Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2000, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2000, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 DV Helgarblað 29 Halldór Ásgrímsson tekur viö embætti formanns Framsóknarflokksins af Steingrími Hermannssyni á flokksþingi 1994 / óútkominni ævisögu Steingríms segir að Halldór hafi hótaó að hætta viki Steingrímur ekki fyrir honum. „Þennan vetur varö ég var við vaxandi óþreyju Hall- dórs að komast í formannsstól Framsóknarflokksins. Fleiri en einn og fleiri en tveir létu þess getið við mig að hann léti í það skína í trúnaðarsamtölum að færi ég ekki að hætta gerði hann það sjálfur." Austfiröir hrundu næstum vegna fjarvista Halldórs „Á síðari árum hefur mér oft orðið hugsað til þess hvernig þró- unin hefði getað orðið ef ég hefði ílengst í embætti utanríkisráð- herra. Mér hefur fundist að örlög eftirmanna minna þar hafi sann- að að sambandsleysi við almenna flokksmenn er oftar en ekki af- leiðingin. Jón Baldvin og Halldór Ásgrimsson hafa báðir verið at- orkusamir utanríkisráðherrar. Mér hefur hins vegar þótt þeir báðir glata tilfinningu fyrir því sem helst brennur á þjóðinni og þeirra eigin flokksmönnum. Þessi umræða er viðkvæm í Framsókn- arflokknum. Á flokksfundi fyrir tæpum tveimur árum rifjaði ég upp að sagt var um þýska utan- ríkisráðherrann, Genser, að þeg- ar tvær flugvélar mættust, önnur í flugtaki og hin i lendingu á flug- velli borgarinnar væri ráðherr- ann að öllum líkindum í þeim báðum. Varaði ég Halldór Ás- grímsson við því ef svipuð orð mætti hafa um fjarvistir hans. Vandi Halldórs er ekki minni en sá sem ég átti við að glíma. Hann ber höfuð og herðar yfir aðra forystumenn flokksins og er þar ekki síður einráður en ég var. Halldór hefur gegnt starfi utan- ríkisráðherra lengi. Ég óttast að einangrun hans hafi aukist að sama skapi. Við höfum að vísu ólíkan stjórnunarstíl. Halldór hef- ur alla tið ráðfært sig við þröng- an hóp. Gagnrýnisraddir innan flokksins eru hins vegar ófáar ekki síður en þegar ég gegndi embætti utanríkisráðherra þótt þær fari ekki hátt. Staðan í kjör- dæmi Halldórs er lýsandi fyrir þetta. Minnstu munaði að fylgi Framsóknarflokksins á Austur- landi hryndi í síðustu kosning- um. Það var einungis fyrir dugn- að og elju Halldórs sjálfs að hon- um tókst að bæta fyrir sambands- leysið á kjörtímabilinu." Þrátt fyrir þetta kemur skýrt fram í bókinni að Steingrímur bar lengst af mikið traust til Hall- dórs og dáðist að vinnusemi hans og atorku. Halldór kom einu sinni I bankann Steingrímur varpar i hókinn skýru ljósi á það hvernig hann var settur út í kuldann og ein- angraður eftir að hann hvarf úr pólitík í Seðlabankann. Um sam- skiptin segir hann: „Svipaða sögu var að segja af samskiptum mínum við forystu Framsóknarflokksins eftir að ég varð Seðlabankastjóri. Þeir þing- menn sem komu til fundar við mig í Seðlabankann vildu ekki að hátt væri um það talað. Slíkar heimsóknir væru ekki vel liðnar af forystunni. Samband okkar Halldórs hefur verið lítið sem ekkert. Hann leit aðeins einu sinni til mín í bankann þau ár sem ég sat þar. Þá hafði systir mín hvatt til þess að minnst yrði aldarafmælis föður okkar. Hall- dór kom til að ræða það.