Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2000, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 Fréttir DV Augu umheimsins beinast að Flórída þar sem enn er verið að telja atkvæði úr forsetakosningunum: Dómstólar hafa vald til að ógilda kosningar Dómstólar í Bandaríkjunum hafa aldrei þurft að skera úr um úrslit forsetakosninga. Ef A1 Gore varafor- seti og stuðningsmenn hans kjósa að leita til dómstólanna til að fá hnekkt úrslitunum sem virðast blasa við í Flórída leita þeir á áður ókönnuð mið. Dómstólar í Flórída hafa að vísu vald til að hnekkja úrslitum kosn- inga og boða til nýrra. Þeir beita þvi valdi sínu afar sjaldan, að sögn lög- spekinga, vegna þess að dómarar eru tregir til að blanda sér í stjórn- mál og vegna þeirrar skoðunar að ekki séu til gallalausar kosningar. „Það eru ekki til fullkomnar kosningar," segir David E. Card- ið í veg fyrir ásetning kjósenda. En sérfræðingar í kosningalögum segja að ekki séu til nein skýr svör við þeim lagalegu spurningum sem hafa komið upp í baráttunni um Flórída. Að hluta til vegna þess að í mörgum kosningum koma upp ásakanir um mistök og jafnvel svik. Dómstólar um öll Bandaríkin eru tregir tii að skipta sér af stjórnmála- baráttunni og það er ekki bara i Flórída sem úrslit kosninga hafa verið vefengd. Hins vegar verður það metið á grundvelli laganna í Flórída hvort kringumstæður kosn- inganna krefjast endurskoðunar. Þótt dómstólar í Flórída segist skipta sér sem minnsta af stjórn- Sökudólgurinn Karl Rove, herstjóri kosningabaráttu Georges IV. Bush, heldur á umdeildum kjörseðli frá Palm Beach-sýstu á Flórída sem olli mörgum kjósendum svo miklum heilabrotum aö þeir sögöust hafa greitt röngum manni atkvæöi sitt. Spurningin sem glímt veröur viö næstu daga og viku er sú hvort kjörseöillinn hafi veriö þess eölis aö hann réttlæti ógildingu niðurstaöna kosninganna. well, lögmaður í Orlando og fyrrum kosningastjóri í Flórída, í samtali við bandaríska dagblaðið New York Times. Engin skýr svör Lögspekingar segja að í lögum Flórída séu mælikvarðar sem lög- menn þeirra Als Gores, varaforseta og forsetaframbjóðanda demókrata, og Georges W. Bush, forsetafram- bjóðanda repúblikana, muni senni- lega nota til leiðbeiningar. Þar koma fram ástæður fyrir að menn geti vefengt niðurstöður kosninga, svo sem fullyrðingar um að embætt- ismenn hafi tekið við ólöglegum at- kvæðum og „hvaða aöra ástæðu eða fullyrðingu" um að komið hafi ver- málum, hafa dómarar þar lýst því yfir að hlutverk þeirra í að fara yfir kosningar sé til þess að tryggja að kjósendur geti látið vilja sinn í ljósi, jafnvel þótt það þýði aö boða verði til nýrra kosninga. Sérfræðingar spá því að lögmenn þess sem endanlega verður úrskurð- aður sigurvegari kosninganna í Flórída muni hvetja dómstólana til að skipta sér ekki af. Lögmenn þess sem tapar myndu aftur á móti vísa í fyrri úrskurði sem segja aö hægt sé að réttlæta nýjar kosningar við mjög sérstækar aðstæður. „Dómarar munu verða tregir til þar sem það er stórt skref að lýsa yf- ir að nýjar kosningar skuli fara fram,“ segir Jon L. Mills, starfandi rektor lagadeildar Flórída-háskóla. „En dómstólar hafa oft sagt að hlut- verk þeirra sé að túlka kosningalög- in svo þau endurspegli vilja al- mennings." Hæstiréttur í málið