Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2000, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 11. NÓVBMBER 2000 DV Fréttir Smábátamaður á yfir höfði sér fangavist fyrir að sleppa smáfiski: Kækur hjá Gæslunni að skrattast í trillukörlum - segir Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda „Þetta mál kom á okkar borð um leið og það gerðist. Við setjum stórt spurningarmerki við vinnubrögö Landhelgisgæslunnar eins og því miður oft áður,“ segir Arthur Boga- son, formaður Landssambands smá- bátaeigenda, um kærumál sem Landhelgisgæslan hefur reist á hendur Markúsi Guömundssyni, trillukarli í Bolungarvík. DV greindi frá því í fyrradag að Mark- ús teldi sig hafa haft leyfi stýri- manns Landhelgisgæslunnar til að sleppa lifandi smáfiski þar sem hann var að línuveiðum út af Vest- tjörðum. Nokkru eftir að Gæslu- menn komu um borð í bátinn var Markús kærður og hann kallaður til yfirheyrslu hjá lög- reglu. Hann er bor- inn þeim sökum að hafa framið lögbrot með því að fleygja fiski fyrir borð. Arthur segist ekki hafa minnstu ástæðu til að efast um orð Markúsar skipstjóra. Hann hafi eflaust falliö í þá gryfju að trúa stýrimanninum og fái í staðinn hótun um fangavist. „Þetta eru vinnubrögð sem gjör- samlega er útilokað að lifa við. Það er orðinn kækur hjá Landhelgis- gæslunni að skrattast í trillukörlum í stað þess að taka á stærri málum. Það er ljóst að samtökin munu koma að þessu máli,“ segir Arthur en leggur áherslu á að samtök hans mæli ekki með brottkasti á fiski. Ekki sé sam- an að jafna fiski sem fleygt sé dauð- um fyrir borð á togara eða línufiski sem eigi mikla lífsmöguleika. „Við lítum þetta mál allt öðrum augum en þegar brottkast á sér stað á togara. Það er skylda löggjafans að smíða lög þannig að hægt sé að vinna eftir þeim. Það verður að breyta lögum þannig að línubátum sé einnig heimilt að sleppa lifandi fiski," segir hann. Arthur segir að huga þurfi að öðru í þessu samhengi. Lögin segi að ekki megi fleygja fiski fyrir borð en ekkert sé sagt um það þegar fiski er sleppt áður en hann kemur inn fyrir borðstokkinn. „Fiskur sem tekinn er af krók utan borðstokks og honum sleppt hefur aldrei komið um borð. Fiskur sem dettur af línunni án þess að mannshöndin komi nærri getur ekki flokkast undir brottkast. Það er því ekkert einfalt að meta þessi mál,“ segir Arthur. -rt Sjávarútvegsráðherra: Lagabreyting kemur til greina „Það hafa komið upp svipuð mál og auðvitað kemur tU greina að breyta lög- um, telji menn að for- sendur hafi breyst," segir Ámi Mathiesen sjávarútvegsráðherra um mál Markúsar Guðmundssonar trUIukarls, sem kærð- ur hefur verið fyrir að henda smá- þorski í sjóinn. Markús var á línuveið- um þegar hann sleppti fiskinum sem hann telur fuUvíst að lifl. Landhelgis- gæslan kærði hann síðan fyrir brott- kast og á hann yfir höfði sér sekt eða fangelsi. Ámi Mathiesen segir erfitt að breyta grundvaUaratriðum í lögum. Verið sé að herða á eftirliti vegna brottkasts á fiski. Þess vegna sé engin tUvUjun að Landhelgisgæslan gangi hart fram í að fylgjast með brottkasti. Eigi að síður segist ráðherra vera tUbúinn að breyta lögum tU betri vegar, verði hann sann- færður um nauðsyn þess. „Þá þarf að vera á hreinu hvort fisk- ur lifir eða ekki eða hversu hátt hlut- faU lifir,“ segir Ámi. Hann gefur Íítið fyrir þau sjónarmið að fiskur sem er sleginn af iínu hafi aldrei komiö um borð í skip og því ekki um brottkast að ræða. „Það er bara hártogun," segir Ámi. -rt Ámi Mathiesen. Luktardagur Waldorfskólabarna dvmynd hilmar þór Börnin í Waldorfskólum landsins halda Marteinsmessu hátíölega meö því aö ganga meö luktir og gefa fólki brauö. Heilagur Marteinn var dýrlingur útigangsfólks og gaf hann því brauö. Marteinsmessa er í dag, laugardag. Veörið í kvöld Skýjaö