Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2000, Qupperneq 6
LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000
Fréttir
I>V
Bretinn sem vill Hótel Valhöll ræðir við DV um áhuga sinn á viðskiptum hér á landi:
Vill bjóða heimsþekktu
fólki hingað í hljóðver
Kaupsýslumaðurinn Howard
Kriiger hitti í gær Jón Ragnarsson, eig-
anda Hótels Valhallar, vegna nýs til-
boðs í hótelið að Þingvöllum. Howard
sagði í samtali við DV að hann hafi
einnig áhuga á að bjóða heimsþekkt-
um tónlistarmönnum upp á þann val-
kost að koma hingað til lands i hljóð-
ver sem yrði byggt þar. Með því móti
nytu þeir landsins, slöppuðu af og
gætu fýrir vikið orðið afkastameiri.
„Ég á marga heimsþekkta vini í tón-
listarheiminum. Það væri gaman að
geta boðið þeim heim til Islands til að
slappa hér af. Að minnsta kosti er al-
veg ljóst að umhverfið hér á landi er
kjörið til slíks. Margt af því fólki sem
ég og samstarfsmenn þekkjum er
þekktir tónlistarmenn. Ég er fullviss
um að ef hljóðveri yrði komið á fót hér
á landi fyrir þetta
fólk yrði umhverfið
einstaklega hliðhollt
og tónlistarmenn-
imir frjóir og af-
kastamiklir," sagði
Howard.
Hann segist vera
virtur viðskipta-
maður og ekki hing-
að kominn til að
reyna að taka eitt-
hvað frá íbúum
landsins og á þar
við Hótel Valhöll.
„Hvað sem ég geri
mun ég gera vel.
Verði hindranir í veginum af hálfu ís-
lenskra stjómvalda verður að taka á
því eins og fólki sæmir,“ segir hann.
Howard Kriiger
íhugar nýtt tilboö í Valhöll
uga i
Sinfóníuhljómsveitina
Howard, sem er umsvifamikill
plötuútgefandi, kveðst hafa mikinn
áhuga á að gefa út tónlist Sinfóniu-
hljómsveitar íslands.
„Ein helsta viðskiptagrein mín er
tónlist. Ég veit að Sinfóníuhljóm-
sveit Islands er afar góð. Þess vegna
hef ég áhuga á að ræða viö fulltrúa
hennar. Mér er kunnugt um að
flutningur hljómsveitarinnar hefur
verið gefin út á geisladiskum. Ég sel
30-40 milljónir geisladiska á ári. Því
ættum við ekki að geta unnið sam-
an? Ég hef áhuga á sígildri sem
annarri tónlist."
Howard Krúger hitti nokkra aðila
í leikhúslífi íslendinga í gær vegna
hugsanlegra sýninga á rússneskum
ballett og írsku danssýningunni
Rhythm of the Dance.
-Ótt
Framtíðarbyggingarland Reykj avíkur:
Lúxusíbúðir á uppfyllingu
við Ánanaust
- Norðlingaholtið, Hamrahlíðarlönd og Hallar
„Við erum að vinna að undirbún-
ingi og vonumst til að geta úthlutað
lóðum fyrir um tvö þúsund íbúðir í
Hamrahlíðarlöndum og Höllum,
norðan Úlfarsár við Vesturlands-
veg, árið 2002,“ sagði Árni Þór Sig-
urðsson, formaður skipulagsnefnd-
ar Reykjavikurborgar, um hug-
myndir borgar-
yfirvalda í bar-
áttunni við
lóðaskort og
hækkað fast-
eignaverð í
Reykjavík
vegna fólksflótt-
ans af lands-
byggðinni.
Skortur á lóð-
um og aukin eft-
irspurn eftir
íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæð-
inu hefur sem kunnugt er hleypt
fasteignaverði upp um tugi prósenta
og virðist ekkert lát á.
„Þá lítum við til Norðlingaholts-
ins upp af Rauðavatni en það land
er að vísu í eigu einkaaðila sem eru
sjálfir komnir vel á veg með eigið
skipulag að íbúðabyggð. Um það
land á eftir að semja við eigendur,"
sagði Árni Þór sem einnig lítur til
Geldinganessins í nánustu framtíð.
Þá eru hugmyndir um íbúðabyggð á
uppfyllingu á Eiðisgranda, út af
Ánanaustum í vesturborginni, langt
komnar en þar er gert ráð fyrir
lúxusíbúðum með útsýni eins og
það gerist best i Reykjavík:
„Þetta verður liklega í líkingu við
bryggjuhverfið í Grafarvogi þó ekk-
ert sé að fullu afráðið enn þá,“ sagði
Árni Þór Sigurðsson, formaður
skipulagsnefndar Reykjavíkur, sem
áætlar að fyrrgreind byggingar-
svæði eigi að duga fyrir minnst um
fimm þúsund nýjum íbúðum.
-EIR
Hamrahlíöarlönd og Hallar
Tvö þúsund íbúöir áriö 2002.
Arni Þór
Sigurösson
Uppfylling viö Ánanaust
Nýtt hverfí meö útsýni eins og það gerist best í Reykjavík.
Norölingaholtiö
/ eigu einkaaöila en Reykjavíkurþorg
vonast eftir aö ná samningum um
eitt þúsund íbúöir á svæöinu.
