Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2000, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 Fréttir I>V Bretinn sem vill Hótel Valhöll ræðir við DV um áhuga sinn á viðskiptum hér á landi: Vill bjóða heimsþekktu fólki hingað í hljóðver Kaupsýslumaðurinn Howard Kriiger hitti í gær Jón Ragnarsson, eig- anda Hótels Valhallar, vegna nýs til- boðs í hótelið að Þingvöllum. Howard sagði í samtali við DV að hann hafi einnig áhuga á að bjóða heimsþekkt- um tónlistarmönnum upp á þann val- kost að koma hingað til lands i hljóð- ver sem yrði byggt þar. Með því móti nytu þeir landsins, slöppuðu af og gætu fýrir vikið orðið afkastameiri. „Ég á marga heimsþekkta vini í tón- listarheiminum. Það væri gaman að geta boðið þeim heim til Islands til að slappa hér af. Að minnsta kosti er al- veg ljóst að umhverfið hér á landi er kjörið til slíks. Margt af því fólki sem ég og samstarfsmenn þekkjum er þekktir tónlistarmenn. Ég er fullviss um að ef hljóðveri yrði komið á fót hér á landi fyrir þetta fólk yrði umhverfið einstaklega hliðhollt og tónlistarmenn- imir frjóir og af- kastamiklir," sagði Howard. Hann segist vera virtur viðskipta- maður og ekki hing- að kominn til að reyna að taka eitt- hvað frá íbúum landsins og á þar við Hótel Valhöll. „Hvað sem ég geri mun ég gera vel. Verði hindranir í veginum af hálfu ís- lenskra stjómvalda verður að taka á því eins og fólki sæmir,“ segir hann. Howard Kriiger íhugar nýtt tilboö í Valhöll uga i Sinfóníuhljómsveitina Howard, sem er umsvifamikill plötuútgefandi, kveðst hafa mikinn áhuga á að gefa út tónlist Sinfóniu- hljómsveitar íslands. „Ein helsta viðskiptagrein mín er tónlist. Ég veit að Sinfóníuhljóm- sveit Islands er afar góð. Þess vegna hef ég áhuga á að ræða viö fulltrúa hennar. Mér er kunnugt um að flutningur hljómsveitarinnar hefur verið gefin út á geisladiskum. Ég sel 30-40 milljónir geisladiska á ári. Því ættum við ekki að geta unnið sam- an? Ég hef áhuga á sígildri sem annarri tónlist." Howard Krúger hitti nokkra aðila í leikhúslífi íslendinga í gær vegna hugsanlegra sýninga á rússneskum ballett og írsku danssýningunni Rhythm of the Dance. -Ótt Framtíðarbyggingarland Reykj avíkur: Lúxusíbúðir á uppfyllingu við Ánanaust - Norðlingaholtið, Hamrahlíðarlönd og Hallar „Við erum að vinna að undirbún- ingi og vonumst til að geta úthlutað lóðum fyrir um tvö þúsund íbúðir í Hamrahlíðarlöndum og Höllum, norðan Úlfarsár við Vesturlands- veg, árið 2002,“ sagði Árni Þór Sig- urðsson, formaður skipulagsnefnd- ar Reykjavikurborgar, um hug- myndir borgar- yfirvalda í bar- áttunni við lóðaskort og hækkað fast- eignaverð í Reykjavík vegna fólksflótt- ans af lands- byggðinni. Skortur á lóð- um og aukin eft- irspurn eftir íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæð- inu hefur sem kunnugt er hleypt fasteignaverði upp um tugi prósenta og virðist ekkert lát á. „Þá lítum við til Norðlingaholts- ins upp af Rauðavatni en það land er að vísu í eigu einkaaðila sem eru sjálfir komnir vel á veg með eigið skipulag að íbúðabyggð. Um það land á eftir að semja við eigendur," sagði Árni Þór sem einnig lítur til Geldinganessins í nánustu framtíð. Þá eru hugmyndir um íbúðabyggð á uppfyllingu á Eiðisgranda, út af Ánanaustum í vesturborginni, langt komnar en þar er gert ráð fyrir lúxusíbúðum með útsýni eins og það gerist best i Reykjavík: „Þetta verður liklega í líkingu við bryggjuhverfið í Grafarvogi þó ekk- ert sé að fullu afráðið enn þá,“ sagði Árni Þór Sigurðsson, formaður skipulagsnefndar Reykjavíkur, sem áætlar að fyrrgreind byggingar- svæði eigi að duga fyrir minnst um fimm þúsund nýjum íbúðum. -EIR Hamrahlíöarlönd og Hallar Tvö þúsund íbúöir áriö 2002. Arni Þór Sigurösson Uppfylling viö Ánanaust Nýtt hverfí meö útsýni eins og það gerist best í Reykjavík. Norölingaholtiö / eigu einkaaöila en Reykjavíkurþorg vonast eftir aö ná samningum um eitt þúsund íbúöir á svæöinu. Mistök í lyfjagjöf ollu dauða konu á Landspítalanum: Landlæknisembættið bíður skýrslu „Þarna virðist hafa verið um mannleg mistök að ræöa,“ sagði Matthías Halldórsson aðstoðarland- læknir. „Slys koma fyrir alls staðar þar sem spítalastarfsemi er stunduð og eins og með öll slys verður að gera allt sem hægt er til þess að koma í veg fyrir að svona hörmulegt slys ger- ist. Seint verður, held ég, hægt að koma 100 prósent í veg fyrir það, en það verður að vera eins nálægt því og mögulegt er.