Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2000, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2000, Blaðsíða 48
56 fréttir LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 Brutust inn og „stálu" eigin fé - hótuðu garöyrkjustjóra sem stóö „þjófana“ að verki Nýlega handsömuðu garðyrkju- stjóri og þrír starfsmenn Vest- mannaeyjabæjar tvö svört, ómörkuð lömb sem gert höfðu sig heimakom- in í húsagarði í Dverghamrinum, segir í Eyjablaðinu Fréttum. Eftir töluveröan eltingaleik tókst þeim fjórmenningum að ná lömbunum og voru þau vistuð í geymslu uppi i Dalabúi. Kristján Bjarnason garðyrkju- stjóri sagði að sér hefði borist til- kynning um lömbin á mánudag, hann hafi safnað liði og lömbin handsömuð. „Við bæði megum og eigum að gera þetta,“ sagði Kristján. En á fimmtudagsmorgun dró til tíðinda í þessu fjármáli. Þá kom Kristján garðyrkjustjóri að tveimur mönnum sem höfðu brotist inn í geymsluna uppi í Dölum, tekið lömbin og sett þau yfir í fjárgirð- ingu hjá Dalabúinu. Kristján segir að þeir hafi hótað sér öllu illu, þar á meðal líkamsmeiðingum. Kristján segist hafa kvatt lögreglu á staðinn og hefur kært þetta athæfi tvímenn- inganna. Lögreglan í Vestmannaeyjum staðfestir að kæra hafi verið lögð fram. f Fréttum á fostudag átti að vera auglýsing þar sem lýsa átti eft- ir eiganda áðurnefndra lamba en Kristján segist hljóta að draga þá ályktun af þessum atburðum að fyrrgreindir aðilar telji sig eigendur þeirra. í auglýsingunni var tekið fram að eigandi skuli greiða allan kostnað, vörslugjald fyrir lömbin, auk greiðslu fyrir smölun og auglýs- ingar. Sá kostnaður er talsverður, t.a.m. kaup fjögurra manna við smalamennsku, og auk þess bætist væntanlega við kostnaður vegna skemmda við innbrot. Þó verður væntanlega ekki rukkað fyrir aug- lýsingakostnaði. Ef eigandi gefur sig ekki fram mun koma til kasta sýslu- manns að halda uppboð á lömbun- um en eins og áður er greint er talið fullvíst að eigandinn sé fundinn og verði krafinn um greiðslu kostnað- ar. Auk þess hefur hann verið kærð- ur fyrir athæfið og þarf væntanlega einnig að svara til saka á þeim vett- vangi. -DVÓ Slysavarnadeildin Þorbjörn 70 ára: Hafa bjargað 215 mannslífum DV. GRINDAVlK: Grindvíkingar fögnuðu með björgunarsveitarmönnum á laugar- dag þegar Slysavarnadeildin Þor- björn hélt upp á að 70 ár eru liðin frá stofnun deildarinnar. Boðið var upp á salíbunu í björgimarstól og ferðir með stóra björgunarbílnum og einnig að skoða björgunarskipið Odd V. Gíslason í blíðskaparveðri. Árið 1931 notaði björgunarsveitin fyrst allra fluglínutæki við björgun á franska togaranum Cap Fagnet í Hraunsfjöru austan Grindavíkur en þá björguðust 38 manns og státar sveitin af því að hafa bjargað um 215 manns og er það mesti fjöldi sem ís- lensk björgunarsveit hefur bjargað. Hafa fluglínutækin enn fullt nota- gildi og ekki er langt síðan að ein- göngu var hægt að nota þau því þyrlan gat ekki athafnað sig sökum logns. Útköllin vegna skipskaða eru orðin mörg í gegnum tíðina en sem betur fer eru þau orðin næsta óþekkt í dag. Hlns vegar er töluvert um útköll og aðstoð af ýmsu tagi, eins og til dæmis nýlega þegar sveit- in aðstoðaði vegna kvikmyndatöku. -ÞGK DV-MYND ÞORSTEINN G. KRISTJÁNSSON Björgun Hér eru krakkar aö kynnast björgunarbúnaöi þeirra Þorbjörns-manna í Grinda- vík. Afmæli deildarinnar var aö vonum vel fagnaö. 