Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2000, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000
DV
Tilvera
Danskur bær?
Þessi seldi ís á dönskum dögum og
fór hratt yfir á hjólinu sínu. Sumir
segja aö Hólmurinn sé nokkuö
danskur bær, hvaö sem til er í því.
Hólmurinn
vinsæll meðal
ferðamanna
DV, STYKKÍSHOLMI: ~
Stykkishólmur nýtur síaukinna vin-
sælda meðal innlenda sem erlenda
ferðamanna. Síðasta sumar var rekin
upplýsingamiðstöð i bænum flórða
árið í röð. Á þriðja þúsund gestir
komu og fengu aðstoð. Auk þess gistu
meira en 4000 gestir á tjaldstæðunum
og fjöldi manns hafði síma- eða tölvu-
samband.
Danskir dagar voru haldnir í sjö-
unda sinn og hefur þátttaka aldrei ver-
ið önnur eins. Ferðamenn sem hafa
skoðað Stykkishólm og eyjamar í
kring hafa hafa lýst yfir mikilli
ánægju.
Meðal annars sagði einn bandarísk-
ur ferðamaður við DV: „Ég er í sjö-
unda himni og upprifmn af því sem ég
sá. Ég fór meðal annars með Baldri um
Breiðafiörðinn, sigldi með Sæferðum
og fékk að skoða hvali og margt fleira.
Það að koma til Stykkishólms og til
eyjanna i kring er alger draumur,"
sagði þessi ferðalangur. -DVÓ
Ný hljóðfrá flugvél
Rússneska flugvélaverksmiðjan
Sukhoi hefur boðið kínverskum flug-
málayflrvöldum til samstarfs um þrún
hljóðfrárrar þotu, þrátt fyrir Concords-
lysið fyrr á þessu ári.
Að sögn talsmanns Sukhoi-verk-
smiðjanna hefur kínverskum framleið-
endum verið boðið að hanna, fram-
leiða og Qármagna þotu sem byggir á
hönnun vélarinnar Sukhoi S-21 sem
þegar er tiL Kínveijar munu hafa sýnt
hugmyndinni áhuga en Sukhoi verk-
smiðjan framleiddi til skamms tíma
eingöngu orrustuflugvélar en hefur á
síðustu árum snúið sér að framleiðslu
farþegaflugvéla.
Áð mati ráðamanna Sukhoi mark-
aði Concordslysið ekki endalok hljóð-
frárra flugvéla. Þessi hljóðfráa flugvél
tæki allt að 40 farþegum og færi á tvö-
fóldum hraða hljóðsins. Flugtíminn
miili Moskvu og Beijing yrði um 4,5
tími með vélinn en er nú 8 tímar.
Aukin ferðalög fólks leiða til aukinna krafna um gæði flugvalla:
Flugstöðvar í
framþróun
Mannhaf
Eitt af því sem mörgum finnst erfitt í flugstöövum er hiö gríöarlega mannhaf sem þar er. Eftir því sem fiugstöövar eru
stærri og fjölbreytileiki meiri ætti aö draga úr því aö allir séu aö feröast um á sama litla svæöinu.
Líklega eiga flestir ferðamenn í
fórum sínum hryllingssögur af flug-
stöðvum. Sögur eru sagðar af
margra klukkustunda bið eftir far-
angri (í Nýju-Delhí), af flugvellinum
þar sem ekki voru neinir upplýs-
ingaskjáir með komu- og hrottfarar-
tímum og ekki einu sinni klukkur (í
Búkarest fram undir 1990) og
þannig mætti áfram telja.
Margvísleg dægradvöl í boði
Víst er að engum finnst eftirsókn-
arvert að bíða í flugstöð klukkutím-
um saman. í sumum flugstöðvum er
þessi staða þó þolanlegri en öðrum.
Tid. er hægt að hugsa sér margt
verra en að rölta um nýju og glæsi-
legu flugstöðvarbygginguna á
Charles de Gaulle-flugvelli í París.
