Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2000, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2000, Síða 34
34 Helgarblað LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 DV Fjársjóður á Öldugötu: Konungsflygillinn fundinn — útivistir, húsbrunar og hrakningar hafa ekki grandað góðu hljóðfæri Fyrir réttum tveimur vikum skrifaði Flosi Ólafsson einn af sínum bráðskemmtilegu pistl- um í DV undir fyrirsögninni: „Til- vistarkreppa ílygils". Þar rakti Flosi á grátbroslegan hátt harmsögu hljómfegursta hljóðfæris sem komið hefur til íslands, sjálfs konungs- flygilsins. Að mati Flosa var saga flygilsins átakanlegur vitnisburður um það hvemig íslendingar varð- veita menningarverömæti. í sögu hans lenti flygillinn út á tún vestur í Stykkishólmi við gjaldþrot eigand- ans. Síðan var hann hýstur á Laug- arvatni og skólapiltar migu í hann og að lokum var hann gefinn austur á Norðfjörð þar sem hann endaði sem kjötfarsgeymsla. Þetta er mikil sorgarsaga og átak- anleg og mikill áfellisdómur yfir oss molbúum sem hendum perlum fyrir svín án þess að depla auga. Eftir birtingu pistilsins komst DV þó fljótlega í samband við píanófróða menn sem héldu því statt og stöðugt fram að þessi saga væri ekki alls kostar sönn og konungsflygillinn hefði „lifaö af ‘ illa meðferð og væri viö ágæta heilsu í husi vestur í bæ. Leitin að konungsflyglinum var haf- in. Kóngurinn kemur Umræddur flygifl kom til íslands í tilefni af heimsókn Friðriks átt- unda hingað til lands sumariðl907. Friðrik konungur kom tfl landsins 30. júlí og næstu daga á eftir var mikið um dýrðir í Reykjavik í til- efni af komu hans. Honum var með- al annars haldið veglegt samsæti í Alþingishúsinu og þar var leikið á téðan flygil og sungin kvæði sem ýmis fremstu skáld þjóðarinnar höfðu ort sérstaklega í tilefni af komu konungs. Matthías Jochums- son hafði m.a. sett saman heilan ljóðaflokk um þessa frétt og Þor- steinn Gíslason ritstjóri fékk einnig sungið kvæði eftir sig. Svelnbjörn kemur helm Sveinbjörn Sveinbjörnsson tón- skáld, sem samdi lag viö þjóðsöng íslendinga, kompóneraði sérstök lög við sum ljóðanna en Sveinbjöm kom til landsins við þetta tækifæri í fyrsta sinn í 30 ár. Blandaður kór sá um sönginn og sungu þau séra Geir Sæmundsson og fröken Elín Matthiasdóttir „sól- órnar“ eins og þaö er oröaö i blöö- um þessa tíma. Brynjólfur Þorláks- son dómorganisti stjórnaði kórnum en í annars greinargóöum frásögn- um blaöanna frá þessum atburöi er ekkert minnst á píanóundirleik. Það er haft fyrir satt aö enginn Islend- ingur hafi þótt nógu góður píanisti og því hafi veriö pantaöur slag- hörpuleikari frá Kaupmannahöfn. Hins vegar er freistandi aö halda að Sigfús Einarsson, tónskáld og söng- fræðingur, eins og hann er kallaöur 1 blööum þessa tima, hafi gripiö 1 hljóöfæriö en viö vitum ekki hvort það er rétt. Flyglll útl á túnl Eftir þessa hátíölegu konungs- heimsókn fer litlum staöfestum sög- um af flyglinum góöa umfram það aö hann hafi lent í eigu stórathafna- manns, Sæmundar Halldórssonar, vestur í Stykkishólmi og endað þar á uppboöi þar sem enginn vildi kaupa hann og hann stóö og veöraö- ist úti á túni heilt vor. Þá kom til skjalanna bjargvættur- inn Jónas Jónsson frá Hriflu sem um þessar mundir var að byggja héraðsskóla hingað og þangað um landið og var nýbúinn að koma ein- um á laggirnar á Laugarvatni. Jónas átti í einhverjum útistöðum við sýslumanninn í Stykkishólmi og lét hirða flygilinn upp í skuldir embættis hans við rikið og flytja þennan veðraða kjörgrip austur að Laugarvatni og gaf nýstofnuðum skóla. Það er kviknað í húsinu Það fer ýmsum sögum af