42.000 tonn af síld komin á land DV, AKRANESI: Búið er að landa 42 þúsund tonn- um af síld á vertiðinni. Þar af hafa tíu þúsund tonn farið til vinnslu. Mestum síldarafla hefur verið land- að hjá Síldarvinnslunni í Neskaup- stað, en þar er nú búið að taka á móti rúmlega 8.300 tonnum af.síld. Síldveiðar hafa verið stundaðar fyrir austan land og vestan og hefur mestur afli fengist í flottroll upp á síðkastið. Skinney-Þinganes hf. á Hornafirði er það fyrirtæki sem tek- ið hefur á móti næstmestum síldar- afla, eða alls rúmlega 6.000 tonnum. Haraldur Böðvarsson hf. á Akranesi er í þriðja sæti með tæplega 4.400 tonn og Loðnuvinnslan á Fáskrúðs- firði hefur tekið á móti rétt rúmum 4.000 tonnum. Heildarkvótinn á ver- tíðinni er rúmlega 118.600 tonn, þannig að rúmur þriðjungur af heildarkvótanum er kominn á land. -DVÓ Hatta gamla komin með hvítan hatt DV, VÍK: Það kemur alltaf að því á haustin að Hatta setur upp sinn hvíta hatt en það var hún búin að gera á fóstu- dagsmorgun þegar Víkurbúar komu á fætur. Ýmislegt hefur breyst í Norður- og Suður-Vík frá því fyrir nokkrum áratugum þegar þar voru rekin stórbýli. í Norður-Vík er í dag rekið gisti- heimili og í Suður-Vík leikskóli, Áhaldahús Mýrdalshrepps og senn verður tekin þar í notkun slökkvi- stöð. -SKH ÞJONUSTUMMCLYSmCAR 550 5000 BILSKURS OG IÐNAÐARHURÐIR Eldvarnar- Öryggis- hurðir GLOFAXIHF. ÁRMÚLA42-SÍMI553 4236 hurðir FJARLÆGJUM STIFLUR úr vöskum.WC rörum, baökerum og niöurföllum. TBTrÉÓ RÖRAM YNDAVÉL til aö skoöa og staösetja skemmdir í WC lögnum. DÆLUBÍLL VALUR HELGASON ,8961100 >568 8806 Þorsteinn Garðarsson Kársnesbraut 57 • 200 Kópavogi Sími: 554 2255 ' Bíl.s. 896 5800 LOSUM STÍFLUR ÚR Wc Vöskum Niðurföllum O.fl. MEINDÝRAEYÐING VISA/EURO RÖRAMYNDAVÉL Til að skoða og staðsetja skemmdir í lögnum. 15 ÁRA REYNSLA VÖNDUÐ VINNA STEIN STE YPUSOGUN ÓHÁÍ) ÞYKKT - KJARNABORUN - VIFTUGÖT O.FL. MALBIKSSÖGUN - SMÁGRÖFULEIGA VANIR MENN VIÐ ERUM VÖNDUÐ ■ : II J I ELSTIR VINNUBRÖGÐ Á-Mt" 4 1FAGINU jHÍFlR-KJARNABORUN ehf. • FUNAHÖFÐA 17 • RVK • S. 567 2230, 861 1230 CRAWFORD IÐNAÐARHURÐIR SALA-UPPSETNING-ÞJÓNUSTA HURÐABORG DALVEGUR 16 D • S. 564 0250 STIFLUÞJONUSTfl BJflRNfl STmai 899 6363 • SS4 6199 Fjarlægi stíflur Röromyndovél úr W.C., handlaugum, baðkörum og frárennslislögnum. til ai ásfands- skoöa lagnir Dælubíll til að losa þrær og hreinsa | Ódýrt þakjárn, LOFTA- OG VEGGKLÆÐNINGAR. Framleiðum þakjárn, lofta- og veggklæðningar á hagstæðu verði. Galvaniserað alu-zink, rautt, hvítt, koksgrátt og grænt. TIMBUR OG STÁL HF. Smiðjuvegi 11 ,Kópavogi. Sími 554 5544, fax 554 5607 Héöins bílskúrshuröir meö einangrun eru geröar fyrir Islenskar aöstæöur t M. = Stórá: = HÉÐINN = Stórási 6 »210 Garðabæ • sími 569 2100 Skólphreinsun Er stíflað? Fjarlægi stíflur úr wc, vöskum, baðkerum og niðurföllum. Nota ný og fullkomin tæki, rafmagnssnigla. Röramyndavél til að mynda frárennslislagnir og staðsetja skemmdir. Ásgeir Halldórsson Sími 567 0530 M Bílasími 892 7260 V/SA Vandaðar Amerískar Bílskúrshurðir Góð þjónusta - vönduð uppsetning Hurðaver ehf Smiðjuveg 4d 577-4300 Þú nærð alltaf sambandi við okkur! Smáauglýsingar (£) 550 5000 alla virka daga kl. 9-22 sunnudaga kl. 16-22 550 5000 dvaugl@ff.is hvenær sólarhrlngslns sem er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.