Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2000, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2000, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 Helgarblað Will Smith: Aftur í Ali- ham Nýlega var greint frá því aö hinn geðþekki Will Smith sæti með hend- ur í skauti eftir að framleiðendur myndar um hetjuna Muhammad Ali settu hana í salt. Nú getur Will hins vegar haldið áfram að æfa kroppinn því framleiðendurnir eru komnir af stað aftur. Ástæðan er sú að Will samþykkti að lækka laun sín um- talsvert, auk þess sem hann lækkaði hlutdeild sína í gróðanum. Forvitnilegt verður að sjá hvern- ig Will tekur á goðinu Ali, sem af mörgum Ameríkönum er álitinn einn af stórmennum 20. aldarinnar. Með liminn undir hnífinn - lengingaraðgerðir umdeildar og taldar árangurslausar Það eru ekki mjög mörg ár síðan að Eggert Þorleifsson leikari og söngvari raulaði sig inn í hjörtu þjóðarinnar með lagstúfnum Lítil tippi lengjast mest. Sá kveðskapur hefur áreiðanlega verið mörgum karlmanninum uppörvun og hug- hreysting því margir karlar rogast með þungar áhyggjur af því að sverð þeirra sé of stutt og á þessu sviði dugir skammt að stíga feti framar. Með ýmsum frumstæðum þjóð- um hafa tíðkast aðferðir sem ætlað er að lengja lim karlmanna og hafa einkum falist í því að hengja mis- jafnlega þunga hluti í jafnaldrann. Eitthvað fer tvennum sögum af ár- angri slíkra aðgerða, að minnsta kosti hafa þær aldrei náð út- breiðslu á Vesturlöndum. Vestræn læknavísindi luma á tvenns konar aðgerðum til þess að breyta ásýnd venjulegs getnaðar- lims og er annarri þeirra ætlað að lengja gripinn en hin skal auka um- mál hans. Báðar eru þessar aðgerð- ir umdeildar í meira lagi. Undir hnífinn Lengingaraðgerðin felst í því að skorið er á sinar sem halda limnum í nær uppréttri stöðu út frá líkam- anum við fulla reisn. Við þetta síg- ur limurinn framar og virðist lengri, aö minnsta kosti í hvíldar- stöðu. Það er sérkennileg tilviljun að frumkvöðull aðgerða af þessu tagi var doktor Long nokkur, sem starfaði í Kína mestalla starfsævi sína. Eftir að Long græddi lim aftur á mann sem hundur hafði bitið til skaða árið 1984 varð honum ljóst að með svipuðum aðferðum mætti lengja lim karlmanna sem væru ósáttir við lengd sína. Verr af staö farið en heima setið Vestanhafs er það einkum doktor R.H. Stubbs sem hefur verið frum- kvöðull slikra aðgerða. Hann kynnti sér störf doktor Long í Kína og hefur síðan stundað slíkar að- gerðir í Toronto í Kanada. í The Canadian Journal of Plastic Sur- gery má lesa úttekt hans á afdrifum 300 karlmanna sem hann fram- kvæmdi slíka aðgerð á. Meðalaldur þessara 300 manna var 37 ár og meðallengd lims 12.5 cm í fullri reisn eða á bilinu 7.5 til 16 sm. Helstu ástæður þess að þeir sóttust eftir aðgerð voru sagðar „búningsklefafælni" og óþægilegar athugasemdir frá konum. 42 þáttakendur voru mældir með skipulegum hætti á tíu mánaða tímabili eftir aðgerðina. 41 mældist með lengri lim, á bilinu frá 0.5 til 6 cm en einn mældist með 1 cm styttri lim eftir aðgerð en fyrir. Teygingu var beitt eftir aðgerð til þess að auka líkur á árangri. Þá er beitt líkum aðferðum og hinir frum- stæðu þjóðflokkar kunna skil á því lítil lóð eru hengd á liminn og kem- ur fram að það er talið auka við lengd hans. Sumir nota lóðin í allt að sex mánuði eftir aðgerð. Er sverð þitt of stutt? Margir karlmerm bera í brjósti þungar áhyggjur af því aö limur þeirra sé of stuttur. Þaö er hægt aö grípa til ýmissa ráöa til aö bæta úr því. Hallgrímur Helgason Bush, Gore, Gore, Bush... Hailgrímur Helgason skrifar Evrópan er að gíra sig uppí kosn- inganótt sem reyndar er ennþá kvöld handan hafsins. Bandaríkin að kjósa forseta. Hvað kemur það Evrópu við? Sífellt meir, virðist vera. Við erum öll að verða banda- rikari með hverju árinu. Velgengni Wall Street er okkur í efnahag. Jim Carrey stendur íslenskum börnum nær en pabbar þeirra sem þau hitta þriðju hverju helgi. í raun erum við bara fylki númer 53 og uppúr. Fáum að hafa okkar eigin fána og babbla þessi fáránlegu tungumál okkar, bara uppá sportið. En öll erum við á áhrifasvæði Bandaríkjanna. Öll erum við undir Clinton. Fyrir Evrópumanni eru forseta- kosningar i Bandaríkjunum eins og fréttir af nýjum Rómarkeisara voru Asterix og félögum hans í Norm- andie. Þær skipta engu máli en samt öllu máli. Við sitjum nokkrir félagar á veit- ingahúsinu Chez Clement viö Bou- levard Montparnasse í París. Fyrir utan æða leigubílarnir með geð- stirðum bensíngjöfum og á hverju borði er hvískrað Gore Bush, Bush Gore. Bráðum koma fyrstu tölur. Franskur leikari rís úr sæti og seg- ir: „í raun ættum við að vera með kosningarétt í Bandaríkjunum. For- seti þeirra hefur meiri áhrif á okk- ar líf en landa sinna. Utanríkispóli- tíkin er það eina sem hann fær einn að ráða.