Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2000, Blaðsíða 33
33
LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 ____________________________________
DV ___________________________________ Helgarblað
hugsunina um tvær lesbískar
konur saman. Eitt af heföbundn-
um þemum klámklúbbanna: „Les-
biurnar Vanja & Tanja stiga á
svið kl. 23.“ Stelpurnar eru gagn-
kynhneigðar og þarna koma gagn-
kynhneigðar og karllægar hug-
myndir um lesbíur fram. Þetta er
ógeðslegt. Þeir karlar sem horfa á
þetta geta alveg eins farið heim
saman í staðinn, þar sem þeim
finnst endaþarmsmök svona æðis-
leg.
Sem lesbía uppfylli ég ekki þau
skilyrði sem kvenleg kona á að
uppfylla. Ég girnist ekki karl-
menn kynferðislega.
Ég var um tvítugt þegar ég
hætti að sækjast eftir því að
strákum likaði vel við mig. Á ung-
lingsárunum var' athygli frá
strák, helst vinsælum, staðfesting
á því að ég væri eðlileg og alveg
eins og hinir. Það var góð tilfinn-
ing að uppgötva að það var ekki
lengur mikilvægt fyrir mig að
strákarnir álitu mig vera flotta,
sexý og aðlaðandi konu. Það var
eins og að gefa eitthvað upp á bát-
inn sem ég haföi verið sannfærð
um að væri lífsnauðsynlegt. Gat
ég virkilega bara kastað þessari
þörf fyrir viðurkenningu stráka
fyrir róða? Ekkert mál? JÁ!
Vegna þess að þetta var ekki búið
til fyrir mig. Ég hafði engin not
fyrir það. Það losnaði einhver
klemma innan í mér.
Femínisti? Neeei ég elska
manninn minn...
Þar sem ég er femínisti er ég
fegin að vera líka lesbía. Ég lít
svo á að það væri vandamál fyrir
mig, sem gagnkynhneigður kven-
legur femínisti, aö finna mér karl
til að deila lífinu með. Karl sem
með öllu sínu hjarta styður femín-
isma. Ég hef hitt nokkra sem mér
finnst gera það, en þeir eru svo
sjaldséðir að það ætti að friðlýsa
þá. Að vera svo heppin að verða
ástfangin af einum þeirra er afar
ósennilegt. Ástandið er samt
betra núna en það var fyrir
fimmtán árum.
Nýr formaður samtaka samkyn-
hneigðra í Svíþjóð hefur sagt að
henni finnist of mikið aö vera
bæði lesbía og femínisti. Að vera
lesbía er alveg nóg. Æ, æ, æ. Ef
maður er formaður í samtökum
sem eru álíka jafnréttissinnuð og
hægri öfgahópur (hún er annar
kvenkyns formaður samtakanna)
ætti það að vera sjálfsagt að vera
femínisti.
Ég hef aldrei skilið hvers vegna
það er erfitt að kalla sig
femínista. En það er vitað mál að
orðið vekur viðbrögð og sendir
adrenalínið af stað. Ég er viss um
að það er til fullt af gagnkyn-
hneigðum konum sem kalla sig
ekki femínista vegna hræðslu við
árekstra. Einu sinni tók ég viðtal
við konu sem hefur unnið sig upp
í efstu stöður á hefðbundnum
karlavinnustað. Ég spurði hana
hvort hún væri femínisti, hún
svaraði óstyrkri röddu:
„Femínisti??! Neeei, ég elska
manninn minn, svo á ég líka tvo
syni.“
Femínisti er sem sagt það sama
og karlhatari. Lesbíur geta því,
samkvæmt þessu, varla hatað
karla minna. Ég hata bara karla-
samfélagið, feðraveldið, valda-
skipulagið. Það nær líka yfir sum-
ar konur. Það eru fáir femínistar
sem mundu lýsa sér sem karlhat-
ara. Ef það er eitthvað að marka
það sem ég les í blöðunum þá eru
til dæmis geldingar mjög sjald-
gæfar. Ofbeldi gegn konum á sér
samt stað á hverjum degi. Karl-
hatur er ekkert stórt vandamál en
það er samt eitthvað sem má alls
ekki viðurkenna. Bannað. Það aö
hata konur vekur ekki jafn sterk
viðbrögö. Þvert á móti, við búum
við menningu þar sem kvenhatur
þrífst vel og er viðurkennt. Hatur
á samkynhneigðum er heldur
ekki álitið alvarlegt. Ég flutti frá
Váxjö til Stokkhólms til þess að
þora að koma út úr skápnum.
Núna eru fjögur ár síðan. Ég hef
aldrei skilið lesbíur og homma
sem búa í litlum bæjum eins og
Vaxjö og Ámál. Ef ég mundi leiöa
Ur kvikmyndinni Fucking Amal
Myndin sú fjaitar um ungar lesbíur í Svíþjóö.
Jenny niður aðalgötuna í Váxjö
mundi fólk stara augun úr hausn-
um á sér. Fólkið mundi svo fara
heim og skrifa greinar í bæjar-
blaðið um hversu mikið þessar
konur stinga í stúf við Biblíuna
og náttúruna.
Enn mitt í allri minni leit og út-
skýringum á minni lesbísku og
femínísku sjálfsmynd veit ég að
mörgum af gagnkynhneigðu vin-
um minum finnst ég mest „gagn-
kynhneigð" af öllum sem þau
þekkja. Ég verð vist að hluta til
að viðurkenna að þau hafa rétt
fyrir sér. Ég og Jenny búum í ein-
býlishúsi (að hruni komiö), eigum
Volvo (ryðgaðan Amazon), strák
og stelpu (kettina Astrid og Tage),
förum og verslum í stórmörkuð-
um með öllum barnafjölskyldun-
um. En við fylgjumst ekki meö
Lottó ... bara 1x2.
tiiiis
[tali ipii í versh inini í LásmMa 8 kl. 10-16 ídi igj
m
m
SftKBgfiisiíiiilla
ÉSiliiim
(J)mDesu/
Við eigum til 30 frystikistur frá hinum heimsþekkta ítalska framleiðanda,
INDESIT, sem við ætlum að selja á sannkölluðu tombóluverði í dag.
Ekki nóg með það, við setjum upp alvöru tombólu.
30 miðar fara í pott og hafa 4 Þeirra að geyma ávísun
á endurgreiðslu á kistunum.
Indesit - 370 Itr._______
hæð 88 x breidd 132 x dýpt 65
Verð áður:
Tombóluverð
42.900
27.900
/
T
Di
Indesit - 443 Itr,_______
hæð 88 x breidd 164 x dýpt 65
Verð áður: 47.900
Tombóluverð 29.900
BRÆÐURNIR
Lágmúla 8 • Sími 530 2800
www.ormsson.is