illu at- læti hins hljómfagra konungsflygils á Laugarvatni. Sumir segja að skólapiltar hafi migið ofan í hann og aðrar sögur segja að hann hafi að lokum verið geymdur úti í hlöðu eöa í skúr bak við gufubaðið og harpan úr honum hafi verið notuð sem heyvinnutæki eða til að slóða- draga. Hann mun hafa sloppið naumlega viö algera eyöileggingu þegar skólahúsið á Laugarvatni brann 1947. Gamall menntskælingur frá Laugarvatni, sem var þar á árunum 1948-51, sagðist í samtali við DV vel muna eftir flyglinum. „Hann var geymdur inni í stofu sem var kölluð Babýlon og þar máttu allir skrattast í honum. Hann hafði greinilega fengið illa meðferð því hann var orðinn snjáður og skáldaður." Þó að Þórður Kristleifsson væri söngkennari á Laugarvatni á þess- um árum notaði hann flygilinn aldrei við söngkennslu eða kóræf- ingar heldur orgelgarm sem þar var til. Fótalaus á smíðahúsloftlnu Jón Á. Stefánsson, á Sæbóli í Mjó- afirði, var nemandi á Laugarvatni í smíðadeild skömmu eftir 1950. Hann sagði í samtali við DV að flygillinn hefði skemmst af vatni í brunanum 1947 og legið i óhirðu uppi á smíða- Samkvæmt raðnúmeri er fiygillinn framleiddur árið 1906 Hann hefur því veriö nýr þegar hann kom til landsins. Steinweg-nafniö er þaö sama og Steinway sem eru frægustu flyglar heimsins í dag. húsloftinu á Laugarvatni, fótalaus og illa til reika. Jón keypti flygilinn í félagi við Þórð Sveinsson kunn- ingja sinn og þeir létu flytja hann austur í Neskaupstað. Þórður, sem var þúsundþjalasmiður, dyttaði tals- vert að honum, pantaði í hann vara- hluti að utan og þokaði honum í átt tfl góðrar heilsu á ný. „Ég man ekki lengur hvað ég borgaði fyrir hann en það var ekki mikið. Ég lét Þórði eftir að gera hann upp enda bar ég ekkert skyn- bragð á þetta. Ég hef ekki séð flygil- inn síðan,“ sagði Jón Á. Stefánsson í samtali viö DV. Er þetta farsvélln? Um svipað leyti og Þórður og Jón voru að flytja flygilinn austur vissu margir bæjarbúar á Norðfirði að kjöt- vinnslan á staðnum átti von á nýrri kjötfarsvél frá Danmörku. Enginn á Norðfirði hafði séð slíkt apparat og fáir séð alvöru flygil. Það er haft fyr- ir satt að þegar flygillinn góði var hífður upp á bryggju á Norðfirði hafi margir talið að þama væri kjötfars- vélin góða komin. Það tengdi flygil- inn enn betur við kjötvinnsluna að Óskar Sveinsson, bróðir Þórðar, rak hana. Þórði sóttist seint að gera upp flygilinn góða og í kringum 1960 sendi hann gripinn til Reykjavíkur á hljóð- færaverkstæði Pálmars ísólfssonar á Óöinsgötu. Þar var flygillinn til húsa næstu árin og gekk í gegnum veru- lega endumýjun. „Ég man vel eftir þessum flygli," sagði Bjarni Pálmarsson, leigubíl- stjóri og píanóstillari, í samtali við DV. „Hann var lengi á verkstæði fóður míns og fylgdi honum sú saga að þetta væri konungsflygillinn." Harpan sprakk Árið 1964 keypti Hængur Þorsteins- son, tannlæknir i Reykjavík, flygilinn af Þórði og sótti hann niöur á verk- stæði Pálmars. „Þetta var og er afbragös hljóðfæri. Það henti hann það óhapp í minni eigu að harpan sprakk lítiflega en ég fékk menn i Vélsmiðjunni Sindra til þess að sjóða í sárið og hann hélt alltaf stiflingu eftir það.“ Flygillinn var í eigu Hængs allt til ársins 1977 þegar David Pitt heildsali keypti hann og eftir það hefur hann veriö í hans eigu. eftlrlaunum é Öldugötu Feröalög og hrakningar fram og til baka um landiö, húsbrunar og vatnsskemmdir hafa ekki megnaö aö ganga af þessu fallega hljóöfæri dauöu. Eins og sjá má er harpan I flyglinum óvenjulega fagurlega útskorin og margt J frágangi hans ber natnt smiöanna vitni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.