“ Halldór ræddi við Davíð á laun Steingrímur var heldur ekki hafður með í ráðum þegar stofnað var til núverandi stjórnarsam- starfs: „Kosið var til Alþingis 8. apríl 1995. Að kvöldi skírdags þann 13. apríl sátum við Edda veislu Jóns Baldvins utanríkisráðherrra í Ráðherrabústaðnum. Þegar við kvöddum spurði ég Jón hvort ég mætti ekki óska honum til ham- ingju með áframhaldandi stjórn- arsamstarf. „Það er nú það,“ svaraði Jón. „Við vitum satt að segja ekki hvað er að gerast. Dav- íð hefur lítið samband við okkar haft allt frá kosningum." Daginn eftir kom í ljós að Davíð hafði átt í viðræðum við Halldór Ásgríms- son án vitundar Alþýðuflokksins. Og svo gerðist það sem ég hafði óttast mest. Framsóknarflokkur- inn fór í ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins." Halldór samgróinn kvótanum í bók Steingríms er það rakið ítarlega hvernig skoðanir hans og Halldórs varðandi fiskveiðistjórn- un urðu að ásteytingarsteini milli þeirra en Steingrímur telur Hall- dór hafa gengið erinda hags- munaaðila. „Halldór Ásgrímsson hafði meira samráð við hagsmunaaðila í sjávarútvegi við útfærslu fisk- veiðistefnunnar næstu misserin en við samráðherra sína. Honum var engu að síður ljóst að ég hafði djúpstæðar efasemdir um kvóta- kerfið. Ég lá ekki á þeim skoðun- um mínum opinberlega." Það kemur einnig fram að þeir Halldór og Steingrimur ræddu þessi mál aldrei af hreinskilni. „Þegar ég lít til baka minnist ég þess ekki að við Halldór rædd- um þessi mál nokkru sinni af hreinskilni okkar á milli. Ég virti valdsvið Halldórs í sjávarútvegs- ráðuneytinu, sjálfstæði hans við meðferð málaflokksins og mikla atorku. Það var ekki síður mín sök en Halldórs að við jöfnuðum ekki ágreininginn okkar á milli. Hvorugur hafði frumkvæði að því. Kannski hefði það ekki verið hægt.“ Gallaö kerfi sett á I flýti Steingrímur fer ekki dult með andstöðu sína við kvótakerfið í ævisögunni. „Kvótakerfið byggðist í upphafi á lögum sem komið var á í mikl- um flýti og án pólitískrar um- ræðu. Stefnumótun fór hvorki fram á vettvangi Framsóknar- flokksins, annarra stjórnmála- flokka, í sjávarútvegsráðuneytinu né á Alþingi. Þingmenn litu svo á að reyna ætti ný vinnubrögð þar sem óumflýjanlegt væri að hefta sóknina í þorskinn vegna spá- dóma Hafrannsóknarstofnunar um hningun stofnsins. Þeir voru hins vegar fáir sem ætluðu kvóta- kerfi að vera til frambúðar. Til þess voru gallar þess of augljósir. Ég gat fallist á að eðlilegt væri að þeir sem sótt höfðu sjó síðustu þrjú árin áður en þessi lög voru sett ættu rétt til veiða á næsta aflaári í samræmi við þá veiði- reynslu. Engum datt hins vegar i hug að þessi þrjú undangengnu aflaár, 1980-1983, veittu viðkom- andi útgerðarmönnum einokun- ar- og einkarétt á öllum afla við íslandsstrendur um ókomna framtíð." Steingrimur segir Halldór hafa barist kappsamlega fyrir því að koma kerfinu á. „Stærsta mál þingsins vorið 1990 var án efa lög um stjórn fisk- veiða. Þetta var helsta kappsmál Halldórs Ásgrimssonar. Halldór hafði verið sjávarútvegsráðherra samfleytt í sjö ár. Hann hafði styrkt sig mjög í sessi á sviði stjórnmálanna. Hann naut virð- ingar fyrir ábyrgð og festu. Hags- munaaðilar voru löngu orðnir hagvanir í ráðuneytinu. Innan Framsóknarflokksins gagnrýndu sumir að Halldór hefði nánara samráð við Kristján Ragnarsson, helsta talsmann útgerðarmanna, en við þingmenn eða stofnanir flokksins. Aðrir bentu á að Hall- dór naut friðar