Hæstiréttur Flórída féllst til dæmis á úrskurð undirréttar árið 1998 um að kosningar hefðu ekki farið fram eins og lög kváöu um. Rétturinn úrskurðaði hins vegar að ekki væri þörf á nýjum kosningum þar sem ekki væru nægar vísbend- ingar fyrir því að það sem miður fór hefði breytt niðurstöðunum. Hæstirétturinn notaði aftur á móti málið frá 1998 til þess að gera það lýðum ljóst að dómstólar hafi vald til að ógilda kosningar þegar „sanngjarn váfi er fyrir hendi um hvort vilji almennings hafi komið fram í kosningunum". í úrskurði réttarins kom einnig fram að dómstólar ættu að ógilda kosningar, jafnvel þótt ekki hafi verið um svik að ræða eða vísvit- andi mistök, ef sterkar líkur væru á því að það sem miður fór hefði breytt niðurstöðum þeim sem kjós- endur ætluðu að ná fram. Ótroðnar slóðir Sumir lagasérfræðingar í Flórida segja þó að sú þumalputtaregla gildi að eftir því sem kosningarnar eru mikilvægari þeim mun tregari séu dómstólar til að grípa til aðgerða sem myndu breyta þeim niðurstöð- um sem kjömefndir lýstu yfír. Af þeim sökum sé alls óvíst að fordæm- in i Flórída þar sem tekist var á um þingmenn eða embættismenn ríkis- ins veiti öll nauðsynleg svör í yfir- standandi baráttu um forsetaefnið. „Við erum að feta alveg ótroðnar slóðir,“ segir Terence J. Anderson, prófessor í kosningalögum við laga- deild Miami-háskóla. Lög Flórída tilgreina fimm ástæð- ur sem hægt er að nota til að ve- fengja niðurstöður kosninga eftir að endurtalningu er lokið. Meðal ástæðanna eru svik, mútuþægni og vanhæfi frambjóðanda. Slíkt á ekki við í forsetakosningunum um- deildu. Hinar ástæðurnar tvær gætu átt við í þessu tilviki. Sumir lögfræð- ingar segja að ákvæði um „viðtöku ólöglegra atkvæða" gæti verið grundvöllur fyrir lögsókn í Palm Beach-sýslu. Ástæðan er sú að í annarri klásúlu kosningalaga Flór- ída segir að á löglegum kjörseðli eigi kjósandinn að merkja „hægra megin við nafn“ frambjóðandans. Á kjörseðlinum í Palm Beach-sýslu, sem margir kjósendur segja að hafi ruglað þá í ríminu, voru nöfn fram- bjóðendanna bæði vinstra og hægra megin við staðinn sem kjósendur áttu að merkja við til að sýna hverj- um þeir greiddu atkvæði sitt. Vilji kjósenda Aðrir lögmenn segja að einnig ætti að vera hægt að vefengja úrslit- in í Flórída á grundvelli „hvaða ástæðu annarrar eða staðhæfmgar" sem myndi sýna fram á að vilji kjós- enda hefði ekki fengið að koma í Ijós. Þar sem forsetakosningarnar eru alríkiskosningar yrði að höfða mál fyrir alríkisdómstólum til að fá úr- slitunum hnekkt. Alríkisdómstólar myndu þá alla jafna túlka kosninga- lög Flórídaríkis. Einnig er hugsanlegt að alríkis- lög, eins og kosningalög, gætu orðið miðpunktur baráttunnar vegna staðhæfinga um að kjósendur úr minnihlutahópum hafi ekki fengið að neyta atkvæðisréttar síns. Repúblikanar í Flórída benda á að fjöldi embættismanna beggja stóru flokkanna hefði fengið sýnishorn af kjörseðlinum í Palm Beach-sýslu fyrir kosningarnar og að enginn hefði gert athugasemdir við hann. Þá má benda á að yfirgnæfandi meirihluti kjósenda sýslunnar gat klórað sig fram úr kjörseðlinum og greitt atkvæði sitt þeim frambjóðanda sem hann studdi. Þvi hlýtur sú spurning að vakna hvort kjörseðillinn hafi verið nægilega ruglingslegur til að það réttlæti ógildingu hans