Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2000, Blaðsíða 72

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2000, Blaðsíða 72
Dúkkukerrur og dúkkuvagnar í miklu úrvali Sími 567 4151 & 567 4280 Heildverslun með leikföng og gjafavörur FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Ólgar og kraumar í Þjóðkirkjunni: „Biskupinn lítill kall“ - segir séra Flóki í bréfi til 138 presta „Mikið voðalega er biskupinn annars lítill kall ef hann þarf að senda þessa þrjá húskarla sína fram á sjónarsviðið til að sverta sr. Geir í þeim tilgangi að það rétti eitthvað hlut hans sjálfs,“ segir séra Flóki Kristinsson í bréfi sem hann hefur sent öllum prestum landsins á Net- inu en þeir eru 138 talsins. Bréfið ritar séra Flóki til varnar séra Geir Waage í Reykholti sem hefur viðrað þá skoðun sína, í bréfi til presta, að biskupinn hafi brotið lög á séra Gunnari Björnssyni er hann var lát- inn víkja sem sóknarprestur í Holti í Önundarfirði. Því bréfi svara þrír prestar á Netinu og egna séra Flóka til þeirra bréfaskrifa sem fyrr grein- ir. Fyrirspurn varðandi framgöngu biskups í máli séra Gunnars fékkst ekki rædd á Kirkjuþingi og það sárnar séra Flóka sem telur að bisk- upinn hafi farið klaufalega að og lát- ið reka á reiðanum varðandi mál Séra Róki Kristinsson Fjandinn hlaup- inn í presta eins og svínin. Séra Magnús Erlingsson Hló þegar hann fékk bréfið. séra Gunnars þar til allt var komið í óefni: „Biskupinn gerði lengi vel ekkert í málinu, sinnti þvi bara ekki eins og honum bar þó skylda til, lét það bara reka á reiðanum og úldna þar til dauninn lagði af því langar leiðir," eins og segir í bréfi séra Flóka. „Húskarlar" biskups, eins og séra Flóki kýs að nefna andstæð- inga sína, eru séra Magnús Er- lingsson, sóknar- prestur á ísafirði, séra Jakob Hjálmarsson i Dómkirkjunni og séra Pétur Þórar- insson í Laufási. Um aðgerðir þeirra segir séra _____ Flóki í bréfi sínu: „Er fjandinn hlaupinn í þessa presta eins og svín- in forðum?" Séra Magnús Erlingsson, sóknar- prestur á ísafirði, segist hafa hlegið þegar hann fékk bréf séra Flóka og sé enn hlæjandi, en „... þó bisk- upinn sé lítill í sentímetrum talið er hann stór sem persóna,“ sagði séra Magnús á ísafirði. -EIR Karl Sigurbjörns- son biskup „Lítill í sentímetr- um en stór sem persóna. “ Stöð 2: Karl fréttastjóri Karl Garðarsson hefur verið ráðinn fréttastjóri Stöðvar 2 og má búast við tilkynningu þar um síð- ar í dag. Karl hefur um alllangt skeið starfað á fréttastofu Stöðvar 2 og gegnt starfi fréttastjóra til móts við Sig- mund Erni Rún- arsson að und- anförnu eftir að Páll Magnússon hvarf til annarra starfa hjá ís- lenskri erfðagreiningu. Sigmundur Ernir Rúnarsson hefur látið að því liggja að hann muni ekki starfa áfram á frétta- stofu Stöðvar 2 verði fram hjá hon- um gengið við stöðuveitinguna, eða eins og hann sagði í DV á dög- unum: „Það er nú eða aldrei." Karl Garðarsson neitaði að tjá sig um nýja stöðu sína hjá ís- lenska útvarpsfélaginu seint í gær- kvöldi en beið tilkynningar stjórn- ar Stöðvar 2. -EIR Öldutúnsskóli í Hafnarfirði: Lögregluþjónar handtaka mann grunnskóla i Fimm lögreglumenn komu í Öldutúnsskóla á