Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2000, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2000, Blaðsíða 34
34 Helgarblað LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 DV Fjársjóður á Öldugötu: Konungsflygillinn fundinn — útivistir, húsbrunar og hrakningar hafa ekki grandað góðu hljóðfæri Fyrir réttum tveimur vikum skrifaði Flosi Ólafsson einn af sínum bráðskemmtilegu pistl- um í DV undir fyrirsögninni: „Til- vistarkreppa ílygils". Þar rakti Flosi á grátbroslegan hátt harmsögu hljómfegursta hljóðfæris sem komið hefur til íslands, sjálfs konungs- flygilsins. Að mati Flosa var saga flygilsins átakanlegur vitnisburður um það hvemig íslendingar varð- veita menningarverömæti. í sögu hans lenti flygillinn út á tún vestur í Stykkishólmi við gjaldþrot eigand- ans. Síðan var hann hýstur á Laug- arvatni og skólapiltar migu í hann og að lokum var hann gefinn austur á Norðfjörð þar sem hann endaði sem kjötfarsgeymsla. Þetta er mikil sorgarsaga og átak- anleg og mikill áfellisdómur yfir oss molbúum sem hendum perlum fyrir svín án þess að depla auga. Eftir birtingu pistilsins komst DV þó fljótlega í samband við píanófróða menn sem héldu því statt og stöðugt fram að þessi saga væri ekki alls kostar sönn og konungsflygillinn hefði „lifaö af ‘ illa meðferð og væri viö ágæta heilsu í husi vestur í bæ. Leitin að konungsflyglinum var haf- in. Kóngurinn kemur Umræddur flygifl kom til íslands í tilefni af heimsókn Friðriks átt- unda hingað til lands sumariðl907. Friðrik konungur kom tfl landsins 30. júlí og næstu daga á eftir var mikið um dýrðir í Reykjavik í til- efni af komu hans. Honum var með- al annars haldið veglegt samsæti í Alþingishúsinu og þar var leikið á téðan flygil og sungin kvæði sem ýmis fremstu skáld þjóðarinnar höfðu ort sérstaklega í tilefni af komu konungs. Matthías Jochums- son hafði m.a. sett saman heilan ljóðaflokk um þessa frétt og Þor- steinn Gíslason ritstjóri fékk einnig sungið kvæði eftir sig. Svelnbjörn kemur helm Sveinbjörn Sveinbjörnsson tón- skáld, sem samdi lag viö þjóðsöng íslendinga, kompóneraði sérstök lög við sum ljóðanna en Sveinbjöm kom til landsins við þetta tækifæri í fyrsta sinn í 30 ár. Blandaður kór sá um sönginn og sungu þau séra Geir Sæmundsson og fröken Elín Matthiasdóttir „sól- órnar“ eins og þaö er oröaö i blöö- um þessa tíma. Brynjólfur Þorláks- son dómorganisti stjórnaði kórnum en í annars greinargóöum frásögn- um blaöanna frá þessum atburöi er ekkert minnst á píanóundirleik. Það er haft fyrir satt aö enginn Islend- ingur hafi þótt nógu góður píanisti og því hafi veriö pantaöur slag- hörpuleikari frá Kaupmannahöfn. Hins vegar er freistandi aö halda að Sigfús Einarsson, tónskáld og söng- fræðingur, eins og hann er kallaöur 1 blööum þessa tima, hafi gripiö 1 hljóöfæriö en viö vitum ekki hvort það er rétt. Flyglll útl á túnl Eftir þessa hátíölegu konungs- heimsókn fer litlum staöfestum sög- um af flyglinum góöa umfram það aö hann hafi lent í eigu stórathafna- manns, Sæmundar Halldórssonar, vestur í Stykkishólmi og endað þar á uppboöi þar sem enginn vildi kaupa hann og hann stóö og veöraö- ist úti á túni heilt vor. Þá kom til skjalanna bjargvættur- inn Jónas Jónsson frá Hriflu sem um þessar mundir var að byggja héraðsskóla hingað og þangað um landið og var nýbúinn að koma ein- um á laggirnar á Laugarvatni. Jónas átti í einhverjum útistöðum við sýslumanninn í Stykkishólmi og lét hirða flygilinn upp í skuldir embættis hans við rikið og flytja þennan veðraða kjörgrip austur að Laugarvatni og gaf nýstofnuðum skóla. Það er kviknað í húsinu Það fer ýmsum sögum