Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2000, Blaðsíða 57

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2000, Blaðsíða 57
LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000 65 DV Tilvera lyndbandagagnrýni Beirsg John MaEkovich ••• I hausn um á Malkovich Það er ekki oft sem leikstjórar byrja svona vel. Spike Jonze er reyndar enginn græningi, hefur leikstýrt auglýsingum og tónlistar- myndböndum og er inni á gafli í Hollywood, enda giftur dóttur Francis Fords Coppola. En hvílík hugmynd! Leikbrúðustjórnandi finnur dyr inn í huga leikarans Johns Malkovich og fer aö selja að- gang en á meðan verður samstarfs- kona hans ástfangin af malkóvískri likömnun eiginkonu hans. Frum- legri söguþráð hef ég ekki séð lengi. Myndin er ekki gallalaus. Hún tapar svolítið tempóinu á köflum og persónusköpunin er svolítið yfir- borðskennd. Engin af persónunum er neitt sérstaklega aðlaðandi og í raun eru þær allar fremur ógeðfelld- ar. Myndin fer samt ansi langt á styrkleika sínum sem er sá að hún er frumlegri í hugsun en flest annað á hvíta tjaldinu. Hugmyndaauðgin í sögunni er slik að maður er alltaf spenntur yfir því hvað gerist næst. Þótt myndin sé misfyndin þá er hún alltaf jafn sniðug. Svo er John Cusack auðvitað klassaleikari (og ótrúlega hittinn á ferskar og skemmtilegar myndir) og hann býr til alveg sérstaklega aumkunarverð- an lúða í leikbrúðustjórnandanum sem fer síðan yfir um í mikil- mennskubrjálæði. -PJ Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Spike Jonze. Aðalhlutverk: John Cusack, Cameron Diaz og Catherine Keener. Bandarísk, 1999. Lengd: 112 min. Bönn- uö innan 12 ára. Kross- ferd leigubílstjóra Ekki er gaman að horfa á myndir sem eru of augljósar en öllu verra er þó ef þær eru óskiljanlegar. Sumar myndir geta þó verið ansi skemmti- legar, þótt maður skilji lítið i fram- vindunni, og Animals er þannig mynd. Tim Rofh gerir alltaf persónur sínar athyglisverðar og hann er reffilegur að vanda í hlutverki lífs- leiðs leigubílstjóra sem misst hefur alla trú á mannfólkinu. Það fer að breytast þegar þrir franskir gaml- ingjar stiga upp í bílinn hans og senda hann í krossferð til að finna ástina. Fleiri fínir leikarar en Tim Roth eru þarna, þ. á m. Mickey Rooney í kostulegu hlutverki í upphafsatrið- inu, og Frakkarnir eru allir skrýtn- ir og skemmtilegir fýrar. Skemmti- legar persónur og hugmyndarík at- burðarás gera þetta að ánægjulegri mynd þótt oft sé erfitt að átta sig á henni. Segja má þó að hún fjalli um andlegt ferðalag a la Dead Man eftir Jim Jarmusch, og ferðalagið er í gegnum staði og atburði sem eru eins og klipptir út úr mynd eftir Emir Kusturica. Súrrealismi, skemmtileg tónlist og seiðmögnuð kvikmyndataka eyðimerkurlands- lagsins krydda þessa ágætu mynd sem hefði hugsanlega verið frábær ef hún hefði verið skiljanleg. -PJ Útgefandi: Háskolabíó. Leikstjðrt: Micli- ael Di Jiacomo. Aoalhlutverk: Tim Roth og Mili Avital. Bandarísk, 1998. Lengd: 115 mfn. Bönnuö innan 16 ára. Stjörnubíó sýnir Loser: Lúöinn Nördinn Paul Tannek Jason Biggs leik- ur titilhlutverkið í Loser. Stjörnubíó frumsýndi í gær gam- anmyndina Loser sem einn fárra kvenleikstjóra í Hollywood, Amy Heckerling, leikstýrir. Myndin sem hefur einnig smákeim af rómatik segir frá tveimur persónum sem trúa á sjálfa sig og ákveða að snúa til baka frá fólki sem hefur notfært sér þær. Paul Tannek (Jason Biggs) er námfús nemandi i háskólanum í New York. Hann er góðhjartaður en svolítið aulalegur í útliti og klæða- burði. En svo hittir hann Dóru (Mena Suvari) sem verður drauma- stúlkan i lífi hans. Eini gallinn er að hún er hrifin af bókmenntakennara sinum, Edward Alcott (Greg Kinne- ar). Dóra er hræðilega blönk og því í slæmum málum þar sem hana vantar nýjan samastað. Paul leyfir henni að gista hjá sér og á móti fær hann leiðsögn i klæðaburði. En það sem meira er, þau falla fyrir hvort öðru og sýna þeim i tvo heimana sem hafa gert grin