Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2000, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2000, Page 11
11 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 __________________________________________ I>V Skoðun Metnaður, mark- mið og samkeppni Ekkert viröist geta komið í veg fyr- ir sameiningu ríkisbankanna, Búnaö- arbanka og Landsbanka, nema þá Samkeppnisstofnun. Ég er einn þeirra sem hafa haft miklar efasemdir um réttmæti þess að sameina bankana, ekki vegna þess aö samruni sé ekki skynsamlegur út frá viðskiptalegum sjónarmiðum heldur hvernig staðið er að ákvörðun um að renna saman tveimur bönkum sem eru að meiri- hluta í eigu ríkisins. í leiðara DV 14. október síðastlið- inn var því haldið fram að ríkisstjóm Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks væri á villigötum í málefnum ríkisviðskiptabankanna. Margt bend- ir raunar til þess að innanhússvand- ræði á framsóknarheimilinu hafi neytt ríkisstjómina til að beygja af leið og velja versta kostinn i enda- lausri viðleitni tO hagræðingar á ís- lenska fjármálamarkaðinum. í áður- nefndum leiðara sagði meðal annars: „Sameining Landsbanka og Búnaðar- banka þjónar engum hagsmunum öðr- um en ríkissjóðs og gengur gegn anda og tilgangi samkeppnislaga. Ákvörð- un um að knýja fram samruna bank- anna endurspeglar aðeins úrræða- leysi og fáheyrt getuleysi í einkavæð- ingu rikisfyrirtækja á samkeppnis- markaði. Réttlæting ríkisstjórnarinnar fyrir samrana bankanna er hvorki trúverð- ug né rökrétt. Þegar því er haldið fram að hærra verð fáist fyrir samein- aðan banka en fengist ef Búnaðar- bankinn og Landsbankinn væm seld- ir sinn í hvoru lagi er langt seilst og byggt á miklum misskiiningi. Mark- mið með einkavæðingu ríkisfyrir- tækja er ekki að tryggja ríkissjóði hæsta mögulegt verð heldur að koma ríkinu út úr rekstri sem það á ekki að stunda og stuðla að aukinni sam- keppni og hagræðingu á markaði." Hagræöing nauðsynleg Ég hef átt þess kost að fylgjast náið með íslenskum fjármálamarkaði í lið- lega hálfan annan áratug, eða allt frá því að bankar fengu takmarkað frelsi til að ákvarða vexti. Framfarirnar á þeim 16 árum sem liðin era frá því að fyrstu skrefm til þróunar alvörufjár- málamarkaðar voru stigin eru stór- kostlegar - raunar mun meiri en flest- ir átta sig á, enda menn fljótir að gleyma gömlum og erfiðum tímum. Þróunin hefur verið rekin áfram af nýjum hugmyndum og ungu vel menntuðu fólki sem hefur fengið vind í seglin með auknu frjálsræði. Eignar- hald og yfirburðastaða ríkisins á fjár- málamarkaðinum hefur hins vegar hamlað þróuninni og komið í veg fyr- ir að nauðsynleg hagræðing næðist. Hægagangur við einkavæðingu rík- isbankanna hefur haft alvarleg efna- hagsleg áhrif. Sala á bönkum hefði ekki aðeins slegið á þensluna í efna- hagslífinu, þegar þess var mest þörf, heldur einnig hrint af stað uppstokk- un á íslenskum fjármálamarkaði sem heimili og fyrirtæki hefðu notið. Því miður fáum við að líkindum aldrei að vita hvort sameining Búnað- arbanka og Landsbanka - með handafli - er í raun hagkvæmasti kosturinn sem fyrir hendi er. Hvorki þær þúsundir hluthafa sem eru minnihlutaeigendur í ríkisbönkunum né aðrir fá að hafa áhrif á þróunina. Markaðurinn er gerður áhrifalaus - er tekinn úr sambandi af stjórnmála- mönnum sem í örvæntingu leita leiða út úr pólitískum ógöngum. Ekki mlkill metnaður Meginröksemdin að baki samruna Búnaðarbanka og Landsbanka er að með því aukist samanlagður hagnað- ur - arðsemi verði meiri en