samkvæmt lögum Flórída. Byggt á New York Times og Washington Post. Hægt að kjósa forseta án kjörmanna Flórída Þannig gæti farið að næsti forseti Bandaríkjanna yrði kosinn án þátt- töku kjörmannanna tuttugu og fimm frá Flórída sem svo hart er barist um þessa dagana. Stjórnar- skrá Bandaríkjanna gerir ráð fyrir þeim möguleika að öll ríki velji ekki kjörmenn til að taka þátt í kjöri for- seta landsins. Verði raunin sú að ekki takist að fá endanlega niðurstööu í atkvæða- greiðslunni í Flórida þann 18. des- ember næstkomandi, þegar kjör- mennirnir hittast i höfuðborgum ríkjanna fimmtíu og í District of Columbia, það er að segja í höfuð- borginni Washington, verður krepp- an sem fylgir óhjákvæmilega í kjöl- farið pólitísk en ekki stjórnarskrár- leg. Forsetakjör í gíslingu Bandaríska stjórnarskráin gerir aðeins þær kröfur að forsetinn fái meirihluta atkvæða skipaðra kjör- manna. Walter Dellinger, lagapró- fessor við Duke-háskóla, sagði ástæðuna fyrir þessu ákvæði stjóm- arskrárinnar vera þá að á fyrstu ár- um Bandaríkjanna kynnu einhver ríkjanna aö sleppa því að tilnefna kjörmenn og því væri engin ástæða til að halda kjöri forsetans í gísl- ingu af þeim sökum. Ef úrslit verða ekki ráðin í Flór- ída þegar kjörmenn koma saman eða ef Jeb Bush ríkisstjóra, yngri bróður Georges W. Bush, forseta- frambjóðanda repúblikana, verður meinað að gefa út skipunarbréf kjörmanna ríkisins, hefur A1 Gore, varaforseti og forsetaefni demókrata, þegar tryggt sér nægi- legan fjölda kjörmanna til að verða kjörinn forseti. Það er að segja, ef núverandi tölur um fjölda kjör- manna standa óhaggaðar og ef kjör- menn virða vilja meirihluta kjós- enda i ríki sínu. Kjörmenn eru alls 538 en ef kjör- menn Flórída er dregnir frá standa eftir 513. A1 Gore hefur þegar tryggt sér stuðnings 260 kjörmanna, sem er meira en helmingur, ef kjörmenn Flórída verða ekki með. Falli atkvæði kjörmanna jafnt kemur til kasta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings aö kjósa forseta. Þar verður einn frambjóðandi að fá meirihluta ríkjanna flmmtíu til að ná kjöri. Ef slíkt tekst ekki í fyrstu tilraun er haldið áfram þar til einn frambjóðandi fær hreinan meiri- hluta. Ekki er þó búist við að fulltrúa- deildin komi nærri kjöri forsetans að þessu sinni nema með þátttöku í hátíðarfundi með öldungadeildar- mönnum þann 6. janúar næstkom- andi þegar atkvæði kjörmannanna verða talin formlega. Löng bið á fyrri öldum Fjórir dagar eru nú liðnir frá því Bandaríkjamenn gengu til forseta- kosninga og enn er allt á huldu um hvort það verður George W. Bush eða A1 Gore sem fær að gista í Hvíta húsinu næstu fjögur árin. Á fyrstu áratugum Bandaríkj- anna voru úrslit forsetakosninga ekki kunn fyrr en þremur til fjórum vikum eftir kjördag. Á tuttugustu öldinni þurftu menn að biða lengst árið 1960, þegar John F. Kennedy sigraði Richard M. Nixon. Úrslit þeirra kosninga lágu ekki fyrir fyrr en klukkan ellefu að morgni daginn eftir kjördag. Byggt á New York Times. Endurtalning í Flórída Theresa LePore, formaður kjörnefndar Palm Beach-sýslu á Flórída, viö endurtalningu atkvæöa úr forsetakosningunum. Svo kynni aö fara aö nýr forseti Bandaríkjanna yröi kosinn án þátttöku kjörmanna Flórídaríkis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.