Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2000, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2000, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000 Helgarblað I>V Nýtt námskeið fyrir konur um kynlíf: Kynlíf er leikur fullorðna fólksins Hiukrunarf ræðingarnir Ragnheiður Eiríksdóttir og Helga Harðardóttir eru að bvrja með kynlífs- námskeið fvrir konur í nóvember. Þar verður konum kennt allt um siálfar sig sem kvnverur. kyn- hlutverkið. kvnlífsleikföng og ekki síst farið í fullnægingu. sem er að þeirra sögn eitthvað sem margar konur hafa aldrei upplifað þrátt fvrir margra ára kynlíf. „Námskeiðinu má líkja viö mat- reiðslunámskeið, fólk fer á slík námskeið til að læra að meðhöndla „hráefnið", sem er í þessu tilfelli líkaminn, og fá krydd í tilveruna með nýjum og spennandi uppskrift- um, auk þess að öðlast sjálfstraust til að þora að gera tilraunir í sínu „tílraunaeldhúsi"," segir hjúkrun- arfræðingurinn Helga Harðardóttir, en hún stendur ásamt stöllu sinni úr sömu starfsstétt, Ragnheiði Ei- ríksdóttur kynlífspistahöfundi, fyrir námskeiði sem hlotið hefur nafnið konur og kynlíf. Eins og nafnið gef- ur til kynna er námskeiðið einungis fyrir konur og fjallar um kynlíf í sinni víðustu mynd. Alllr í fötunum Það hefur lítið farið fyrir nám- skeiðum er varða kynlíf hér á landi, en þó rámar líklega einhverja í námskeiðin sem kynlífsfræðingur- inn Jóna Ingibjörg hélt hér á landi fyrir 10 til 15 árum. Námskeiðið sem þær Ragnheiður og Helga ætla að halda verður þó með allt öðru sniði en það. „Við erum engir töframenn, við ætlum ekkert að galdra fullnæging- ar í þessar konur. Þetta er sjálfs- hjálparnámskeið þar sem við kom- um með ákveðin innlegg og þekk- ingu sem við teljum skipta máli. Námskeiðin byggjast mikið á þátt- töku allra sem eru í hópnum en þó erum við ekki að biðja fólk um að segja reynslusögur af sjálfu sér heldur að það sé með í umræðun- um. Síðan erum við með æfingar sem snúast aðallega í kringum slök- un og öndun og heimaverkefni," út- skýrir Ragnheiður og tekur það skýrt fram að það þarf enginn að fara úr fötunum á námskeiðunum hjá þeim. Allir geta fengiö fullnægingu Meðal þess sem tekið verður fyrir á námskeiðinu eru efni eins og: lif- fræði kynfæranna, langanir og þarf- ir í kynlífi, G-bletturinn, grindar- botnsþjálfun og kynlífsleikföng, svo fátt eitt sé nefht. Einnig verður far- ið i það hvernig ná á fullnægingu, en að sögn þeirra Ragnheiðar og Helgu er fullnægingarvandi eitt- hvað sem margar konur glíma við. „Markmiðið með námskeiðunum er ekki að þáttakendur fái fullnæg- ingu en við vonumst til að þær kon- ur sem eiga í fullnægingarvanda geti hugsanlega fengið einhverja hjálp við sínum vanda á námskeið- inu. Það er hins vegar ekki til neitt ákveðið töfralyf sem maður tekur inn til þess að fá fullnægingu, þetta er spurning um að ala kynvitundina og virkja orkuna sem við búum yfir og nýta okkur hana til góðs," segir Helga og bætir við að það sé alls enginn skömm að hafa aldrei upplif- að fullnægjingu. „Nei, það er sko ekkert skammar- legt að vera kona sem hefur ekki enn upplifað fullnægingu, því það er ekkert sem segir að konan sem hef- ur ekki fengið fullnægingu eigi aldrei á ævinni eftir að geta það. Þetta er samt mál sem er mjög erfitt að taka á fyrir þessar konur. Gróð- inn af því getur hins vegar orðið ómetanlegur, svo að við hvetjum all- By *'< f ^im^ rW HP' Ragnhelður Elríksdóttirr og Helga Haröardóttir standa fyrir fullnægingarnámskeiði fyrir konur. Þær segja að enginn þurfi samt aö fara úr fötunum á namskeiðlnu. ar til að reyna, hvort sem það er með hjálp námskeiðsins okkar eða heima í næði," segir Ragnheiður. „Það má fullyrða að allar konur hafi einhvern tímann fengið full- nægingu, a.m.k. í svefni. Fullnæg- ing er eitthvað sem allar konur eiga aö geta upplifaö líffræðilega séð, en hitt er annað mál að konur skamm- ast sín gjarnan fyrir það að njóta ekki kynlífs almennt, því það er jú talið normið. Alvarlegast er þegar konur eru að stunda kynlíf án þess að njóta þess og e.t.v. kunna ekki leiðir til að fá fullnægingu. Þá er hætta á að konur fari í algjört þókn- unarhlutverk gagnvart makanum og leiðast jafnvel inn á brautir upp- gerðar, sem er hið versta mál," seg- ir Helga. Að hennar mati er það eina sem gildir í þessu sambandi að opna um- ræðuna og gera konum