Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2000, Blaðsíða 66
74
LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000
Tilvera 3DV
lí f iö
CAPUT í
Langholtskirkju
CAPUT-hópurinn frumflytur
verk eftir tónskáldin Snorra
Sigfús Birgisson, Báru
Grímsdóttur og Svein Lúðvík
Bjömsson. Tónverkin eiga það
sameiginlegt að vera pöntuð af
Reykjavík menningarborg og
sérstaklega samin fyrir CAPUT.
Tónleikarnir hefjast kl. 17.
Klassík
1 KAMMERTÓNLÉÍKAR I GARÐA-
BÆ I dag kl. 17.00 munu Elín Osk
Oskarsdóttir óperusöngkona og
Gerrit Schuil píanóleikari leika og
syngja verk eftir Marcello,
Schubert, Brahms, Wagner, Weber,
Puccini og Verdi. Tónleikarnir eru
hluti af tónleikarööinni Kammertón-
leikar í Garðabæ. Tónleikarnir veröa
haldnir í Kirkjuhvoli, safnaöarheimili
Vídalínskirkju í Garðabæ.
■ ORGELTÓNLEIKAR í dag kl. 17
mun Steingrímur Þórhallsson orgel-
leikari spila verk eftir Bach, Reger,
og Guilmant í Dómkirkjunni auk
pess sem hann frumflytur orgelverk
eftir Gunnar A. Kristinsson.
■ PÓLSK TÓNLIST I GERÐUBERGI
í dag kl. 17 veröa tónleikar í Menn-
ingarmiðstöðinni Gerðubergi sem
nefnast Ekki eingöngu Chopin -
pólsk tónlist á 19. öld. Flytjendur:
Mariola Kowalczyk, messósópran,
Elzbieta Kowalczyk, píanó, Szymon
Kuran, fiöla, og Jacek Tosik-War-
szawiak, píanó.
Fyrír börnin
■ TONLIST FYRIR BORNIN I dag
kl. 13 veröa í Gerðubergi tónleikar
fyrir yngstu börnin. Hér er á ferðinni
dagskrá fyrir börn í formi tónlistar,
leiks og leikhjóða; POY-tónlist fyrir
börn. Þetta er barnadagskrá frá Nor-
egi og eru flytjendur þau Glenn Erik
Haugland, Heidi Tronsmo og Maja
Bugge.
Fundir
■ FRAMTÍÐ LÝÐRÆÐIS Á TÍMUM
NETVÆPINGAR Lýðræði - skríl-
ræði? Framtíð lýðræðis á tímum
netvæðingar.Umræöur í Reykjavík-
ur-Akademíunni í dag, kl. 11-13.
Fulltrúar pólitísku vefritanna
www.frelsi.is,www.maddaman.is,
www.politik.is og www.murinn.is
sitja við pallborðiö. Umræöustjóri er
Hjálmar Sveinsson.
■ RABBFUNPUR UM PALESTÍNU 1
dag verður rabbfundur um Palestínu
á vegum Vinstrihreyfingarinnar -
græns framboös í Reykjavík. Fundur-
inn verður á Rauöa torginu, í hús-
næöi flokksins á Lækjartorgi, uppi á
3. hæö yfir strætisvagnastööinni.
■ UNGLIST 2000 Á vegum Unglist-
ar 2000 verður haldin ráöstefna á
Akureyri I dag undir yfirskriftinni
Listin að lifa - Það sem allt of fáir
tala um á Akureyri. Ráðstefnan er
haldin á Sal Menntaskólans á Akur-
eyri, Hólum kl. 14 til 16.30.
■ RÁPSTEFNA UM KRISTNIBOP
Kristnihátíðarnefnd Reykjavíkurpró-
fastsdæma heldur í dag ráðstefnu
um kristniboö í Reykjavík sem hefst
kl. 10 meö ávarpi dómprófasts, sr.
Guðmundar Þorsteinssonar. Þá mun
Skúli Svavarsson kristniboöi einnig
ávarpa fundinn. Aðalræöumaður ráö-
stefnunnar er dr. Tormod Eng-
elsviken, prófessor í kristniboös-
fræöum viö Safnaöarháskólann í
Ósló. Kristniboösráöstefnan er öll-
um opin og aðgangur ókeypis. Hún
stendur frá kl. 10-13.
Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.ls
Dagbjört Ylfa Geirsdóttir - ung og upprennandi fyrirsæta:
Léttur spennufíkill
- hóf fyrirsætuferilinn aðeins þrettán ára gömul
Dagbjört Ylfa Geirsdóttir er sextán
ára gömul Reykjavíkurmær sem hefúr
starfað sem fyrirsæta í þrjú ár. Ylfa
tók fyrst þátt í Ford-keppninni þrettán
ára gömul og lenti í öðru sæti. í fram-
haldi af því fór hún að sitja fyrir á veg-
um Eskimo models og hefur haft mik-
ið að gera síðan. Þó að Ylfa sé ekki
gömul hefur hún nú þegar setið fyrir
hjá timaritum eins og Vogue, ID, Elle,
Face, Harper’s Bazaar og Quine, svo
eitthvað sé nefnt.
Andlitið á Ylfu ætti að vera Reyk-
vikingum vel kunnugt því til skamms
tíma var stór mynd af henni á Lauga-
veginum en hún var víst tekin niður
fyrir skömmu vegna þess að einhver
hafði teiknað yflrvaraskegg á hnátuna.
Mikill tími í kynningar
„Sumarið eftir Ford-keppnina fór ég
til London og var að vinna i sex vikur
og síðastliðið sumar var ég í New York
í jafnlangan tima, ég er líka búin að
fara í nokkrar styttri ferðir til Evrópu.
Allir sem eru i þessum bransa eru
með möppu, „portfolio“, með myndum
af sjálfum sér sem þeir nota til að
kynna sig. Maður fer í það sem kallað
er „casting" með möppuna og sýnir
hana og sjálfan sig. Það mætir yfirleitt
hellingur af stelpum og maður verður
að standa sig vel ef maður ætlar að fá
eitthvað að gera. Yfirleitt er bara valin
ein eða tvær stelpur og samkeppnin er
þvi rosalega mikil. Á ferðalögum fer
mikill tími í að kynna sig og stundum
kemur það fyrir að maður fer á tíu
staði sama daginn."
Misjöfn laun
„Launin í þessu er mjög mismun-
andi, það er frekar illa borgað fyrir
myndir í blöð og flestir líta á það sem
kynningu. Smástimi eins og ég fá um
tíu þúsund kall fyrir mynd í Vogue.
Smærri blöð borga meira og snyrti-
vörufyritækin borga mest. Þeir sem
komast á góðan samning hjá snyrti-
vörufyritæki fá hundmö þúsunda og
jafnvel milljónir fyrir hveija töku. Ég
hef mest fengið nokkur hundmð þús-
und fyrir eina töku hjá snyrtivörufyr-
irtæki sem heitir Rimmel."
Góðarmedsig
Ylfa segist hafa verið að sýna með
Naomi Campbell og Kate Moss í
London síðastliðið haust og það hafi
verið mjög skrýtið að vinna með
stjömunum. „Þær er mjög góðar með
sig og Naomi er algjört montrassgat.
Hún sagði til dæmis að ef einhver tæki
mynd af henni án leyfis og birti hana
yrði að borga tvö til þijú hundmð þús-
und fyrir það. Hún var með sérstakan
bás út af fyrir sig og dró fyrir meðan
hún var að skipta um fót og mála sig.
Hún talaði ekkert við okkur hinar og
Ég hef ekki orðið vör við
það en maður er náttúrlega
alltaf að heyra sögur. Þetta
er að miklu leyti undir
manni sjálfum komið eins
og alls staðar annars stað-
ar, maður getur lent í ragli
hvar sem er. Ef maður ætl-
ar að komast áfram í þess-
um bransa þýðir ekki að
vera með neitt ragl, þetta er
vinna og aftur vinna.
Mér finnst skemmtilegra
að sýna en að sitja fyrir,
stemningin baksviðs er æð-
isleg og mikil spenna. Ég er
léttur spennufikill og fæ
mikið kikk út úr því að fara
inn á sviðið.
DV-MYND GVA
Dagbjört Ylfa Geirsdóttir fyrirsæta
Maður kemst ekkert áfram sem fyrirsæta í sumarvinnu. Þaö þarf að leggja sig allan
fram og virkilega vinna að því að fá góð verkefni. Stelpur sem vinna allt árið fá mest að
gera, þestu verkefnin og hæstu tekjurnar.
lokaði sig af með kærastanum. Naomi
er algjör prímadonna. Hún málar sig
sjálf og greiðir sér líka og það má eig-
inlega enginn koma nálægt henni.
Kate Moss var miklu skárri, hún talaði
þó við hin módelin. Það var skrýtið að
fylgjast með þeim. Þær komu hálftíma
fyrir sýninguna og áttu staðinn á með-
an við hinar mættum þremur tímum
fyrr og voram að drepast úr stressi.
Það er ótrúlega mikil öfundsýki og af-
brýðisemi í þessu, ef einhverjum geng-
ur vel er strax farið að öfundast út í
hana.“
Vinna og aftur vinna
„Fólk heldur mikið að lífið í kring-
um þetta sé mikið glamúr og eiturlyf.