fimmtudag og handjárn- uðu ungan mann á göng- um grunnskólans. Pilt- urinn, sem er af grunn- skólaaldri, hafði verið á skólalóðinni og á göng- um skólans í langan tima. „Hann var sóttur hingað að okkar beiðni, hann var búinn að vera hérna innan dyra í skólanum og á lóðinni lengi í okkar óþökk,“ sagði Viktor Guðlaugsson, skólastjóri Öldutúns- skóla. Sögur gengu á milli nemenda skólans um að lögregla hefði verið kölfuð til vegna gruns um eiturlyfja- sölu til unglinganna i skólanum en Viktor sagðist ekki vita tilgang veru piltsins í skólanum. „Hann var óboðinn gestur og hefur verið hér í reykingum á skólalóðinni, sem við viljum ekki hafa hér, enda ætlumst við til þess að skólinn sé fyrir nemendur og starfsfólk en ekki utanaðkomandi aðila sem hanga hér innandyra og á lóðum," sagði Viktor. Að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði voru ekki höfð afskipti af piltinum vegna sölu eiturlyfja en hins vegar voru höfð afskipti af honum þar sem hann var að trufla kennslu. -SMK Öldutúnsskóli í Hafnarfiröi. LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 , DV-MYND HILMAR PÓR í fínu formi Islandsmeistarakeppnin í súludansi fór fram i Þórscafé viö Brautarholt í Reykjavík í gærkvöldi. Þátt tóku íslenskar stúlkur til jafns við aðrar sem af er- lendu bergi eru brotnar og var hart barist við súluna. Hér sést Guðrún hita upp fyrir keppnina síðdegis í gær en Guðrún var í fínu formi eins og sjá má. Litbolti í Kópavogi færir út kvíarnar: Skotgarður í hraðfrystihús - barist innanhúss í vetur Gamla hraðfrystihús Bæjarút- gerðarinnar við Mýrargötu f Reykjavík fær nýtt hlutverk innan skamms ef samningar nást við nú- verandi eigendur um að húsinu verði breytt í bardagasvæði fyrir Litbolta ehf. sem reka skotgarða í Kópavogi og i Saltvik. „Við erum með hraðfrystihúsið við Mýrargötu til skoðunar, svo og nokkra aðra staði. Þetta skýrist á allra næstu dögum,“ sagði Eyþór Guðjónsson, framkvæmdastjóri Litbolta, og nefndi skemmu við Boðagranda, aðra niðri á Granda og þá þriðju við Kópavogshöfh. Spenntastur er Eyþór þó fyrir hrað- frystihúsinu við Mýrargötu, sem er um 2500 fermetrar, með stórum sölum, ranghölum og kjörið til skotbardaga innanhúss. Húsið hefur staðið svo til autt að undanfómu en þar var gerð til- raun til að reka nýstárlega bilasölu fyrir nokkrum misserum; tilraun sem mistókst. Skotgarður Litbolta við Nýbýlaveg í Kópavogi er rekinn á bráðabirgðaleyfi frá sýslumanninum í Kópavogi enda hafa nágrannar kvartað mikið yfir há- vaða og óþrifnaði sem fylgir rekstri garðsins. Umsókn Litbolta um varan- legt leyfi til rekstursins er til skoðunar hjá sýslumanni og viðbúið að skot- garðinum i Kópavogi verði lokað. Þá stendur eftir skotgarður í Saltvík og svo sá nýi sem vætanlega verður opn- aður í hraðfrystihúsinu við Mýrargötu innnan skamms. Aðsókn í skotgarða Litbolta hefur verið með ágætum og eru heimsóknir þangað orðnar fastur liður í skemmti- dagskrám fjölmargra starfsmannafé- laga. -EIR brotlw P-touch 9400 Stóra merkivélin sem þolir álagið 10 leturgerðir margar leturstærðir 16 leturstillincjar prentar í 10 linur borði 6 til 36 mm Rafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.