Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2000, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2000, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000 31 I>V Helgarblað Reykjavík: Fórnarlamb forræðisdeilu Hallgrímur Helgason skrifar Þegar maður kom heim úr sveit- inni í gamla daga var alltaf spenn- andi að sjá hvað hafði gerst í bæn- um á meðan sólin skein í Skaga- firði. Spennandi að sjá hvernig borgin hafði breyst. Eitt haustið var búið að byggja nýja brú yfir Elliðaár, annað var komið nýtt íþróttahús við skólann, hið þriðja var búið að gera nýja höfn. Osfrv. Ég var útí Hrísey í sumar. Þegar ég kom aftur suður sá ég enga breytingu. Það bólaði enn ekki á húsi uppúr grunn- unum í Grafarholti, engin var sjáan- leg Sundabraut, flugvöllurinn enn á sínum stað, Geldinganesið stóð óhreyft og öll gatnamót ennþá á einni hæð og engar nýjar byggingar risnar nema nýju hallirnar Ríkis- lögreglustjóra og Sáttasemjara og Pulsu-Plánetan í Austurstræti. Jú, það var búið að gera strönd í Naut- hólsvík, færa Borgarbókasafnið og stöðumælarnar tóku nú tíkalla. Það var allt og sumt. Ég þurfti að keyra suður í Smára til þess að sjá hvar hlutirnir eru að gerast. Til þess að láta eitthvað koma mér á óvart. Á síðustu tíu árum hefur Reykjavík breyst úr Tromsö í Amsterdam. Það hefur gerst þrátt fyrir stefnu borgaryfirvalda. Það eru einstaklingarnir sem hafa breytt þessum bæ i borg. Við sem kusum R-listann á sínum tíma gerð- um það með nokkrum efa: Við skulum gefa stelpunum séns en ætli þær séu nógu fram- kvæmdaglaðar, nógu framsýnar? Sá efi nagar okkur sífellt meir þar sem við bíðum í 30 bíla röð á öllum ljós- unum í bænum. Eftir sex ára valda- setu R-listans koma þessi afrek helst upp í hugann: Menningarnótt og Menningarborg. Engin stórverk, Sviösljós O.J. Simpson: Játaöi morðið fyr- ir kærust- unni - deyr innan þriggja ára Hinn fyrrum geðþekki O.J. Simp- son, sem margir vilja einungis muna eftir út Naked Gun-myndun- um, er enn í sviðsljósinu vegna morðsins á Nicole Simpson og Ron Goldman. Nýjasta fyrrverandi kærasta O.J., Christine Prody, segir að hann hafi játað fyrir sér að hann hafi drepið skötuhjúin. Hún segir enn fremur að O.J. kenni Nicole um hvernig fór þar sem hún „hafi gert hann brjálaðan". Að sögn Christine fór hann oft yfir atburði hins af- drifaríka kvölds með nákvæmni sem einungis morðinginn sjálfur gæti búið yfir. Christine segir að OJ hafi neytt hana til að gangast undir tvær fóst- engar hugmyndir, engin framtíðar- sýn. R-listinn hóf feril sinn með því að jarða hina góðu hugmynd um Listamiðstöð á Korpúlfsstöðum, með hjálp háværra og litilsigldra misindislistamanna sem öfunduðu Erró. Það var vist of dýrt að gera upp Korpúlfsstaði. Samt ér búið að þvi núna. Nú eru þar golfskáli og barnaskóli og börnin koma heim úr skólanum á hverjum degi með kúlu á hausnum. Þessi sparnaðarráðstöf- un virtist slá tóninn. í Kópavogi ris nú „stærsta verslunarhús á ís- landi". Keflvíkingar eiga „stærsta íþróttahús á íslandi" og Hafnfirð- ingar eru að reyna að hafa af okkur Listaháskólann. Hvar er hið marg- umtalaða Tónlistarhús? Hin marg- umdeilda Sundabraut? Hvenær fáum við að flokka ruslið okkar? Og hvað er að gerast í hinu mikla hitamáli síðustu kosninga; Geldinganesinu? Þar voru kjósend- O.J. Simpson. ureyðingar en hann vilji ekki viður- kenna þá fyrri því hann sé snilling- ur í að loka af óþægilegar minning- ar. Enn fremur segir Christine að O.J. muni deyja innan þriggja ára vegna nýrnaveiki. Skemmst er hins vegar frá því að segja að O.J. Simpson neitar öllu - að venju. Hola í höf ði Ef þú ætlar að leika golf með Samuel L. Jackson skaltu vera með hjálm. Það er alltént reynsla stað- gengilsins Rays Nicholas sem lék at- riði i nýjustu kvikmynd Samuels, The 51st State, en tökur stóðu yfir í Liverpool þegar staðgengillinn varð fyrir áfallinu. Samuel og Ray voru búnir að undirbúa atriöið þar sem Samuel sveiflar