Alþjóðlegi O’Hare-flugvöllurinn i
Chicago er ótrúlega skemmtilegur,
sérstaklega fyrir flölskyldur, og þar
er sérstakt náms- og leiksvæði sem
útfært var af barnasafni Chicago-
borgar. Þetta er 200 fermetra svæði
þar sem meðal annars er að finna
mikið Lególand.
Ferðamenn í viðskiptaerindum
ættu að geta verið sáttir við dvöl á
Schiphol-flugvelli í Amsterdam. Þar
er hægt að leigja fullkomna skrif-
stofuaðstöðu með tölvutengingu,
síma og faxi og þar er einnig að
flnna spilavíti fyrir þá sem hafa
áhuga á því.
Á alþjóðlega flugvellinum í Hong
Kong er einnig skrifstofuaðstaða í
svokollaðri þráðlausri miðstöð í
innritunarsalnum, en á þeim flug-
velli er auk þess að finna austur-
lenska nuddmiðstöð þar sem m.a. er
hægt að fá svæðanudd. Bæði þráð-
lausa miðstöðin og nuddmiðstöðin
eru opin frá 7 á morgnana til 11.30 á
kvöldin.
Ferðalangar sem sækjast eftir
glæsilegri dægradvöl ættu að líta á
ótrúlegt listaverkagallerí á alþjóð-
lega flugvellinum í San Francisco.
Hér eru bæði glæsileg fóst sýning
með bæði málverkum og höggmynd-
um og flölbreyttar listsýningar sem
standa styttri tíma.
Betri flugvellir
Enginn vafl leikur á að hvort
heldur litið er á möguleika á
dægradvöl eða arkitektúr eru flug-
stöðvar heimsins að þróast til batn-
aðar þrátt fyrir stöðugt vaxandi
gegnumstreymi fólks um þær.
Betri matur, betri lýsing og sér-
stök reykingarými eru meðal þess
sem gerir dvöl í flugstöð skárri en
áður var. Merkjavöruverslanir og
aörar hágæðaverslanir er líka orðið
víða að flnna í flugstöðvum og al-
gengt er að ferðafólk noti biðtíma á
flugvöllum til að versla eða bara
skoða hinn glæsUega varning.
Þótt undarlegt kunni að virðast
er einungis á örfáum flugvöllum i
heiminum boðið upp á það sem að
margra mati er mikilvægara en
flest annað, ferskt loft.
Á alþjóðlega flugvellinum i Mi-
ami er hins vegar hægt að taka lyftu
upp átta hæðir í heUsurækt flugvaU-
arhótelsins, sem er opin frá 6 á
morgnana til 10 á kvöldin. Þar er
m.a. hægt að fá sér sundsprett í
útisundlaug og skokka nokkra
hringi á þakinu eða setjast bara
með góðan drykk og njóta ferskra
vinda sem blása um mann á þakinu.
Á nýja alþjóðlega flugveUinum í
Kuala Lumpur, Sepang, er gengið
einu skrefi lengra. Þar er boðið upp
á gönguferð í frumskóginum sem er
í næsta nágrenni vaUarins.
Þrátt fyrir að gaman geti verið að
dvelja í sumum flugstöðvum ná þær
ekki þeim hæðum að það borgi sig
að missa af flugi. Það er því ráðlegt
að gæta þess að hafa nægan tíma
til að koma sér að brottfararhlið-
Auk þess er vert að íhuga þann
möguleika að fara af flugveUinum
og inn í borg ef biðtíminn skiptir
mörgum klukkutímum. Víða eru al-
þjóðlegir flugvellir aðeins stutt frá
miðborgum, þótt annars staðar geti
verið um langan veg að fara.
Byggt á International Herald
Tribune
mu.
Bið á flugstöð
Löng biö á flugvelli getur reynt á þolrifin en meö auknu framboöi á
dægradvöl ætti biðin aö veröa bærilegri.
Þrjú netföng
www.simnet.is 800 7575 Armúli 25
síMiNNiStíTí^rr
-tengir þig við lifandi fólk