Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2000, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000
DV
Helgarblað
27
1000 eyja sós-
an þótti góð
- hádegisleikhúsið sló gegn í Leipzig
Stefán Karl Stefánsson
Hann lék hinn óþolandi farþega í leikritinu Þúsund eyja sósa
eftir Hallgrím Helgason. Leikritið var sýnt á leiklistarhátíðinni
Euro-Scene i Leipzig fyrir skömmu og fékk frábæra dóma.
í vikunni sýndi Leikfélag íslands
leikrit Hallgríms Helgasonar 1000 eyja
sósa á leiklistarhátíðinni Euro-Scene í
Leipzig í Þýskalandi. Leiklistarhátíð
þessi var nú haldin í 10. skipti en þetta
er í fyrsta sinn sem íslensku leikhúsi
er boðið á hátiðina. 1000 eyja sósa er
IL einleikur sem Stefán Karl Stefánsson
leikur undir stjóm Magnúsar Geirs
Þórðarsonar. Leikritið var sýnt fjórum
sinnum á hátíðinni og var uppselt á
allar sýningamar.
Sýningamar voru allar sýndar und-
ir merkjum hádegisleikhússins eins og
hefur verið gert í Iðnó, þ.e. að áhorf-
endum var boðið upp á súpu fyrir sýn-
ingu.
Ein gagnrýni hefur þegar birst um
sýninguna í stærsta dagblaðinu í
■ Leipzig, Volksheit Leipzig. Þar lofar
I gagnrýnandinn sýninguna í hástert og
segir leikritið vera bitra kómedíu um
mann sem hefur misst fótanna í tvö-
földum skiiningi. Gagnrýnandinn fer
lofsamlegum orðum um aðstandendur
sýningarinnar og segir meðal annars
að leikarinn Stefán Karl Stefansson
búi yfir einstökum hæfileikum í lát-
bragðsleik. Gagnrýnandinn segir sög-
una og umfjöllunarefnið hafa komist
fullkomlega til skila þrátt fyrir að
hann hafi ekki skilið stakt orð í mál-
inu sem sýningin var flutt á.
Þá fjallar gagnrýnandinn ítarlega
um hádegisleikhús Leikfélags íslands,
sem honum frnnst vera skemmtileg og
frumleg hugmynd sem virki fullkom-
lega. í lok greinar sinnar leggur hann
til að hugmyndin um hádegisleikhús
verði fengin að láni og leikhússtjórar i
Leipzig hleypi af stokkunum þarlendu
hádegisleikhúsi í anda þess sem Leik-
félag Islands kynnti í borginni með
1000 eyja sósunni.
„Mér fannst þetta afskaplega
ánægjulegt að við skyldum fá þessar
góðu viðtökur," sagði Magnús Geir
Þórðarson, leikhússtjóri í Iðnó og leik-
stjóri sýningarinnar, í samtali við DV.
„Við höfðum fyrir fram svolitlar
áhyggjur af því að tungumálið yrði
einhver þröskuldur en það var ekki og
góð stemning
á öllum sýn-
ingum eyddi
öllum vafa
um það.
Þó menn
séu vanir há-
degisleikhúsi
bæði hér og
annars staðar
þá er ekki
venjan að
leikhús geri
sérstaklega
út á þetta
með þeim
hætti sem við
gerum. Það
var gaman að
sjá hve mikla
hrifningu þessi aðferð vakti og þetta
verður auðvitað fastur liður á okkar
dagskrá áffam.“
Euro-Scene hátíðin er þekkt fyrir
framsæknar og tilraunakenndar sýn-
ingar, en á hátíðinni voru að þessu
sinni verk frá Póllandi, Tékklandi.
Noregi, Finnlandi, Hollandi og íslandi
auk Þýskalands.
Leikmyndina í 1000 eyja sósu hann-
aði Snorri Freyr Hilmarsson en Kjart-
an Þórisson sá um ljós. Magnús sagði
að í ljósi þessara góðu undirtekta heföi
verið ákveðið að efna til nokkurra
aukasýninga á verkinu í Iðnó og hefj-
ast þær eftir tæpar tvær vikur. -PÁÁ
; 'SWíís g
Kanebo
Kanebo hefur gert húðhreinsun að list og býður nú sérsniðna aðferð sem er einstök
til daglegrar hreinsunar húðarinnar.
Hreinsilína Kanebo býður upp á frumlega og árangursríka húðhreinsun sem hentar
nútíma lífsháttum.
Þessi hreinsilína er hönnuð til þess að gæla við skilningarvitin og fjarlægja óhreinindi
og spennu og um leið dekra við húðina með sérstaklega völdum gjöfum náttúrunnar.