að þeim. Já, „lúð- ar" geta stundum haft heppnina með sér. Aðalleikararnir Jason Biggs og Mena Suvari hófu bæði ferð sína upp á stjörnuhimininn í hihni vin- sælu kvikmynd, American Pie. Biggs hefur síðan leikið í Boys and Girls sem nýlega var sýnd í kvik- myndahúsum í Reykjavík. Nýverið lauk hann við að leika í Saving Silverman. Þá er hann mótleik- ari Jessicu Lange og Christinu Ricci í Prozac Nation sem ekki er farið að sýna enn. Mena Suvari hefur verið á enn meiri hraðferð en Biggs eftir frammistöðu sína í American Beauty þar sem hún lék stelpuna sem heillaði Kevin Spacey. Hún er með mörg verkefni í takinu enda mjög eft- irsótt. Næstu tvær myndir sem við sjá- um hana í eru Sug- ar and Spice og Live Virgin. Amy Heckerling á farsælan feril að baki þó hún hafi að- eins leikstýrt átta kvikmyndum á tuttugu og þremur árum. Sú kvikmynd sem vakti at hygli á henni var Fast Times at Ridgemont High sem gerð var 1982. Þar kynnti hún til sögunnar Sean Penn, Judge Rein- hold, Anthony Edwards, Eric Stoltz, Forest Whitaker og Jennifer Jason Leigh, unga leik- ara sem áttu eftir að gera það gort. Vin- sæl- ustu kvik- mynd- ir hennar hingað til eru Look Who's Talking og Clueless. -HK Frumsýningar um helgina í Bandaríkjunum: Drengur sem vill gera mann kynið betra Það verður barist um áhorfendur í Bandaríkjunum þessa helgi eins og flestar aðrar. Líklegust til að ná til flestra er gamanmyndin Bed- azzled sem er endurgerð eldri myndar frá 1984 sem hafði þá félaga Dudley Moore og Peter Cook í aðal- hlutverkum sem Satan og fórnar- lamb hans. í nýju útgáfunni hefur Satan verið breytt í kvenmann og það er þokkagyðjan Elizabeth Hurley sem leikur myrkrahöfðingj- ann. Hefur hún verið iðin við kol- Pay It Forward Helen Hunt Hayley, Joel Osment og Kevin Spacey í hlutverkum sínum. ann að kynna myndina að undan- förnu og ekki sparað stóru orðin. Minna hefur farið fyrir mótleikara hennar, Brendan Fraser, enda hefur hann ekki verið jafh tiður gestur á síðum slúðurblaðanna og Hurley. Það er einnig meira í húfi fyrir Hurley en Fraser, sem stendur á styrkum stoðum í Hollywood, og er Bedazzled sjálfsagt siðasta tækifæri Hurley til að láta taka sig alvarlega sem leikkonu. Fyrri myndin var einstaklega skemmtileg og nú er bara að sjá hvort Harold Ramis, sem leikstýrir myndinni, get- ur endurtekið leikinn. Sú mynd sem mun líklega veita Bedazzled harða keppni og jafnvel verða vinsælli er Pay It Forward, sem Mimi Leder (Deep Impact) Bedazzled Elizabeth Hurley og Brendan Frazier í hlutverkum Satans og Elliots. leikstýrir. Þar leiða saman hesta sína Haley Joel Osment, ungi dreng- urinn, sem fékk óskarstilnemingu fyrir leik sinn í Sixth Sense, og ósk- arsverðlaunahafinn Kevin Spacey, í mynd sem fjallar um dreng sem tek- ur alvarlega samþykki kennara síns um að hann megi gera jörðina að betri stað til að lifa á. Helen Hunt, annar óskarsverðlaunahafi leikur móður hans. Af öðrum myndum, sem frumsýndar eru um helg- ina, má nefna nýjustu kvik- mynd Spikes Lees, Bam- boozled, Requiem, nýja mynd frá Darren Ar- onofsky (Pi), sem var gestur á Kvikmynda- hátíð i Reykja- vík í fyrra, og svo hefur ver- ið flikkað upp á Hong Kong-mynd frá árinu 1994, The Legend of a Drunken Master, með Jackie Chan í aðalhlutverki. Um að gera að mjólka kúna meðan hægt er. Bam- boozled og Requiem eru báðar for- vitnilegar myndir. Spike Lee tekur á sjónvarpsiðnaðinum í mynd sinni og Aronofsky fjallar um hóp eitur- lyfjaneytenda sem þráir betra líf. -HK CHAIRMAN (Forysta) Tæknilega yel hönnuð Vönduð og sterk hjól Örugg og sterk bremsa 1 árs ábyrgð íslenskar leiðbeiningar Hjólin eru tæknilega vel hönnuð úr hágæða-flugvélaáli CHAIRMAN (Forysta) er fremsta hjélið á markaðnum Ldag. Ymsir aukahlutir: Glær dekk \íA^ %f ftj A. Lituð dekk I •f^Ljósadekk Höldur Höldur í lit Töskur UPAHJÓLAAUKAHLUTIR , VERKSTÆÐI "UPAHJÓ ABUÐIN IABRAUT 2 2 - SÍMI 561 51 H
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.