hún gæti annars orðið. í sameiginlegri yfirlýs- ingu frá bankaráðum bankanna segir að markmiðið sé að auka arðsemi, samfara lækkandi kostnaðarhlutfalli. Búnaðarbanka og Landsbanka hef- ur tekist misvel upp þegar kemur að kostnaði. Með sameinuðum banka er talið að kostnaðarhlutfallið lækki nið- ur fyrir 60% en það var á fyrri helm- ingi þessa árs 73,1% hjá Landsbank- anum og 76,5% hjá Búnaðarbankan- um. Á sama tíma var arðsemi eigin fjár Landsbankans 13,9% og Búnaðar- bankans 9,8%, en stefnt er að 15% arð- semi í hinum sameinaða banka. Á liðnu ári skilaði Búnaðarbankinn hins vegar 1.704 milljónum króna í hagnað fyrir skatta og Landsbankinn græddi 1.548 milljónir. Arðsemi fyrr- nefnda bankans 20% og þess síðar- nefnda 15,6%. Ljóst er af framansögðu að afkoma bankanna verður töluvert lakari á þessu ári en því síðasta, sem var raunar metár hjá báðum. Hitt er hins vegar augljóst að markmið um 15% arðsemi á komandi árum getur ekki talist metnaðarfullt og þegar hátt kostnaðarhlutfall er haft í huga er augljóst að bankarnir geta náð sama árangri hvor í sínu lagi og um leið lækkað vaxtamun og/eða þjónustu- gjöld. Kostnaður Landsbankans á síð- asta ári var nær 71% af tekjum. í þess- um efnum stóð Búnaðarbankinn sig mun betur og var raunar ekki langt frá því markmiði sem hinum samein- aða banka hefur verið sett. Um 61,4% tekna fóru í kostnað og lækkaði úr 68,5% árið á undan. „Bankaráð Landsbanka og Búnaðarbanka hafa orðið sammála um stefnu sem miðar að því að auka arðsemi eiginfjár í a.m.k. 15% á nœstu þremur árum. Stefnt verður að því að kostnað- arhlutfall lœkki á sama tíma niður fyrir 60%.“ Úr sameiginlegri yfirlýs- ingu bankaráða Búnað- arbanka og Landsbanka. Miðað við alla framsetningu og rök- stuðning bankaráðanna (sem eru að meirihluta skipuð fulltrúum rikisins) og viðskiptaráðherra má ætla að sam- eining sé forsenda þess að arðsemi af rekstri verði viðunandi í framtiðinni og að ekki sé hægt að draga úr kostn- aði í hlutfalli af tekjum á annan hátt. Hér er langt seilst í réttlætingu og ekki hægt að komast að annarri nið- urstöðu en að rökin haldi ekki vatni. Keppinauturinn Helsti keppinautur ríkisbankanna, Íslandsbanki-FBA, hefur í gegnum árin skilað mun betri árangri í rekstri en Búnaðarbanki og Landsbanki. Á liðnu ári nam hagnaður íslandsbanka (áður en Fjárfestingarbankinn og ís- landsbanki sameinuðust), alls um 2.015 milljónum króna fyrir skatta. Arðsemi eigin fjár var 26,4% og kostn- aðarhlutfallið var 62,7% og lækkaði úr 64,4% á milli ára. Með öðrum orð- um: arðsemin var mun meiri en rikis- bankarnir stefna að eftir sameiningu en kostnaðarhlutfallið er svipað og stefnt er að. í þessu sambandi er einnig vert að benda á að rekstrarkostnaður íslands- banka sem hlutfall af heildarfjár- magni var 3,6% á síðasta ári en var 4,2% árið 1998. Þetta hlutfall er annar ágætur mælikvarði á rekstarhag- kvæmni. í raun er alveg sama hvernig litið er á málið. Ekkert bendir til þess að sameining ríkisbankanna sé skyn- samleg að svo komnu máli. Mestu skiptir þó það sem bent var á hér í leiðara DV 12. október síðastliðinn: „Verkefni ríkisstjórnarinnar og Val- gerðar Sverrisdóttur viðskiptaráð- herra er ekki að knýja fram samein- ingu Búnaðarbanka og Landsbanka heldur fyrst og fremst að klára verk- efni sem þegar hefur verið hafið: að draga ríkið fyrir fullt og allt út úr rekstri á fjármálamarkaði en um leið að tryggja að eðlOeg samkeppni fái að njóta sín. Það væri furðuleg niður- staða ef viðskiptaráðherra, yfirmaður