“ Oui, pourqoi pas? í leigubíl á leiðinni útí Boulogne- skóg þar sem islenski sendiráðsbú- staðurinn stendur í fallegu rjóðri: Ég, Bjarni Hinriksson, Þorfinnur „heiman úr héraði", engin viðbrögð úr herbúðunum í Nashville og Austin, og alls enginn Guðni ÁgústssorT að „bíða eftir næstu hræru“. Bara þetta ofmetna frétta- par: Hin húðstrekkta Judy Woodruff og hinn , jákvætt mismun- aði“ Bernie Shaw. En samt ekkert annað í boði. Frönsku stöðvarnar eru enn að fagna því að Lyon hafi komist áfram í Evrópukeppninni. Bush, Gore, Gore, Bush, Bush, Gore, Gore, Bush. Þannig líður nótt- in. Það munar ekki einu sinni einu atkvæði á nöfnum þeirra; hvortveggja eins atkvæðis orð. Á fimmta tímanum yfirgef ég samkvæmið og tek ég leigubíl yfir í hinn enda Parísar. Bílstjórinn er svartur eins og nóttin en sólskins- bjartur i tali, með sömu rödd og Youssuf N’Dour og jafn illa upplýst- ur og Concorde-torgið um næsta for- seta Bandaríkjanna; hann er að hlusta á eitthvað France Infó- manískt prógramm um trúbadorinn „Jessör" sem fór til Kamerún í leit að sínum rótum og gerðist þar götumalari. Bara verst að göturnar í Kinshasa eru ekki malbikaðar. Við hlustum á mannlífið í afrískri hafn- arborg á meðan við þræðum þröng- stræti og mannlaus torg í leit að næsta forseta Bandaríkjanna en hvergi er neinn sjáanlegur. París sefur eins og kona sem er alveg sama um allt. Hótelið mitt er einnota bygging nærri Bercy og ég læt loga í CNN- arninum á meðan ég sef í tvo tíma. Þegar ég fer niður í morgunmat er staðan jöfn. Þegar ég kem aftur uppá herbergi er Bush búinn að vinna. í leigubíinum á leið útá flug- völl er Gore ifættur við að tapa. Á Tegel-velli í Berlín segir síminn að munurinn sé 1000 atkvæði. Á Gast- hausinu segir allt annað sjónvarp mér eitthvað allt annað. Leigubíl- stjórinn útí Pankow segir að þeir ætli að telja aftur í Flórída. Um kvöldið kemur í ljós að kjör- seðillinn í Flórída var „gallaður", sérlega hannaður af Jebba Bush- bróður til þess að villa um fyrir fólki og láta það kjósa Buchanan i stað Gore. Maður fer hjá sér. Evr- ópa roðnar. Bandarikin eru enn hálfgert bananalýðveldi. Vanþróað lýðræðisriki þar sem aðeins helm- ingur þegnanna kýs sér konung og skyldmenni frambjóðenda geta höndlað með úrslit kosninga. Kannski var þetta rétt hjá franska leikaranum á Mont- parnasse. Kannski ættum við Evr- ópumenn frekar að sjá um það að velja forseta Bandaríkjanna. Ómarsson og Árni Snævarr. Ég segi að Gore vinni. þeir segja „Bush“ og um leið sé ég að á götunni stendur „Bus“ svo það hlýtur að ganga eftir. Við erum á leið í ekta góða íslenska kosningavöku þó ekki sé gervi- hnattadiskurinn svo öflugur að Ólafur Sigurðsson náist í gegnum hann. Sendiráðsbústaðurinn er vel tækjum búinn en hið glæsilega nýja Bang&Olufsen sjónvarpstæki er ein- um of „avanserað" fyrir óbreytta en þó þaulrýnda sjónvarpsmenn: Okk- ur tekst ekki að kveikja á því. Því auðveldara sem tæknin gerir okkur lífið, því erfiðara og flóknara verður það fyrir okkur. Viö gefumst upp. í staðinn fyrir æsandi kosningasjón- varp horfum við á Erró. Portrett af Loðvíki fjórtánda. Að sjálfsögðu er fyrir löngu búið að hanna alla takka burt af þessu danska sjónvarpstæki en „snertiflötinn" finnum við ekki. Við þreifum á tækinu þartil þjófa- vamarkerfið fer i gang. O jæja. Það er þá eitthvaö sem virkar hér. Á innan við 5 mínútum birtist þeldökkur Securitas-maður (eins og innifalinn í B&O-hönnuninni; þú ýtir á þennan takka og þá kemur maður til að kveikja á tækinu) en honum tekst heldur ekki að kveikja á tækinu. Við erum komnir á það helst að kveikja í tækinu þegar bróðir sendiherrans hrópar úr eld- húsinu: „Eg fann sjónvarp!” það tekur okkur hins vegar 7 mínútur að finna eldhúsið. Við eyðum nóttinni fyrir framan vinnukonusjónvarpið: lítinn Phillips-skjá frá því fyrir iðnblind- ingu. CNN sökkar feitt. Ömurlegt kosningasjónvarp og alger von- brigði. Engar beinar sendingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.