Bjartsýn á framtíðina
„Ég er með fuilt af plön-
um fyrir framtíðina og er
til dæmis að fara til London
núna í mánuð til að kynna
mig. Starfsfólkið hjá
Eskimo models og Models
One í London hefur hjálpað
mér mikið og útvegað mér
mörg verkefhi. Næsta vor
fer ég til New York í þrjá
mánuði og svo stefni ég að
því að fara til Tókíó í
nokkrar vikur.
Ég er búin að ferðast
mikið í tengslum við starfið
og fer til útlanda á nokk-
urra vikna fresti. Það er
mikil tilbreyting frá því
sem áður var vegna þess að
ég hafði ekki farið neitt
áður en ég byrjaði í þessu.
Það er mjög misjafnt
hvað maður sér mikið í
hverri ferð, stundum er
maður bara sóttur út á flug-
völl og keyrður þangað
strax aftur þegar verkefnið
er búið en stundum stoppar
maður í nokkra daga og get-
ur skoðað sig um.
Ég hef náttúrlega látið
skólann sitja á hakanum
undanfarið en fyrirsætu-
starfið er harður. skóli.
Maður kynnist alveg nýjum
heimi og ferðast mikið.
Þetta er hörkunám en bara
ekki sama námið og í skóla.
Það er að sjálfsögðu búið að
þrýsta mikið á mig að klára
skólann fyrst og allt það en ef ég geri
þetta ekki núna þá geri ég þetta aldrei.
Maður kemst ekkert áfram sem fyrir-
sæta í sumarvinnu. Það þarf að leggja
sig allan fram og virkilega vinna að
því að fá góð verkefni. Stelpur sem
vinna allt árið fá mest að gera, bestu
verkefnin og hæstu tekjumar." Kip
Auðvitað hef ég áhyggjur af einkadótturinni:
Hún á fram-
tíðina fyrir sér
DV-MYND EÓL.
Þóra Bernadetta Valdimarsdóttir, móöir Dagbjartar Ylfu
Ég sé ekki annað en hún standi sig vel, hún er stór-
glæsileg og mjög eftirsótt.
Þóra Bernadetta Valdimarsdóttir-
dóttir, móðir Dagbjartar Ylfu, segir
að hún hafi verið mjög tvístígandi
til að byrja með og alls ekki viss
hvort hún ætti að hleypa stelpunni
út í þetta. „Ég vil að hún klári skól-
ann áður en hún hellir sér út í
þetta. Maður hefur auðvitað áhyggj-
ur af einkadótturinni og vill alls
ekki að hún lendi í einhverju rugli.
Hún var ekki nema þrettán ára þeg-
ar hún byrjaði og mér fannst hún
allt of ung en hún hefur staðið sig
ótrúlega vel.
Glæsileg og eftirsótt
Ég fór með henni út til að byrja
með og fylgdist með. Stundum
fannst mér vinnuálagið of mikið og
einu sinni stoppaði ég af töku þegar
hún var búin að sitja á rólu, sem
var eins og hænuprik, í fjörutíu
mínútur. Eftir að ég kynntist fólk-
inu á skrifstofunni sem hún vinnur
fyrir fór ég þó að anda léttar og í
dag treysti ég henni fullkomlega til
að standa sig.
Þegar hún fór út í fyrsta skiptið
ein fór hún til New York og bjó hún
hjá Kate sem á Fordmodels, þannig
að ég var alveg í rónni. Henni var
fylgt hvert sem hún fór og eiginlega
afgirt.
Stelpurnar hjá Eskimo models
hafa staðið sig vel og Model One
hafa verið alveg frábærir í hennar
garð og ég hef ekkert út á þá að
setja.
Ég hafði reyndar áhyggjur af
henni í sumar þegar hún var ein í
London en ég talaði nánast við hana
á hverjum degi og fylgdist eins vel
með og ég gat.
Ef hún nær að fóta sig í bransan-
um getur hún
tryggt sig fjár-
hagslega fyrir
framtíðina. Ég
sé ekki annað
en hún standi
sig vel, hún er
stórglæsileg og
mjög eftirsótt.
Við höfum mik-
ið rætt um það
heima hvort
það eigi að
hleypa henni í
þetta á fullu.
Ylfa hefur rosa-
legan áhuga á
starfinu og ég sé
ekki að það
borgi sig að
pína hana í eitt-
hvert nám sem
hún hefur ekki
áhuga á. Ef ég
fer að kýla hana í menntaskóla
hættir hún bara um leið og hún
verður sjálfráða og þá er maður
kannski búinn að eyðileggja fyrir
henni góð tækifæri sem gefast ekki
aftur.“ Kip