meö köflum sunnan til Norðan- og norðaustanátt, 13-18 m/s vestanlands á morgun, en hægari austan til. Él um landið norðanvert en skýjað meö köflum sunnanlands. Hiti víöa 0 til 5 stig en víða vægt frost noröan til. Sólargangur og sjávarföll REYKJAVÍK AKUREYRl Sólariag i kvöld 16.39 16.06 Sólarupprás á morgun 09.47 09.46 Síódegisflóö 18.02 22.35 Árdegisflóð á morgun 06.21 10.54 Skýringar á veðurtáknum J^VINDATT 10V-H.TI ■xVINDSrYRKUR ^N.ran<.T HEIDSKÍRT í metrum á sekúndu rnuoi Jy ^3 O IÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ AISKÝJAÐ SKÝJAÐ 'tj RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓK0MA •Q = ÉUAGANGUR ÞRUMU- SKAF- Þ0KA VEÐUR RENNINGUR Allt eftir v » Gott aö fara varlega Það er eins gott aö fara varlega í umferðinni þessa dagana og vera rétt útbúinn á feröum um fjallvegi. Hálka og hálkublettir eru tíðir gestir á fjallvegum á köldum vetrardögum eins og núna. Einnig er gott að athuga færöina áöur en lagt er af stað og fylgjast með veöurspánni. Veöriö á morgun Léttskýjaö sunnan og vestan til Norölæg átt, 10 til 15 m/s allra austast en annars hæg. Él á noröausturhorninu en léttskýjaö sunnan og vestan til. Frost 2 til 7 stig. Manudagnr Vindur: 3-8 Hiti -2” tii -7 ism Þriðjiidagu Hiti 6° til -6° \ Míövíkudagu Vindur: 8-13 Vindur. ( Vr' S, Hiti 0° til -3° W Hæg norölæg eöa breytlleg átt. Léttskýjaö og frost 2 til 7 stlg. Suövestan 8-13 m, slydda eða rlgnlng og hltl 2 til 6 stlg. Hæg breytlleg átt, léttskýjað og frost 1 tll 6 stlg austan tll. Hæg norölæg átt pg snjókoma norðan tll en slydda og rlgning viöa sunnan tll og hiti í krlngum frostmark. DV-MYND SKÚLI MAGNÚSS0N Frá Ástralíu í rjúpu á Héraöi Þetta er Herb Hammer frá Tasmaníu í Ástralíu meö rjúpur sem hann var nýbúinn aö skjóta. Hann feröaðist allan þennan veg til þess eins aö veiöa rjúpur á íslandi. Kom frá Ástralíu í rjúpnaveiði DV, HÉRADI: ~ Rjúpnaveiðar erlendra veiðimanna era vaxandi þáttur í ferðaþjónustu á Fljótsdalshéraði. Eftir þeim upplýsing- um sem fréttaritari hefur má áætla að um 30 til 40 erlendir rjúpnaveiðimenn hafi nú þegar komið á Hérað til veiða í vetur. Veiöarnar hafa gengið nokkuð vel þótt veður hafi alltaf áhrif þar á. Átta manna ítalskur hópur fékk 108 rjúpur á rúmum þremur dögum og vom menn alsælir með það. Það hefur vakið athygli leiðsögumanna hvað þessir erlendu menn eru góðar skyttur og skjóta ekki á fugl nema á flugi. Tveir leiðsögumenn hafa þurft að henda snjó- boltum í átt aö rjúpum til að fæla þær upp fyrir veiðimennina. Á kvöldin sitja veiðimennimir og tala um veiðar og aftur veiðar og bók- staflega aHt það sem að veiðum kemur. Það vekur furðu þessara veiðimanna að frjáls sala á viUibráð skuli vera leyfð hér á landi og hafa þeir spurt hvort ís- land sé ekki aðili að neinum alþjóða- samþykktum. Að sögn fólks í feröaþjónustu eru ijúpnaveiðar útlendinga góð viðbót við „túrismann" utan mesta annatima. Þar að auki fá leiðsögumenn þokkalega borgað. -SM Veðrið kl. 6 AKUREYRI úrkoma 1 BERGSSTAÐIR úrkoma 1 BOLUNGARVÍK haglél 1 EGILSSTAÐIR 1 KIRKJUBÆJARKL.. KEFLAVÍK hálfskýjaö 5 RAUFARHÖFN alskýjaö 2 REYKJAVÍK mistur 5 STÓRHÖFÐI léttskýjaö 4 BERGEN léttskýjaö 8 HELSINKI þokumóöa 5 KAUPMANNAHÖFN alskýjað 8 ÓSLÓ i’igning 7 STOKKHÓLMUR slydda 8 ÞÓRSHÖFN skýjaö 6 ÞRÁNDHEIMUR hálfskýjaö 9 ALGARVE skýjaö 17 AMSTERDAM skúrir 8 BARCEL0NA léttskýjaö 14 BERLÍN hálfskýjað 9 CHICAGO alskýjaö 2 DUBLIN rigning 8 HALIFAX skýjaö 7 FRANKFURT rigning 7 HAMB0RG rigning 8 JAN MAYEN skafrenningur -4 LONDON skýjaö 10 LÚXEMB0RG skýjaö 6 MALLORCA léttskýjaö 18 MONTREAL 11 NARSSARSSUAQ léttskýjaö -12 NEWYORK 13 0RLAND0 22 PARÍS léttskýjaö 10 VÍN skýjaö 11 WASHINGTON léttskýjaö 11 WINNIPEG þoka -5 ■:W44MKa>m«tii.'j«LMóiiriaiiHiiiaiaa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.