af illu at- læti hins hljómfagra konungsflygils á Laugarvatni. Sumir segja að skólapiltar hafi migið ofan í hann og aðrar sögur segja að hann hafi að lokum verið geymdur úti í hlöðu eöa í skúr bak við gufubaðið og harpan úr honum hafi verið notuð sem heyvinnutæki eða til að slóða- draga. Hann mun hafa sloppið naumlega viö algera eyöileggingu þegar skólahúsið á Laugarvatni brann 1947. Gamall menntskælingur frá Laugarvatni, sem var þar á árunum 1948-51, sagðist í samtali við DV vel muna eftir flyglinum. „Hann var geymdur inni í stofu sem var kölluð Babýlon og þar máttu allir skrattast í honum. Hann hafði greinilega fengið illa meðferð því hann var orðinn snjáður og skáldaður." Þó að Þórður Kristleifsson væri söngkennari á Laugarvatni á þess- um árum notaði hann flygilinn aldrei við söngkennslu eða kóræf- ingar heldur orgelgarm sem þar var til. Fótalaus á smíðahúsloftlnu Jón Á. Stefánsson, á Sæbóli í Mjó- afirði, var nemandi á Laugarvatni í smíðadeild skömmu eftir 1950. Hann sagði í samtali við DV að flygillinn hefði skemmst af vatni í brunanum 1947 og legið i óhirðu uppi á smíða- Samkvæmt raðnúmeri er fiygillinn framleiddur árið 1906 Hann hefur því veriö nýr þegar hann kom til landsins. Steinweg-nafniö er þaö sama og Steinway sem eru frægustu flyglar heimsins í dag. húsloftinu á Laugarvatni, fótalaus og illa til reika. Jón keypti flygilinn í félagi við Þórð Sveinsson kunn- ingja sinn og þeir létu flytja hann austur í Neskaupstað. Þórður, sem var þúsundþjalasmiður, dyttaði tals- vert að honum, pantaði í hann vara- hluti að utan og þokaði honum í átt tfl góðrar heilsu á ný. „Ég man ekki lengur hvað ég borgaði fyrir hann en það var ekki mikið. Ég lét Þórði eftir að gera hann upp enda bar ég ekkert skyn- bragð á þetta. Ég hef ekki séð flygil- inn síðan,“ sagði Jón Á. Stefánsson í samtali viö DV. Er þetta farsvélln? Um svipað leyti og Þórður og Jón voru að flytja flygilinn austur vissu margir bæjarbúar á Norðfirði að kjöt- vinnslan á staðnum átti von á nýrri kjötfarsvél frá Danmörku. Enginn á Norðfirði hafði séð slíkt apparat og fáir séð alvöru flygil. Það er haft fyr- ir satt að þegar flygillinn góði var hífður upp á bryggju á Norðfirði hafi margir talið að þama væri kjötfars- vélin góða komin. Það tengdi flygil- inn enn betur við kjötvinnsluna að Óskar Sveinsson, bróðir Þórðar, rak hana. Þórði sóttist seint að gera upp flygilinn góða og í kringum 1960 sendi hann gripinn til Reykjavíkur á hljóð- færaverkstæði Pálmars ísólfssonar á Óöinsgötu. Þar var flygillinn til húsa næstu árin og gekk í gegnum veru- lega endumýjun. „Ég man vel eftir þessum flygli," sagði Bjarni Pálmarsson, leigubíl- stjóri og píanóstillari, í samtali við DV. „Hann var lengi á verkstæði fóður míns og fylgdi honum sú saga að þetta væri konungsflygillinn." Harpan sprakk Árið 1964 keypti Hængur Þorsteins- son, tannlæknir i Reykjavík, flygilinn af Þórði og sótti hann niöur á verk- stæði Pálmars. „Þetta var og er afbragös hljóðfæri. Það henti hann það óhapp í minni eigu að harpan sprakk lítiflega en ég fékk menn i Vélsmiðjunni Sindra til þess að sjóða í sárið og hann hélt alltaf stiflingu eftir það.“ Flygillinn var í eigu Hængs allt til ársins 1977 þegar David Pitt heildsali keypti hann og eftir það hefur hann veriö í hans eigu. eftlrlaunum é Öldugötu Feröalög og hrakningar fram og til baka um landiö, húsbrunar og vatnsskemmdir hafa ekki megnaö aö ganga af þessu fallega hljóöfæri dauöu. Eins og sjá má er harpan I flyglinum óvenjulega fagurlega útskorin og margt J frágangi hans ber natnt smiöanna vitni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.