samkeppnismála, teldi það í samræmi við anda og tdgang samkeppnislaga að fækka leikendum á markaði með handaíli og tilskipunum." Skoðanir annarra Engar skuggahliðar Dauðinn mddar og það er hið fadega við dauðann að hann lætur skugga- hliðar mannsins hverfa í myrkri grafarinnar, skrif- aði Oehlenschláger í endurminningum sínum. Hvað Ingiríði drottningu áhrærir var engar skuggahliðar að sjá. Hún var sænsk prinsessa, Bernadotti, fædd til að vera drottning og þegar hún kom til Kaup- mannahafnar árið 1935 var hún enn sænsk. Það var hún ekki lengur við dauða sinn - já, hún hafði ekki verið það lengi. Hernámið gerði hana að Dana af lífi og sál og dimm og fadeg rödd hennar mun lengi hljóma sem sjálfur kjarni danskrar tungu. Hún hafði td að bera virðingu og hún gerði engan mun á því að vera og þykjast. Hún var drottning - kannski sú síð- asta sem við eignumst. Dóttir hennar, Margrét drottning, er einnig drottn- ing en hún hefur barist fyrir virðingu sinni með meiri afleiðingum og með skerfi sem hefur verið bæði sýndegur og fadegur. Það hefði Ingiriður drottn- ing ekki leyft sér. Vandi fylgir veg- semd hverri, eins og segir í titli bókar eftir tengdason hennar, Hinrik prins.“ Úr forystugrein Politiken 8. nóv- ember. Sýnum þolinmæði „Erfitt er að hugsa sér skýrari stað- festingu á þeirri einfóldu kennisetn- ingu lýðræðisins, sem fékkst við at- kvæðatalninguna kosninganóttina löngu í Bandaríkjunum, um að hvert einstakt atkvæði, hver einstök mann- eskja skiptir máli. Og jafnmiklu máli. Nú verður heimurinn að sýna sömu þolinmæði og Bandaríkin áður en við fáum að vita hvað maðurinn heitir sem næstu fjögur árin kemur td með að hafa meiri völd en nokkur annar leiðtogi á jörðinni. En þótt nafnið liggi ekki ljóst fyrir hafa kosningarn- ar á þriðjudag sagt okkur heilmargt um Bandaríkin í dag.“ Úr forystugrein Aftenposten 9. nóvember. Taka áhættu í velmegun „Af hverju urðu úrslitin svona jöfn? Af hverju gat ekki Gore, sem hefur verið virkasti og áhrifamesti vara- forsetinn til þessa, ekki siglt án nokk- urrar ógnunar inn í Hvíta húsið í kjölfar vinsæls for- seta? Ein ástæðan getur verið sú að velferöin hafi komið Bush til góða. Kjósendur hafa meiri tdhneigingu til aö taka áhættu í góðæri og Bandaríkjamenn hafa tdhneigingu td að verða íhaldssamari eftir því sem bankainnstæðan stækkar. Vel- gengni frambjóðenda græningja hafði einnig áhrif í sumum ríkjum, í Flórída fékk hann yfir 90 þúsund atkvæði. Líklegasta skýringin er þó hjá frambjóðendunum sjálfum. Afi Bush var öldungadeildarþingmaður og faðir hans forseti. Hann er meiri hluti af kerfinu en Gore. Áherslan á framkomu hefur ef til vill verið mesta vandamál Gores í kosninga- baráttunni. Hann hefur unnið hart, sumir segja of hart, að þvi að þvo af sér leiðindastimpdinn." Úr forystugrein Dagens Nyheter 9. nóvember. Bless, Clinton „Það dapurlega við velgengni Clint- ons, atorku og ada hæfdeika hans var að hann skyldi aldrei beita þeim td að hvetja þjóðina til að takast á við stærsta vandamál sitt: það verður smánarblettur fyrir Ameríku að svo mörg börn alast upp við fátækt þrátt fyrir að þau búi i ríkasta landi heims. {staðinn lét hann Lewinskymálið draga sig niður í svað lygi og hálf- sannleika, sjálfsmeðaumkun og fram- taksleysis. Það verður ráðgáta hvers vegna hann lét þetta gerast. Það eru fleiri en þeim sem kusu Bush sem þykir gott að losna við Clinton úr Hvíta húsinu." Úr forystugrein Expressen 8. nóvember.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.