“ í DV í gær var skýrt frá því að 47 ára gömul kona, sem lá á Landspítal- anum við Hringbraut, lést í síðustu viku eftir að henni voru fyrir mistök gefin lyf sem hún var með ofnæmi fyrir. Lyfið er algengt verkjalyf, og kom fram í sjúkraskýrslu konunnar að hún mátti ekki fá þetta lyf. Hún lá á sjúkrahúsinu eftir að hafa gengist Landspítalinn viö Hringbraut. undir vel heppnaða aðgerð. Búið er að setja upp starfshóp inn- an spítalans, sem rannsakar málið. Þeirri skýrslu verður síðan skilað til landlæknis og verður hún væntan- lega notuð til þess að leita leiða til úr- bóta og koma I veg fyrir að mistök af þessu tagi geti hugsanlega endur- tekið sig. „Spítalastarfsemi er orðin svo flókin að það er oft eitt- hvað í samspili fólks sem fer úr- skeiðis, eða boðleið- um, eins og er í þessu tilviki. Það var búið að skrá að konan væri með of- næmi fyrir þessu lyfi en samt fékk hún lyfið. Einnig brugðust neyðarboð til lækna, sem var ætlað að koma á vettvang í tiivik- irni sem þessum. Þama er eitthvað sem fer úrskeiðis í boðleiðum og þar þarf eitthvað að herða, þó við getum ekki séð nákvæmlega á þessari stundu hvað það er sem þarf að bæta,“ sagði Matthías. „En það mun verða farið ofan í það og spítalinn þarf að koma með einhverja áætlun um það hvernig hann komi til með að bæta sig.“ Einnig fer nú fram lögreglurann- sókn, sem er venjan í svona tilvikum. Að sögn Sigurbjörns Víðis Eggerts- sonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í Reykjavík, er það ekki óalgengt að kallað sé eftir lögreglurannsókn á sjúkrahúsum, en oftast er það vegna þess að læknum tekst ekki að sjúk- dómsgreina viðkomandi áður en and- lát hans ber að höndum. Oftast eru það læknarnir sjálfir sem óska eftir aðstoð, og í þessu tilviki var það yfir- læknir sem kallaði til lögreglu. -SMK Sandkorn Waterloo : Urnsjón: Reynir Traustason netfang: sandkom@ff.is Evrópu- nefndin, sem Halldór Ás- grímsson skipaði og á að móta skoðun Framsókn- arflokks á Evrópumál- um, er skip- uð 50 mönn- um og konum. Þetta er af mörgum talin djörf björgunaraðgerð en þeir sem vel þekkja til innan flokksins telja algerlega útilokað að 50 fram- sóknarmenn verði sammála um svo erfitt mál. Vonast er eftir ein- hverju lífsmarki frá nefndinni fyr- ir flokksþingið í mars nk. en reiknað er með þvi að þá verði nefndin í mesta lagi búin að koma sér saman um nafn á sjálfa sig. Hún gæti t.d heitir Waterloo-vin- imir því þarna verður án efa hart barist. Eða kannski Hiroshima hópurinn? Upprisa Pressu? Guðni | Þórðarson, ævinlega I kenndur við I ferðaskrif-1 stofuna 1 Sunnu, er I ekki af baki I dottinn. I Hann er við góða heiisu [ og óskerta starfskrafta og í honum blundar blaðamaðurinn frá Tímaárunum um miðja 20. öldina. Nú heyrist að hann hyggi á útgáfu á harðskeyttu vikublaði í anda gömlu Pressunn- ar. Vandamálið við útgáfuna er að örfáir geta prentað slíkt blað. Guðni slæst áfram og ætlar að taka ákvörðun um nýja Pressu í næstu viku, af eða á... Spurning um Ara Innan raða ASÍ er al- mennt talið fullvist að Ari Skúla- son verði í framboði til formanns Alþýðusam- bands Is- lands. Stuðnings- menn hans þykjast þess fullviss- ir að hann nái að fella sinn gamla leiðtoga, Grétar Þorsteinsson, af stalii. Þá er því spáð að Ari muni eiga greiða leið til æðstu metorða í íslenskum stjórnmálum en hann er einn helsti hugmyndafræðingur Samfylkingarinnar... Ritstjóri meö písk I sýningu Borgarleik- hússins á Skáldanótt Hallgríms Helgasonar telja glöggir áhorfendur sig þekkja sum þeirra skálda sem bregður fyr- ir. Augljóslega eiga einhver þeirra sér skýra fyrirmynd og þannig má telja nokkuð öruggt að blaðakonan i leikritinu sé mótuð með ritstjóra Mannlífs, Gerði Kristnýju, í huga. Blaðakonan á sviðinu er með sítt ljóst hár, snotur gleraugu og er að- eins blaðamaður í hjáverkum því hún hefur skrifað og gefið út tals- vert af skáldskap sem er auðvitað óendanlega miklu merkilegri en blaðaskrif. Henni er töluvert upp- sigað við karlmenn og gengur um með písk í hendi og lemur þá heimsku karldrumba sem á vegi hennar verða. Femínískur ritstjóri með skáldadrauma er greinilega hættuleg blanda...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.