járni fimm en allt kom fyr- ir ekki. í sveiflunni lenti kylfan í höfði Ray og spretti upp skinni hans eina fimm cm. Ray fór á sjukrahús en áverk- arnir voru ekki miklir. Leikstjór- inn sagði að Samu- el hefði verið mun meira miður sín en Ray, sem er kannski skiljanlegt þar sem hann var með fulla meðvitund en ekki Ray. ur hafðir að fiflum. Fyrir tveimur árum eyddum við góðum parti úr sunnudegi til þess að setja okkur inn i það mál - höfn eða ekki höfn í Geldinganesi? - mál sem siðan hef- ur verið í hafsauga. Nýlega kom fram að í Reykjavík hafi ekki verið byggt jafn lítið á þessu ári siðan 1956. Við hverja lóð sem auglýst er standa 100 manns í biðröð. í miðju góðærinu ríkir stöðnun í Reykjavík. Við finnum það best í hundrað bíla röðinni við ljósin á mótum Miklu- og Kringlu- mýrarbrautar. Á meðan heldur R- listinn áfram að berja hausnum við steininn i sínum and-bílisma og trú- ir því enn að hægt sé að fá fólk í strætó. Um daginn var „Bíllaus dag- ur" í hófuðborginni. Aðalhvatamað- ur hans kom á sínum einkabíl í við- töl við fjölmiðla. Hvernig eigum við að geta haldið „Bíllausa daginn" heilagan eftir heilt sumar af „Strætólausum dögum"? (Liklega var sumarleyfi Strætisvagnanna mesta niðurlæging borgarmeirihlut- ans og gerði endanlega útaf við all- ar frekari tilraunir til þess að fá fieiri til þess „að nýta sér almenn- ingssamgöngur". Hvernig getur þetta fólk ætlast til þess að við för- um í strætó ef því tekst ekki einu sinni að fá fólk til að keyra þá?) Borgarfulltrúar benda á Ríkisstjórn og hún heldur að sér höndum í gatnaframkvæmdum í höfuðborg- inni í þeirri von að ókumenn kenni R-listanum um. í hverju borgarmál- inu á fætur öðru höfum við fylgst með stríði R-anna tveggja: R-lista og Ríkisstjórnar. Ingibjörg Sólrún og Davíð Oddsson eru líkt og fráskilin hjón og Reykjavík er barnið sem þau bítast um; fórnarlamb forræðis- deilu sem stendur stóreygt hjá og fylgist með rifrildi foreldra sinna og R-listinn hófferil sinn með því að jarða hina góðu hugmynd um Lista- miðstöð á Korpúlfsstöð- um, með hjálp háværra og lítilsigldra misindis- listamanna sem öfund- uðu Erró. Það var víst of dýrt að gera upp Korp- úlfsstaði. Samt er búið að því núna. Nú eru þar golfskáli og barnaskóli og börnin koma heim úr skólanum á hverjum degi með kúlu á hausnum. fær ekki nýja strigaskó af því að pabbinn neitar að borga meðlögin og mamman er of bissý að öskra á hann til þess að sinna því. „Farðu út að leika þér" er það eina sem þau geta sagt og Reykjavík fer út að leika sér á þessari litlu rönd sem hún hefur tÚ sinna afnota, þessari mjóu rönd á milli hins ofbyggða Smára og hins óbyggða Geldinga- ness. Og skilnaðarbarnið endar há- grátandi niðrí Hafnarstræti (sem Strætó breytti í Rónastræti á ný) með hjólabrettið í annarri hönd og heimtar að komast inn á Maxims. Þar fornar súlur flutu á land, nú fletta þar klæðum eistneskar meyj- ar. Kannski er verkurinn sá að vesturbæingarnir Davið og Ingi- björg hafa bara aldrei komið inní Bílafenin og uppá Kringlumýrar- braut á háannatíma. Það eru ekki allir sem geta „skil- ið bílinn eftir heima" og gengið til vinnu niður í Ráðhús eða látið bíl- stjórann rúlla sér niður í Kvos og heim aftur. Á undanförnum árum hefur Reykjavík sprungið út. Á næstu árum mun hún springa. Er ekki kominn tími til að foreldrarnir láti af sinni forræðisdeilu og fari að hugsa um barnið sitt? Við bíðum og vonum, í 200 bíla röðinni við gatna- mót Miklu- og Snorrabrautar. Samuel L. Jackson. ^Lptíkiqessai) í Perluqqi 20. '22. október Eftirtalin fyrirtæki hafa tekið höndum saman uin að kynna antík á Islandi: !AlftíkIfÚ8Íð, Skölavörðustíg, 8.698 7278 írOftíkiQuifir, filapparstíg, « 886 8177 aijtikljúggögpQ, Gili, Ejalarpcsi, 8.892 3041 Ömiqn^tík, Hvcrfiagötu, 8.695 798S Gnðnfuifdur Henqaiwssoi?, úrra?., ©æjarlij}d, 8. 554 7770 Sýnirigin er opin frá kl. 11-18:30 Sölusýning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.