Mistök í lyfjagjöf ollu dauða konu á Landspítalanum:
Landlæknisembættið bíður skýrslu
„Þarna virðist hafa verið um
mannleg mistök að ræöa,“ sagði
Matthías Halldórsson aðstoðarland-
læknir. „Slys koma fyrir alls staðar
þar sem spítalastarfsemi er stunduð
og eins og með öll slys verður að gera
allt sem hægt er til þess að koma í
veg fyrir að svona hörmulegt slys ger-
ist. Seint verður, held ég, hægt að
koma 100 prósent í veg fyrir það, en
það verður að vera eins nálægt því og
mögulegt er.“
í DV í gær var skýrt frá því að 47
ára gömul kona, sem lá á Landspítal-
anum við Hringbraut, lést í síðustu
viku eftir að henni voru fyrir mistök
gefin lyf sem hún var með ofnæmi
fyrir. Lyfið er algengt verkjalyf, og
kom fram í sjúkraskýrslu konunnar
að hún mátti ekki fá þetta lyf. Hún lá
á sjúkrahúsinu eftir að hafa gengist
Landspítalinn viö Hringbraut.
undir vel heppnaða aðgerð.
Búið er að setja upp starfshóp inn-
an spítalans, sem rannsakar málið.
Þeirri skýrslu verður síðan skilað til
landlæknis og verður hún væntan-
lega notuð til þess að leita leiða til úr-
bóta og koma I veg fyrir að mistök af
þessu tagi geti
hugsanlega endur-
tekið sig.
„Spítalastarfsemi
er orðin svo flókin
að það er oft eitt-
hvað í samspili
fólks sem fer úr-
skeiðis, eða boðleið-
um, eins og er í
þessu tilviki. Það
var búið að skrá að
konan væri með of-
næmi fyrir þessu
lyfi en samt fékk hún lyfið. Einnig
brugðust neyðarboð til lækna, sem
var ætlað að koma á vettvang í tiivik-
irni sem þessum. Þama er eitthvað
sem fer úrskeiðis í boðleiðum og þar
þarf eitthvað að herða, þó við getum
ekki séð nákvæmlega á þessari
stundu hvað það er sem þarf að
bæta,“ sagði Matthías. „En það mun
verða farið ofan í það og spítalinn
þarf að koma með einhverja áætlun
um það hvernig hann komi til með að
bæta sig.“
Einnig fer nú fram lögreglurann-
sókn, sem er venjan í svona tilvikum.
Að sögn Sigurbjörns Víðis Eggerts-
sonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í
Reykjavík, er það ekki óalgengt að
kallað sé eftir lögreglurannsókn á
sjúkrahúsum, en oftast er það vegna
þess að læknum tekst ekki að sjúk-
dómsgreina viðkomandi áður en and-
lát hans ber að höndum. Oftast eru
það læknarnir sjálfir sem óska eftir
aðstoð, og í þessu tilviki var það yfir-
læknir sem kallaði til lögreglu.
-SMK
Sandkorn
Waterloo
: Urnsjón:
Reynir Traustason
netfang: sandkom@ff.is
Evrópu-
nefndin, sem
Halldór Ás-
grímsson
skipaði og á
að móta
skoðun
Framsókn-
arflokks á
Evrópumál-
um, er skip-
uð 50 mönn-
um og konum. Þetta er af mörgum
talin djörf björgunaraðgerð en þeir
sem vel þekkja til innan flokksins
telja algerlega útilokað að 50 fram-
sóknarmenn verði sammála um
svo erfitt mál. Vonast er eftir ein-
hverju lífsmarki frá nefndinni fyr-
ir flokksþingið í mars nk. en
reiknað er með þvi að þá verði
nefndin í mesta lagi búin að koma
sér saman um nafn á sjálfa sig.
Hún gæti t.d heitir Waterloo-vin-
imir því þarna verður án efa hart
barist. Eða kannski Hiroshima
hópurinn?
Upprisa Pressu?
Guðni |
Þórðarson,
ævinlega I
kenndur við I
ferðaskrif-1
stofuna 1
Sunnu, er I
ekki af baki I
dottinn. I
Hann er við
góða heiisu [
og óskerta
starfskrafta og í honum blundar
blaðamaðurinn frá Tímaárunum
um miðja 20. öldina. Nú heyrist að
hann hyggi á útgáfu á harðskeyttu
vikublaði í anda gömlu Pressunn-
ar. Vandamálið við útgáfuna er að
örfáir geta prentað slíkt blað.
Guðni slæst áfram og ætlar að
taka ákvörðun um nýja Pressu í
næstu viku, af eða á...
Spurning um Ara
Innan raða
ASÍ er al-
mennt talið
fullvist að
Ari Skúla-
son verði í
framboði til
formanns
Alþýðusam-
bands Is-
lands.
Stuðnings-
menn hans þykjast þess fullviss-
ir að hann nái að fella sinn gamla
leiðtoga, Grétar Þorsteinsson, af
stalii. Þá er því spáð að Ari muni
eiga greiða leið til æðstu metorða í
íslenskum stjórnmálum en hann er
einn helsti hugmyndafræðingur
Samfylkingarinnar...
Ritstjóri meö písk
I sýningu
Borgarleik-
hússins á
Skáldanótt
Hallgríms
Helgasonar
telja glöggir
áhorfendur
sig þekkja
sum þeirra
skálda sem
bregður fyr-
ir. Augljóslega eiga einhver þeirra
sér skýra fyrirmynd og þannig má
telja nokkuð öruggt að blaðakonan
i leikritinu sé mótuð með ritstjóra
Mannlífs, Gerði Kristnýju, í huga.
Blaðakonan á sviðinu er með sítt
ljóst hár, snotur gleraugu og er að-
eins blaðamaður í hjáverkum því
hún hefur skrifað og gefið út tals-
vert af skáldskap sem er auðvitað
óendanlega miklu merkilegri en
blaðaskrif. Henni er töluvert upp-
sigað við karlmenn og gengur um
með písk í hendi og lemur þá
heimsku karldrumba sem á vegi
hennar verða. Femínískur ritstjóri
með skáldadrauma er greinilega
hættuleg blanda...