i embætti vegna hins góða sambands við hags- munaaðila." Halldór og kvótinn eru eitt „Þegar frumvarp um stjórn fiskveiða var lagt fyrir Alþingi var samstaöa um lítið annað en að æskilegt væri að setja varan- leg lög um fiskveiðistjórnun. Stjórnarflokkana greindi á um fjölmörg atriði. Ég var staðráðinn i að frumvarpið yrði ekki að lög- um nema gerðar væru á því breytingar til að sporna við þeirri byggðaröskun sem af frjálsa framsalinu myndi leiða. Ég til- kynnti Halldóri þetta. Þaö dimmdi yfir svipnum. Ég fékk að heyra hinar venjulegu röksemdir að smærri pláss sem neyddust til að selja kvóta gætu einfaldlega keypt hann til baka þegar betur áraði. Mér þótti þetta svipað og að segja gjaldþrota manni að hann þyrfti ekkert að óttast þótt búslóð hans væri boðin upp. Hann gæti bara keypt hana til baka þegar hann rétti úr kútnum. Þótt kvótakerfið væri nær al- farið smíð Landssambands ís- lenskra útvegsmanna var það löngu runnið Halldóri í merg og bein. Hann tók gagnrýni á galla þess sem ádeilu á sig. Halldór varð aldrei þungbúnari en þegar hart var deilt á fiskveiðistjórnun- arkerfið. Þegar verst lét setti hann hljóðan eða hann rauk út af fundi. Það þurfti fleiri en einn fund til að fá hann til að fallast á tilslakanir." Heföi átt aö berjast Þaö kemur skýrt fram í ævisög- unni að þegar Steingrímur lítur um öxl þá iðrast hann þess að hafa ekki barist gegn Halldóri og hagsmunaðilum í sjávarútvegin- um af meiri hörku en hann gerði. „Ég er hlynntur því að stjórna sókn í fiskistofnana með kvóta. 1 þeim skilningi er ég fylgjandi kvótakerfi. Af framsali kvótans hefur hins vegar leitt óþolandi óréttlæti. Fámennur hópur ræður stórum hluta af auðlind þjóðar- innar. Heilu byggðarlögin standa eftir án lífsbjargar þar sem út- gerðarmenn hafa selt kvótann á brott fyrir tugi eða hundruð millj- óna. Fólkið sem hefur lagt fram lifsstarf sitt í að byggja upp út- gerðarfélögin eða fiskvinnslurnar situr allslaust eftir. Þegar ég hugsa til þess hvernig kvótakerfið hefur leikið margar blómlegustu byggðir landsins iðr- ast ég þess helst að hafa ekki barist af meiri hörku fyrir breyttu fiskveiðistjórnunarkerfi. í upphafi höfðu margir efasemdir um kosti kvótakerfisins eða frjáls framsals aflaheimilda. Enginn sá hins vegar fyllilega fyrir hinar al- variegu afleiðingar þess. Nú þeg- ar þær eru komnar fram þarf að hafa kjark til að horfast i augu við þær og leita leiða til lagfær- inga, þótt seint sé.“ -PÁÁ/sm Daihatsu Applause xi árg. 1999 ek. 30 þ. km, sjálfsk., blásans. Verð 1.285 þús. tilb.1.090 þús. Hyundai Accent Is árg. 1996 ek. 73 þ. km, 5 gíra, grásans. Verð 510 þús. tilb.410 þús. Nissan Patrol GR dísil turbo árg. 1992, ek. 212 þ. km, 5 gíra, grásans. Verð 1.450 þús. tilb.1.250 þús. Hyundai coupé 1600 árg. 1997 ek. 55 þ. km, 5 gíra, vínrauður. Verð 1.000 þús. tilb.790 þús. ancer GLXI árg. 1993 þ. km, sjálfsk., rauður. Verð 540, þús. tilb.440 þús. Toyota Camry GLi sedan 2000 árg. 1991, ek 112 þ. km. sjálfsk. hvítur,. Verð 730 þús. tilb. 590 þú MMC Lancer GLXI st. árg. 1997ek. 70 þ. km, Sjálfsk., vínrauður. Verð 990 þús. tilb.870 þús. Daihatsu Sirion árg. 1998 ek. 21 þ. km, sjálfsk. blár. Verð 980 þús. tilb. 790 þús. Útsöludagar vikuna 4. -11. nóvember Opið laugardag kl. 12-18 og sunnudag kl. 14-18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.