hæfileika á sviði arkitektúrs en þeir sem meira þekktir hafa orðið. -PÁÁ ur árið 1952 og þar voru hófuðbæki- stöðvar safhsins þar til snemma á þessu ári. Guöjón í Næpunni Guðjón Már býr sjálfur I einkar söguríku húsi rétt við miðbæ Reykja- víkur. Þetta er húsið á Skálholtsstíg 7 sem hefur áratugum saman gengið undir gælunaminu Næpan. Þetta hús lét Magnús Stephensen landshöfðingi byggja árið 1903. Ekki er tekið fram I heimildum hver hafi teiknað það en húsameistari við bygginguna var Magnús Th. S. Blöndahl sem síðar varð þekktur útgerðarmaður og at- hafhamaður. Á þessum tlma teiknuðu húsameistarar yflrleitt byggingar sem þeir voru skráðir fyrir og því líklegt að Magnús hafi teiknað húsið. Það sem setur hvað mestan svip á húsið er sérstæður turn sem menn geta sér til að hafi átt að minna á kalífahatta úr Austurlöndum nær og leiða anda manna til framandi slóða. Sú varð ekki raunin því hálfsvangir Reykvíkingar I upphafi aldarinnar sáu ekkert nema líkingu við alþekktan rót- arávöxt, næpuna og það viðurnefhi hefur loðað við húsið síðan. í Næpunni sjálfri er lítið turnher- bergi sem Magnús Stephensen lands- höfðingi er sagður hafa notað til stjörnuskoðunar á heiðsklrum síð- kvöldum. Húsið á sér fjölbreytta eig- endasögu en á kreppuárunum rak Náttúrulækningafélag íslands þar mötuneyti sem Theódór Friðriksson gerði ódauðlegt með lýsingum sínum. Á stríðsárunum tóku Bretar husið her- skildi og höfðu þar bækistöðvar sinar Heimavöllur OZ er í þessu 70 ára steinhúsi við Snorrabraut Þetta hús var reist á árunum 1929-34 yfir starfsemi Mjólkursamsöl- unnar en þá þótti mönnum að mjólkurframleiðsla væri ein mikilvæg- asta atvinnugrein landsins. Nú grúfa menn sig yfir hugbúnaðargerð og tölvugrúsk í þessari gömlu mjólkurstöð og vitnar sú staðreynd um breytta atvinnuhætti. og var Næpan þá orðlógð fyrir lifleg veisluhöld. Eftir strlð komst húsið fljótlega I eigu Menningarsjóðs sem þar hafði skrifstofur sinar og þar var vélað um útgáfu margra merkra bóka. Hver á hvab? Um hríð hafði Listasafh íslands yfir- ráð yfir húsinu en árið 1998 komst það í eigu auglýsingastofunnar Mátturinn og dýrðin sem hefur bækistöðvar sínar á neðstu hæð hússins. Mátturinn og dýrðin er reyndar I opinberum plöggum skráð einn eig- andi hússins en Júlíus Þorfinnsson, annar eigenda, sagði það ekkert laun- ungarmál að Guðjón Már hefði frá upphafi verið eigandi að riflega helm- ingi hússins eða 2. og 3. hæð þess, sam- tals 251 fermetra. Guðjón Már vildi ekki koma í viðtal í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.