ljóst að það er ekkert sjálfgeflð varðandi kynlíf og aldrei hægt að búast við því að allir hafi sams konar hvatir og reynslu. „Hver og einn á sér sín norm alveg óháð því hvað öðrum fmnst vera normal. Við vonumst til að geta leiðbeint einmitt þessum konum en viljinn verður að sjálf- sögðu að vera til staðar, það er al- gjört skilyrði," segir Helga. Þörf fyrir kynfræðslu Að sögn þeirra Helgu og Ragn- heiðar finnst þeim miklu vera ábótavant hvað varðar kynllfs- fræðslu almennt í þjóðfélaginu. „í gegnum starf mitt sem hjúkr- unarfræöingur og kynlífspistlahöf- undur hef ég fundið mikla þörf og rétt eins og konur þurfa að læra brjóstagjöf, það er ekki meðfætt, þá verða þær einnig að læra á sig í sambandi við kynlífið," segir Ragn- heiður, en víða erlendis er boðið upp á alls konar námskeið er varða kynlif. Þær hneykslast báðar á.því hve lítil kynfræðsla er í boði fyrir ung- linga í dag og hafa áhyggjur af því hvert sú þróun stefnir. „Þjóðfélagið er orðið opnara fyrir kynlífi og börnin verða meira fyrir » Auðvitað má flissa að ákveðnu marki, þar sem kyrilíf er leikur fullorðna fólksins, og auðvitað eigum við að hlœja og vera með galsa- gang þegar við leikum okkur." alls konar áreiti frá biómyndum, út- varpi, sjónvarpi, o.s.frv., en fá samt enga kynfræðslu í skólum eða bara heilbrigða umræðu um það hvað það er að lifa góðu kynlífi. Það sem þessir krakkar eru að sjá í fjölmiöl- unum eru alls ekki góðar fyrir- myndir. Foreldrar þessara krakka fengu ekkert betri fræðslu sjálf þeg- ar þau voru i skóla og eru því ekki í stakk búin að taka sjálf í taumana og fræða börnin sín," segir Helga og Ragnheiður heldur áfram: „Það er rosaleg pressa á konur að þær eigi að vera einhvers konar kynlífsdivur sem eru að springa úr kynólgu.Umræðan gengur út á það að allt sé svo rosalega sexý og aug- lýsingar í sjónvarpi eru yfirleitt hlaðnar kynferðislegum merkjum. Ef þú ert hins vegar einhleyp kona og sinnir þínu kynferði á einhvern hátt, sefur hjá eða stundar sjálfsfró- un, þá ertu samt líka litin horn- auga, sérstaklega ef þú ert að sofa hjá, þá ertu bara kölluö dræsa, þannig að þetta eru mjög tvöföld skilaboð. Þetta eru mjög slæm skilaboð fyr- ir allar konur, ekki síst ungar stelp- ur, sem hafa sínar fyrirmyndir ekki frá foreldrum sínum heldur bara úr fjölmiðlum. Þær eiga að vera í wonderbra með beran maga og eins sexý og Britney Spears en mega svo ekki sinna sinni kynhvöt án þess að vera álitnar druslur. Þetta er heil- mikið mál," segir Ragnheiður og bætir við að þær Helga vonist til þess að fá konur sem eru uppalend- ur á námskeiðið þar sem þær geta styrkt sjálfsmynd sína og geta þar af leiðandi frekar miðlað á eðlUegan hátt upplýsingum til barna sinna. Lika fyrir einhleypar Námskeiðið segja þær stöllur að sé jafnt fyrir konur sem eru í sam- bandi sem og þær sem eru á lausu, enda krefjist heimaverkefnin þess ekki að þátttakendur hafi kynlífsfé- laga til staðar. „Ég er ekki í sambandi en samt hef ég alveg fullan rétt á því að vita ýmislegt um mitt kynferði og þróa mína kynvitund á jákvæðan hátt og fá fullnægingar eins og vindurinn," segir Ragnheiður og segir að þær spyrji þátttakendur hvorki út í kyn- ferði né hjúskaparstóðu. „Ég held að það sé allt of algengt og alveg týpískt fyrir konurnar að spyrja hvort maðurinn megi ekki vera með, enda eru þær alltaf svo fórn- fúsar og umhyggjusamar. Nú viljum við hins vegar að konur hugsi bara um sjálfar sig og séu svolítið eigin- gjarnar, enda gera þær allt of lítið af því," „Á námskeiðinu fá konur leyfi til að tala um kynlíf á opinn, heiðarleg- an og heilbrigðan hátt án þess að vera dæmdar og án þess að það sé nokkur skömm eða asnalegheit í kringum það," segir Helga. „Auðvitað má flissa að ákveðnu marki, þar sem kynlíf er leikur fuU- orðna fólksins, og auðvitað eigum við að hlæja og vera með galsagang þegar við leikum okkur," bætir Ragnheiður við. En er þetta námskeið þá einungis fyrir konur sem upplifaö hafa slœmt kynlíf? „Nei, síður en svo. Kynlífið er frumþörf sem hefur verið bæld nið- ur þannig að hver og einn getur kannski komist á örlítið hærra stig með hjálp svona námskeiðs," segir Ragnheiður að lokum, en allar nán- ari upplýsingar um námskeiðið er að finna á heimasíðunni www.mandala.dk/gaia/konurog- kynlif.shtml. -snæ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.